Morgunblaðið - 14.12.1965, Síða 2

Morgunblaðið - 14.12.1965, Síða 2
MORGUNBLAOID ÞriSjudagur 14. des. 1965 r 2 Odrengileg árás Tímans á Einar Guðfinnsson TÍMINN ræðst síðastliðinn laugardag með dylgjum á Einar Guðfinnsson, útgerðarmann í Bolungarvík, vegna kaupa á olíuskipinu „Þyrli“. Fer blaðið með ýmis konar blekkingar um þessi kaup og hefur upplýsingar sínar úr þingræðu, er Helgi Bergs flutti við aðra umræðu fjárlaga. Aðalstaðhæfing Tímans í máli þessu er, að ríkissjóður hafi selt skipið til Boiungarvikur fyrir 5 millj. kr., en skömmu siðar hafi farið fram endurmat á þvi og það þá verið metið á 25 millj. kr. Sannleikurinn í málinu er sá, að rikisstjórnin fól skipa- skoðunarstjóra að meta skipið og mat hann það á 5 millj. kr. með varahlutum í vél. Jafnframt var leitað tilboða í skip erlendis og kom í ljós, að hægt var að fá hliðstæð skip þar á svipuðu verði. En Þyrill er eins og kunnugt er byggður árið 1943 og er þvi nú 22 ára gamalt skip. Þess má geta, að ráðunautur hinna nýju kaupenda um skipakaupin var Óttar Karlsson, skipaverkfræðingur SÍS. Taldi hann 5 millj. kr. helzt til hátt verð fyrir skipið. — ★ — Timinn segir, að Þyrill hafi verið seldur „gæðingi" ríkis- stjórnarinnar. Sannleikurinn í málinu er sá, að sildarverk- smiðjan i Bolungarvik og Fiskimjöl hf. á ísafirði mynduðu með sér félag, „Dagstjörnuna hf.“ um kaupin á skipinu til síldarflutninga fyrir verksmiðjur sínar. Hinir nýju eigendur létu fara fram stóra viðgerð á skipinu í Þýzkalandi. Eftir bað meta starfsmenn Seðlabankans skipið á rúmar 7 millj. kr., en ekki á 25 millj. kr. eins og Timinn gefur í skyn. Annars mun þessi staðhæfing Timans um 25 miilj. kr. matsverð rekja rætur sinar til þess, að talið hefur verið, að það myndi kosta allt að 25 millj. kr. að byggja nýtt skip með svipuðum út- búnaði og af álíka stærð og „Þyrill“. Árás Helga Bergs og Tímans á Einar Guðfinnsson er ekki sízt ódrengileg vegna þess að þessi merki og dugmikli útgerðarmaður og synir hans hafa haft mikilvæga forystu um þá nýjung, sem síldarflutningarnir eru. Höfuðtilgangur Bolvikinga og ísfirðinga með síldarflutningunum var að bæta atvinnuaðstöðu í byggðarlögum sínum. Er og óhætt að full- yrða, að síldarflutningar á milli landshluta, hafi á þessu ári stuðlað að mikilli sköpun verðmæta fyrir þjóðarbuið. Þungfært víða sunnan* lands vegna skafrennings SAMKVÆMT upplýsingum, sem Mbl. fékk hjá Vegamálaskrif- stofunni í gær, var vegurinn í Arnessýslu mjög þungfær í gær og fyrrinótt. Hafði skafið mikið i Ölfusinu, í Grímsnesi og alveg upp í Laugardal. Var vegarkafl- inn við Ingólfsfjall niður að Sel- fossi t.d. algjörlega ófær í gær- morgun. Þá var vegurinn upp í Grimsnes og niður við Eyrar- bakka og Stokkseyri lokaður smærri bifreiðum. Tæki voru komin á staðinn í gær. í RangárvallasýsLu er færðin ágæt, en fer afltur á móti versn- andi þegar kemur í Skaftafel's- sýslu. Austur frá Vík er svo ekki Ekið á vegfaranda í Austurstræti / Ökumaðurinn var drukkinn og forðaði sér af slysstað BÍL var ekið á vegfaranda um kl. 2 .aðfaranótt sunnudags í Austurstræti á móts við ísborg. Þrátt fyrir slysið ók billinn á brott. Númer bílsins náðist og hóf lögreglan þegar leit að honum. Á fimmta tímanum um nóttina fannst bíllinn og var tvennt í honum, karlmaður og stúlka, sem ók. Voru bæði drukkin og kom í ljós, að stúlkan hafði ekki öku- réttindi. Það þótti hins vegar vitað, að maðurinn hafi verið undir stýri bílsins, er ekið var á vegfarand- ann, en hann neitaði því. Voru þau bæði sett í fangelsi um nótt- ina. Þegar lögreglan kannaði málið nánar viðurkenndi maðurinn að hafa ekið bílnum er slysið varð. Vegfarandinn er ekki talinn alvarlega meiddur, en hann hlaut höfuðhögg og áverka á fæti. RÚSSINN STÖR- SKEMMDI NÚTINA Keflavík, 13. desember. 1 DAG fóru fram sjópróf í máli vélbátsins Hamravík KE 75, sem varð fyrir því óhappi á síldár miðunum fyrir austan, að rússn- eskt síldveiðiskip sigldi yfir nót bátsins og skemmdi hana mjög mikið. Þetta gerðist 65 sjó- V-þjóöverjar fái hlutdeild í stjórn kjarnorkuhers NATO — Ludwig Erhard ræðir við „US News & World Report“, og lýsir skoðunum sínum, viku áður en hann heldur vestur um haf Washington, 13. des. — NTB KANZLARI V-Þýzkalands, Ludwig Erhard, hefur lýst því yfir í viðtali, að V-Þjóð- verjar verði að fá hlutdeild í stjórn fyrirhugaðs kjarnorku- hers Atlantshafsbandalagsins, NATO. Segir kanzlarinn, að þar eð V-Þýzkaland myndi verða haft að skotmarki eitt þúsund meðaldrægra, sov- ézkra eldflauga, kæmi til stór átaka, verði að setja fram þá kröfu. Þessi ummæli Erhards eru höfð eftir honum í bandaríska vikuritinu „US News & World Report“, og birtast þau tæpri viku áður en kanzlarinn leggur upp í för sína til Banda ríkjanna, þar sem hann mun eiga viðræður við Johnson, Bandar ík j af orseta. í viðtalinu Segir Erhard, að hefðu öll lönd farið að dæmi V- Þjóðverja, 1954, og lýst því yfir, að þau myndu ekki framleiða kjarnorkuvopn, væri ekki ástæða til að ræða þau mál nú. Sagði hann það skoðun sína, að kjarn- orkuher, sem margar þjóðir ættu aðild að, væri bezta tryggingin fyrir því, að einstakar þjóðir tækju ekki upp framleiðslu kjarnorkuvopna. Kvað hann það á stefnuskrá sinni að auka sam- skipti Bandaríkjanna og V- Þýzkalands. Bandalag ríkjanna væri ekki til komið af öryggis- ástæð,um einum, heldur fælist í því sú ósk V-þýzku þjóðarinnar, að komið yrði á fót bandalagi ríkjanna beggja vegna Atlants- hafsins. Þá segir kanzlarinn í viðtalinu við tímaritið, að stjóm V-Þýzka- lands hafi einnig áhuga á því að bæta samskipti við FrakkLand, enda væri óhugsandi, að hægt væri að sameina Evrópu, án þátt- töku Frakka, og vináttu þeirra og V-Þjóðverj.a. fært nema s-tærstu bifreiðum. í Borgarfirði og á SnæfeLlsnesi er færðin mjög svipuð því sem verið hefur, en í Dalasýsiu var aft>ur á móti ekki fært nema stór- um bifreiðum, en samkvæimt dag skrá Vegagerðarinnar, atendur til að ryðja Bröttubrekku í dag, þ.e.a-s. ef veður LeyfLr. Á Vest- fjörðum eru vegir mjög svipað- ir og verið hefur — velfært um sveitirnar, en færð verri á fjall- vegum. Vegir eru þungir í Strandasýs'U, en verða ruddir í dag, ef veður leyfir. Ho'ltavörðuheiðin og vegurinn ui t Hrútafjörð var ófær í gær, en samkvæmt dagskránni verður reynt að ryðja veginn þ«r í dag. Hins vegar er ágæt færð úr Húnavatnssýslu tii Akureyrar og einnig í Skagafirði. Þá er ioikið við að moka veginn í Eyjafirðin- um ag til DaLvíkur, en einnig stendur til að DalsmynnLsLeiðiti tii Húsavíkur verði mokuð. Úr Húsavík er fært um næstu sveitir en alLþung færð er í Mývatns- sveiit. Á Austfjörðum er færð all- sæmileg, t.d. er ágæt færð milli EgiLsstaða annars vegar og Seyð- isfjarðar hins vegar, svo og milLi Egilsstaða annars vegar og Reyð- arfjarðar, Eskifjarðar og yfir Oddskarð til Norðfjarðar hins vegar. Þá er jeppafært frá Reyð- arfirði um Staðanskarð til Fá- skrúðsfjarðar og þaðan til suður- fjarðanna. mílur suð-austur af Gerpi og hafði Hamravík kastað á mjög góða lóðningu, en þegar verið var að snurpa sigldi rússneska síldveiðiskipið yfir hana. Slitn- uðu teinar og stórir hlutar nótar- innar rifnuðu. Ekki náðust einkeninisstafir eða nafn skipsins, en bjart var aif tungli og sást af útbúnaði á þilfari, svo og lögun skipsins, að inn rússneskt reknetaskip var að ræða. Hamravík hafði einnig sam- band við mb. Viðey RE 12, sem var þar nálægt og staðfesti skip- stjÖrimn að um rússneSkt skip j hafi verið að ræða. Við sjóprófin kom fábt nýtt fram annað en staðfesting skips- j hafnar og skipstjóra á þessum aðföruim. Hamravík var með lög- J boðinn ljósaútbúnað, svo greini-1 legit var að sikipið var að veiðum ■ og því útilokað annað en að rússneska skipið hafi séð að Hamravík var að veiðum. Hamraví'k kiom til Keflavifcur sl. Laugardag og var nótin sett í viðgerð í Netagerð Suðurnesja og reymdisf hiún iLLa farin. Mun viðgerð fcosta hundruð þúsunda króna. Enn sem fcomið er er ekki vit- að hvernig skaðabótakröfum verði komið við gagnvart skip- inu, sem skemmdunum olli. Si'kpstjóri á Hamravík er Magnús Bergmann. — hsj. Eglll Hjörvar vélstjóri látisin Akranesi, 13. desember. AFLI línubátanna hér á föstu- daginn var frá 3 og upp í 5 tonn á bát. Fengu þeir slærnt sjóveð- ur. Vélbáturinn Skírnir kom hingað með 900 mál sildar af Austfjarðamiðum sl. laugardag. Skátar salna til Vetrarkjálparinxiar HÆÐIN er enn þaulsætin yfir kólnar loftið hinsvegar rnjög, Grænlandi, en fflytur þó ekki einkum í Skagafirði og Húna- verulega kalt loft hingað til þingi. Var 15° frost og heið- Lands, t.d. var eins stigs frost ríkja á Sauðárkróki. á Jan Mayen. Yfir landinu SKÁTASÖFNUNIN til aðstoðár I Vetrarhjálpinni hófst í gærkvöldi og stendur fram á fimmtudag. í kvöld heimsækja skátarnir nyrðri hluta Vesturbæjarins og j Austúrbæinn. Á morgun, mið- ! vikudag, heimsækja þeir Háa- leitishverfi og Bústaða og smá- íbúðahverfið. Á fimmtudag heimsækja þeir Lauganes, Langholts- og Hlíða- hverfi. Skátarnir hafa ekki aðstöðu til að taka við fatagjöfum, en þeim sem vilja gefa föt, skal vinsam- legast bent á að hringja í síma Vetrahjálparinnar 10765. SIÐDEGI6 á sunnudaginn lézt i Landakotsspítala Egill Hjörvar, vélstjóri, Langholtsvegi 141, hér í borg. aðeins 42 ára. Egill hafði ekki kennt sér las- leika er hann fór að sofa á laug- ardagskvöldfð. Hann missti með- vitund í svefni og vaknaði ekki á sunnudagsmorguninn. Var hann fluttur í sjúkrahús, en þar gekk hann undir höfuðuppskurð, en lífi hans tókst ekki að bjarga. Hann lézt af völdum blæðingar inn á heila. Egill lætur eftir sig konu, Katrínu Karlsdóttur og tvær dætur og foreldra, en hann var sonur Helga Hjörvars, rithöf undar og konu hans Rósu Daða- dóttur. Helgi hefur um langt skeið legið rúmfastur í Landa- kotsspítala. Egill Hjölvar var kunnur mað ur fyrir störf sín a’ð margháttuð- um félagsmálum og var um skeið formaður Vélstjórafélagsins, éinn ig var hann varaforseti Far- manna- og fiskimannasambands um tíma og nú var hann vara- formaður í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar. Sæti átti hann í verkalýðsráði Sjálfstæðis- flokksins. Egill hafði starfað um árabil sem eftirlitsmaður á vegum slökkviliðs borgarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.