Morgunblaðið - 12.12.1965, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.12.1965, Blaðsíða 31
Sunnudagur 12. des. 19(?3 MQRGU N BLAÐID 2 7\ inn í sérstakan ofn, sem snögg- andi á konan eftir að setja æ Og þjóðfélag, þar sem konan er er sú Itona, sem sjálfviljug og af ástúð og myndarskap. Hins vegaí sýður, steikir eða hitar matinn, þanuig að á 2 mínútum verður hann girnilegur, hollur og góm- sa tur á borðinu, tilbúinn til átu. Við allar þessar breytingar á heimilisrekstrinum skapast kon- unni auknir möguleikar til frels- is, binding heimilisrekstursins verður minni, sjálfur heimilis- reksturinn hagkvæmari, skilyrði s"kapast til árangursríkarar fram- kvæmdar á jafnréttishugsjóninni á vinnuaflsmarkaðinum, þannig að gáfur og hæfileikar konunnar notast betur henni sjálfri til ánægju og sóma og þjóðarbúinu til hagsældar. Framtíðin er stims staðar veruleiki í nútíðinni Við höfum nú brugðið upp nokkrum dæmum um stöðu ís- lenzku konunnar í fortíð og nú- tíð og reynt að gefa til kynna, hverju við getum búizt við um stöðu hennar og hlutverk í fram- tíðinni. Um stöðu konunnar í for- tíð og nútíð og um stöðugleika mannfélagsþróunarinnar hvorki er né getur verið ágreiningur. Þar er við augljósar staðreyndir að styðjast. En e.t.v. finnst einhverjum sumt af því, sem sagt hefur verið um framtíðina, vera í vafasam- ara iagi. Og vissulega ber að játa, að allt, sem um framtíðina er og verður sagt, hlýtur jafnan að Vera vafasamara en það, sem sagt er um nútíð og fortíð. Hitt er þó staðreynd, að megn- íð af þvi, sem sagt hefur verið um framtíðina. er raunveruleiki að vissu marki einhvers staðar í heiminum í dag. I Bandaríkjunum datt t. d. engum í hug að þvo þvott á þeim heimilum, sem ég kynntist þau fjögur ár, er 'ég dvaldist þar í landi. Hver einasta tuska var send í hin stóru og fullkomnu þvottahús, sem létu þessa þjón- ustu í té á svo hagstæðu verði, að það hefði þótt fáránlegt að ætla konunni að fara að þvo þvott þótt í heimilisþvottavél væri. — Þetta er staðreynd um þau heimili, sem ég kynnist þar, þótt rétt sé að taka fram, að kjör húsmæðra séu enn æði mis- jöfn í Bandaríkjunum að þessu og ýmsu öðru leyti. T Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar, verður það æ sjaldgæfara, að fólk stundi fatasaum á heim- ilunum. Fataframleiðslan er svo háþróuð og skipulögð, og sam- keppnin svo heilbrigð, að efnið í flíkina í lausu máli kostar næstum eins mikið og flíkin full- saumuð. Og hver. skyldi sauma á heimilunum við slíkar aðstæð- ur nema þá sér til ánægju vegna sköpunargleðinnar? 1 Rússlandi eru þegar yfir helm ingur lækna konur. og þar í landi er þátttaka konunnar á vinnuaflsmarkaðinum stórum meiri en hér. Samhliða þeirri þróun hefur farið sú þróun, að uppeldisstofnanir og skólar hafa æ meira annazt umsýslan með börnum og unglingum og séð fyr- ir þörfum þeirra og skipulagn- ingu tíma þeirra á daginn, en foreldrarnir á kvöldin og í frí- tíma. Og í Bandaríkjunum hafa þeg- ar verið gerðar árangursríkar tilraunir með fjöldaframleiðslu á tilbúnum réttum og þartilgerðum ofnum til að annast lokastig elda- mennskunnar á 2 mínútum eða svo. Það. sem sagt hefur verið um þessi mál í framtíðinni, er því *kki einvörðungu byggt á ímynd- unaraflinu, heldur líka á vitneskj unni um hina mannfélagslegu þróunarhneigð og á ákveðnum etaðreyndum um nútímann hér- lendis og erlendis. Niðurlag Að síðustu vildi ég lýsa þeirri persónulegu skoðun minni, að nútím’inn bæði þurfi og muni gera sér það ljóst, að konan er að rétta úr sér í þjóðfélaginu og mannfélagsþróunin er henni hlið- holl, af því að hún hefur meiri gái'ur, meiri hæfileika og með hækkuðum meðalaldri meiri tima «n með þarf til þess að gegna einvörðungu heimilisrekstrinum. Framleiðnitæknin lætur heimilis- reksturinn heldur ekki afskipta- lausan í framtíðinni Þar af leið- meiri svip á þjóðlífið og sækja æ meira fram til æ mikilvægari starfa, mikilvægari hlutverka og verða æ áhrifaríkari um rekstur ríkisins og þjóðfélagsþróunina sjálfa. En það merkilega við þessa þróun konunnar til meira frelsis, athafna, raunverulegs jafnréttist og meira fullnægjandi athafna og hlutverks er einmitt það, að þessi þróun er ekki einvörðungu hagstæð konunni heldur er hún líka hagstæð manninum. Þetta stafar af því, að konan hefur hæfileika til þess að kalla fram það bezta í karlmanninum. Hún gerir það í barninu í upp- eldinu, manninum á hjúskapar- heimilinu, og hún getur líka gert það á hinu breiða sviði mann- félagssamskiptanna. Það ríki, þar sem konan tekur virkari þátt í stjórn en nú er og t. d. helmingur þingmanna, bæj- arfulltrúa, ráðherra og ýmissa embættismanna eru k o n u r , mundi vafalítið verða betra ríki að búa og starfa í bæði fyrir karl og, konu, en það ríki þar sem maðurinn einn stjórnar. Og sá skóli, sem konan stjórnar og rekur að mestu leyti, mundi vafalítið verða betri, meiri og hagnýtari skóli, en tregðuskólinn okkar í dag. hlutgengari en nú er í æðri sem lægri framleiðslu- og stjórnar- störfum og sérfræðiþjónustu, verður vafalítið í senn betra, rík- ara og hamingjusamara þjóðfé- lag, en það þjóðfélag, sem hag- nýtir ekki gáfur, hæfileika og tíma konunnar að verðleikum. Nútíminn þarf því, að mínum dómi, að þora að hugsa þá hugs- un, einmitt nú á 50 ára afmælis- ári kosningaréttar íslenzkra kvenna, og viljá það ástand, að innan ríkisins verði engin staða, sem kona geti ekki skipað með eins miklum sóma og maður, ef hugur hennar stendur til þess. Við verðum í dag að þora að hugsa þá hugsun, að eðlilegt væri, ef svo vildi verkast, að kona skipaði stöðu forseta Is- lands ekki síður en að meyþjóð- höfðingjar hafa verið, eru og verða í sumum konungsríkjun- um; að kona skipi stöðu forsætis- ráðherra ,stöðu forseta hæstarétt- ar, stöðu sendiherra og hverja aðra trúnaðar- óg valdastöðu á vegum ríkisins. Ef við þorum í lag að hugsa slíka hugsun og vilja slíkt ástand, þá mun fram- tíðin leiða það í ljós, að einmitt þetta getur gerzt. En hinu megum við heldur aldrei gleyma, að hamingjusöm hjartans lyst velur sér hlutskipti húsmóðurinnar á hjúskaparheim- ilinu og finnur sinn mest full- nægjandi myndugleika í að gegna þeirri göfugu stöðu af þarf þaS hamingjusama va’l henn ar ekki að útiloka hana frá mik- ilvægri þátttöku á vinnuafís- markaðinum á vissu siceiSi æv- innar. LANCOM.E Ef yður langar til að gleðja konu með góðri gjöf á jólunum, lítið þá á Lancome-vör- urnar hjá okkur. Ath.: Pökkum gjöfunum inn í jóla- pappír, ef þess er óskað. Verzlun skólans er opin alla virka daga. Tízkuskóli AIMDREIJ Skólavörðustíg, II. hæð. Skyrta úr 100% cotton Eykur vellíðan yðar • Hlý i kulda • Svöl i hita • Gulnar ekki 7 I Snertingin við hörundið þægileg M þess fer straujuð skyrta betur ; og er því hæfari, sem sparískyrta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.