Morgunblaðið - 16.11.1965, Blaðsíða 6
6
MORCU N BLAÐIÐ
Þriðjudagur 16. nóv. 1965
Glæsilegasta skólahús
Vesturlands vígt
Laugagerðisskóli við
Kolviðarneslaug
SL. laugardag var mikil hátíð
í Eyjahreppi á Snæfellsnesi,
en einmitt þennan dag var
vígt eitthvert stærsta skóla-
hús á Vesturlandi, en það var
barnaskólinn við Kolviðarnes
laug eða réttara sagt Lauga-
gerðisskóli, sem er heimavist-
Sigurður Helgason skólastjóri
arskóli 5 hreppa í Snæfells-
ness- og Hnappadalssýslu.
Við vígslu þessa voru fjöl-
margir samankomnir bæði í-
búar úr þeim hreppum sem
að skólanum standa, svo og
margir boðsgestir, þar á með-
al Gylfi Þ. Gíslason, mennta-
málaráðherra, Bjarni Bene-
diktsson, forsætisráðherra,
Helgi Elíasson, fræðslumála-
stjóri, Hörður Bjarnason,
húsameistari ríkisins, allir
þingmenn Vesturlandskjör-
dæmis, og margir fleiri, auk
þess þeir sem unnið hafa að
byggingunni.
Meðan fólkið streymdi að
til hátíðarinnar, lék Lúðra-
sveit Stykkishólms undir
stjórn Víkings Jóhannssonar
í hinum fallega sal skólans og
setti það sinn svip á þennan
dag.
Formaður hyggingarnefnd-
ar, Gunnar Guðbjartsson, sem
óslitið hefur unnið með alveg
sérstökum áhuga að hygg-
ingu skólans, setti vígsluhá-
tíðina og bauð gesti velkomna.
Það er ekki ofmselt að það er
mikið að þakka ósérplægni Gunn
ars að bygging þessi er nú tekin
í notkun. Þó hefur hann unnið
þetta allt í sjálfboðavinnu ,en
hagnaður hans er fólginn í þeim
fögnuði að sjá mikinn árangur
erfiðis síns.
Gunnar las í upphafi mörg
heillaóskaskeyti til skólans, m.a.
fré fjármálaráðherra, Magnúsi
Jónssyni, og frú.
Þá gerði hann grein fyrir bygg
ingunni, tildrögum að því að
hafizt var handa um hana. Sagði
hann að fyrstu hugmynd að sam-
eiginlegum skóla sunnan fjalla,
myndi Stefán Jónsson, fyrrver-
andi námstjóri, eiga en hann
hefði hreyft því árið 1928, hvort
ekki væri rétt að athuga um og
mæla jaröhita í hreppunum
sunnan fjalls með það fyrir aug-
um að þar gæti við góðar að-
stæður risið menntasetur. Varð
þetta til þess að fyrir forgöngu
menntamálaráðherra voru þess-
ar aðstæður athugaðar óg kom
mjög til greina Kolviðarnes,
enda var þar ekki löngu síðar
staðsett sundlaug fyrir hrepp-
ana, sem hefur verið mikið notuð
undanfarin ár. Þessari hugmynd
var svo hreyft öðru hverju en
þegar Stefán var námstjóri hér á
svæðinu, kom sú tillaga fram
hvort ekki væri rétt að 5 hrepp-
arnir sunnan fjalla mynduðu sam
tök um að koma upp heimavist-
arskóla í Kolviðarnesi. Varð þetta
til þess að fræðsluráð sýslunnar
kom saman og ræddi þessi mál.
En svo er það árið 1957 að fyrst
kemur skriður á málið, en þá var
og hélt hann fund með fræðslu-
ráði sýslunnar og varð það að
ráði að fela Gunnari Guðbjarts-
syni að kaila saman ráðamenn
úr þessum fimm hreppum á fund
sem haldinn var að Breiðabliki
31. ágúst 1957. Þar mættu 38
menn frá fareppunum. Var kosin
nefnd til undirbúnings að staðar-
vali og fleiru: Kristján Jónsson,
Snorrastöðum, Þorsteinn L. Jóns-
son, Söðulsholti, Gunnar Guð-
bjartsson, Hjarðarfelli, Þorgrím-
ur Sigurðsson, Söðulsholti, og
Karl Magnússon, Knerri. Nokkru
eftir að nefndin hóf htörf sín
var það að Staðarsveit skarst úr
leik, því forráðamenn þar töldu
réttara að byggja tvo skóla sunn-
an fjalla með tilliti til framtíðar-
innar og vildu láta rannsaka jarð
hita við Lýsuhólslaug. Árin 1958
og 1959 fóru svo í undirbúning
að gagnasöfnun og teikningum,
staðarvali og fleiru. Árið 1960
var svo öllum hreppsnefndum
skrifað og samþykktu þær að
standa að byggingu skólans. Síð-
ar varð svo Skógarstrandar-
hreppur aðili byggingarinnar.
Nefndin samdi svo við eigend-
ur Hrossholts í Eyjarhreppi um
kaup á landi undir skólann þar
sem hann nú er.
Arkitekt byggingarinnar er Guð-
mundur Þór Pálsson og hefur
hann leyst sitt verkefni af sér-
stakri prýði og vandvirkni og er
til fyrirmyndar. Vann hann þetta
í samráði við húsameistara ríkis-
ins og á skrifstofu hans. Almenna
pípulagnir og járnateikningar,
raflagnir teiknaði Ólafur Gísla-
son en ísleifur Jónsson verkfræð-
ingur sá um heita vatnið. Fyrsta
ríkisframlagið til byggingarinn-
ar var 150 þúsund á fjárlögum
1961. En það ár var lokið við
teikningar. Tólf tilboð komu I
byggingu hússins og var lægsta
tilboði tekið en það var frá Jóni
Guðmundssyni, húsasmíðameist-
ara á Akranesi og kom hann
skólanum undir þak við hin erf-
iðustu skilyrði. Sigurgeir Sigur-
geirsson vélsmíðameistari i
Stykkishólmi tók að sér hita- og
vatnslagnir. Haraldur Gislason,
rafvirkjameistari í Stykkishólmi
annaðist raflagnir en múrverk
annaðist Jón Dagsson ásamt
fleiri mönnum úr Skagafirði. —.
Málun sá Lárus Árnason, málara
meistari á Akranesi um. Tré-
smiðjan Ösp í Stykkishólmi hef-
ur haft allan veg og vanda af
smíði hússins eftir að það var
steypt upp, bæði innréttingar og
allan frágang. Hörður Kristjáns-
son húsasmíðameistari hefur
gegnt þar forystuhlutverki og
leyst það með einstakri prýði,
enda voru honum sérstakar þakk
ir færðar í samsætinu fyrir
hversu vel honumh efur á allan
hátt tekizt að ganga frá hverj-
um hlut þannig að allir dáðust
að. Hörður er ungur trésmíða-
meistari í Stykkishólmi og er
gleðilegt að hann skuli hafa stað-
ið sig svona vel. Því má heldur
ekki gleyma að hann hefur haft
ágætis lið sér til aðstoðar. Gunn-
Laugagerðisskólinn — vígsludaginn.
Veitingahús
Ekki verðua: annað sagt
en veðurguðimir hafi farið
milduim höndum um okkur yfir
helgina, a.m.k. hér sunnan
lands. Margir bíleigendur (og
þeir eru ekki svo fáir nú orð-
ið) óku út úr bænum, fjöldinn
allur til þess að prófa nýja
Keflavíkurveginn — aðrir aust-
ur fyrir fjall. Ég komst ekki
lengra en að Skíðaskálanum og
ætlaði reyndaa: að £á mér kaffi
þar. Fyrir mig og mína fannst
ekkert laust borð í skálanuim
og urðum við frá að hverfa við
svo búið. Ég harmaði það i
rauninni ekki mikið eftir að
hafa litið inn þama.
f sannleika sagt vantar okk-
ur þægilegan og vistlegan veit-
ingastað í nágrenni borgarinn-
ar. Hingað til hefur enginn sýnt
framtak í þá átt að reisa og
starfrækja einn slíkan. Er vænt
anlogt veitingahús „Hlaðs“ í
Hvergagerði þvi tilhlökkunar-
efni þeirra, sem ánægju hafa
af því að fara í stuttar öku-
ferðir út úr borginni r..eð fjöl-
skylduna og koroa við á snyrti-
legu veitingahúsi til þess að fá
sér kaffisopa.
•jf Vinnuvélar
Kunningi minn í Silfur-
túni hringdi í mig á dögunum
og vakti athygli mína á hinum
tíðu truflunum á símasamtbandi
þangað suður eftir veg i vinnu
stórvirkra véla. Rafmagns-
strengir eru líka oft slitnir af
skurðgröfum og jarðýtum, eins
Og kunnugt er.
Sagði maðurinn, að stjóm-
endiur slíkra vinnuvéla yrðu
að teljast ábyrgir fyrir þessum
spjöllum, sem ekki aðeins yllu
óþægindum, heldur gætu líka
skapað hættuásiand, þegar
kalla þyrfti á sjúkra- eða
slökkvilið
Gerði hann það að tillögu
sinni, að menn, sem fenigju þessi
verkfæri til umráða yrðu að
gangast undir próf, ekki aðeins
hæfnispróf í notkun vélanna
— heldur þyrfti líka at tryggja,
að þeir vissu nákvæmlega
hvert bæri að snúa sér til þess
að fá upplýsipgar um jarð-
strengi og leiðslur í jörðu. Enn-
fremur, að þeir væru færir um
að fara eftir uppdráttum af
leiðslum í jörðu og gætu þar af
leiðandi krækt fyrir hættu-
svæðin, eða að sýna þá var-
kárni, sem þyrfti við slíkar að-
stæður.
+ Góður útvarpsþáttur
Svavar Gests byrjaði með
nýjan útvarpsþátt á sunnu-
dagskvöldið og var hann
skemmtilegur, eins og Svavars
er von og vísa. Það er hægar
sagt en gert að stjórna skemmti
þætti — og gera hann í raun
og veru skemmitilegan'. Márgir
hafa reynt þetta í útvarpinu og
fáum eða engum hefur tekizt
betur en Svavari.
Lesið fyrir blinua
Og hér kernur stutt bréf:
„Nú — að nýafsitaðinni fjár-
söfnun fyrir blinda, þetta fólk,
sem fer á mis-við svo óendan-
lega margt, sem við sjáandi
njótum — langar mig til að
spyrjast fyrir um aðstöðu þess
til að njóta bóka og annars
lestrarefnis.
Ég þekkti til danskrar konu,
sem lengi hefur verið blind.
Eiga blindir almennt segul'bands
fjölda bóka, þar á meðal ís-
lenzkar bækur, þýddar á sitt
móðurmál. Auk blindunnar er
kona þessi svo bækluð vegna
liðagigtgr, að hún getur ekki
notað hendurnar til að lesa
blindraletur. Hún sagðist hafa
„le_sið“ bækur af segulbandi.
Á blint fólk á íslandi aðgang
að sams konar „lestrarefni? “
Eiga blinir almennt segulbanda
tæki og eru slíkar bókaspólur
til hér að einhverju ráði?
Á heilsuhæiujm — t.d. elli-
heimilum — þar sem margir
vistmenn eru blindir eða sjón-
daprir — og að likindum lítt
færir til að nema blindraletur,
hlýtur slík tækniþjónusta að
vera vinsæl.
Þannig gæti einn maður lesið
fyrir marga og væri það marg
föld nýting á upplesfri og fjár-
m/unum. Geri ég ráð fyrir að
margir vildu stuðla að því, að
hægt yrði að koma slíku í fram
kvæmd bér hjá okkur, ef það
hefur ekki verið gert nú þeg-
ar. M.S.“
Ég verð að biðja viðkomandi
aðila að upplýsa M.S. og okkur
hin um það, hvort blinda fólkið
okkar nýtur svipaðrar aðstöðu
og þeir blindu í Danmörku —
hvað þetta snertir.
Kaupmcnn - Kaupfélög
Gulu rafhlöðurnar
fyrir segulbönd,
myndavélar og mótora
Bræburnir Qrmssonhf.
Vesturgötu. 3, .Lágmúla 9.
Simi 38820. -