Morgunblaðið - 05.01.1966, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 05.01.1966, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvifcudagur 6. janúar 1966 UPPHAF NVRRAR STÖRIÐJUSTEFNU ÞAÐ er fljótt farið yfir sögu, að tína til þá iðju, sem talist getur stóriðja hér á landi. En stóriðja hefur fram til þessa verið talin iðja eða iðnaður, sem spennir yf- ir mikla einhliða framleiðslu á höndum eins eða fárra aðila. Þannig má telja síldarverk- smiðjur stóriðju, eftir að stofnað var til síldarverksmiðja ríkisins, sem er ein stofnun. Áburðarverksmiðja ríkisins, eins og hún hét fyrst, er einnig í þessum flokki iðnaðar, sökum þess að hún spennir yfir alla framleiðslu köfnunarefnis-áburð- ar í landinu. Sama má segja um Sements- verksmiðju ríkisins, en þá er víst allt talið. Þegar frá eru teknar síldar- verksmiðjurnar, er iðnaður og iðja hér næstum að öllu leyti borin uppi af innlenda markað- inum. Stóriðja hefur hinsvegar á síð- ustú árum fengið nýja eða víð- tækari merkingu, að tákna iðju og iðnað, sem er sérlega raforku- frekur, en það merkir einnig að nota verður raforku hvernig sem sú orkutegund er framleidd. Jafnframt felst í hinni nýju merkingu otóriðju, að framleiðsl- an sé að næstum öllu leyti ætluð til útflutnings. Öllum má vera það ljóst, að stóriðja merkir í daglegu tali framleiðslu á málminum alúmín, með raforku frá hinni væntan- legu stórvirkjun í Þjórsá við Búr fell. Fáein orð mn þróun raforku- iðnaðar, í stórum dráttum, ætti máske við hér. Sú þróun er sögu- lega frægust í Noregi, þótt Kan- ada og fleiri lönd hafi síðar kom- ið mjög við sögu. Norsk uppfinning um síðustu aldamót réð straumhvörfum í landbúnaði í heiminum, þegar tókst að sameina köfnunarefni og súrefni loftsins með tilstyrk raf- urloga, er einn gat gefið nægi- lega hátt hitastig (3000 gráður). Geysileg raforka var undirstaðan og hún fékkst úr stórvirkjun Rjúkan-fallvatnanna. Hinar sam- einuðu lofttegundir urðu kjarn- inn í köfnunarefnisframleiðslu úr lofti, til jarðvegsáburðar fyrir grös og annan jurtagróður. Um 20 árum síðar gerðist svo það, að norska uppfinningin féll í valinn fyrir þýzkri, sem notaði vatn, í stað lofts til að beita raf- orkunni á. Þá fékkst ný loftteg- und, vetni, úr raftvístruðu vatni, sem gat sameinað köfnunarefni úr loftinu og myndað ammoníak, án verulegrar frekari raforku- notkunar. Þessi nýja leið í áburð- arframleiðslunni leiddi að sama marki og hin eldri, en notaði stórum minni orku. Fram hjá raf- orku varð þó ekki komizt til hag- kvæmrar vetnisframleiðslu. Síðan eru liðin 35 ár og nú er vetnisframleiðslan með raforku einnig fallin í valinn fyrir nýrri aðferð, sem notar jarðolíuefni til þess að framleiða vetnið með, og því sáralitla raforku, en ímm- oníaksframleiðslan er samt óbreytt og eins síðari þættir. Maður skyldi nú ætla að farið væri að halla undan fæti fæti fyrir notkunarþörf raforkunnar eftir slíkar hrakfarir, en svo er þó ekki. Raforka er enn nauðsyn- leg orkutegund í vinnslu all- flestra málma og er alúmín þar í fararbroddi, að magni til, en aðr- ir málmar, eins og magnía (magnesium) fylgja örugglega í kjölfarið, þótt í minna mæli sé. Auk málmanna, þarfnast raforku m.a. til hinnar gífurlegu aukning- ar í klórframleiðslu vegna plast- efna og á mýmörgum sviðum öðr- um. Þetta tel ég rétt að komi fram, sökum þess að því hefur mjög verið hampað hér, eftir að alú- mínmálið komst á rekspöl, að við værum að „missa af strætisvagn- inum“, ef ekki yrði fljótlega snú- ið sér að raforkuvinnslu fyrir stóriðju eins og alúmínfram- leiðslu. Ymis skringileg orðatil- tæki hafa einnig verið notuð, svo sem að verið væri að „sóa“ fallvötnunum, meðan þau væru ekki beizluð til raforkuvinnslu. En þarna er það blessuð náttúr- an sem á sökina, og vænt þykir manni um að sjá árnar fleytifull- ar af fallandi vatni, ár eftir ár, fyrir þann blessunariega tilverkn að hennar að hringsóla vatni úr hafinu upp á fjallabungur og það Bítlatreflar Kona nokkur hringdi í mig og sagði, að dóttir hennar hefði fengió svonefndan bítla- trefil í jólagjöf. Sagðist hún vera hálíhrædd við þetta klæði. Krakkarnir væru að toga í end- ana á treflinum, þegar stúlkan gengi með hann, þessi trefill væri í lengsta lagi. Jú, ég veit hvers konar fyrir- brigði þetta er. Hef séð þess konar trefla — og tel ekki á- stæðulaust að benda foreldrum á þessa hugsanlegu hættu. Jólakveðjur Bréfabunkinn minn er nú orðinn það hár, að ég verð að fara að sinna honum alvarlega. Því miður eru hér enn nokkur bréf, sem birta hefði átt fyrir jól. Því miður reyndist það ekki unnt rúmsins vegna, en ég mun reyna að taka efni þeirra til meðferðar áður en jólunum lýk ur, fyrir þrettándann. Hér er bréf um jólakveðjur útvarps- ins: „Einn af meiriháttar dag- skrárliðum útvarpsins um og eftir jólin er flutningur á jóla- kveðjum. Kveðjurnar setja nokkurn hátíðasvip á dag- skrána, sérstaklega kveðjur frá íslendingum erlendis. Þær eru felldar inn í dagskrána, enda greiða flytjendur ekki fyrir að an aftur til hafs. Slíkri náttúru- rás hæfir illa orðið sótm, þótt fallvötnin þurfi að biða síns tíma til nytjunar i raforku- vinnslu. Hinsvegar getur sóunarhætta vofað yfir notum raforkunnar, sé ekki gætt.fyllsta skilnings á hlut- verki hennar hjá þjóðinni. Fall- vötnin eru ein af landvættunum, sem standa þjóðinni til boðin og búin til þess að hefja hana upp og halda í mannsæmandi tilveru- sessi. Það sem nú er að gerast í raf- orkumálum er vissulega stórkost- legt tækifæri hjá þjóð vorri. Síðan óskabarnið fyrsta, Sogs- virkjunin, komst á legg, er Þjórs- árvirkjun hinn þráði draumur margra og nú er að því stefnt, að gera hann að veruleika, með Búrfellsvirkjun. Að slíkum stór- hug er manndómsbragur, en vissu lega þó ekki án áhættu, eins og ætíð þegar tekið er stórt stökk. , Þótt nokkurrar tortryggni gæti meðal ráðamanna í málefnum þjóðarinnar út af alúmínsamn- ingunum svonefndu, er þó á- nægjulegt að verða þess var, að hin gamla tortryggnigrýla til samningamanna á vegum þjóðar- innar, sem gekk ljósum logum um aldamótin síðustu, hefur ekki er áreiðanlega mjög kærkomið færa útvarpinu þetta efni, sem þeim er kveðjurnar fá, svo og mörgum óviðkomandi, sem þyk ir ánægjulegt að hlusta á þess- ar persónulegu og oft skemmti- lega fluttu vinarkveðjur. Þessar kveðjur koma nú orð- ið frá svom örgum borgum, þar sem nokkrir eða fleiri íslend- ingar eru siaddir, að útvarpið verður að deila flutningi þeirra á nokkra eftirmiðdaga. Það finnst mér sýna tillitssemi út- varpsins við hlustendur, og lík- lega gert til að bæta fyrir langa lesturinn á Þorláksmessu, þeg- ar gjaldskyldar (5 kr. fyrir orð- ið) kveðjur eru lesnar allt kvöldið og langt fram á nótt. T.d. voru kveðjur til Reykvík- inga lesnar eftir miðnætti. Hverjir þá hlustuðu hafa lík- lega verið séndendurnir, og vonandi flestir þeirra sem kveðjurnar áttu að fá. Vissulega kemur það ekki öðrum við, hvernig menn senda vinum og ættingjum jólakveðj- ur, en þar sem Ríkisútvarpið er almennings eign, menningar- stofnun, sem að nokkru rekur sinfóníuhljómsveit og bráðlega sjónvarpsstöð, þá finnst mér það ekki vera vettvangur til að flytja jólakveðjur á milli manna innanlands, til þess arna eru önnur þjónustufyrir- tæki, eins og póstur og sími. Allar jólakveðjurnar, sem af neinu kröftugu afkvæmi að státa í dag. Menn bera fullt traust til þeirra stjórnarmanna, sem staðið hafa í broddi fylkingar í samn- ingunum við svissneska alúmín- félagið og er ekki á þá hallað, þótt menn kveðji sér hljóðs um atriði, sem varða framtíðina miklu, en ekki hefur verið upp- lýst að hafi verið tekin til ræki- legrar meðferðar. Þetta hef ég leyft mér að gera í smágrein frá 6. ágúst sl- í Mbl., og mun koma að nú í fáeinum Ásgeir Þorsteinsson. athugasemdum í þessari grein. í fyrri greininni var ætlunin m.a. að slá varnagla við frekari út- þenslu erlenda samningsins, fram yfir 60 þús. smál. árlegt framleiðsluleyfi, áður en gaum- gæfileg athugun tæknileg ekki síður en fjárhagsleg, hefði farið fram. Hér mun verða tekinn upp sá ekki var komið með til auglýs- ingastofu útvarpsins í Reykja- vík, urðu sendendur að afhenda til símstöðvanna utan Reykja- víkur. Þar verður að greiða til- kynningagjaldið, 5 kr. fyrir orð ið, auk fulls ritsímaskeytagjalds til Reykjavíkur. Hvers vegna sendir fólkið ekki skeytið bara beint til þess sem á að fá kveðj- una? Eða nota þá gömlu, góðu aðferð, og langódýrustu, að rita með eigin hendi kveðjur og jóla óskir til vina og ættingja, en jafnframt að styrkja góð mál- efni með því að senda t.d. jóla- kort Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna og setja jólamerki á umslagið. Heildarkostnaður við sendingu á slíkri kveðju yrði aðeins 12—15 krónur“. Kveðjur sem ekk‘ heyrðust Annars var aðaltilgangur minn með þessu bréfi, að ræða með nokkrum orðum jólakveðj- urnar til sjómanna „á hafi úti“. Því miður ná þær oftast ekki til viðtakenda, nema að nokkru leyti, en þar er ekki beint við útvarpið að sakast, heldur van- þekkingu eða ókunnugleika þeirra sem senda kveðjurnar. Á aðfangadag voru fluttar kveðjur til 53 togara og kaup- skipa. Af þessum skipum voru 13 stödd í erlendum höfmun, eða á siglingu langt utan lang- endi þráðarins, sem veit að tæki- færi íslenzkra aðila, opinberra og einstakra, til þess að gerast með- eigendur í hinu væntanlega, er- lenda framleiðslufélagi ísal og eigendur þess _aí lokum, þannig að hagsmunir fslands sé ekki að- eins tengdir við raforkusöluna, heldur einnig framleiðslu alúmín málmsins, sem á henni byggist. Að þessum þætti hef ég ekki séð vikið í greinargerðum og tel ég því rétt að láta álit mitt í ljós, þótt fyrirætlanir sama eðlis kunni að vera á döfinni, en hafi ekki enn séð dagsins ljós. í fyrri greininni gat ég þess, að hlutafjárframlag af hálfu íslend- inga, fyrir milligöngu ríkisstjórn arinnar, kæmi til greina (sbr. skýrslu ríkisstjórnarinnar til al- þingis sl. vetur, bls. 3). En ég saknaði einhverrar greinagerðar af hálfu ríkisstjórnarinnar um hagkvæmi alúmínframleiðslunn- ar. Hið eina skráða var, að verk- smiðjan ætti væntanlega að af- skrifast á 15 árum (hver áfangi). Hinsvegar .er ætlast til að stofnkostnaður raforkuversins verði greiddur niður til fulls á 25 árum og mundi raforkusölu- samningurinn standa undir rúml. % stofnkostnaðarins (sbr. ís- lenzkan iðnað, apríl 1965). Þannig snýr málið að Lands- virkjun, og ef íslenzki hlutinn (100 þús. kw) þarf því ekki að kosta nema um 6.000 kr. í stofn- kostnað á kw, er þetta langódýr- asta virkjunin, sem hugsast get- ur. Það hefur verið upplýst að skattar verði greiddir af starf- semi ísalfélagsins, með ákveðnu gjaldi á hverja útflutta smálest alúmíns. Gjald þetta nemur 20 Framhald á bls. 12 drags ísl. útvarpsstöðvanna, 5, sem vafasamt er hvort heyrðu vegna fjarlægðar og 14 sem voru í heimahöfn. Ég vil benda á í þessu sam- bandi, að ef sendendur kveðj- anna hefðu athugað að senda loftskeyti í stað útvarpsskeytis, þá hefðu allar kveðjurnar kom- izt til skila, hvort sem skipið væri statt skammt eða langt frá landinu, og viðtakandi auk þess fengið kveðjuna ritaða á skeyta eyðublað. Kr.“. -A Dýrar kveðjur Ég þakka góðar jóla- og nýársóskir, sem Kr. sendir mér neðanmáls ásamt fullu nafni og heimilisfangi. Þessar ábending- ar eru að minum dómi skyn- samlegar og gagnlegar — og ég held, að útvarpið hagnist í raun inni nóg í auglýsingaflóði jóla- vertíðarinnar. Umræður um þennan ákveðna tekjustofn ættu ekki að skaða það svo mjög. Hins vegar finnst mörgum mikil „stemning" í lestri jóla- kveðjanna. Ég verð að játa, að mér finnst skemmtilegur jóla- blær fylgja þessum lestri, e.t.v. eimir eftir af þeirri miklu á- nægju, sem ég hafði af jóla- kveðjunum, þegar ég var barn og unglingur. Þá var legið yfir útvarpinu og hvert orð drukk- ið, ekki sízt kveðjurnar, sem ís- lenzka útvarpið endurvarpaði til Grænlands. En þetta eru dýrar kveðjur, eins og Kr. segir — og ekki allt of tryggt, að þær komist til skila. Höfum flutt verzlun vora og verkstæði að LÁGMÚLA 9 Símar: 38820 (Kl. 9—17) 38821 (Verzlunin) 38822 (Verkstæðið) 38823 (Skrifstofan) Bræðurnir Qrmssonhf. Vesturgötu 3, Lágmúla 9. Sími 38820.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.