Morgunblaðið - 13.11.1965, Blaðsíða 21
Laugardagur 13. nóv. 1965
MORCUNBLAÐIÐ
21
— Ég er farinn I leit að ævin-
týrum, spenningi og fallegum
konum, kallaði sonurinn til föður
síns, þegar hann var um það bil
að fara að heiman. — Reyndu
svo ekki að stöðva mig, ég er al-
farinn.
— Hver er að reyna að stöðva
þig? kallaði faðirinn á móti: —
Taktu mig með þér.
Viðskiptavinurinn: — Gæti ég
fengið að sjá matseðilinn?
Þjónninn: — Við höfum því
miður engan matseðli, en þér
getið séð réttina sem við höfum
á boðstólum á borðdúkknum.
,30 . ' &
—- Bíddu aðeins ... það er hérna
herra, sem biður um að fá lán-
aðan símann.
— Konan mín er dauðhrædd
um að einhver steli minkafeldin-
um hennar.
— Nú, hún hefur væntanlega
ekki tryggt hann?
—. Nei, en hún hefur betri
lausn. Hún hefur mann á vakt
inni í klæðaskápnum. Ég sá hann
þar fyrir nokkrum kvöldum.
i
•— Taktu þessu rólega, mamma,
sagði þrastarunginn, — pabbi
hlýtur að fara að koma bráðum.
En þrastarpabbi kom ekki heim
fyrr en seint um kvöldið, þreytt-
ur, næstum fiðurlaus og það var
með naumindum að hann komst
upp í tréð.
— Hvar hefurðu verið, sagði
þrastarmamma ströng á svip.
— Æ-æ, ég flaug óvart og lágt
inn á badminton-leikvöll og fékk
að vera með heila umferð, æ-æ.
— Læknir, sagði maðurinn í
símanum, — sonur minn hefur
skarlatsótt.
— Já, ég veit það. Ég kom til
hans og athugaði hann í gær. Þér
skulið bara varast að nokkur í
húsinu umgangist hann of. . ..
— En þér skiljið ekki, sagði
faðirinn áhyggjufullur. — Hann
kyssti þjónustustúlkuna.
— Nú, það var óheppilegt. Nú
verður líklega að einangra hana
lík. . . .
— Já, en læknir. Ég er hrædd-
ur um að ég hafi kysst stúlkuna
líka.
— Þetta er orðið alvarlegt. Þér
verðið að fara í sóttkví líka.
— Já, læknir og ég hef kysst
konuna mína siðan.
— Fjandinn sjálfur, sagði lækn
lrinn, — þá hef ég fengið pestina
lika.
Fólk úr víðri veröld
Brezíkur leikari, Peter Rose að
nafni, sem kemur fram á hverju
kvöldi í leikhúsi í Lúndúnum í
hlutverki iðjusams vélritara,
hefwr síðan í byrjuin nóvember
skrifað sex smásögur og eitt leik
rit á ritvélina sína, án þess að
áhonfenur hafi haft hugmynd
um það
Edward Heath, hinn nýkjörni
foringi íhaldsmanna í Bretlandi
er mikill áhugamður um hljóm-
list. Meðal annars stjómar hann
sjáifur hljómsveit áhugamanna
í frístundum sínum, og reynir sig
einnig við • lagasmíði. Nýjasta
verk stjómmálamannsins og
piparsveinsins Edward Heath
heitir: — Kvenleg serenada fyrir
piparsveina — fyrir strokhljóm-
sveit og sópranrödid.
Andrew Warhol, frá Phila-
delphiu, einn af þekktustu lis.ta-
mönnum „pop“ stefnuninar svo-
kölluðu, á erfitt með að umíbera
þær þrengingir, er kanadískir
tollverðir haf,a búið honum. War
hol ætlaði nefnilega að halda
sýningu á 80 verkum sínum, sem
eru listrænar samsetningar af
sápukössum, flöskum og ílátum
undir ávaxtasaift, í stórri sam-
sýningu ná nútímalist í Montire-
al. En 'hinir kanadísku tollverðir
voru ekki alveg sammála War-
hol um tollinn á hinum sér-
kennilegu listaverkum hans, og
þrátt fyrir áköf mótmæli og
mikinn fyriirgang hafa þeir
skikkað hann til að greiða til-
skilinn toll af sápukössum, flösk-
um og ílátum undir ávaxtasaft.
Luci Baines Johnson, yngsta
dóttir Bandarikjaforseta, er
margt trl lista lagt eins og föður
hennar. Á 57. afmælisdegi pappa
síns, gaf hún honum innbundin
í leður, frumsömd Ijóð skrifuð
með eigin hendi.
Meðal þessara Ijóða er eftir-
farandi perla:
— Þótt að öll veröldin skjálfi
fyrir framan dyr þínar/stendur
þú teinréttur og rólegur/ vitandi
að hræðslan er óvinur mannsins/
og rósemin smyrsl hans..../
Þótt að embætti þitt eigi allan
bug þinn og hjarta/áttu samt í
einkalífi þínu nóg eftir af ást
fyrir mömmu og systur og mig./
Úr þessum penna mínum flýtur
svo mikil aðdáun/ fyrir manninn
sem gefur allt sem honum var
gefið/ til að bjarga mannkyninu.
Konstantín Grikkjakonuingur
sem eitt sinn vann gullmedaliu
fyriir siglingar á Olympíuleikun
um í Róm, missti ekki áhugann
á iþessu sporti meðan á kreppunni
í innanrikismálum Grikklands
stóð. Meðan að Grikkland ramb-
aði á barmi borgarasityrjaldar,
lét kóngur símsenda sér daglega
fréttir af heimsmeistarakeppn-
inni í siglingum, sem þá var háð
í Sandhamm í Svíþjóð. Sá sem
annaðist fréttasendingar var
gríski þátttakandinn Stavridis.
Frú Eben Lobom frá Orebo
í Svíþjóð hefir í landi sínu fengið
titilinn — móðir ársins —. Frú
Loborn átti afgangs eftir tvo
mánuði frá fæðingu dóttur sinn-
ar, Evu-Lottu, 75 lítra af rnjólk,
sem fæðingardeild sjúkrahússins
í borg hennar fékk til ráðstöfun-
ar. Frú Loborn fékk 80 krónur
fyrir hvern líter af mjólk.
MORGUNBLAÐID
JAMES BOND
Xr-
»*■
Eftir IAN FLEMING
Vesper rússneskur njósnari! Ég get enn-
þá ekki trúað því!
— Ég vissi, að það mundi binda endi á
ást okkar, ef ég segði þér hvernig allt
væri í pottinn búið. Ég gerði mér grein
J Ú M B <5
fyrir, að ég gat annað hvort beðið eftir
þvi að verða myrt af Rússum, og þú ef tii
vill líka, eða þá framlð sjálfsmorð.
Orðin í siðasta bréfi hennar dansa enn-
þá fyrir augum Bonds.
— Ég get ekki sagt þér mikið til að
hjálpa þér. Samband mitt í Paris var
simanúmer: Invalides 55200.
— James, ástin mín, ástin min. Vesper.
Teiknari: J. M O R A
Allan næsta morgun gerði Spori ekkert
annað en snúa og snúa og snúa. Hver iest-
in á fætur annarri tæmdist og var dregin
að ströndinni, þar sem þeir félagar höfðu
bækistöð sína. Honum hafði aldrei dottið
í hug, að það gæti komizt svona mikið
fyrir í einu skipi.
Skyndilega hætti hann og þefaði út i
loftið. — Er þetta rétt . . . finn ég ekki
lykt af reyk? hugsaði hann. — Bara að
það hafi nú ekki kviknað í neinu . . . mað-
ur hefur svo sem heyrt nm íkviknun út
frá sólinni.
Hann sá hvar reykur liðaðist upp til
himna dálítið lengra niður við ströndina.
— Ég verð að kanna þetta nánar, taut-
aði hann með sjálfum sér. Eldur — ef ég
get orðið mér út um nokkrar glóðir, þá er
það eins gott og hafa eldspýtur, sem okk-
ur vanhagar mest um núna.
KVIKSJÁ
•—x- •—X-
Fróðleiksmolar til gagns og gamans
HRINGUR GIOTTO MÁLARA
Það var árið 1303, þegar Bene
dikt XI var páfi, að hann ákvað
að haldið yrði áfram skreyting-
um á Péturskirkju, og þess
▼egna sendi hann kammerherra
sinn, sem var listfengur mjög,
«1 Flórens, svo að hann gæti
«í eigin rammleik dæmt um
hæfileika málarans Giottos, sem
páfinn hafði áhuga á að fá til
þess að vinna þetta verk.
Kammerherrann hélt strax til
bústaðar málarans fræga, þar
sem tekið var á móti honurn
með kostum og kynjum. Hann
var mjög hrifinn af öiiu sem
fyrir augun bar, en bað þó mái-
arann um teikningu eða mál-
verk, svo að það yrði auðveld-
ara fyrir hann að sannfæra páf-
ann um ágæti Giottos. Málar-
inn greip þá stórt skjai, lagði
það á gólfið, setti kné sitt á það
til þess að halda þvi föstu og
teiknaði síðan með kolamola,
svo fullkominn hring, að það
var sem hann hefði notað á
hann hringfara (sirkil). Kamm-
erherrann vildi þó gjarnan fá
raunverulega teikningu til þess
að sýna páfanum, en Giotto
neitaði því, og sagðist vera sann
færður um að hann mundi við-
urkenna sig eftir þessum full-
komna hring. Það reyndist rétt
vera og síðan hefur orðið til
orðatiltækið: Þetta er eins full-
komið og hringurinu hans Gi-
ottoa.