Morgunblaðið - 28.11.1965, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 28. nóv. 1965
Líbanon og Sýrland
Hugrun skrifar frá austurlöndum
RÓMVERJAR reistu til forna
höfuðstað í norðanverðum Baal-
bekdalnum. Á grísku er hann
nefndur Heliópólis — eða Sól-
borg. Vegurinn milli borganna
Beirút og Damaskus liggur um
dalinn. Föníkíumenn byggðu þar
guði sínum, sólkonungnum, hof
mikið. Rómverjar byggðu aftur
á móti musteri fyrir Júpíter,
Bakkus og Venus. Rústir þess-
ara bygginga teljast nú til mikil-
fenglegustu stórhýsarústa sem til
eru. Jafnvel í sjálfri Rómaborg
finnst ekkert sem jafnast á við
þær.
f>arna eru afarmiklar granít-
súlur, sem voru fluttar frá Níl
' á þremur árum. Þær eru yfir
20 metra háar, gerðar úr þrem-
ur steinblokkum, sem festar eru
saman með koparvír. Súlur þess-
ar eru geysimiklar í ummál. Eitt
sinn breyttu kristnir menn einu
musterinu í kirkju, sem Múham
eðsmenn rifu síðan niður og
breyttu í mosku. Slík átök og
breytingar hafa átt sér stað víð-
ar í Austurlöndum.
Það var einkennilegt að ganga
um þessar fomu miklu rústir,
og sjá hve mikil vinna hefur
verið lögð í byggingarnar. Víða
getur að líta allskonar útflúr í
steininn,bæði munstur og tákn-
rænar myndir. Allsstaðar þar
sem Rómverjar hafa komið nærri
I byggingalist getur að líta sér-
stæðan stíl sem ber vofct um
mikla hæfni og stolt.
Rúmlega 18000
f jár slátrað I Vík
LITLI HVAMMUR, 14. nóv. —
Viku af nóvember lauk slátrun
í Vík og hafði hún staðið með
lengsta móti, er það einkum
vegna þeirra miklu rigninga,
sem gengu yfir hér í haust og
dróst á langinn með smala-
mennsku af þeim sökum. Einnig
ollu vegaskemmdir við Jökulsá
á Sólheimasandi nokkrum töfum.
Hjá Sláturfélagi Suðurlands í
Vík var slátrað 11.200 kindum
og var meðalþungi dilka 13,10
kg. og er það aðeins minni fall-
þungi en í fyrra.
í sláturhúsi Verzlunarfélagsins
var slátrað 7,570 kindum og
meðalþungi dilka 13,50 kg. og
er það einnig lægra en sl. ár.
Þyngsta lambið hafði 24,3 kg.
af kjöti. Eigandi: Gísli Tómasson
bóndi, Melhól. í þessum slátur-
húsum hefur verið slátrað um
340 stórgripum í haust.
Sig. Þór.
Þeir voru ekki að sama skapi
búmenn. Til dæmis er þess getið
er átök stóðu milli þeirra og
Araba um spönsku eyna Majorca
að það voru Arabarnir sem fyrst-
ir urðu til að búa til áveitur þar
og stunda ávaxta- og kvikfjár-
rækt, en Rómverjar hófu bygg-
ingaframkvæmdir og leiklist og
flosnuðu því upp. Kapp er bezt
með forsjá.
Við strendur Litlu-Asíu komu
fljótt í ljós ávextir af siglinga-
ferðum Föníkíumanna. Þeir
byggðu borgir og stofnuðu ný-
lendur. Kristni festi snemma
rætur í Föníkíu. Jesús fór þar
sjálfur um og kenndi. Það stend-
ur í ritningunni að hann hafi
komið til landamæra Týrusar og
Sídonar og postularnir ferðuðust
þar einnig um og kenndu fólk-
inu. Árið 1560 tóku Tyrkir Líban
on og héldu yfirráðum þar í
nokkrar aidir.
Á þeim öldum urðu þar mikil
átök, blóðsúthellingar og tog-
streita. Yfirráðum Tyrkja lauk
þó með ósigri að fullu. Um skeið
höfðu Frakkar hönd í bagga
með þjóðinni, og það var ekki
fyrr en 1944 sem landið fékk
ful'lt sjálfstæði. Landamæradeila
hefur torveldað sambúð Líbanons
og Sýrlands. Nú er nokkur hluti,
sem áður tilheyrði Líbanon „Eins
kis mannsland" eins og landræm-
an á milli Finnlands og Rúss-
lands. Flökkulýður, sem nefn-
ast Bedúínar, heldur sig út af
fyrir sig, likt og Sígaunarnir.
Þeir búa í tjaldhreysum og hafa
þar allan sinn farangur. Helzt
tjalda þeir nálægt ökrum bænda,
og fá þá að vinna hjá þeim,
eftir því sem viljinn býður þeim.
Aðallega eru það konurnar sem
vinna. Karlarnir sitja heim og
bíða kvenna sinna og vilja fljót-
lega vita hve vel þær hafa aflað
þann og þann daginn. Nokkrar
geitur eða kindur sá ég á vappi
í kringum hreysi þeirra, og sum-
ar voru tjóðraðar, vafalaust til
þess að þurfa ekki að elta þær
uppi og líka til þess að þær
gerðu ekki óskunda í annara
landareign. Mjög voru þeir forn-
fálegir í klæðaburði, og hátterni
þeirra á annan veg en annara,
á öllum sviðum. Þó munu til
menn úr hópi þeirra, sem þrá
að menntast og taka þeir sig þá
út úr og fara að dæmi þeirra
er teljast til menntaðra manna.
En þeir mun-u fáir. Bedúínar eru
dreifðir yfir Líbanon, Sýrland og
Jórdaníu. Nokkra sá ég sem
hjarðmenn með litla kindahópa.
Þeir eru nægjusamir og láta
hverjum degi nægja sína þján-
ingu.
Vegurinn yfir Sýrland liggur
á stóru svæði yfir eyðimörk. Og
sést þar tæplega stingandi strá.
Eru það mikil viðbrigði er mað-
ur nálgast Damaskus, hve snögg-
lega skiptir um og allt verður
vafið fjölbreytilegum gróðri.
Innkeyrslan í borgina er með
afbrigðum fögur og byggingarn-
ar nýtízkulegar. Damaskus er
borg hinna mestu andstæðna.
Enn í dag stendur hluti af gömlu
borginni, borg biblíunnar, og
undarlega verður manni innan-
brjósts, þegar maður gengur eft-
ir götunni sem nefnist „Hin
beina“ eins og á dögum Páls
postula. í postulasögunni, 9. kap.
stendur skrifað: „En Sál sem
ennþá blés ógnum og manndráp-
um gegn lærisveinunum gekk til
æðsta prestsins og beiddist bréfa
af honum til Damaskus. Til þess
ef hann fyndi einhverja þess
vegar, hvort heldur karl eða
konu, mætti hann fara með þá í
böndum til Jerúsalem. En er
hann var á leiðinni og kominn í
nánd við Damaskus, leiftraði
skyndilega um hann Ijós af
himni, og hann féll til jarðar og
heyrði rödd segja við sig: „Sál
Sál því ofsækir þú mig? En
hann sagði: hver_ ert þú Herra?
Og hann sagði: „Ég er Jesús sem
þú ofsækir, en statt upp og gakk
inn í borgina og þér mun verða
sagt hvað þú átt að gjöra.“ Menn
irnir sem voru samferða hon-
um stóðu mállausir, þeir heyrðu
röddina en sáu engan. Og Sál
stóð upp af jörðinni, en þegar
hann lauk upp augunum sá hann
ekkert, en þeir leiddu hann við
hönd sér inn í borgina Damask-
us. Þrjá daga var hann sjón-
laus, át hvorki né drakk.
En lærisveinn nokkur var í
Damaskus Ananías að nafni.
Drottinn sagði við hann I sýn:
„Ananías." En hann sagði: „Sjá
hér er ég Drottinn." En Drottinn
sagði við hann: „Statt upp og
gakk í stræti, sem kallast hið
beina og spyr þú uppi í húsi
Júdasar, mann frá Tarsus er Sál
heitir. Því sjá „hann biðst fyrir,
oghann hefur séð mann Ananías
að nafni koma og leggja hendur
yfir sig til þess að hann fengi
aftur sýn.“ En Ananías sagði:
„Drottinn ég hefi heyrt mikið
um mann þennan, hversu illt
hann hefur gjört hinum heilögu
í Jerúsalem. Og hér hefur hann
umboð frá æðstu prestunum ti'l
leggja í bönd alla þá ákalla nafn
þitt.“ En Drottinn sagði við hann:
„Far þú, þessi maður er mér
útvalið ker til þess að bera nafn
mitt fram fyrir heiðingja, kon-
unga og ísraelsmenn, og ég mun
sýna honum hve mikið honum
ber að líða fyrir míns nafns sak-
ir.“
Allir sem lesið hafa ritning-
una þekkja framhaldið. Sál frá
Tarsus varð hinn mikli Páll
postuli. Hann byrjaði strax að
boða fagnaðarerindið. Menn
stóðu spyrjandi og undruðust:
„Er þetta ekki maðurinn sem
ofsótti Guðs söfnuð?“
Fyrri vinir hans ætluðu fljót-
lega að stöðva hann, með því að
ráða hann af dögum ,en læri-
sveinarnir fengu vitneskju um
það og björguðu honum með því
að láta hann síga í vandhlaupi
yfir borgarmúrinn. Sá borgar-
múr stendur enn í dag, með þeim
ummerkjum er biblían talar um.
Hann stendur næstum því i
miðri borginni, eins og hún er
nú. Þau eru ólýsanleg áhrifin er
ég varð fyrir, er ég stóð þarna
og sá með eigin augum hvernig
umhorfs var á dögum Páls. Er
ég stóð á þeim bletti þar sem
hann kom niður, undir raufinni
þar sem hann var látinn út, en
veggurinn hefur verið hækkað-
ur um leið og kapella er þarna
stendur hefur verið byggð. Á
veggnum eru málverk af Páli
er hann er að síga niður og ann-
að þar sem hann heyrir rödd-
ina og hnígur niður á veginum,
og fylgdarmenn hans standa
undrandi og ráðþrota yfir hon-
um.
Þegar ég gekk um strætið er
kallað „hið beina“ að hinu eld-
gamla húsi Júdasar, þar sem Páll
hélt til í þrjá daga blindur og
magnþrota, fannst mér sem ald-
irnar héfðu runnið til baka, ég
væri þarna í raun og veru með
vinum Páls að bíða eftir því
hvern endi þetta myndi hafa.
Maðurinn sem þarna lá og barð-
ist í bæn, var ekki lengur hinn
stolti Sál frá Tarsus. Hann var
hinn verðandi mikli postuli Páll.
Mér varð litið til fjallanna, þeirra
2. GREIIM
sömu er héldu vörð um Damask-
us fyrir tvö þúsund árum. Ofur-
lítill andgustur bærði blöð pálm-
ans uppi á hæðinni, þegar ég
gekk frá húsinu, og lagði leið
mína eftir þröngum götum
gömlu borgarinnar. Líklega and
ardráttur nútímans. Mér varð
á að gera samanburð á fallegu
nýju byggingunum, glæsilegu
hverfunum og breiðu götunum,
og þessum þröngu rangölum þar
sem öllu ægir saman. Blindum
beiningamönnum, betlandi börn-
um, æpandi götusölum, rymj-
andi ösnum, allskonar skröltandi
vögnum, hlaðna af hinum ótrú-
legasta varningi, í einum kesti,
Mitt í þessum hrærigraut kem-
ur maður svo allt í einu inn i
búð þar sem getur að líta guli
og gimsteina, silki og purpura,
heimaunna hluti úr ýmsum efn-
um. Sannkölluð listaverk. Ég
var að horfa á holdsveika konu
sem reikaði eftir götunni, þegar
skerandi óp barst mér að eyr-
um, óp sem virtust koma úr öJl-
um áttum. Þau bárust að hvað-
anæfa, samstillt og samhljóma.
Það var komin bænatími múha-
meðstrúarmanna. Þetta var
þeirra aðferð að kalla fólkið til
moskanna. Þeir sem ekki höfðu
tíma til þess að fara þangað,
krupu bara niður þar sem þeir
voru staddir og sneru andlitum
sínum í áttina til Mekka. Allir i
sömu stellingum með enni við
gólf eða götu. Á einum stað sá
ég fleiri hundruð verkamenn
krjúpandi á torgi, í beinum
röðum. Það var eins og þeir
væru allir í líkamsæfingum. —-
Beygðu sig ailir í takt og risu
upp allir sem einn, beygðu sig
aftur. Þannig endurtóku þeir
þetta nokkrum sinnum, stóðu
svo upp, og sneru til vinnu sinn-
ar á ný.
Mér varð hugsað til hinna
nafnkristnu. Myndu þeir ekki
blygðast sín fyrir að láta sjá
sig biðjast fyrir á almannafæri.
Þegar ekki þarf að fara í kirkju
nema svona einu sinni á ári. Þá
helzt á jólum. Og menn tala um
hræsni ef einhverjum verður á
að vitna um að hann sé endur-
fæddur. Ég heyrði einn Múha-
meðstrúarmann segja: „Við kom
um saman þrisvar á dag til bæna,
en þið kristna fólkið eruð ánægð
með að koma saman svona einu
sinni í viku, „og mun hann hafa
átt við sunnudagaguðsþjónustur i
kirkjunum. Hér var auðvitað
talað af vanþekkingu. Hann hef-
ur ekki vitað um alla kristnu
söfnuðina, einstaklingana og fé-
lögin, sem eru sístarfandi, ef
ekki með samkomur, þá í bæn
og einkaviðtölum .Þetta er hulið
fyrir mönnum en ekki Guði.
En óskandi væri að kristið
fólk væri jafntrúfast í boðskap
fagnaðarerindisins eins og Múha-
meðstrúarmenn eru á sínu sviði.
Gata í Damaskus.