Morgunblaðið - 07.11.1965, Page 5
Sunnudagur T flðv. 1965
MORGUNBLAÐIÐ
5
Hvað verður nú Islandi úr
þessu listamannsefni?
Margt hefur verið um
Kjarval ritað upp á síðkastið,
og um list hans rætt, þegar
hann lítur nú yfir farinn veg.
Ekki ætti að vera úr vegi, að
rifja upp, hvað um Kjarval
var sagt, þegar hann hélt sína
fyrstu sýningu.
19. júlí skrifaði G.M., sem
mun hafa verið Guðmundur
Magnússon (Jón Trausti), en
hann var mikill hvatamaður
þess, að Kjarval færi utan til
náms, um þessa sýningu í
blaðið LÖGBÉTTU, á þessa
leið.
„Málverk hafa nú verið
sýnd um tíma í G.T.-húsinu
uppi. Flest landslagsmyndir.
Maðurinn, sem hefur málað
þau, heitir Jóhannes Sveins-
son.
Það er gamla sagan, sem
hér endurtekur sig. Maður
með óslökkvandi löngun til
þessarar listar fær liti og
léreft og fer að mála tilsagn-
arlaust. Enginn kostur er á
tilsögn heldur engin efni til
að afla sér hennar.
Tvennt er það, sem mest ber
á, er litið er á þessar myndir
það er eðlisgáfan og lærdóms
leysið. Nánar' á ekki við að
lýsa þeim.
Eðlisgáfan er ríkari, en
menn eiga að venjast hjá
Jóhannes Sveinsson
þeim, sem bera þetta við.
Kunnáttuleysið er ekki meira
en við er að búast. Þessi ein-
kenni bera flestar fagrar list-
ir hjá þessari þjóð- einkenni
ótaminna gáfna.
Hvað verður nú fslandi úr
þessu listamannsefni?
GJW.“
Síðar munu við birta fleiri
skrif um Kjarval, þegar hann
var lengra kominn á lista-
brautinni, en látum þetta
nægja að sinni.
m Húsmæðrafélag Reykjavíkur heldur
4 vikna saumanámskeið sem hefst 9.
nóvember. Upplýsingar í sinium
32659, 16304 og 14617.
II \ FÍLADELFÍA, REYKJAVÍK: Á
HERFERÐ ) samkomunni á sunnudagskvöldið kl.
8.30 tala þeir Einar Gíslason og Garð-
GEGN / ar Ragnarsson. Á samkomunni verður
HIINfiRi / tekin fórn vegna Kirkjubyggingarínn-
ar. — Safnaðarsamkoma verður kl. 2.
Prentarakonur. Kvenfélagið EDDA
Herferð gegn hungri.. Tekið á
móti framlögum í bönkum útibú-
um þeirra og sparisjóðum hvar
sem er á landinu. f Beykjavík
einnig í verzlunúm, sem hafa
kvöldþjónustu, — og hjá dag-
blöðunum, og utan Beykjavíkur
einnig í kaupfélögum og hjá kaup
mönnum sem eru aðilar að Verzl
unarsambandinu.
í KÉTTIR
Kvenstúdentafélag íslands: Fundur
i félaginu verður haldinn í Þjóðleik-
húskjallaranum miðvikudaginn 11. nóv.
kl. 8.30. Fundarefni: Vísað til vegar
í ísrael. Signý Sen, B.A.
Kvenfélag: Hallgrrímskirkju
Basarnum er frestað. Nánar
augTýst síðar.
heldur fund mánudaginn 8. nóvember
kl.8.30 í Félagsheimili H.Í.P.. Mynda
sýning. Stjórnin.
Kristileg samkoma verður haldinn
í samkomusalnum Mjóuhlíð 16 sunnu-
. dagskvöldið 7. nóv. kl. 8. Allt fólk
hjartanlega velkomið.
HIN árlega merkjasala Kvenfélags
Langholtssa fnaðar er sunnudaginn 7.
nóvember. Sölubörn óskast. Merkin
afhent 1 Safnaðarheimilinu kl. 10.
Kvenfélag Grensásóknar heldur
fund í Breiðagerðisskóla mánudag-
inn 8. nóv. kl. 8:30. Helga Magnús-
dóttir kennari flytur erindi: Börnin
og skólinn. Konur fjölmennið. Stjórn-
in.
Kvenfélag Bústaðasóknar. Fundur
verður í Réttarholtsskóla mánudaginn
8. nóvember kl. 8:30. Guðmundur
Pétursson kynnir blástursaðferð og
hjálp í viðlögum í heimahúsum. Tak-
ið handavinnu með. AUar konur úr
Bústaðasókn velkomnar. Stjórnin.
K.F.U.M. og K. í Hafnarfirði.
Almenn samkoma sunnudags-
kvöld kl. 8:30. Gísli Friðgeirsson
verkfræðinemi og Sævar G. Guð
bergsson, kennaranemi tala. Ung
lingadeildarfundir kl. 8 á mánu-
dagskvöld.
Fermingarbörn séra Þorsteins
Björnssonar næsta vor og
haust eru beðin að koma til
viðtals í Fríkirkjuna fimmtu-
daginn 11. nóv. kl. 6.
Hjálpræðisherinn
Laugardag kí. 20:30. Her-
mannasamkoma. Sunnudag kl.
11. Helgunarsamkoma. Kl. 20:30
heldur Hjálpræðisherinn sam-
komu í Betaníu. Ræðumaður
verður Ólafur Ólafsson kristni-
boði. Allir eru velkomnir.
Langholtssöfnuður. Kynnis og spila-
kvöld verður í Safnaðarheimilinu
sunnudaginn 7. nóv. kl. 8. stundvís-
lega. Safnaðarfélögin.
Kvefélag Langholtssafnaðar heldur
fund í Safnaðarheimilinu mánudag
inn 8. nóv. kl. 8:30. Athugið breyttan
fundardag. Stjórnin.
Hlutavelta kvennadeildar Slysavarn
afélagsins í Reykjavík verður sunnu
daginn 7. nóv. og.hefst kl. 2. að Hall-
veigarstöðum á horni Túngötu og
Garðastræti. Ekkert happrdætti, eng-
in núll. Styðjið gott málefni. Stjórn-
in.
Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar
heldur sína árlegu kaffisölu í Tjarnar
kaffi sunnudaginn 7. nóvember. Þar
verður einnig basar með handunnum
munum, sem konurnar hafa unnið.
Velunnarar Dómkirkjunnar, sem
styrkja vilja þessa «tarfssemi, komi
munum til: frú Súsönnu Brynjólfs-
dóttur, Hólavallagötu 6, Elínar Jó-
hannesdóttur, Ránargötu 20, Ingibjarg
ar Helgadóttur, Miklubraut 50, Grétu
Gíslason Skólavörðustíg 5, Karólínu
Lárusdóttur, Sólvallagötu 2 og
Stefaníu Ottesen, Ásvallagötu 2.
Kvenfélag Kópavogs heldur paff-
sníðanámskeiði í nóvembermánuði.
Kennari Herdís Jónsdóttir. Uppl. í
síma 40162 og 40981.
Orðsending frá Verkakvennafélag-
inu Framsókn: Basar félagsins verð
ur 11. nóvember n.k. Félagskonur vin
samlegast komið gjöfum á basarinn
sem fyrst, á skrifstofu félagsins, sem
er opin alla virka daga frá kl. 2—6
e.h. nema laugardaga. Stjórn og
basarnefnd.
/
Basar kvenfélags Háteigssóknar verð
ur mánudaginn 8. nóvember í Góð-
templarahúsinu. Allar gjafir frá vel-
unnurum Háfbigskirkju eru velþegn-
ar á basarinn og veita þeim mótöku:
Sólveig Jónsdóttir, Stórholti 17, Maria
Hálfdánardóttir, Barmahlíð 36, Vil-
helmía Vilhelmsdóttir, Stigahlíð 4 og
Lára Böðvarsdóttir, Barmahlíð 54.
Minningarspjöld
- Minningarspjöld Ekknasjóðs Reykja
víkur eru til sölu á eftirtöldum stöð-
um: Verzlun Hjartar Hjartarsonar,
Bræðraborgarstíg 1. Geirs Zöega, Vest-
urgötu 7. Guðmundar Guðjónssonar,
Skólavörðustíg 21 A Búrið, Hjallaveg
Minningarspjöld Kvenfélags Hall
grímskirkju fást i verzluninni Grettis
götu 26, b^kaverzlun Braga Brynjólfs-
sonar, Hafnarstræti og verzlun Björns
Jónssonar, Vesturgötu 28.
Höfum við gengið t*l góðs?
A þessari mjnd, sem Þórir Hersveinsson tók sunnan við Hvaleyrarholtið sjást 3 merkilegir vegir.
Mest ber auðvitað á hinum nýja Keflavíkurvegi, sjálfu stolti islenzkra vega. Næst honum til vinstri
er gamli Hafnarfjarðarvegurinn og lengst til vinstri er svo elzti vegurinn upp Ilvaleyrarholtið.
Greinilega sýnir þessi mynd muninn og þróunina í íslenzkri vegagerð, og gæti minnt okkur á orð
Bkáldsins: HÖFUM Við GENGR) TIL GÓ»S, GÖTUNA FKAM EFTIR VEG?
Keflavík — Suðurnes
ÚTSALAN hefst á mánudag.
Stendur aðeins örfáa daga.
Ýmiskonar kven- og barnafatnaður
seldur vægu verði.
ELSA, Keflavik
Bakari — Bakaraiðn
Bakari óskast. Framtíðarstarf. Mikil vinna.
Gott kaup. — Einnig ungir menn, er vildu læra
iðnina.
Bakaríið Kringlan
Sigurður B. Jónsson, bakarameistarL
Starmýri 2.
Góð íbúð
TiL sölu er 4ra herbergja stór og falleg íbúð i
Heiiiiunum. — Sér inngangur. Sér hiti. Laus eftir
samkomulagi.
MÁLFLÖTNINGS- og FASTEIGNASTOFA
Agnar Gústafsson, hrl.,
Björn Pétursson, fasteignaviðskipti.
Austurstræti 14. Símar 22870 og 21750.
Utan skrifstofutíma 33267 og 35455.
Myndlistarskóli
Vestmannaeyja
óskar eftir kennara að væntanlegu námskeiði.
Góð laun og fyrirgreiðsla. — Upplýsingar gefur
forstöðumaður í síma 1675 milli kl. 19—20
næstu daga.
Hluthafi
Heildsölufyrirtæki, sem er í fullum gangi og hefur
mikil og góð sambönd víðsvegar um heim óskar eftir
hluthafa, sem gæti unnið við fyrirtækið. — Vænt-
anlegur hluthafi þarf að geta lagt fram peninga
í fyrirtækið. — Þeir sem hafa áhuga á þessu sendi
tilboð til afgr. Mbl. fyrir þriðjudag 9. nóv., merkt:
„Trúnaðarmál — 2818“.
Kona óskast
á fámennt sveitaheimili á Suðurlandi.
Má hafa með sér barn. — Upplýsingar í síma
21509 eftir kl. 20.
*
Ltgerðarmenn
Fiskverkunarstöð í Keflavík til sölu.
Gólfrými ca. 1450 ferm. auk rúmlega 300 ferm.
loft undir veiðarfæri og verbúðir og hornhús með
útsýni yfir höfnina ca. 500 ferm. Velgirt port og
1400 ferm. slétt, óbyggð lóð fylgir. — Eins fylgja
stöðinni þurrkhús og brunnur með miklu og góðu
vatni. — Stöðin er mjög nálægt bátabryggju.
Einar Sigurðsson, hdl.
Ingólfsstræti 4 — Sími 16767.
MAXICROP
100% lífrænn blómaáburður
Gerður úr þangi.
Hið bezta í jarðvegslífi er
lífrænt. — Þangið er dýr-
gripaskrín lífrænna efna.