Morgunblaðið - 05.01.1966, Blaðsíða 24
24
MORGUNB LAÐIÐ
Miðvikudagur 6. 'januar 1966
Langt yfir skammt
eftir Laurence Payne
Ég stikaði til hans og rak
nafnspjaldið mitt að nefinu á
honum. — Og þetta er 31ask-
well fulltrúi og Saunders lið-
þjálfi, bætti ég við. Þeir komu
nú fram með sín nafnspjöld og
hann tók við þeim með helj-
arstórri hanzkahendi, líkast dyra
verði í leikhúsi, og athugaði þau
vandlega, og það mátti greina
meinfýsnislega von um, að þau
væru fölsuð, í svip hans. Eftir
nokkra vandræðalega þögn rétti
hann okkur spjöldin aftur. —
Ég bið ykkur afsaka herrar min
ir. En maður getur aldrei verið
of varkár, sízt á stað eins og
þessum.
— Ég get ekki annað en metið
andi pall og fórum yfir ofurlítið
við yður árvekni yðar, svar-
aði ég.
Svo sagði ég honum aðeins
undan og ofan af erindi okkar
þarna, og þegar ég hafði lokið
því máli, glotti hann laumulega
til mín.
— Ég vænti, að fulltrúinn, yf-
irmaður minn. viti um ferðir
ykkar hingað?
Ég hristi höfuðið. — Við höfð
um enga hugmynd um, að við
þyrftum að fara svona langt
niður eftir ánni, en ég þykist
vita, að það muni verða allt í
lagi hjá yfirmönnum yðar.
Hann gafst nú upp á okkur
og stakk minnisbókinni sinni í
vasann. — Ég verð auðvitað að
segja yfirmanni mínum frá
þessu . . . . svona meðal ann-
arra brða . . .
— Hvað heitir þessi yfirmað-
ur yðar?
— Wainwright.
— Ekki þó Billy Wainwright?
— f>að veit ég ekki. Ég þekki
ekki skírnarnafnið hans.
Ég sneri mér að Jim. — Jæja,
er það nokkuð fleira, sem þú
vildir athuga hérna?
Hann hristi höfuðið. — Það
held ég ekki. Hversvegna för-
um við ekki og fáum okkur einn
gráan einhversstaðar?
Lögregl uþjónnijin sendi hon-
um vanþóknunarauga, en gekk
síðan burt til varðsvæðis síns.
Nú var hætt að rigna og storm
urinn orðinn að golu einni, sem
kom utan úr ósnum. Ég leit
daufur í dálkinn yfir ána, þang-
að sem Feruslavia lá, Þessi þung
lamalegi lögregluþjónn hafði
Vesturgata, 44-68
Lambastaðahveríi
Laufdsvegur 58-79
Bræðraborgarstígur
Hraunteigur
Ingólfsstræti
Kerrur undir blöðin
flutt með sér hik og óvissu, og
mér fór að, detta í hug, að lík-
lega væri ég bara að vaða reyk.
Peruslavia, sem lá þarna fyrir
handan, í Tilbury, var nú for-
svaranlega lokuð inni í kvínni
og farmur hennar — löglegur
eða ólöglegur — færi allur gegn
um lúsakamb tollgæzlunnar, og
ef varan, sem við vorum að
lóna eftir, væri þar enn um
borð, var ekki annað fyrir okk-
ur að gera en snúa okkur til
lögreglunnar og láta fara fram
nákvæma leit í öllu skipinu —
en einmitt það vorum við að
reyna að forðast. Eina vonin til
þess að sleppa við það var sú,
að varan hefði verið sett í land
einhversstaðar neðar við ána.
— Jim, sagði ég, — þú skyld-
ir ekki hafa hjá þér kort yfir
neðri svæðin við ána.
□----------------------------□
66
□----------------------------D
— !>að er eitt þarna á veggn-
um í bátahúsinu, en sjálfur hef
ég ekkert.
Við fórum aftur inn í báta-
húsið, kveiktum ljós og gengum
að kortinu, sem var neglt á
yegginn, rétt innan við dyrnar.
Ég starði á það andartak, hugsi.
— Hvemig væri fyrý- Peru-
slavia að koma af sér báti til
dæmis út frá Kolhúsoddanum?
— Það væri sennilega auð-
velt. Skipið væri á löturhægri
ferð, og gæti' meira að segja
hafa þurft að stanza einhvers-
staðar eftir flóðinu.
—En gæti hann það án þess
að hafnaryfirvöldin skærust í
leikinn?
— Hann hugsaði sig um. —
Þeir eru náttúrlega komnir með
radar þar núna............Áttu
við róðrarbát?
— Já, eða smá-trillu.
— Það gæti verið, en talsvert
væri það samt mikil áhætta.
Heldurðu, að þeir losi sig við
það áður en komið er til Til-
bury?
— Því ekki það?
Hann hugsaði sig lengi um.
— Ja, hversvegna ekki? sagði
hann loksins. Það gæti vel ver-
Tjarnargata
Aðalstræti
Túngata
Þingholtsstr.
Laugardsvegur
Laugaveg
írd 1—32
fylgja hverfunum
ið tilvinnandi, þrátt fyrir á-
hættuna. Vandasamasti þáttur-
inn í þessu væri að losna við
skipið, en að því loknu yrði
þetta býsna einfalt mál. Varan
væri sett um borð í Giuseppe og
svo flutt þangað, sem henni
verður dreift.
— Þá var okkar vandamál það
hvar, hvenær og hvemig varan
er flutt frá borði. Ég vildi bara
að við værum að leita að ein-
hverju á stærð við skriðdreka, í
staðinn fyrir smygl-vöru, sem
hægt er að koma fyrir í súkku-
laðikassa, og dulbúið sem slíkur.
Hann yppti öxlum. —Ég lít
svo til, að það. sem við þurfum
að gera sé í fyrsta lagi að hafa
auga með Barker, í öðru lagi
með léttibátnum hans og í
þriðja lagi með Giuseppe.
Ég slökkti ljósið og við geng-
um út og til Saunders. Barker
sat enn í þönkum við barinn,
en nú var hann ekki lengur
einn, því að maður í hvítum
jakka var nú kominn inn og var
að þurrká af borðunum. Hann
sagði eitthvað við Barker, sem
leit á klukkuna og kinkaði kolli
— það var sýnilegt, að kominn
var lokunartími og þjónninn
vildi fara að komast heim. Ég
leit á klukkuna mína. Hún var
ellefu.
— Ég vona bara, að hann
verði ekki að þessu í alla nótt,
sagði ég.
— Ég efast um að hann héldi
það út hérna í Gravesend. Ef
honum líður eitthvað líkt og
mér, fer hann beint í bælið,
sagði Jim.
Ég pírði augunum að Giu-
seppe, sem lá fyrir akkerum.
— Jæja, hvernig eigum við
að skipta vöktum?
— Einn okkar gæti haft auga
með léttibánum og skútunni ,og
þá verða eftir tveir til að gæta
Barkers. Ef hann fer að hátta,
getum við haft það náðugt, all-
ir þrír, kannski um borð í Jolly
Roger, því að þaðan er útsýni
yfir allt svæðið, sem um er að
ræða.
—Já, lengi var ég hræddur
um, að einhverjum dytti það í
hug!
— Hann er að hreifa sig!
sagði Saunders allt í einu.
Og það stóð heima, að Bark-
er var staðinn upp og tekinn að
sýna á sér fararsnið.
— Það er sennilega annar út-
gangur hinumegin, flýtti ég mér
að segja. — Farðu og hafðu
auga með honum, Saunders!
Saunders stóð upp og var að
leggja af stað, þegar Jim greip
í handlegginn á mér. Við skrið-
um allir í felur um leið of Jord-
an Barker birtist í dyrunum.
Hann stóð þar andartak, kveikti
í vindlingi og leit upp í himin-
inn, fleygði eldspýtunni í áttina
að eyranu á Saunders og gekk
síðan niður á bryggjuna. Hann
var ekki nema tvö fet frá okk-
ur og hefði hann litið niður,
hefði hann áreiðanlega séð okk-
ur. Við hnipruðum okkur í
dimmum skugganum og snerum
andlitunum frá honum. Hann
blístraði. dauft og laglaust. Ég
mátti nú ekki líta upp, en ég
fann alveg á mér, að hann var
að horfa yfir ána og á Peru-
slaviu, en svo heyrðist fótatakið
hans, og hann sneri við og gekk
inn í húsið aftur.
Þegar hann hreyfði sig og
rann hljóðlaust frá okkur, vakn
aði hjá mér endurminning um
samskonar óhugnanlega nótt í
eyðimörkinni, þar sem ég lá,'
ekki meira en fimmtíu stikur
frá röndinni á flugvelli, heyrði
sönglið í drukknum varðmanni
en úrin okkar tifuðu burt síð-
ustu sekúndurnar, sem hann
átti eftir að lifa, og höndin á
mér krepptist inn únliðinn á
Jim, en ekkert orð var sagt.
Varðmaðuiinn hafði liðið á
burt, alveg eins og núna og dá-
ið án þess að gefa hljóð frá sér.
Jim var aftur kominn að oln-
boganum á mér. — Hann er far-
inn upp, og hann skrifaði eitt-
hvað í bókina við upplýsinga-
borðið. Ég ætla að aðgæta þetta
betur. Hann vill líklega láta
vekja sig í fyrramálið.
Hann fór út í . Ijósbirtuna,
stökk inn um glerdyrnar og
hvarf sjónum. Ljósið í barnum
slokknaði. Mínúturnar tifuðu
áfram og ég fór að verða óró-
legur — þetta var meiri tím-
inn, sem það tók hann að líta
í eina bók! Svo heyrðist manna
mál og Jim og þjónninn komu
saman, þjónninn hristi höfuðið,
en Jim hafði hátt, eins og hann
væri eitthvað að rífast. — Gott
og . vel, gott og vel, var hann
að segja — ég lít þá inn aftur
í fyrramálið. En þetta sagði
hann mér, að minnsta kosti. Af-
sakið þér ónæðið. Svo stikaði
hann einbeittur eftir bryggj-
unni, og gekk síðan í áttina að
veginum þar sem myrkrið
gleypti hann. Þjónninn dokaði
ofurlítið við í dyrunum og
horfði tortrygginn á eftir hon-
um, þar sem fjarlægðist. en
dró sig síðan í hlé. Þá small !
lási og slagbrandur rann fyrir
hurðina, og sekúndu seinna
slokknaði ljósið yfir dyrunum,
en næstum samtímis ljósin í
setusalnum, og niðamyrkur var
allt kring um okkur.
Ég gaf Saunders olnbogaskot
og svo gengum við í áttina á
eftir Jim. Við fundum hann
undir ljósastaur, þar sem hann
virtist ekki hafa annað að gera
en kveikja sér í vindlingi.
Um leið og við fórum fram-
hjá honum, sagði ég: — Gott
kvöld!
— Gott kvöld herra minn,
svaraði hann hressilega og siðan
slóst hann í för með okkur og
bætti við: — Hvernig væri að
fara og skemmta sér eitthvað
hjá Jóa, herrar mínir — ágætir
matur, fallegar stelpur og allt
eins og á bezta markaði! Ég
gretti mig framan í hann. —
Hann er háttaður, bætti hann
við, og skildi eftir boð um að
vekja sig klukkan 6.30 með te-
bolla! Og ég var búinn að sjá
þetta í bókinni, þegar Charlie
Hearthrug kom og spurði, hvað
ég væri þarna að vilja.
— Og hverju gaztu svarað?
— O, að ég væri að leita að
gömlum kunningja mínum, hon-
um Alfred Hemingstall. sem
hefði áður verið félagi í
klúbbnum. Charlie sagði, að
hann hefði verið þar þjónn I
þrjú ár, og aldrei heyrt þenn.
an Heminstall nefndan á nafn,
sem ég sagði honum auðvitað,
að kæmi ekki til nokkurra mála.
Jæja, hvað sem öðru líður, hef-
ur hann kunningi okkar tekið
sér næturgistingu og nú ætlum
við Saunders að gera slíkt hið
sama og lofa þér að standa á
verði alla nóttina og hafa auga
með bátnum.
— Þakka þér fyrir, urraði ég.
Og hvar eigum við svo að hafast
við allan þennan tíma?
— í Jolly Roger, vitanlega —
hvar annars?
Þetta var nú heldur ömurleg
tilhugsun en við höfðum víst
ekki um annað að velja. Ef mér
kæmi dúr á auga í þeim bölv-
uðum koppi, skyldi enginn verða
meira hissa en ég.
JKtfiogimÞIafrtfr
KOPAVOGDR
Kópavog vantar
blaðburðarfélk
Hafið samband við afgreiðslu Mbl.
í Kópavogi — sími 40748.
Hafnarfjörður
Blaðburðarfólk vantar í vesturbæinn .
Afgreiðslan, Arnarhrauni 14, sími 50374.
JtlíiripijiMtói^
Unglingstelpa
óskast til sendiferða.
Vinnutími 9—12 f.h. eða 1—5 e.h.
Blaðburðarfólk
vantar í eftirtalin hverfi: