Morgunblaðið - 28.11.1965, Side 5
Sunnuðagur 28. n6v. 1965
MORCU N BLAÐIÐ
1 Ég tek sem dæmi tvo bændur
í Kræklingahlíð í Eyjafirði. Þeg
ar þeir hófu kartöfluræktun á
býlum Sinum fyrir nokkrum ár-
um, þá völdu þeir garðstæði
báðum megin þjóðvegar og þó
fremur á láglendi austan vegar-
ins. Nú, aftur á móti, hefur
reynslan kennt þeim, að sprettu
bezta og frosthættuminnsta
garðlandið er í fjallshlíðinni 300
til 400 metrum ofan við þessa
bæi, sem eru Sílastaðir og Ein-
arsstaðir í Glæsibæjarhreppi.
Öðru máli er að gegna með
val á góðu útsæði. ÞaS er eins
og bændur vilji ekki sætta sig
við, fyrr en í síðustu lög, og
eftir að stönglasýkin, t.d. er far
in að valda tjóni á uppskerunni
hjá þeim, að þeim sé nauðsyn-
legt að vanda meira til útsæðis-
kaupa.
Sem dæmi um þaS, hvað rækt
endur geta verið kærulausir um
að verða sér úti um öruggt út-
sæði, má nefna, að þeir hafa í
nokkrum tilfellum keypt matar-
kartöflur í verzlunum eða af öðr
um dreifingaraðila, án þess að
taka fram, að nota eigi kartöfl-
urnar til útsæðis. Síðar verðm-
hinn áhugasami garðræktarmað
ur fyrir sárum vonbrigðum og
fjárhagslegu tjóni, því að þess-
er kartöflur hans hafa verið
duftaðar með spíruvamarefni,
eins og algengt er orðið að gert
eé við þær kartöflur, sem geym
ast eiga nokkra mánuði, áður
en þær eru settar á markað.
Duftaðar kartöflur eru með öðr-
um orðum ófrjóar.
—. Hvernig flokkast hin ein-
etöku kartöfluafbrigði?
— l>að er tilraimaráð arðrækt
ar, sem ákveður hvemig hin ein
etöku kartöfluafbrigði skiptast
niilli gæðaflokka og hefur það
verið þannig sL ár:
1. flokkur:
Gullauga, Helga, Rauðar Is-
lenzkar, Möndlukartöflur og
! Bintje (stærð 46 gr. og yfir).
2. flokkur:
Rya, Eiginheimer, Alpa, Dir.
Johannsen, Akurblessun, Gul-
ar íslenzkar, King Edward,
! Júlí, Furore og Bintje. (Stærð
I undir 45 gr. og niður í 25 gr.)
■ Eftirgreindar kartöflur,
enemmvaxnar tegundir, eru
flokkaðar í 2. flokk fram til 20.
eeptember, en sem 3. flokks
kartöflur eftir þann tíma:
U Saga, Skaan, Eva og Pontiac.
• r — Hvaða kartöflur af þessum,
eru algengastar á markaði?
— Ennþá er það tvímælalaust
Rauðar-íslenzkar (Ólafsrauður),
eíðan Gullauga og Bintje.
Þá er afbrigðið Eiginheimer
talsvert ræktað, sérstaklega í
Þykkvabæ og á Rangárvöllum.
En run frágang og flokkun mat
•rkartaflna er m.a. tekið fram í
áðurnefndri reglugerð, að í:
L flokki mega aðeins vera kart-
öflur af þeim afbrigðum, sem
Tilraimaráð jarðræktar á-
kveður. Hrein afbrigði að-
greind í tvo stærðarflokka,
frá 30. gr. til 45 gr. og 45 gr.
©g þar yfir. Kartöflurnar
ekulu vera þurrar og heil-
brigðar vel með farnar og
fallegar útlits. Grænar og
/ verulega hýðsskemmdar kart-
öflur má ekki selja í I.
flokkL
IL flokkur: í annan flokk koma
þau afbrigði, sem Tilraima-
ráð jarðræktar ákveður. Af-
brigfjjn skulu vera vel að-
greind, þurr og vel útlít-
andL íblöndun annarra af-
brigða ekki yfir 3%. Þær
skulu aðgreindar í tvo stærð
arflokka, frá 25 til 45 gr. og
frá 45 gr. og þar yfir. Kart-
öflumar mega ekki vera
grænar, skemmdar af
myglu, rotnun eða frosti.
Kláði og aðrir hýðissjúk-
dómar ekki yfir 5%.
IH. flokkur: Aðrar kartöflur
en þær, sem teljast í L
flokki og II. flokki, ef þær
teljast hæfar til manneld-
is og fullnægjandi eftirfar-
andi skilyrðum: Kartöfl-
umar skulu vera þurrar,
þyngd ekki minni en 20
gr. Grænar kartöflur hverf-
andi fáar og hýðisskemmd-
ir skulu ekki vera áberandi.
Sjúkdómar, skemmdir og
aðrir ágallar mega sam-
tals ekkl vera yfir 5%.
Heimilt er að selja smáar kart
öflur af þyngd 20 til 30 gr. úr
L flokks afbrigðum á verði ann-
ars eða þriðja flokks eftir á-
kvörðun Grænmetisverzlunar
landbúnaðarins.
Nú koma í ljós verulegir
bragðgallar í kartöflum og sker
þá bragðprófun úr hvaða
flokki þær eru, ef þær reynast
neyzluhæf vara.
Allar kartöflur skal afhenda
1 þurrum, hreinum og gisnum
pokum, þyngd 25 eða 50 kg.
nettó eftir því sem Grænmetis-
verzlun landbúnaðarins ákveð-
ur. Skal vera vel saumað fyrir
pokana og gerð hom. Merkja
skal pokana með þar til gerðum
öðru megin: Nafn afbrigðis, en
spjöldum. Á spjöldin skal letra,
hinum megin: Nafn og heimili
framleiðanda.
Áburðar- og snefilefnaþörf
jarðvegsins.
Eftir því sem meira hefur
verið ræktað, meira af áburðar-
efnum borið í jarðveginn til
aukningar uppskerunni, þá hef-
ur komið í ljós, að kartöflun-
um verður hættara við kvillum,
missa geymsluþol og síðast en
ekki sízt verða bragðgæcSi ekki
eins góð og bezt þekkist, þegar
öll nauðsynleg efni eru til stað-
ar í ræktunarlandinu og í rétt-
um hlutföllum, rniðað við eðli-
legar kröfur þessa nytjagróðurs.
Neytendur spyrja þá ef til
vill s.s. ,,af hverju fáum við
ekki þessar mjölvaríku, bragð-
góðu kartöflur eins og í gamla
daga?“ Mest ber á að kartöflur
missi bragðgæði, ef t.d. Trölla
mjölsnotkun er mjög mikil, ekki
sízt í gömlum garðlöndum, sem
kartöflur hafa verið ræktaðar
í mörg ár.
Reynt hefur verið að vinna
á móti þessum ókosti með því
að draga úr köfnunarefnismagni
garðáburðarblöndunar, sérstak-
lega þegar um gömul garðlönd
hefur verið að ræða.
Þetta ætti þó að standa til
Hinir morgeltirspurðu
ítölsku undirkjólar komnir aftur, verð kr. 245.—
Verzlunin VERA, Hafnarstræti 15.
Sparið ferð í bæinn
Komið fyrst í Perlon Dunhaga 18.
Úrval af góðum vörum.
Látið ekki blekkjast, góðar vörur eru
ódýrustu kaupin.
Perlon
Dunhaga 18.
bóta, þar sem önnur varnarlyf
við eyðingu arfans, eru nú að
takast meira og meira í notkun.
Ný tæki og vinnutækni við ill-
gresisvarnir munu hér einnig
úrbæta í næstu árum.
Ennfremur hefur komð í ljós
hjá hinum stærri framleiðend-
um, sem hafa við landþrengsli
að búa, jarðvegsþreyta, sem
sennilega stafar af því, í flest-
um tilfellum, að vöntun á snef-
ilefnum s.s. bór, magnesíum,
mangan, sínk, kopar og fl. slík-
um efnum, er þurfa að vera til
staðar í jarðveginum, í örsmáu
mæli, gróðrinum til þroska og í
réttum hlutföllum við önnur
efni gróðurmoldarinnar.
Sumarið 1964 var Búnaðar-
deild Atvinnudeildar Háskólans
fengin til þess að undirbúa og
framkvæma nánari athugim
varðandi áburðarþörf og snefil-
efnaskort m.a. í garðlöndum
Þykkvabæinga. — Bjarni Helga-
son, jarðvegsfræðingur hafði ofr
göngu og umsjá með þessum
athugunum, sem ennþá eru á al-
gjöru byrjunarstigi. Hér er um
aðkajlandi rannsóknarefni að
ræða, ef við eigum að geta bætt
gseði uppskerunnar að þessu
leyti í náinni framtíð.
S j úkdómsvarnir.
Vamir gegn myglusvepp í
kartöflum hafa verið fram-
kvæmdar nokkuð skipulega á
aðal ræktunarsvæðunum hér
sunnanlands s.s. Þykkvabæ og
víðar.
Gagnráðstafanir aftur á móti
vegna tjóns af völdum stöngul-
sýki hefur ekki verið gætt sem
skyldi ,en hún er ætíð yfirvof-
andi, ef fyllsta hreinlæti og um-
hirða er ekki viðhöfð í ræktun
og geymslu.
Bændur hér eru ékki almennt
nógu á verði fyrir þessum
lúmska sjúkdómi með því t.d.
að ganga eftirlitsferðir um
kartöfluakrana síðari hluta
sprettutímans og taka burt sýkt
grös ásamt undirvexti. Og enn-
fremur að yfirlíta garðlandið
vel, áður en upptaka hefst.
Sé kartöflugrasið fallið vegna
frosta að einhverju eða mestu
leyti, þegar upptaka hefst, er
að vísu erfitt að sjá með vissu,
hvort skemmdir á grasinu stafa
frá stöngulsýki eða frosti.
Reyndir ræktunarmenn geta þó
í flestum tilfellum aðgreint þess
ar skemmdir þar sem rotnun
stöngulsýkinnar byrjar að breið
ast út neðst frá stöngli kartöflu
grassins eða öfugt við frost-
skemmdirnar, sem byrja á efstu
blöðunum s.k.e.
Uppskera frá s.l. hausti virð-
ist þó með lang bezta máti hvað
þetta áhrærir, — og má það
þakka þurri veðráttu og vax-
andi umhirðu garðlandanna yf-
ir sprettutímann, — svo þetta
mikilsverða ræktunaratriði
stendur vonandi til bóta eins
og vera ber.
1 nágrannalöndum okkar s.s.
Noregi og víðar er haft mjög
strangt eftirlit að þessu leyti,
um sprettutímann, og komi í
ljós að kartöfluakurinn sé sýkt-
ur, þá dæmir kartöflumat rík-
isins uppskeruna áhæfa sem
söluvöru þegar í stað. Svo að
þeir bændur, sem hajda ekki
ökrum sínum í heilbrigðu á-
standi yfir sumartímann, eiga
það á hættu að geta aðeins selt
uppskeruna til iðnaðar eða
skepnufóðurs fyrir lítið sem ekk
ert verð.
Stöngulsýkin má heita land-
læg hér, svo einmitt þessvegna
þurfa ræktunarmenn að venja
sig á að vera vel á verðL
Þá veldur vélanotkunin við
upptökuna enn meiri smithættu
en ella, sem gefur að skilja,
þegar sýktar og heilbrigðar kart
öflur flytjast eftir sama færi-
bandi gegnum vélina í upptök-
unnL
Bæta vinnubrögð við
uppskerustörfin.
Því er ekki að neitá, að síðan
hinar afkastamiklu upptökuvél-
ar komu til sögunnar, að þá hef-
ur hin viðkvæma og oft á tíð-
um hálfþroskaða kartöfluupp-
skera orðið fyrir skakkaföllum,
mætti allt og miklu hnjaski, sem
hefur orsakað meiri sprungur,
hýðisskemmdir m.fl., sem síðar
hafa leitt til rotunarsveppa, eða
gert framleiðsluna það lélega út
lits, að þrátt fyrir endurtekna
rögun og úrtínslu, verður fram
leiðslan gölluð vara, sem verður
metin í II. eða III. flokk þó um
I. flokks kartöfluafbriði sé að
ræða.
Þegar þannig tekst til með
upptökima, þarf að sjálfsögðu
að kosta enn meiru til við flokk
unina, jafnframt sem afföll eða
úrkast verður margfalt meira
en ella, þ.e.a.s., að uppskeru-
störfin séu unnin þannig að
litlar sem engar skemmdir verði
á kartöflunum í upptökunni eða
flutningum til geymslustaða.
Sá samanburður, sem gérður
hefur verið á handupptöku og
véla, sýnir að undir flestum
kringumstæðum er hagkvæm-
ara að handtaka upp fremur en
nota hinar stórvirku upptöko-
vélar s.s. Amazone og Fergurson
samstæðurnar. En þess ber að
gæta, að hér sunnanlands og
reyndar víðar, þá fæst ekki
nægilegt fólk til hauststarfanna
án véla.
Framhald á bls. 6.
Bragðið Ieynir sér ekki
M AGGI súpurnar frá Sviss
eru hreint afbragð
MAGGI súpurnar frá Sviss eru Búnar til eftir npp-
skriftum frægra matreiðslumanna á meginlandinu,
og tilreiddar af beztu svissneskum kokkum, Það er
einfalt að búa þær til, og þær eru dásamaðar a£
allri fjölskyldunni. Reynið strax í dag eina af hintim
átján fáanlegu tegundum.
MAGGI
• Aspatagus
• Oxtail
• Mushroom
• Tomato
• Fea with Smoked Ham
• ChickeaNoodle
SUPUR
FRÁ
SVISS
• CreamoíChickea
• Veal
• Egg Macaroni SheIL»
• HVegetables
• 4Seasons
• SpringVegetaMe
Umboðsmenn:
I. Brynjólfsson & Kvaran