Morgunblaðið - 12.12.1965, Blaðsíða 5
Sunnuðagur 12. des. 1965
MORGU N BLAÐIÐ
5
Fjölþætt útgáfustarfsemi Leifturs
Rætt við Gunnar Einarsson um þróun fyrirtækisins
á síðustu árum
BÓKAÚTGÁFAN Leiftur er eitt
stærsta bókaútgáfufyrirtæki á
landinu og tvímælalaust eitt hið
virtasta. Fyrir rúxnum tveimur ár
um flutti það í ný hiúsakynni að
Höfðatúni 12. Áður var bókaút-
um varðveizlu þjóðernis. Þannig
er því varið í orði en hvernig er
það á borði? Eitt veigamesta at-
riði í vai'ðveizlu þjóðernis er að
halda lífi í bókmenntum þjóðar-
Hús Leifturs hf.
gáfan til húsa í kjallara í Þing-
holtsstræti 27 en starfar nú við
stórbætt skilyrði. í hinu nýja hús
næði eru tvær birgðageymsQur
fyrir pappírsvörur og bækur, bók
bandsvinnustofa, setjarasalur
með þremur setningarvélum og
einni letursteypuvél. Auk þess
eru í hinu nýja húsi rúxngóður
prentsalur, og eru þar 4 stórar
pressur og 6 smáverkavélar. Að-
búnaður starfsfólks er þarna all-
ur til fyrirmyndar og húsakynn
in hin vistlegustu.
Sá maður, sem mestan þátt
hefur átt í hinum öra framgangi
fyrirtækisins er Gunnar Einars-
son forstjóri. Er hann keypti
fyrirtækið árið 1955 hafði það
6tarfað í 12 ár við fremur þröng-
an kost. Nú gefur það út 20—30
bækur á ári hverju auk þess
sem það annast prentun síma-
skrárinnar og fjölda armara verk
efna. Hjá Leiftri starfa nú um
30 manns.
Fréttamaður Mbl. hitti Gunnar
Einarsson að máli í fyrirtæki
hans í Höfðatúni og skoða'ði fyr-
irtækið undir hans leiðsögn. Síð-
an var haldið tjl skrifstofu hans
og setzt þar til skrafs. í skrif-
stofunni er brjóstmynd af Gunn-
ari gerð af Ríkharði Jónssyni,
myndlhöggvara, sem Félag prent-
smiðjueigenda gaf Gunnari í til-
efni af 70 ára afmæli hans og
málverk eftir listmálarann Egg-
ert Gu'ðmundsson, sem starfsfólk
Leifturs færði honum að gjöf í
sama tilefni. Við kryfjum nú
Gunnar sagna viðvíkjandi bóka-
útgáfu á íslandi.
— Hvað er upplag bóka hjá
þér yfirleitt þessi árin, Gunnar
— Það er sannast mála, að
upplag bóka, sem út eru gefnar af
einstaklingum hefur minnkað
þrátt fyrir öra fólksfjölgun og
almenna velmegun. Ég held ég
megi segja, að upplag bóka yfir-
leitt núna séu um 1500—2000
eintök. Þáð er þó ýmsu háð og
hjá mér t.d. koma bækur Guð-
rúnar frá Lundi út í stærstum
upplögum. Hins vegar er hagur
fyrirtækis sem þessa að miklu
leyti undir því ksominn hvað bóka
útgefandinn leggur áherzlu á.
Ég hef ætíð lagt mesta áherzlu á
útgáfu barnabóka, en sala á þeim
er nokkurn veginn jöfn og örugg.
— Bókaútgefendur kvarta
jafnan sáran yfir þeim tollum,
sem lagður er á innfluttan papp-
ír, er ekki svo?
— Jú, og það er vissulega á-
stæða til þess. Ég álít það óskilj
anlega heimsku, að tolla innflutt
an pappír jafn mikið og gert er.
Undanfarið og ekki sízt í tilefni
af 1. desember hafa menn talað
fjálglega á torgum og í sölum,
innar og þá er eðlilegt, að því
sem skráð er á íslenzka tungu sé
ekki gert lægra undir höfði en
lesmáli á erlendum tungum, en
þessu er ekki þannig varið hér,
þvi að ekkert lesmál á erlendri
tungu er svo aumt, áð því sé ekki
hleypt óhindrað og tollfrjálsu inn
í landið. Hins vegar fellur allt
efni, sem þarf til bókagerðar á ís-
lenzku máli undir háa tolla og
sumt hefur á undanförnum árum
verið flokkað undir lúxusvarn-
ing, eins og t.d. gljápappír, sem
er nauðsynlegur til sómasamlegr-
ar bókaútgáfu. Þótt bókaútgáfa
sé ekki gróðavegur, að minnsta
kosti ekki hjá einstaklingum hafa
útgefendur aldrei farfð fram á
tollvernd eða óskað eftir tollum
á erlendar bækur. Hitt hafa
útgefendur átt erfitt með að
skilja, að íslenzkri tungu sé gert
erfiðara fyrir en erlendum málum
og er ekki hægt að líta á þetta
öðruvísi en hér sé verið a'ð setja
fótinn fyrir íslenzka bókaútgáfu.
— Nú hefur bókaútgáfu þinni
sýnilega gengið vel á undanförn-
um árum, hverju er það helzt að
þakka?
— Ég er búinn að starfa
lengi við bókaútgáfu. Árið 1929
tók ég vfð rekstri ísafoldarprent-
smiðju og bókaútgáfu ísafoldar.
Veigamesta atriði £ rekstri ísa-
foldar var þá útgáfustarfsemi, og
síðan ég tók við rekstri Leifturs
hefur útgáfustarf einnig hér ver-
ið mikilvægur þáttur. Ég er því
orðinn þaukunnugur, ef svo
mætti segja, útgáfustarfsemi og
þótt aldrei sé hægt að reikna út
með öryggi sölumöguleika bókar,
þá má þó me'ð reynslunni nokk-
uð geta sér til hvað muni seljast,
og á því sviði hefur heppnin oft
verið méð mér. Og svo hitt, að
afkoma allra fyrirtækja byggist
að miklu leyti á vinnu þeirra,
sem að því starfa, og ekki sázt á
vinnu þess, sem rekur fyrirtæk-
ið. Ég hef alltaf verið heppinn
með starfsifóik og sjálfur er ég
mesti vinnuiþrælil, enda alltaf
haft beztu heilsu eins og hross í
haga!
— Hvaða bækur gefurðu út á
þessu ári?
— Auk hinna venjulegu bóka-
flokka um Kim, Bob Moran,
Hönnu, Möttu Maju og Zorro,
hef ég gefið út tvær ágætar barna
bækur, Fallegu Ævintýrin og
Mamxna segir sögur. Bæði þessi
ævintýri hygg ég að verði góðar
sölubækur. Ennfremur vildi ég
mega nefna tvær imglingabækur
eltir íslenzka höfunda: Steini og
Danni í sveitinni, eftir imgan
kennara, Kristján Jóhannsson, en
Kristján var fyrir nokkrum ár-
vinnusalnum.
Gunnar Einarsson.
xm landskunnur íþróttamaður
(þolhlaupari) en er nú kennari.
Og svo bókin Todda í Sunnuihláð
eftir Margréti Jónsdóttur.
Fyrir fullorðna eru all-
margar bækur hjá mér í ár
auk bóka Guðrúnar frá Lundi,
og vil ég þar gjarnan mega nefna
bókina Jóreykur, sem ég geri ráð
fyrir að verði vel tekið t.d. af
hestamönnum, Ástmey konungs- "
ins, ástarsaga, sem gerist á Spáni
um það leyti sem Márar gerðu
árás á Spán, Gleðisöngur að
morgni, ástarsaga frá Bandaríkj- .
unum og Sakamálasögur Jónasar
frá Hrafnagili, og siðast en ekki
sízt Draumar og vitranir eftir
Hugrúnu. En veigamesta bókin,
sem Leiftur gefur út á þessu ári
er Fimmdægra, fornindversk-æv-
intýri. f sambandi við hana má
geta þess, a'ð Stefán Einarsson
prófessor, telur að refurinn úr
Fimmdægru hafi komizt inn í
Vestfirðingasögu, Gísla sögu
Súrssonar og Gjafa-Refssögu með
Hrafni Sveinbjarnarsyni úr pila-
grímsferð hans til Rómar. Ef-
laust hefur hann sagt söguna sjálf
ur á Vestfjörðum.
— Hvað viltu segja mér um
fyrirtækið sjálft, (Sunnar?
— Nú, þetta er stórt húsnæði
og gott eins og þú sérð sjálfur.
Gólfflötur í vinnustofum og
birg'ðageymslum er nálægt því'
1500 fermetrar. Vélakostur var
hér lítill er ég tók við fyrirtæk-
inu, en nú er hann mjög góður
og tel ég að fyrirtækið geti skilað
góðri vinnu. Þó eru breyt-
ingar á þessu sviði, sem öðrum,
svo örar að ég geri ráð fyrir, að ég
verði að breyta rekstrinum að
meira eða minna leyti á næstu
árum samkvæmt kröfum breyttra
tíma.
íbúð í Bolungarvík
til sölu. Hér er um að ræða 5 herb. íbúð 160 ferm. í
nýlegu húsi. Teiknað af Gísla Halldórssyni. —
Ibúðin er með teppum á stofum og skála og er laus
til íbúðar nú þegar. — Söluverð kr. 850 þús. Góðir
greiðsluskilmálar. — Upplýsingar í síma 1520,
Keflavík og 17 Bolungarvík.
Nauðungaruppboð
sem augl. var I 47., 50. og 51. tbl. Lögbirtingablaðsins
1965, á húseigninni nr. 4 við Hólmsgötu, hér í borg, þingl.
eign Fiskmiðstöðvarinnar h.f. fer fram eftir kröfu bæj-
arfógetans í Kópavogi og Gjaldheimtunnar í Reykjavík
á eigninni sjálfri, þriðjudaginn 14. deesember 1965, kl. 3
síðdegis.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem augl. var í 47., 50. og 51. tbl. Lögbirtingablaðsins
1965, á hluta í húseigninni nr. 52 við Grensásveg, hér
í borg, þingl. eign Aðalsteins Þorbergssonar, fer fram
eftir kröfu Hafþórs Guðmundssonar hdl. á eigninni
sjálfri, mánudaginn 13. desember 1965, kl. 2% síðdegis.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
EIA(
plötuspilarar
Hinir margeftirspurðu Elac-plötuspilarar eru nú
fáanlegir aftur.
Fást bæði með MONO og STEREO magnara.
Mjög hagstætt verð og því hentugar jólagjafir.
Sendum í póstkröfu hvert á land sem er.
Radióviðgerðarstofa Ólafs Jónssonar hf,
Ránargötu 10. — Sími 13182.