Morgunblaðið - 12.12.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.12.1965, Blaðsíða 28
24 MORGU N BLAÐIÐ Sunnudagur 12. des. 1965 Hannes Jónsson, félagsfræðingur: Þjóöfélagsstaöa og hlutverk konunnar í nútíð og framtíö 1 ISLÆNZKUM hag- og mann- fjöldas'kýrslum er að finna mikinn fróðleik um sjálf okk- ur sem þá einstaklinga, er mynda íbúafjölda Islands, þar á meðal um hjúskaparstétt þjóðarinnar, atvinnuskiptingu hennar, fæðingartölu skilget- inna og óskilgetinna, dánartölu o.fl. o.fl., og ef við rýnum í þessar skýrslur með hugtakið kona í huga, þá verðum við margs vísari um íslenzku kon- una og stöðu hennar og hlut- skipti innan ríkisins. Er ekki sízt fróðlegt og viðeigandi að kanna þetta mál svolítið nú, þar sem á þessu ári eru 50 ár liðin frá því að íslenzka kon- an fékk fyrst kosningarétt, en þá réttarbót hlaut hún árið 1915, og þá fyrst og fremst fyrir sköruglega kvenfrelsisbaráttu danskra kvenna. Konan á íslandi í dag. Eitt af því fyrsta, sem við okkur blasir, ef við rýnum í hag- og mannfjöldaskýrslurnar með hugtakið kona í huga, er það, að konan er örlítið fálið- aðri hér á landi en karlmað- urinn. Samkvæmt mannfjölda- skýrslum- 1960, þ.e.a.s. konurn- ar voru nærri tveim þúsund- um færri en karlar. Önnur staðreynd, sem við okkur blasir, er sú, að konan lifir lengur en maðurinn. Þann- ig er vísindalega útreiknað, að meðalaldur nútímakomuinar á Islandi verði 75 ár en nútíma- mannsins 70,7 ár.” í þriðja lagi sjáum við, að konan giftir sig yfirleitt þremur ’árum yngri en karlmaðurinn. Meðalaldur áður ógiftra kvenna er t.d. um 23 ár en karla um 26 ár ,en á 15—19 ára aldrinum eru 94% líkindi til þess að kon- an giftist einhvern tímann á Mfs- leiðinni, en ekki nema 6% lik- indi til þess að hún pipri. Skiptum við svo íslenzkum kjósendum eftir kynferði sjá- um við að konan er fjölmenn- KOSTAR AÐEINS KR. 12906.00 Útborgun kr. 2.906,00. — Eftirstöðvar má greiða á tíu mánuðum. HANSA-BÚDIN Laugavegi 69. — Símar 1-16-16 og 21-800. ari á kjörskrá en karlmaður- inn. í kosningunum 1963 voru t.d. liðlega 50 þúsund konur á kjörskrá en ekki nema 49,8 þús. karlar, þrátt fyrir það að karlar eru fjölmennari en konur, ef allur íbúafjöldinn er tekinn til greina. Kemur hér til skýring- ar. að meðalaldur konunnar er tæplega 5 árum hærri en karl- mannsins. Hitt vekur líka athygli í þessu sambandi, að þrátt fyrir það að konan er fjölmennari á kjör- skrá en karlmaðurinn, þá situr nú aðeins ein kona á Alþingi af samtals 60 þingmönnum, að- eins 6 konur eiga sæti í bæjar- stjórnum 14 kaupstaða landsins af samtals 128 bæjarfulltrúum, og það er í dag hreinn við- burður að sjá konu í hinum 215 hreppsnefndum og 23 sýslu- félögum landsins. Og ef við lítum á atvinnuskipt ingu þjóðarinnar sp ^ nt nýj asta manntali, sei. er á prenti, manntalinu frá 1950, þá sjáum við að þá voru samtala 63,6 þúsund Islendingar á vinnu aflsmarkaðinum, þar af 45,5 þús. karlar en 18,1 þús. konur. Og langmestur hluti þessara kvenna var við einhvers konar þjónustusýslu- eða iðjustörf, en hitt var þá og er enn óþekkt fyrirbæri, að kona hafi gegnt meirihátar embættum hér á landi, svo sem stöðu hæstarétt- ardómara, ráðherra, sendiherra eða öðrum meiriháttar embætt- um á vegum ríkisins. Þótt framangreindar stað- • reyndir gefi allar til kynna, að enn stöndum við íslendingar fjarri því takmarki að tryggja árangursríka framkvæmd jafn- réttishugsjónarinnar, þá skyldi þó enginn halda, að ekki hafi miðað verulega í áttina. Athug- un á eldri hag- og mannfjölda- skýrslum með hugtakið kona í huga tekur af öll tvímæli um það. Konan fyrir 100 árum. Ef við lítum t.d. á meðalavi- lenigd íslenzku konunnar fyrir einni öld, eða á áratugnum 1851 —1860, þá sjáum við, að þá var hún aðeins 37,9 ár í stað 75 ára nú. Meðalævi konunnar hefur því tæplega tvöfaldast á 100 árum. Og ef við lítum á þátttöku konunnar á vinnuaflsmarkaði fyrir 100 árum eða svo, þá sjá- um við að í raun og veru var það þá óþekkt fyrirbrigði að öðru leyti en því, að konan starf aði á foreldra- og uppeldisheim- ilinu á meðan hún var enn ógift en við búreksturinn á hjúskapar heimili sínu eftir að hún giftist. Ekki var kosningarétti og st j órnmála þátttöku konunnar heldur fyrir að fara fyrr á tím- um. Það var ekki fyrr en 1915 að konan fékk takmarkaðan kosningarétt. Hitt má líka sjá á fjölskyldu- stærðinni fyrr á tímum, að kon- an hefur haft nóg að gera á heimilunum, enda var meðal- stærð heimilanna í landinu 7,4 fjölskylduliðar árið 1800 en var komin niður í 4,4 fjölskyldu- aliða 1950. Aukin menntun lykillinn að örari þróun til jafnréttis. Taka mætti mikinn fjölda ann arra dæma, sem sýna okkur þá miklu breytingu, sem orðið hef- ur á högum íslenzku konunnar frá því sem var og ef. Þess ger- ist þó ekki þörf. Framangreind dæmi nægja til þess að draga fram þá staðreynd, að mann- félagsþróunin er stöðugt að verki og lætur ekkert afskipta- laust, ekki heldur konuna og stöðu hennar innan íslenzka ríkisins. Og eins og hún hefur verið að verki í fortíðinni þann ig verður hún einnig að verki í framtíðinni og breytir stöðu konunnar í framtíðarríkinu mik ið frá því sem nú er. En þróun konunnar til jafn- réttis við manninn innan ríkis- ins má bæði örva og hefta.1 Við getum heft hana með gamaldags hugsunarhætti, að hlutverk konunnar í lífinu sé af náttúrunnar hendi ekki annað en að búa manni heimili, gift- ast, ala börn og annast uppeldi þeirra og heimilisreksturinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.