Morgunblaðið - 05.01.1966, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.01.1966, Blaðsíða 26
26 MORGU N BLAÐIÐ Mlðvflkudtagur 8. Janúar 1968 England átti bezta landsliöið s.l. ár Afrekalisli ..France Football44 99 ENGL.AND átti bezta landslið í kknattspyrnu allra Evrópulanda 1965, samkvæmt „afrekaskrá“ franska knattspyrnublaðsins „France Football“, sem birtur var á mánudaginn. Listann út býr blaðið eftir Ieikjafjólda, unn um leikjum, jafnteflum, töpuð- um leikjum, mörkum o-s.frv. Vkr ísland ekki nefnt. Island er ekki nefnt meðal 30 Evrópulanda, enda eiga þau lönd er fæ-sta landsleiki leika litla möguleika á sæti á listan- um hjá hinu franska blaði. Koma þar nú mest við sögu þau lönd er þátt tóku í undankeppni heimsmeistarakeppninnar og setur gengi liðanna í þeirri keppni mestan svip á gengi þeirra yfirleitt. Listi sem þessi getur aldrei orðið rétt mynd af getu hvers lands, því ekki er tekið tillit til hverjir mótherj- arnir hafa verið. En listinn fyrir 1965 lítur þannig út. 1. England 2. Ungverjaland 3. Portúgal 4. gúlgaría og ftalía, 6. V.-í>ýzkaland og Sovétríkin 8. Frakkland og A.-Þýzka- land 10. Belgía, Wales og Tékkósló- vakía 13. Austurríki, Skotland og Rúmenía 16. Spánn, Sviss og Júgóslavía li9. N.-írland, Noregur og Pól- land Celtic vann Rangers 5-1 C E L TI C í Glasgow sigraði Glasgow Ragers með 5-1 í hinni árelgu „nýársviðureign“ þessara gamalkunnu keppinauta. 65 þús. manns sáu leikinn sem fór frið- samlega fram — en oft hefur ikiomið til átaka á áhorfendapöll- unutn í sambandi við þennan leik. Vildi lögreglan að leikurinn færi nú fram 2. janúar en ek'ki á nýársdag og var nú Lafður mikill viðbúnaður. En rósemi áhorfenda einikenndi leikinn. 1 hálfleilk hafði Rangers 1-0 en í síðari hálfleik réði Celtic lögum og lofum á vellinum og skoraði 5 sinnum án þess Rang- ers-menn fengju svarað. 22. Danmörk, Irland og Hol- land 25* Finnland og Svíþjóð 27. Albanía, Grikkland og Tyrk land 30. Kýpur og Luxemborg. ísland hefur stundum komizt nokkuð hátt á þessum lista og má sérstaklega minnast ársins 1959 er fsland náði 2. sæti í sín- um riðli í undankeppni OL- keppninnar, með jafntefli við Danmörku og vinning yfir Noregi. FH hefur unnið 30 af 40 leikjum vii erlend lii En norsku meistararnir vonast nú til að komast loks í 2. umferð NORSKU handknattleiksmeistarnir frá félaginu Fredensborg í Osló koma hingað síðdegis á fimmtudag flugleiðis með FÍ. Hér dvelja þeir í boði FH og búa á Sögu. FH og Fredensborg leika síðan tvo leiki í íþróttahöllinni í Laugardal á föstudagskvöld og sunnudag og eru þeir leikir liðir í 1. umferð Evrópukeppni meist- araliða. Samdist svo um að báðir leikirnir færu fram hér í nýju höllinni í stað þess að bæði liðin yrðu að ferðast yfir hafið, en reglur keppninnar mæla svo fyrir um að bæði lið eigi rétt á leik á heimavelli. Dómari í báðum leikjum lið- anna hér verður Daninn Poul Ovdal og honum til aðstoðar Magnús Pétursson og Valur Benediktsson. Á undan báðum leikjunum fara fram forleikir og hefjast þeir kl. 8:15 síðdegis á föstudag og kl. 4 á sunnudag. + í þriðja sinn. Þetta er í þriðja sinn sem is- lenzkt meistaralið karla tekur þátt í Evrópubikarkeppni í hand knattleik. Hafa Framarar tekið þátt tvívegis, mætt dönsku meist urunum og hinum sænsku en verið „slegnir út“ í -1. umferð keppninnar bæði árin. Nú taka íslandsmeistararnir FH þátt í Evrópukeppninni í fyrsta sinn og mæta norsku Jesse Owens stelnt fyrir skattsvik HINUM heimskunna íþrótta- garpi, Jesse Owens, sem vann fern gullverðlaun á Olympíu- leikunum í Brlín 1936, hefur verið stefnt fyrir rétt í Chi- cago 1. feb. n.k. vegna ákæru honum á hendur fyrir að hafa „stolið undan“ skatti 29.135 dölum á sl. fjórum árum. Owens sem nú er 52 ára að aldri var ákærður 21. des. sl. og þá fundinn sekur af undir- rétti. Vitni voru leidd fram og kom þar m.a. fram að Owens hefði aldrei sýnt hæfileika sem fjármálamaður og eitt vitni taldi brotið hljóta fremur að stafa af slysni en af ásettu ráði. Owens hefur starfað sem ráðgjafi varðandi æskulýðs- mál og oft komið opinberlega fram sem ræðumaður á þeim vettvangi. Hámarksrefsing fyrir ofan- greint brot Owens er 4 ára fangelsi og 40 þús. dala sekt. meisturunum. Má ætla að um jafna keppni verði að ræða og telja má að sigurmöguleikar FH séu fyrir hendi ekki sízt ef byggt er á árangri liðsins í leikjum við erlend lið á undanförnum ár- um. ★ Gott lið. En fullyrða má að norska lið- ið er mjög gott. Síðan 1958 hef- ur það 7 sinnum unnið meistara- tign í Noregi. Þetta er í þriðja sinn sem Fredensborg er þátt- takandi í Evrópukeppni — en liðið hefur aldrei komist í 2. umferð. Tapaði það fyrir danska liðinu AGF í fyrra skiptið og fyrir Skovbakken í næsta skipti. En Norðmennirnir vonast til að komast nú í 2. umferð í hið þriðja sinn er þeir taka þátt í keppninni. •jf Reyndir leikmenn í leikskrá £.H er skrá yfir norsku leikmennina og kemur í ljós af henni að marga gamal- reynda og kunna handknattleiks menn er að finna í liðinu sem hafa mikla reynslu. Eru þar kunnir norskir landsliðsmenn einn t.d. með 50 landsleiki að baki og markvörðurinn er talinn einn sá bezti í heiminum. Oddvar Klepperás 1. markm. 28 ára 48 landsleiki. Jan Erik Fiskdal 2. markm. 23 ára. Björn Sogn, varnarleikmaður 22 ára. Per Erik Jensen, varnarleik- maður, 21 árs 4 unglingalandsl. Kai Ringlund, varnarleikmað- ur, 27 ára 29 landsleikL Jon Arne Gunnerud, sóknarleik- maður, 27 ára, 17 landsleiki. Inge Hansen, sóknarleikmaður, 19 ára, 6 landsleiki, 9 ungl. JOn Reinertsen, sóknarleikmað- ur, 19 ára, 6 landsl., 8 ungl. Finn Arne Joliansen, sóknar- leikmaður, 27 ára, 25 landsl. Erik Schönfeldt, sóknarleik- maður, 23 ára, 26 landsleiki. Ingar Engum, sóknarleikmað- ur, 25 ára, 6 landsleiki. Knut Larsen, varnarleikmað^, ur, 27 ára, 33 landsleiki. Kjell Svestad, varnarleikmað- ur, 33 ára, 50 landsleiki. Erik Lprdal, fyrirliði 28 ára. Kjell Kleven, fararstjóri 28. ára, 6 landsleiki. Norska sendiráðið býður Nor- mönnunum og nokkrum FH- ingum í mótttöku á laugardag- inn en bæjarstjórn Hafnarfjarð- ar hefur matarboð fyrir þá að báðum leikjum lO'knum. Ef svo færi að liðin yrðu jöfn eftir báða leikina, yrði að semja við Norðmenn um að leika úr- slitaleikinn á sunnudag eða mánu dagskvöld. Forsala miða hefst í dag, mið- vikudag hjá Lárusi Blöndal Vest- urveri og á Skólavörðustíg og í Hafnarfirði hjá Birgi Björnssyni í verzl. Hjólið. Við innganginn hefst sala miða kl. 6 á föstudag og á sunnudag kl. 2. síðdegis. jFJÓRIR af elztu og beztu leikj jmönnum norska meistaraliðs- s í handknattleik. Fráí f vinstri: Kai Ringlund, Knutí ILarsen, Oddvar KlepperásJ tmarkvörðurinn frægi, og Finnj kArne Johanson. M0LAR SEXTIU áhangendur ítalska áhugamannaliðsins í knatt- spyrnu Gorgonzola, mættu til að sjá lið sitt leika á sunnu- daginn var. Bið varð þó á því að mótherjarnír og dómendur leiksins mættu. Eftir klukku- stundar bið tóku áhorfendur að ókyrrast, en flest allir biðu þó í 90 mínútur samtals. Þá mundi einn af forsvarsmönn- um Gorgonzola liðsins eftir því að upphafi áhugamanna- keppninnar hafði verið frest- að til 30. jan. — Menn sneru heim heldur súrir í bragði. En þetta sýnir hve lítill áhugi er fyrir keppni áhugamanna, þar sem atvinnumenskan blómstr- ar. NORSKA kanttspyrnusam- bandinu var boðið að senda norska landsliðið til Eþíópíu, en á mánudag tók sambandið þá ákvörðun að hafna boðinu. Var ætlunin að norska lands- liðið léki í Eþíópíu í sam- bandi við opinbera heimsókn Ólafs konungs til Eþíópíu og hefst sú heimsókn 10. janúar og stendur í viku. Norðmenn treystu sér ekki til að ná lands liði sínu saman til keppni á þessum tíma. Leikir FH erlendum gegn liðum ISLANDSMEISTARAR FH í handknattleik eru öllum íslend- ingum kunnir fyrir sína getu of ótalda sigra á undanförnum 10—15 árum. En þó margir viti um ágæti liðsins er sláandi tafla í leikskrá FH fyrir leikina við Noregsmeistarana í Evrópu- bikarkeppninni. Sézt af henni hvaða árangri FH hefur náð í leikjum sínum við erlend lið bæ'ði hér heima og erlendis, en af 40 leikjum hefur FH unnið 30, 4 orðið jafntefli en aðeins 6 tapast. Markatalan er FH mjög í vil. Taflan skýrir sig að öðru leyti sjálf. L 12 U 8 Dönsk Þýzk 20 16 Sænsk 1 1 Tékknesk 3 1 Norsk 1 1 Færeysk 3 3 40 30 4 T M 4 237—189 2 291—208 26—21 60—59 32—18 82—31 6 -728—526

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.