Morgunblaðið - 12.12.1965, Blaðsíða 4
4
MORGU N BLAÐIÐ
Sunnudagur 12. des. 1965
Alþingi, fuglalífið
og sinubrennsla
ÍSLENZKAR var^fuglategundir
eru 76. Hver tegund á sitt kjör-
lendi. Þessi kjörlendi eru við
hæfi líkamsbyggingar tegundar-
innar. Tegundin hefur í þróun
sinni tillíkst vissu umhverfi,
þangað sem hún leitar til sumar-
eða vetrardvalar. Utan þessa
kjörlendis sést tegundin vart
nema á fartímanum. Kjörlendum
þessum verður bezt skipað niður
samkvæmt einkennisgróðri
þeirra. Hinir íslenzku „móar“,
bæði þurrlendir eða raklendir,
með eða án lynggróðurs, eru
kjörlendi 23 íslenzkra varpfugla-
tegunda. í fjallshlíðum og mýr-
lendi, sem fleygast inn í mó-
lendið eða jaðrar við það, verpa
svo aðrar 14 fugilategundir.
í aprílmánuði fara isl. varp-
fuglarnir að koma til kjörlendna
sinna og um 10. maí eru tegund-
irnar komnar. Sumar tegundir
hefja varp í apríl og flestir eru
alorpnir fyrir miðjan maí. Talið
er að af 103 þús. km2 landsins
séu rúmlega 20 þús. km2 rækt-
unarlönd og beitilönd.
Á þessum gróðurlendum velja
47 ísl. fuglategundir sér kjör-
lendi meðan varp stendur yfir
og uppfóstur ungviðis.
Á þessu sama gróðurlendi fer
fram fjölbreytt ræktun 19% íbúa
landsins.
Hagsmunir manna og fugla
rekast því á margvíslegan hátt á
innan gróðurlendisins.
Með aukinni rækfun fækkar
móum, mýrum og melum. Kjör-
lendi fugla skerðast.
Ræktunarmenn hafa hin síðari
ár tekið að bena á beitilönd og í
auknum mæli hin síðari ár hafa
þeir brennt að vorlagi sinu mosa
og jafnvel lyng, til þess að auð-
velda nýgræðingi sprettu og
veita honum nokkurn áburð með
sinuöskunni. Lagaákvæði í Grá-
gás sýna að sinubrennsla er forn
ræktunaraðlferð. Hin fornu laga-
ákvæði, sem enn eru í gildi sýna
að skaðar hafa hér fyrr meir
hlotizt af sinueldum.
Vegna þess hve sinuibrennsla
hefur farið í vöxt hin síðari ár
og í flestum héruðum landsins
ekki einvörðungu verið fram-
kvæmd á tímabilinu febrúar til
april, heldur allan maímánuð
þegar fuglar hafa verpt, þá hafa
dýraverndunarfélögin reynt að
vekja almenningsálit til hömlun-
ar sinubrennslu eftir 1. maí. Til
liðs í þessu starfi hafa fengizt
Búnaðarfélag íslands og Stéttar-
félag bænda. Samþykktir þessara
félagssam'taka og ályktanir um að
eigi væri brennd sina eftir 1.
maí, hafa ekki nægt. Hvert vor,
síðan að þessi hömlunarherferð
hóifst, hefur verið reynt að fylgj-
ast með því hvort sina væri
brennd eftir 1. maí og hvert
þessara vora hafa stórbrunar far-
ið fram í maí í mörgum héruð-
um og kemur fyrir að sézt hef-
ur brennsla sinu 1 byrjun júní.
HLAÐ
RDM
Þau rúmstæði sem hér eru auglýst,
.hafa oftast yerið nefnd kojur. En þar
sem kostir og notagildi þessara rúma
fara svo langt fram úr því, sem hér
hefur áður þekkzt, höfum við ákveð-
ið, til frekari áherzlu á notagildi
þeirra, að kynna þau undir nafninu
hlaðrúm.
Hlatfrúm henta allstaðdr: i barnaher-
bergið, unglingaherbergið, hjónaher-
bergiðy sumarbustaðinn, veiðihúsið,
barnaheimili, heimavistarskóla, hótel.
HtfSGAGNAVERZLUN
REYKJAVÍKUR
BRAUTARHÓLTI 2 SÍMI 11940
Helztu kostir hlaðrúmanna eru:
■ Rúmin má nota eitt og eitt sér eða
hlaða þeim upp í tvær eða þrjár
hæðir.
■ Hægt er að fá aukalega: Náttborð,
stiga eða hliðarborð.
■ Innanmál rúmanna er 73x184 sm.
Hægt er að fá rúmin með baðmull-
ar og gúmmídýnum eða án dýna.
■ Rúmin hafa þrefalt notagildi þ. e.
kojur,einstaklingsrúmoghjónarúm.
■ Rúmin eru úr tekki eða úr brenni
(brennirúmin eru minni ogódýrari).
■ Rúmin eru öll í pörtum og tekur
aðeins um tvær mínútpr að setja
þau saman eða taka í sundur.
Sinubruni.
Heyrzt hafa þær raddir, að
bændum væri vorkunn að brenna
sin-u í maí iþegar snjóá tæki .seint
upp, sérstaklega norðan heiða og
á Héraði.
Síðaatiliðinn vetur var sérlega
snjóiléttur um allt land, þó voru
stórir sinueldar í Skagafirði og
Eyjatfirði allt fram um 20. maí.
Þann 18. mai, er ég kom á austur
brún Öxnadalsheiðar, var „sælu-
dalur“ Jónasar Hallgrímssonar
ekki „prýðin bezt“, iþví á þessum
sólíbjarta vordegi sáust etkki
„Hnúkafjöllin himiniblá“ fyrir
sorta sinuelda hvað þá „bakka-
fögur á í hvammi". Sinueldar
loguðu víða niður í Hörgárdal, á
Þelamörk, í Kræklingiahlíð, á
Svaibarðsströnd og frammi í
Öngulsstaðahreppi. Sagt var mér
að þennan diag hefði Svarfaðar-
dalur verið brúnafullur af sinu-
reyk.
Að kvöildi þessa dags var ég á
fundi, þar sem oddvitar 4 hreppa
voru mættir ásamt fleirum. Allir
fordæmdu sinubrennsluna og
töddiu hana til tjóns fyrir gróður.
Búnaðarmálastjóri lýsti því
yfir á aðalfundi Sambands Dýra-
verndunanfélaga íslands 1963, að
sinubrennsla eftir 1. maí væri
fásinna og heimsku verknaður.
Alþingi hefur nú til meðferðar
frumivarp tiil laga um sinu-
brennur og meðferð elds á víða-
vangi. Fagna ber frumvarpi
þessu.
1 einni grein frumvarpsins,
þeirn sjottu, er þó ákvæði sem
eyðileggur mjög þá vernd, sem
frumvarpið annars færir fugla-
lífi landsins.
Megin atriði frumvarpsins eru,
að lagt er til að eigi megi brenna
sinu innan kaupstaða, kauptúna
eða í þéttbýli er tiil kauptúna
má jiafna. Hvarvetna skial óheim-
iit að brenna lyng- eða kjarrgróð
ur, nema taka eigi land tiil rækt-
unar. Þennan gróður svo og sihu
má aðeins brenna með 'því að
vissum skilyrðum sé fylgt og
þar á meðal að stöðug gát sé
höfð á sinueldum.
f frumvarpinu er lagt til að
brennslu sinu, lyngs- eða kjarr-
gróðurs megi aðeins framkvæma
á tímabilinu 1. marz til 1. maí
— en þó má veita leyfi til
brennslu fyrrnefnds gróðurs til
15. maí á svæðinu norðan ísa-
fjarðardjúps og um allt Norður-
land austur að Fjarðarheiði og
Breiðdalsheiði, ef veðrátta haml
ar því, að mati hreppsstjóra að
brenna sé framkvæmd fyrr, enda
mæli sérsitakar ástæður eigi gegn
því.
Þessi heimild sjöttu greinar
frumivarpsins, ef að lögiurn verð-
ur eyðileggur mjög þá vernd,
sem ákvæði þessi ella koma til
að veita fuglalífinu.
Sinueldar verða kveiktir á
nær % gróðurlendis lándsins á
þeim tíma sem nær 50 fuglateg-
undir hatfa verpt í kjörlendi sín
á þessu sama svæði. Þess má
einnig geta, að í þessum hkita
landisins verpa fleiri tegundir
fugla en t.d. á Suðurlandi.
Landbúnaðarnefnd Alþingis
flytur frumvarpið að beiðni land-
búnaðarráðuneytisins. Frumvarp
ið mun samið af einum starfs-
manni Búnaðarfélags íslands og
fulltrúa Skógræktarfélags Is-
lands. f frumvarpinu kemur meir
fram verndun eigna og ræktun-
ar en hömlur gegn eyðingu
fuglalífs hinnar frjálsiu nátt-
úru landsins.
Margir munu þeir án efa vera
meðal þjóðarinnar og þá eigi síð-
ur í bændastétt, sem njóta bezt
radda vorsins, er treysta- því að
einíhverjir þeir alþingismenn
sem hafa óbundnar hendur um
afstöðu til þessa frumvarps, beri
fram breytingartillögur sem
gianga í þá átt, að tíma'bilið til
brennsilu sinu verði eigi látið ná
lengra inn í íslenzkt sumar en til
1. maí. Eitur, ræktun, síma- og
raflínur, oláa og umferð ojm.fL
hatfa truflandi og eyðandi áhrif
á fuglalíf íslands, svo illum
áhrifum siníbrennslunnar er ekki
bætandi í hóp eyðingaraflanna.
Fjölbreytt úrval
Helena Rubinstein
snyrtivörur — gjafakassar.
Austurstræti 16. — Sími 19866.