Morgunblaðið - 14.12.1965, Side 1

Morgunblaðið - 14.12.1965, Side 1
32 slðtw 20 - 40 Istigta frost Stokkhólmi, 13. des. NTB: FANNFERGI og hörkugaddur voru um alla Norður-Svíþjóð um heigina og urðu af miklar samgöngutruflanir. Blindbyl- ur var með ströndum og í upp sveitum allt að 40 stiga frost. Svipaða sögu er að segja frá Noregi og víða mældist þar meira frost en dæmi eru til áður. í kirkjunni að Kvikne átti að skíra barn, en þegar frost mældist þar 41 stig var afráði'ð að fresta skírninni. Víða voru vatnsleiðslur allar gaddfreðnar og bændur urðu að sækja sér og búfé sínu vatn um langa vegu. Sjónvorpsviðtul við de Gnulle París, 13. des. — NTB-AP: f KVÖLD leiða þeir saman hesta BÍna í sjónvarpinu, De Gaulie Frakklandsforseti og keppinaut- ur hans um forsetaembættið, Franeois Mitterand. Er þetta í fyrsta skipti, sem Jrönskum blaðamanni gefst kost- ur á að spyrja De Gaulle spjör- tmum úr í kosningabaráttunni. S3á er happið hlýtur er ritstjóri vikubiaðsins Figaro Litteraire, Michel Droit. Gengið verður til kosninga 19. desember og er það mál sumra, að Mitterand hafi jafn mikla jnöguleika á að sigra og De Gaulle, en aðrir spá forsetanum öruggum sigri. í skoðanakönnun, eem fram fór i fyrri viku, eru eigurlíkur De Gaulle taldar 57 «f hundraði en voru 50% áður. í fyrri umferð kosninganna hlaut De Gaulle 44,6% atkvæða en Mitterand 31,7%. Bitbein fram- bjóðenda eru kjósendur þeir sem greiddu atkvæði þriðja frambjóð- andanum, Jean Lecanuet, í kosn ingunum 5. desember, þvi atkv. þeirra geta ráðið úrslitum um hversu fer nú á sunnudaginn. LONDON, laugardag — (AP): Thamesá flæðir yfir hakka sina, í mestu floðum, sem menn muna. — Myndm var tekm í Lower Thames Street, og sýnir bíla, sem eigendum tókst ekki að bjarga í tæka tíð — svo skyndilega óx í ánni. Vatnið flæddi að símaklefanum, meðan stúlkan talaði, en henni tókst oð hringja til logreglunnar — rætt við Björn Björnsson, i London, um flódin i Englandi FRÁ því var skýrt í Mbl. á sunnudag, að mikil flóð hefðu orðið víða í Eng- landi, undanfarna daga. Mest urðu flóðin í Mið- Englandi og Wales, þótt þeirra gætti einnig í öðrum landshlutum, m. a. mikið í London, en vatnsborð varð hærra í Thamesá, en dæmi munu til, í manna minnum. Hvarvetna varð fólk fyr- ir miklum óþægindum, og víða tjóni, og stóð svo í nokkra daga. Víðast hefur nú aftur dregið úr flóðun- um, þótt þau hafi ekki náð hámarki í Wales, fyrr en nú um helgina. Þar mun vatnsborð áa hafa hækkað ailt að 4—5 m, en víðast annars staðar þó nokkru minna. Mbl. ræddi í gær í síma við Björn Björnsson, stór- kaupmann í London, og innti hann nánar ,eftir or- sökum fióðanna, og afleið- ingum. „Mest urðu flóðin í Mið- Engiandi", sagði Björn. „Fyrir fimm dögum hófust þar stór- felldar rigningar, og víða ann- Framhald á bls. 31. Sögulegt geimskot misferst er enn halda sig við þennan starfa), lítið yfir þessu. ,,Svona xxokkuð getur alltaf komið fyr- ir“. sagði hann. „Við erum báð- ir við beztu líðan og vonum bara að þess verði ekki langt að — Reynt BiMinaði að aftnr á miðvikudag — Minnnstii slys yrði á geimförum í Gemini 6. Kennedyhöfða, 13. desember, NTB, AP. MILLJÓNIR manna fylgdust með þvi í sjónvarpi í Bandaríkj- unum í gær, er skjóta átti upp frá Kennedyhöfða geimfarinu Gemini 6. til fundar við Gem- ini 7, sem nú hefur hringsól- að um jörðina í niu sólarhringa, og hætt var við skotið sekúndu áður en af því átti að verða, þegar Titaneldflaugin stóð á skotpallinum umvafin reykjar- mekki og ekki vantaði nema herzlumuninn á að hún hæfi sig á loft. Johnson forseti og fjöldi ann- arra báru mikið lof á geimfar- ana Walter Schirra og Thomas Stafford, fyrir hugprýði þeirra og snarræði. Einn ráðamanna á Kennedyhöfða sagði, að tölu- verð hætta hefði verið á því að geimfarið spryngi í loft upp og forstöðumaður Gemini-geim- ferðanna, dr. Chiistopher Kraft, sagði að geimförunum hefði hreint ekki verið láandi hefðu þeir gripið til þess ráðs að skjóta sér út úr eldflauginni, þegar í óefni var komið. Slíkt neyðarúrræði hefði þó gert að engu öll áform um stefnumót Gemini 6. og 7. úti í geimnum og orðið alvarlegur hnekkir fyr- ir bandarísk geimvísindi. Nú er áformað að reyna aftur að skjóta Gemini 6. á loft á miðvikudag. óhappið í gær er að kenna smávægilegri bilun á rafkerfi. Ekki er vitað hvað valdið hafi, en ljóst að engin alvarlegur galli er á Titan-eld- flauginni sjálfri. Geimfararnir Bormann og Lovell settu í gærkvöldi geim- vistarmet í Gemini 7, höfðu þá verið lengur að hringsóla um- hverfis jörðu en nokkrir geim- farar aðrir aður, en lengsta geimferð til þessa áttu að baki þeir Gordon Cooper og Charles Conrad, sem fóru í 190 klst. og 56 minútna geimferð með Gem- ini 5. í ágúst í sumar. Borman og Lovell eru nú búnir að fara í níu sólarhringa samfleytt umhverfis jörðu í Geynini 7 og láta vel yfir sér. Segjast þeir hafa lítið að gera annað en bíða þess að hitta fé- laga sína, Schirra og Stafford er þeir leggi upp á Gemini 6. Á Kennedyhöfða leggja starfs- menn nú nótt við dag að und- irbúa hið fyrírhugaða geimskot á " miðvikudag og stefnumót geimfaranna hið fyrsta sem reynt verður. Frammistaða Walters Schirra hæstráðanda um borð í Gemini 6. á sunnudag vakti almenna að- dáun, en sjálfur lét Schirra, sem er eiztur og reyndastur geimfaranna bandarísku (þeirra Framhald á bls. 31 Þarna sést hvar þeir Walter Schirra (til vinstri) og Thomas Stafford yfirgefa skotpall Gemini 6 á sunnudag, vonsviknir og súrir á svipinn eftir óhapp það sem varð til þess að fresta varð geimskotinu til miðvikudags eða fknmtudags. Það var bilun á rafkerfi Titan II eldflaugarinnar, sem skjóta átti gehnfarinu á braut sem óhappinu oíli. (AP — 13. des.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.