Morgunblaðið - 28.11.1965, Side 4

Morgunblaðið - 28.11.1965, Side 4
4 MORGU N BLAÐIÐ r Sunnudagur 28. nóv. 1965 RÆKTIIN OG GEYMSIA GARÐAVAXTA Rætt við E. B. Malmqvist, for- stöðumann garðávaxtamatsins RÆKTUN garSávaxta hefur aukizt mjög hér á landi á síðari árum en oft heyrist svo undan því kvartað, að varan sé ekki boöleg, þegar hún kemur á mark aðinn. Geta legið til þess ýmsar orsakir eins og fram kemur í eft irfarandi samtali, sem blaðið áfti við Eðvald B. Malmquist, forstöðumann garðávaxtamats- ins. — Hvenær tókst þú við for- stöðu garðávaxtamatsins? — Haustið 1962. En þá lét landbúnaðarráðuneytið endur- skoða og breyta að nokkru reglu gerð um mat og flokkun kart- aflna og grænmetis. Okkur íslendingum hefur og er margt betur gefið en vöru- vöndun og raunvísindaleg þró- un. — Sú framleiðsla, sem er þó aðeins á innanlandsmarkaði, líð- ur meira fyrir þennan ókost okk ar, en afurðir þær, sem seldar eru út úr landi, þar sem heims- markaðskröfur koma til hvað gæði og allan frágang vörunnar snertir. — f>á verður framleiðsl an að hljóta viðurkenningu fleiri matsmanna erlendra, sem innlendra á hinum ýmsu stig- um viðskiptasambanda, áður en hún er komin á disk neytand- ans. — Hvað er það þá helzt, sem þú vilt leggja áherzlu á varð- andi vöruvöndun kartaflna td.? — í>að er m.a.: Að vanda til ræktunar og út- sæðis. Að athugað verði áhrif áburð- ar, tröllamjöls og snefilefna á gæði og uppskerumagn. Að verjast sjúkdómum í rækt uninni m.a. með meiri um- hirðu yfir sprettu- og upp- skerutimann. Að vinna að bættum vinnu- brögðum við uppskerustörfin og flokkun kartaflna. Að vanda til geymslu garð- ávaxta í smásöluverzlunum og annarri dreifingu frá fram- leiðanda til neytanda. Einn þáttur til þess að fá betri vöru á markaðinn og sam ræma matið hefur verið að leið beina bændum og öðrum fram- leiðendum með rögun og flokk- un á kartöflunum. f>á hafa enn- fremur verið löggiltir um 34 matsmenn víðsvegar út um land, til þess að meta og leiðbeina með flokkun. En móttökuumboð Grænmetisverzlunar landbúnað arins, sem hefur einkarétt á dreifingu og sölu á kartöflum eru nú nær 70 talsins. >á ber matsmönnum að gæta þess eftir því sem unnt er, að ekki séu á markaði eða í sölu- búðum annað en metin og flokk uð framleiðsla, sbr. 11. og 17. gr. 'N Ekki of sterk...Ekki of létt... ReykiO alíar helztu filter tegundirnar og þer muniU iinna, aZTsumar eru of sterkar og bragffast eins og •nginn filter se—aörar eru of lettar. þvf ailt bragð sfast ur reyknum og eyðileggur anægju yöar—Ea Viceroy, mrt sfmrni djúpofna-filter, gefur yCur re'tta bragðiO. Bragðið sem milljónir manna lofa-kemur frá YICERÖYsize © 1UOO BROWN U WiLUAMSON TOUACCO COIil'OHATIO.N LOOIBVlOlJBi. KliNTUCKY. OáLA. E. B. Malmqvist. fyrmefndrar reglugerðar, en þar segir: ,,Verzlunum er óheim ilt að selja kartöflur í öðrum flokki en þeim, sem matsreglur ákveða. Sé vafi á því, í hvaða ílokki selja skuli kartöflur, skal leita um það úrskurðar hlutað- eigandi matsmanns, en selja þær ella sem 1H flokks vöru. Allar kartöflur sem seldar eru í smá- söluverzlunum, skulu greinilega auðkenndar með merkjum á um búðum, svo að auðsætt sé, hvers flokks þær eru, og einnig hver hefur selt þær í heildsölu. Heiti tegundar (afbrigði) skal til- greint á kartöflum, sem metnar hafa verið í 1. flokk. Á tímabilinu frá því að upp- skera hefst og þar til 20. sept. ár hvert, er heimilt að selja kartöflur, gulrófur og gulrætur af nýrri uppskeru án mats eða flokkunar, enda séu þær hrein- ar, ógallaðar og ekki of smáar að dómi matsmanna. Óski Græn metisverzlun landbúnaðarins hinsvegar eftir mati á þessu tímabili, skal það framkvæmt að fengnu samþykki Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins. Matsmenn skulu hafa eftirlit með því að kartöflur séu eigi seldar ómetnar, og skal þeim heimilt að skoða kartöflubirgðir verzlana, þegar þurfa þykir. Seljanda skal skylt að láta mats mönnum í té upplýsingar og að- stoð við skoðunina“. Leitað hefur verið til verð- lagsstjóra og fulltrúa hans um samstarf um að gæta þess einn ig að verzlanir gerðust ekki brotlegar með því að hafa á boð stólum ómetna og óflokkaða vöru, enda mundi það í flestum tilfellum heyra undir verðlags- brot, sem gefur að skilja. Þetta samstarf við verðlags- eftirlitið hefur haft mjög mikla þýðingu, ekki sízt á hinum af- skekktari stöðum landsins. Það hefur fremur orðið til þess að skapa réttmætt aðhald og stuöla að meiri vöruvöndun en ella. 1 sambandi við þetta al- menna eftirlit, með dreifingu á kartöflum og öðrum garðávöxt- um hefur komið í ljós, að ein- staka framleiðandi og kaupmað- ur reynir að sniðganga afurða- sölulögin og þær reglur, sem bæði bændur og neytendur hafa samþykkt, varðandi sölu og dreiíingu framleiðslunnsir. En, sem kunnugt er, er hér um mjög varhugavert brot að ræða, ef ekki tekst að stöðva þau pegar í stað ekki aðeins vegna sölu á framleiðslunni í heild, kannske með undirboðum frá lögskráðu afurðaverði. heldur einnig brot á skattalöggjöfinni, búnaðar- málasjóðslagum og fleiri reglu gerðarákvæðum, ef til kemur. Málaferli hafa ekki enn orðið út af brotum á nefndum reglu gerðar- og lagaákvæðum, en hinsvegar munu skattayfirvöld hafa áætlað viðkomandi aðilum opinber gjöld og þá miklu hærri í nokkrum tilfellum, ef rétt hef ur reynzt að viðkomandi fram- leiðandi hefur selt vöru sína I blóra við settar reglur í þessum efnum. Þá er hér um brot að ræða sem ekki síður getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir kaup menn þá og veitingastaði, er sniðganga umgreind lög og regl ur. Að vanda til ræktunar og útsæðis Yfirleitt eru bændur nú næm ari fyrir vali á garðlandi og eðlilegri notkun áburðar, en var hér fyrir nokkrum árum. Það eru aðeins byrjendur í rækt uninni, sem álíta að hér sé ekki vandi á ferðum með hvernig I garðlandið sé borið. Hin tíðu frost um sprettutím- ann síðustu misserin hafa orðið til þess, að margir gætnir og at- hugulir bændur hafa lagt sig meira fram en ella að velja gott garðaland, bæði með tilliti tii jarðvegseiginleika og frostvarna. VINASPEGILL eftir Jóhannes úr Kötlum Safn ljóða og greina um ýmislegt efni, hlutverk skáldsins, land og þjóð. — Speglar draum og veruleik íslenzkrar sam- tíðar 1 þrjá áratugi. Skáldið ávarpar hér þrjár kynslóðir íslend- inga, og þó æskuna sér- staklega. VIIMASPEGILL er vinargjöf HEIMSKRINGLA Laugavegi 18. Sími 15055.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.