Morgunblaðið - 16.11.1965, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.11.1965, Blaðsíða 23
'PrWJudagur 16. nóv. 1965 MORGUNB LADIÐ 23 Siguröur Ólafsson, Hðfn - Minning MÉR ER mikill vandi á hönd- um að velja orð sem hæfa þess- um vini mínum á kveðjustundu. Svo mjög var Sigurður ólafsson ctórbrotinn maður til orðs og aeðis, að fátækleg orð mega sin lítils; helzt væri fyrir stórskáld að yrkja um slíkan mann hetju- kvæði og mætti þá kannski vera að hans yrði minnst að verðleik um. Að fáum mönnum er annar eins og sjónarsviptir — og gleði og gæfa að hafa átt þess kost að kynnast honum. Mér er stórlega til efs að Is- land hafi alið marga slíka né eigi eftir. Að velja honum sæmd arheiti við hæfi væri að nefna hann stórbrotinn íslending í íyllstu merkingu þess heitis. Það fer saman að eitt fegursta hérað þessa lands kveður nú í hinzta sinni einn sinna mætustu sona. Vinir hans heiðra minningu hans og biðja fólki hans bless- ur_u. v Sverrir Hermannsson. f>AR SEM ég er staddur á fjar- lægri grund og get ekki fylgt mínum frænda til grafar þá langar mig að mæla nokkur vel valin orð í minningu um fortíð hinns frægasta manns. Sigurður Ólafsson er fæddur að Bæ í Lóni á landnámsjörð Úlfljóts lög sögumanns. Sigurður missti föður sinn á barnsaldri; hann drukknaði við Papós ásamt fleir um. Hann ólst því upp hjá móð- ur sinni og stjúpa Þorleifi Eiríks syni og fór ávalt vel á með þeim. Fékk hann því gott upp- eldi. Snemma hneigðist hugur hans að veiðiskap og fór hann ungur til sjóróðra, sem þá voru stundaðir mikið i Lónssveit á árabátum. Var útræði stundað aðallega á tveimur stöðum, Hvalneskrók og Papós. Var Bær í miðri sveit og var því jafn- langt á báða staði, Hvalneskrók og Papós, 10 km. á hvorn stað. Strax eftir fermingu sótti hann sjó sem fullþroska maður og fór oft upp um miðja nótt gang andi til að ná í róðrana. Það var mikil þrekraun að stunda sjó- róðra við brimsanda Skaftafells sýslu 1 þá daga. Á þessum árum lærði Sigurður að þekkja brim- ið og varð það honum ómetan- legur reynsluskóli síðar meir. 3rátt varð hann formaður á opnum bátum og sótti hann Sjóinn með harðneskju og dugn- •ði. Var hann hinn mesti afla- maður. Svo þegar stórútgerð á vélbátum hófst á Hornafirði þá lagðist árabátaútgerðin niður í Lóni. Þá fluttist Sigurður strax til Hornafarðar og byrjaði þar útgerð, keypti sér 15 tonna dekk •ðan bát. Hóf hann nú linuút- gerð í stórum stíl og fiskaði á- gætlega. Oft var það framan af vetri að hann stundaði einn sjó- róðra og þegar hann kom að landi með fiskinn vildu margir koma og kaupa sér fisk í soðið hjá honum. Þá svaraði Sigurð- ur: „Haldið þið að ég fari að •elja ykkur í soðið? Nei, það geri ég ekki. En þið megið fá ykkur í soðið eins og þið viljið fyrir ekki neitt“. Á þessu varð Sigurður mjög vinsæll maður. í vertíðarlokin þá bauð hann bændum að hann skyldi flytja fyrir þá þunga-vöru suður um hina hafnlausu strönd. Bændur þáðu þetta með þökkum þótt þeir væru nú hálfhræddir um •ð þetta tækist ekki. Þá voru Bllar ár óbrúaðar, enginn bíll komin í sýsluna og allt flutt á hestum. Svo hóf hann flutninga til Suðursveitar, Öræfa, Papóss ©g Hvalneskróks. Þessum flutn- ingum hélt hann áfram í mörg ár, sem var ómetanlegur hagur fyrir héraðsbúa. Aldrei vissi ég til þess að honum hlekktist á og var þó oft djarft teflt enda varð hann víðfrægur fyrir þessa flutninga. Kjarkur hans og þrek var svo mikið að honum fatað- ist aldrei. Ég var oft með hon- um í þessum ferðum og skal ég segja frá einni ferð, sem ég hafði mikla ánægju af. f þetta sinn var ferðinni heitið til Eski- fjarðar. Þegar við komum til Djúpavogs þá mættum við Súð- inni og fer hún djúpleið en við förum grunnleið. Nú kom okkur saman um það að reyna að keppa við Súðina, verða á und- an henni til Eskifjarðar. Þegar við komum austur á móts við Hafnarnes þá sáum við hvar Súðin kemur askvaðandi utan af hafi og siglir beint strik inn Fáskrúðsfjörð. Sigurður biður Þorbjörn að herða á vélinni svo við komumst framúr Súðinni. En Súðin nálgaðist óðfluga og var tvíbent hvort við kæmumst fram fyrir hana. Þá kallar Sig- urður upp: ,,Þorbjörn, hertu á vélinni!“ Þorbjörn svarar: ,,Á ég að sprengja vélina? Hún er komin upp í 1500 snúninga". „Láttu þá helvítið fara ef hún þolir þetta ekki“, svaraði Sig- urður. En í þessum töluðum orð um gnæfir stefnið á Súðinni yf ir okkur en af því að báturinn var á fleygiferð sluppum við að eins fram fyrir og mátti ekki tæpara standa. Urðum við nú vel kátir á éftir. Hefi ég haft mesta ánægju af þessari ferð af öllum ferðum sem ég hef farið. Eitt sinn bar það við á stríðs- árunum að flugvél frá enska flotanum fauk í sjóinn. Brást þá Sigurður fljótt við og fór á bát sínum út á sjó að leita. Var hann svo lánsamur að geta þar bjargað einum manni. Fékk hann heiðurspening frá ensku stjórninni fyrir snarræði sitt og dugnað. Þótt Sigurður hafi haft á- nægju af því að glima við öldur hafsins var hann svo gæfusam- ur að aldrei varð slys á hans bát en missti tvisvar út mann en gat bjargað honum inn í bæði skiptin. Sjálfur lenti hann í sjóirm lika en náði sér um borð aftur. Svo komu bílamir til sögunn ar og þá var farið að brúa vötn- in. Lögðust þá sjóflutningarnir niður. Svo kom það sorglega slys fyrir Sigurð Ólafsson að sonur hans Ólafur drukknaði í Hornafjarðarós þegar Borgeyj- an sökk. Var það sorglegra en orð fá lýst. Horfir Sigurður á son sinn drukkna og engin leið að hjálpa. Er þetta þriðji Ólaf- urinn í þessari ætt, sem fer í sjóinn. Fyrst er það Ólafur fað ir Sigurðar svo er það Ólafur hálfbróðir hans, sem ferst með trollara og svo er það Ólafur sonur hans. sem ferst um tví- tugt, mjög myndarlegur piltur. Það segir gamalt máltæki að ef tveir nafnar af sömu ætt farist í sjóinn þá megi ekki láta heita þriðja nafnið því það sé bráð- feigt. Þetta var svo þung sorg fyrir Sigurð að nú í fyrsta sinni bilaði kjarkurinn og hætti hann að fara á sjó. Bað hann Þor- björn son sinn að gera slíkt hið sama. Nú var Sigurður búinn að nussa konu sína og dóttur og á hann nú eftir lifandi 2 börn, Þorbjörn, sem stendur fyrir fluginu á Höfn og Rósu, sem er gift kona á Akranesi. Rósa er falleg kona og full af gæðum. Þegar hér var komið flutti Sigurður til Þorbjörns sonar síns og Ágústu tengdadóttur sinnar, sem hefur 'hugsað svo vel um hann í öllum hans veik indum og hlúði að honum á all- an hátt. Ágústa er stórgáfuð kona og vel gefin að öllu leyti. Um þetta leyti fóru flugvélar að koma og tók Sigurður strax að sér afgreiðslu flugvélanna með aðstoð Þorbjarnar sonar síns. Var þá hvergi flugvöllur en fannst síðast út á fjörum. Var það ekki heiglum hent að flytja fólk yfir fjörðinn. Þor- birni hefir tekizt þetta prýðis- vel og geld ég honum stórar þakkir fyrir það, sem hann hefir bæði flutt mig og aðra. Hefir hann þar líkst föður sínum að dugnaði og þrautseigju. Það má segja að mesta lyftistöng Horna fjarðar nú sé flugið og vil ég þakka þeim feðgum algjörlega hvað það hefir gengið vel. Hafa þeir sýnt frábæran dugnað við afgreiðslu flugvélanna. Að endingu kveð ég minn kæra frænda, en við vorum syst kinasynir. Staddur í Reykjavík, 14. nóv- ember 1965. Einar Eiríksson. ÉG hnitaði nokkra hringi norð- an við kauptúnið í leit að þeim stað, sem hann hafði talið heppi legastan til lendingar. Litla flug- vélin mín þurfti ekki stórt svæði, svona 200—300 métra, en það varð þó að vera sæmilega slétt. í símtalinu hafði hann taJ- að um túnspildu nokkra fyrir innan þorpið. Þarna hlaut hún að veira. Ég flaiug lágt yfir til að athuga aðstæður og lenti síðan. Fliugvélin rann mjúklega eftir frosnum grasverðinum, og stöðv- aðist nokkru áður en hún kom að girðingunni hinum megin. Ég drap á hreyflinum, tók af mér fluggleraugun og skinn- húfuna og sté upp úr vélinni. Það var enginn sjáaniegur, en hann hlaut að hafa séð mig lenda og koma von bráðar. Ég virti fyrir mér útsýnið á meðan ég beið, þvi hingað hafði ég ekki komið áður, sem ekki var von, því það voru aðeins fáir dagar liðnir frá því, að ég hóf starf sem flugmaður. Fegurð Hornafjarðar hafði þá ekki verið orðum aukin — hví- lík dýrð, jafnvel á þessum árs- tíma, í byrjiun marzmánaðar, þegar gróður jarðar var í svefni. Eftir skamrna stund sá ég til hans. Hann gekk rösklegá, en vaggaði dálítið í mjöðmunum eins og hann ætti erfitt með að ganga svona hratt. Hann rétti mér hendina: „Sigurður Ólafs- son. Sæll vertu og veJkominn. Þeir eru að koma með benzínið". Hendin var stór og hrjúf, hand- takið ekki þétt, en hlýlegt. Þetta handtak innsiglaði meira en aldarfjórðungs trygga vináttu, sem varði alJt ti'l þess dags er hönd hans lá stirðnuð og köld á dánarbeði. „Þú kemur heim og borðar“ sagði hann, en ég afþakkaði og sagðist þurfa að flýta mér suður aftur, ef ég ætti ekki að lenda í myrkri. „Jæja, jæja, drekktu þá kaffið, sem óg kom með“ sagði hann og rétti mér hita- brúsa og matarpakka. Á meðan hann dældi benzín- inu úr tunnunni, og ég hélt slöngustútnum yfir geyminum í flugvélinni, virti ég hann nánar fyrir mér. Hann var meðalmað- ur á hæð, en mjög þrekinn og sterklegur. Höfuð stórt, hárið dökkt, hátt enni og nefið í stærra lagi. AUur bar svipurinn með sér, að hér var maður, sem bjó yfir þreki og þori, en alvara „g glettni skiptust á í góðlegum augum hans. Þegar geymirinn var fullur, og hann hafði kvittað fyrir póstin- um flýtti ég mér að kveðja. Innan stundar sá ég hann sem litinn depil, þar sem hann stóð enn við túngirðinguna og horfði á eftir mér. Nokkrum dögum seinna varð ég veðurtepptur og gisti hjá hon- um í þrjár nætur. Þá kynntist ég konunni hans og börnunum, ‘heimilinu og heimilisfólkinu, sá bátinn hans, sem var bundinn við bryggjuna framan við húsið, og alla lóðastampana í kjallar- anum, og ég Sá ákafann, þegar þeir voru að beita línuna. Ég kom aftur og aftur, borðaði og gisti, kynntist fólkinu og lífinu í þessari afskekktu en lifandi verstöð. Ég kynntist Hornafirði eins og hann var fyrir stríð og hernám. Þá var íslenzk tækni- öld í reifum. Sigurður Ólafsson fæddist að Bæ í Lóni 31. maí 1&89, sonur þeirra hjóna Ólafs Einarssonar 'bónda í Bæ og Sveinbjargar Sigurðardóttuir Guðmundssonar bónda í Vik Þá var sexbýli í Bæ. Þegar Sigurður er 6 ára drukknair faðir hans við Papós, ásamt tveim öðrum bær.dum frá Bæ. Voru þeir að róa út í Papós- skipið er slysið bar að höndum. Einn bátsverja komst upp í skip- ið, og fór með því til Kaup- mannahafnar, en það vissu menn ekki í landi, fyrr en hann skilaði sér aftur með sama skipi sumarið eftir. Þau Sveinbjörg og Ólafur höfðu eignazt tvo syni, er Ólafur dó, Sigurð og Ingvar, en Ingvar dó kornungur. Sveinbjörg giftist öðru sinni, Þorleifi Eiríkssyni frá Hvalnesi. Eignuðust þau tíu börn og eru nú fjögiur þeirra á lífi. Sigurður fer snernma að sækja sjóinn. Vorið, sem hann fermist, fer hann í sinn fyrsta róður frá Papósi og sjómennsku stundar hann svo, meira og minna, allt til stríðsloka, að hann neyðist til að „fara í land“ vegna veik- inda í fótum. í lok fyrra stríðs kaupir hann átta lesta mótorbát í Vestmanna- eyjum, „Björgvin“, í félagi við Jón Brunnan, mág sdnn. Gera þeiir bátinn út frá Homafirði á vetrum og stundum frá Aust- fjörðum á sumrin. Á þessum ár- um st'undar Sigurður þó einnig nokkurn búskap, á fé og hesta. Hafði hann ánægju af búskapn- um og sérstakt yndi af góðum hestum, en veiðiskapurinn á þó hug hans allan. Þeir félagar eignast síðar annan „Björgvin“ og gera hann út frá Homafirði, sem hinn fyrri, jafnframt því sem þeir annast vöruflutninga milli Hotrnafjarðar, Öræfa, Pap- óss og Austfjarða. Kona Sigurðar var Bergþóra Jónsdóttir, bónda á Brunnum í Suðursveit, Þorsteinssonar. Þau eignuðust fimrn böm, þrjá syni og tvær dætur. Einn soninn misstu þau í fæðingu og aðra dótturina, Steinunni, á þrítugs- aJdri. Bergþóra deyr 1945 og ári síðar drukknar Ólafur sonux iþeirra, er vélbáturiinn Borgey ferst við Homafjarðarós. Eftirlifandi börn þeirra Sig- urðar og Bergþóru eru þau Þor- björn, afgreiðslumaður Flug- félags íslands á Hornafirði, kvæntur Ágústu Vignisdóttur Jónssonar frá Árnanesi og Rósa, gift Kristjáni Jónssyni starfs- rr.anni Sementsverksmiðjunnar á Akranesi. Kynni min af Sigurði Ólafs- syni hefjast í öndverðum marz- mánuði 1939. Hann er þá útgerð- armaður og formaður á báti sín- um, Björgvin og stundar róðra frá Hornafirði og annast vöru- fJutninga. Ég hefi þá nýtekið við starfi sem flugmaður, og það verður mitt hlutskipti að fljúga oft til Hornafjarðar. Það hafði þótt sjálfsagt, strax í upphafi að leita til Sigurðar um alla fyrir- 'greiðslu I sambandi við flug- ferðirnar, enda var hann boðinn og búinn að leysa hvern vanda okkar sem annarra. Hið myndarlega hús Sigurðar, Skálholt, var hvorttveggja í senn, heimili og verstöð. Bryggj- an var framan við húsið, og þair lá „Björgvin" við festar milJi róðra. í kjallaranum vom lóð- irnar beittar og aflinn saltaður. Á efri hæðunum bjó heimilis- fólkið, og stundum eitthvað af sjómönnum, og þar hafði Berg- þóra nóg að starfa við matseld og þjónustu. Þarna var allt ið- andi af lífi og fjöri, enda undi húsbóndinn illa allri lognmollu og kyrrstöðu. Gestrisni var svo mikil á þessu heimili, að með fá- dæmum er. Sigurður hafði tröllatrú á Hornafirði sem verstöð. „Ef ekki er hægt að gera út héðan frá Höfn, þá er það ekki hægt ann- arsstaðar á landinu“. Og víst er það Satt, fiskimiðin vom feng- sæl og ekki langt undan, en það var samt ekki heiglum hent að stunda róðra frá Hornafirði á iþeim árum. Hornafjarðarós er viðsjáll, það þekkja sjómennim- ir, og á þeim árum vom bátarnir litlir og aflvana og talstöðvar, dýptarmælar og radar vom þá óþekkt hjálpartæki. Það var >ví ekki við öðru að búast en að Sigurður, slíkur kappsmaður sem hann var, lenti í ýmsum misjöfnu í sjóróðmm sínum. Frá mörgum eftirminnilegum ferð- um sagði hann mér, þegar við sátum saman í góðu tömi, og aðrir hafa sagt mér sögur af dugnaði hans og seiglu, en ekki verða þær raktar hér. Þess skal þó getið, að aldrei varð hann fyrir alvarlegum óhöppum á bát- um sínum og missti aldrei mann. Sjálfur var hann þó hætt kom- inn, tvívegis, er hann féll út- byrðis. Á stríðsámnum tókst honum, með snarræði sinu og sona sinna, að bjarga brezkum flugmanni, sem lent hafði í sjónum skammit utan Hornafjarðaróss, er flugvél steyptist skömmu eftir flugtak í miklu norðanveðri. Þeir feðgar sáu að heiman frá sér er slysið varð, leystu Jandfestar á „Björg- vin“ og sigldu út ósinn í snatri. Fundu þeir flugmanninn í litlum gúmlbáti, sem rak hratt til hafs, og björguðu honum. Fyrir þetta afrek var Sigurður sæmdur brezku heiðursmerki og synir hans heiðursskjölum. Þegar regluibundnai' flugferðir til Hornafjarðar hófust var farið að lenda á Melatanga. Var þá yfir fjörðinn að sækja með alla flutninga til og frá flugvellinum. Annaðist Sigurður þá .lutninga um langt árabil, jafnframt því sem hann hafði alla afigreiðsilu fiugvélanna með höndum, eða allt til þess tíma að fætunnir gáfu sig, og hann varð að hætta aJilri útivinnu, en þá tekur Þor- björn sonur hans við og hefir annast öll afgreiðslustörf út á við síðan. Aðeins þeir, sem til þekkja, geta gert sér grein fyrir þeim erfiðleikum, sem oft var við að etja í sambandi við þessa flutninga og viðhald flugvallar- ins á Melatanga. Nú, þegar þess- um kafla í flugsamgöngum við Hornafjörð er lokið, með til- komu hins nýja flugvallar í Árnanesi, ber að minnast með þakklæti hinnar miklu árvekni og dugnaðar, sem þeir' feðgar sýndu í þessu erfiða starfi í meira en tvo áratugi. Á stríðsárunum ágerist fóta- veiki Sigurðar svo, að hann að lokum neyðist til að lúta í lægra haldi, og hætta sjó- mennsku og útivinnu, og verður æ bundnari við stólinn sirm. Má geta sér nærri, hve þungt áfall það hafi verið fyrir svo athafna- saman dugnaðarmann, sem hér átti í hlut. Hann hefir nú misst aðra dóttur sína, konu sína og loks efnispáltinn Ólaf, sem drukknar er „Borgey“ ferst, svo að segja í augsýn Hafnarbúa. Á iþesgum árum deyr einnig Þor- leifur fóstri hans, en mjög hafði verið kært með þeim feðgum. Mundi margur maðurinn hafa fljótlega látíb undan siga við Framhald á bls. 31.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.