Morgunblaðið - 12.12.1965, Blaðsíða 3
Sunnuðagur 12. des. 1905
MORCUNBLAÐIÐ
3
v
fötum. Skammt frá höllinni
voru hús með tveimur hæðum,
(þau fylgdu hótelinu, sem
gestaherbergi, einnig voru
þarna litlar verzlanir með
allskonar vamingi, og minja-
gripum. i»að er ekki fátítt að
viðskiptavinir em sóttir út
fyrir dyr, svo mikill áhugi er
við að koma út vömnni. >að
yrði skrítið upplit á fólkinu
toér, ef það ætti að fara að
knýja það til þess að verzla.
í>að myndi verka alveg öfugt
við það sem ætlast væri til.
En svona hafa þeir það nú
víða þarna austur frá. Það er
ekki gott að komast undan því
að kaupa, ekki sízt ef maður
sér að neyðin knýr seljand-
ann til þess að vera á'gengur,
en það er nú ekíki alltaf, — og
ekki heldur gott að sjá hvar
fátækitin er mest. Ferðafólk
hefur ekki alltaf fulla vasa af
peningum, eins og sumir
þarna virðast álíita. Það kom
sér vel ef hægt var að láta það
skiljast, að pyngjan væri að
verða tóm.
þjónar á hverjum fingri með
svaladrykki eða kaffi, og
blessuð sólin sendi geisla sína
af heiðum himni til þess að
verma og þerra mann eftir
baðið í lauginni. Að norðan
skýldu hávaxin tré k'lettabrún
með kórölum og öðmm sjáfar-
gróðri sundgestum. Þar hefur
líka verið útbúinn lítill foss,
sem fellur ofan í laugina og
hvislar með undirleik, göml-
um leyndarmálum í eyru gest-
anna, sem gefa sér tíma til þess
að staðnæmast og hlusta. Mig
langaði til þess að skoða
klettastallinn. Ég gat búizt við
því eftir öllu öðm, að þar
leyndist eitthvað, sem gaman
væri að sjá. Og þar hafa
áreiðanlega listamenn 'lagt
hönd að verki, hver sem hefur
átt hugmyndina. Þarna vom
höggvin einstigi, með allskon-
ar skreytingum á báðar hend-
ur, og staHar, sem augun
námu við. Þetta var verulegur
hvíldarstaður fyrir þreytta
pílagríma.
Þjónarnir inn í hótelinu,
voru flestir þeldökkir, klædd-
ir síðum borðalögðum skikkj-
um, með túrbana á höfði.
Þeir voru un-dir ströngu eftir-
liti yfirþjónanna, sem klæddir
voru venjulegum dökkum
Ekki verður farið til Egypta
lands svo að hinir frægu pýra-
mídar séú ekki skoðaðir, eða
komið á bak úlfalda. Forn-
minjar Egyptalands eru líka
svo margbrotnar að þær
verða ekki kannaðar, á fáum
dögum, aðeins í Caíró einni
og umhverfi. Hvað þá í öBu
iandinu.
í Caíró em margar skraut-
legar moskur, enda er múham
eðstrúin yifirgnæfandi í land-
inu. Þó varðveitir þjóðin sög-
ur og minjar frá dögum
gamla 'testamentisins, og
meira að ségja frá hinu nýja
líka. Ég kom inn í kirkju eina
þar sem haft er tii sýnis kjall-
araherbergi, sem sagt er að
Jósep og María móðir Jesú
hafi hvílt sig með barnið, er
þau voru á flóttanum undan
Herodesi konungi^ en eins og
kunnugt er af frásögninni,
flúðu 'þau til Egyptalands.
Ekki hefur heldur sagan um
Jósep son Jakobs gleymst,
hvernig hann með glæsileik
sinum og ráðvendni komst til
valda hjá Faraó, og launaði
bræðmm sínum iUt með góðu,
með því að bjarga þeim og
föður sínum undan hungur-
dauða í haHærinu. Um þetta
allt má lesa í I bók Móse. Það
er mjög svo hrifandi lestrar-
efni.
Hugrun skrifar:
(Jr Austurlandaf erð
ur verið út í grasflöt framan
við aðalinnganginn. „Ómar
Khayyam". Það er nafn eins
af stórskáld'um Persa á 12.
öld. Ég velti því fyrir mér
hvers vegna hótelið ber natfn
hans, og legg þá spumingu
fyrir einn af þjónunum en
hann hristir bara höfuðið, og
veit ekki meira en ég.
Höllin á sína sérstæðu sögu.
Þar hatfði Farúk konungur að-
setur þegar hann viidi skipta
um íverustað, því fleiri hallir
hafði hann til umráða á blóma
tíma sínum. Mikið skraut og
íiburður er þar ennþá, þótt
margt hafi verið fjarlægt, sem
þótti miður smekklegt og til
lítils sóma, konungi stórveld-
is, en Farúk var eins og kunn-
u-gt er, ekki sem gætnastur
hvorki fyrir sjálfan sig eða
aðra. Þótti því víst mál til
komið að fjarlægja hann frá
ríki og völdum þann 26. júlí
1952. Það var ária dags. Kon-
ungur var naumlega kominn
á fætur, þegar kyrrð hallar
hans var rotfin og uppreisnar-
menn, gerðu honum boð um
að fara brott sem skjótast,
hann mætti taka með sér það
er hann vildi af mönnum og
munum, en hann yrði að hafa
hraðan á ef hann vildi lífi
halda. Konungur ætlaði að
ná samlbandi við þegna sína
í gegn um síma, en þar var
steinhljóð. SímJþræðir þeir er
lágu til haHarinnar höfðu
verið skornir sundur. Þá voru
öH sund lokuð. Uppreisnar-
herinn hafði hitt í mark.
Þeirra var sigurinn, og kon-
ungur mátti þakka fyrir að
sleppa svo ódýrt. Hann fór úr
landi og kom ekki heim aftur
fyrr es liðið lík. Þjóðin vildi
þó veita h-onum uppreisn, með
því að leggja lík hans í graf-
reitf þar sem höfðingjar hivíla.
Hann var þó eitt sinn konung-
ur Egyptalands, þótt illa væri
hásætið skipað.
Þegar ég reikaði um hallar-
garðinn hvort sem var í heitri
októbersólinni um hádaginn,
eða í kvöldsvalanum, þegar
marglit Ijósadýrð frá krónum
pálmanna, varpaði töfrabirtu
á marmarastytturnar með-
fram gangstígunum við höll-
ina, gat ég ekki varizt því að
reikna Farúk tH verðleika, þá
iist sem lá í öllu þessu fagra
umhverfi. Líklegt þykir mér,
að hann hafi átt þar einhvern
þátt, og hugsað um fleira en
gjálífi. En rilkiskassinn heifur
þó orðið að borga.
Þessi litli töfraheimur, hafði
öU þau þægindi fram að bjóða
sem gestinum er til yndisauka.
í miðj-um garðinum var ljóm-
andi falleg sundlauig. Botn-
inn blámálaður svo að vatnið
speglaði þann lit, og féH hann
vel við hvítan marmarann í
kring. Þetta var eins og bað-
strönd inn í miðri borg. Og
Cairó í okit. 1965.
MÉR finnst það tæpiega geta
verið veruleiki, að ég sé kom-
in til Egyptalands. Næstu daga
á ég að búa í gamaUi kon-
ungshöll, sem stendur í hólma
í ánni Níl. Umbverfið er tföfr-
andi fagurt. Eins og sérstakur
‘JttiU heimur. HaMargarður-
inn er stór, umgirtfur háu
stálgrindiverki, og himingnæf-
andi pálmatrjám. Utan atf
strætunum berstf æðasiláttur
umferðarinnar, þar sem fram
fer umstang hins daglega lífs,
með brauki og bramli.
Ég stend og virði fyrir mér
nafn hótelsins, sem kiippt hef- Táknræn mynd frá Egyptalandi.
FYLGJUR OG
FYRIRBOÐAR
SigurSur Haralz:
Fylgjur og fyrirboðar.
190 bls. Bókfellsútgáfan.
Prentsmiðjan Oddi.
HÖFUNDUR þessarar bókar mun
vera mörgum lesendum kunnur
af fyrri bókum sínum. Eins og
nafn bókarinnar ber með sér
fjallar hún að mestu um dulræn
fyrirbæri og er þar nær ein-
göngu um eigin reynslu höfund-
ar áð ræða. Hann mun frá ung-
um aldri hafa átt til að bera
mikla dulræna hæfileika. Og
enda þótt hann virðist ekki hafa
leitað sér þjálfunar né kynnt sér
að gagni starfsemi góðra miðia
ber hann gegnum eigin reynslu
mikið skyn á margt það er
mestu máli skiptir varðandi sam-
bandið við framtilveru þeirra,
6em farnir eru af þessum heimi
og meðfeð dulrænna hæfileika.
Sigurður hefir um ævina mikið
stundað sjómennsku og eins og
títt vill verða um þá stétt
manna lent í miklum fangbrögð-
um við Bakkus. Höfundurinn er
meira en í meðallagi ritfær. Frá-
sagnarstíH hans er hispuslaus og
þægilegur til lestrar og hvergi
grófur né rotinn. Þvert á móti
er mannúð, góðvild og hollar
leiðbeiningar manns, sem hefir
frá fjölbreytilegri reynslu að
ségja, grunntónn bókarinnar.
Vegna dulrænna hæfileika
höfundarins virðist för hans
/gegnum lífið hafa legið mjög
nærri takmörkun þeirrar verald-
ar, sem við lifum í og hinna, sem
við tekur. Hin dulrænu öfl fram-
tilverunnar grípa því oftlega inn
í líf hans og atvik daganna bæði
til þess áð gera honum róðurinn
þyngri í viðureigninni við
drykkjuskapinn og honum til að-
vörunar og leiðbeiningar. Allar
fásagnir hans um þessi fyrirbæri
eru mjög forvitnilegar og læsi-
legar. Þó þykja mér lang mestu
varða frásagnir hans um það, er
hann tekur upp baráttuna við
höfuðóvin sinn, Bakkus og geng-
ur me'ð sigur af hólmi. Þær frá-
sagnir hefjast á bsl. 130. Höfund-
urinn uppgötvar það að eiginleg
sjálfstjórn er að verulegu leyti
horfin úr verund hans og vitund
í sambandi við áfenga drykki
og að umgengni hans við þann
löst samrýmist ekki heilbrigðri
skynsemi. Og út frá þessari upp-
götvun kemst hann að þeirri
niðurstöðu að honum sé þörf á
sjálfsrannsókn. Á bls. 133 ritar
hann:
„Svo hófst rannsóknin á því
góðgæti, sem innifyrir var, og
þar kom fleira í ljós en ég hafði
búist við. Það er ekki sársauka-
laust fyrir lítinn karl að upp-
götva, að hann er miklu minni
og ómerkilegri en haim hafði
látið sér í hug koma.
Þessi sjálfsskoðun tók allmög
á mig, en ég hélt samt áfram og
fann megin veiluna sem valdið
hafði því, hve flatt ég hafði far-
ið. Veilan var þessi: Ég hafði
alla tíð staðið vörð um og'vernd-
að þrjózkublandinn sjálfshroka
minn og það var valan, sem ég
hafði oftast oltið um. Eftir að ég
komst að þessari niðurstöðu þá
sá ég, að ekki myndi mér takast
að sigrast á þessum fjanda ’í
einni atrennu. Hinsvegar gerði ég
tilraun til að stíga á hrokann í
mér þá strax og hét mér því,
að hann skyldi látinn frið fá“.
Síðan hellur höf. áfram að lýsa
því hversu honum varð ljóst, að
hann myndi ekki af sjálfdáðun
einvörðungu sigra í þessari þol-
raun. Fyrir því sneri hann sér
til guðs og bað hann um að auka
sér þol og orku. Og með því að
biðjast fyrir á hverju kvöldi
vann hann sigur.
Annað þykir mér harla athygl-
isvert í þessari bók. Höfundur-
inn lýsir næmum og réttum
skilningi sínum á því, hversu það
er hættulegt að reyna með frum
stæðum aðferðúm (glasi, borði
o. fl.) að nálgast dularöflin í
kæruleysi og ef til vill gáska.
Það getur og hefir oftsinnis leitt
tíl alvarlegra geðtruflana og
jafnvel brjálsemi. Ég er höfundi
mjög þakklátur fyrir þessa
mikilsverðu aðvörun. Sjálfur
hefi ég aldrei reynt að nálgast
dularöflin jafnvel ekki hjá traust
um miðlum án fyrirbæra og
guðræknisiðkunar.
Bók Sigurðar Haralz er rituð
í léttum og áferðargó'ðum stíl og
hin læsilegasta. Fásagnir hans
um eigin dulræna reynslu bæði
Félng Fjnllo-
mnnnn nldnr-
fjórðungsgnmnll
FÉLAO Fjallamanna, sem er 25
ára gamalt um þessar mundir,
hélt afmælisfagnað í Þjóðleik-
húskjallaranum þann 27. nóvem-
ber sl.
Formaður félagsins Ólafur Þor-
steinsson hélt áðalræðu hófsins
og minntist Guðmundar heitins
frá Miðdal sem var aðal frum-
kvöðull þessa félagsskapar og
stjórnandi fyrstu tvo áratugina.
Formaður gat í ræðu sinni að-
steðjandi viðfangsefna sem eru
m. a. endurbætur á skálakosti
félagsins, en nú á félagi’ð tvo
fjallaskála, annan í Tindafjöllum,
sem mikið hefur verið unnið við
til endurbóta að undanförnu og
hinn á Fimmvörðuhálsi, sem
fjölbreytilegar og forvitnilegar.
En einkum hefir bókin mikils-
verðan fróðleik og leiðbeiningar
að flytja hverjum manni, sem
einn síns liðs verður að glíma við
freistingar og_ vandamál lífsins á
okkar jörð. Ég vildi því hvetja
unga menn, karla og konur, til
að eignast þessa bók og lesa
vandlega.
Frá útgefandans hendi er bók-
in prýðilega gerð.
Jónas Þorbergsson.
einnig þarfnast mikillar lagfær-
ingar ef ekki verður þá gripið
til þess ráðs áð byggja þar nýj-
an skála, en þörf fyrir góðan
skála á Fimmvörðuhálsi má
segja að sé all brýn því ferðum
manna yfir Hálsinn, milli Goða-
lands og Skóga, fjölgar stöðugt
með ári hverju.
í afmælishófinu talaði einnig
meðal annara Pétur Sumarliða-
son kennari sem rakti að nókkru
sögu félagsins og aðdragandann
að stofnun þess.
Hópferðabilar
allar stærðir
-------
iNfiififin
Siml 32716 og 34307.