Morgunblaðið - 05.01.1966, Blaðsíða 19
' Mlðvíkudagur 6. janúar 1966
MORGUNBLAÐIÐ
19
Sigurður A. Magnússon;
Kver hefur látið blekkiast
7
STAKSTgLNAHÖFUNDUR Morg
unblaðsins fann hjá sér hvöt til
að veita mér föðurlega áminn-
ingu í dálki sínum á fimmtu-
daginn fyrir þau ummæli, að
hernaður Bandaríkjamanna í Víet
nam sé nærtækt dæmi um það,
að styrjaldir séu ekki háðar
vegna hugsjóna, heldur séu þær
kaldrifjuð slátrun vegna valda-
streitu og mikilmennskubrjálæð-
is. Telur staksteinahöfundur, að
ég hafi látið blekkjast af „marg-
víslegum áróðri sem uppi er
hafður“ og harmar það að sjálf-
sögðu.
Nú er mér að vísu ekki kunn-
ugt um, að hvaða stáðreyndum
staksteinahöfundur á aðgang,
sem mér séu ótilkvæmilegar, en
leyfi mér samt að fullyrða, þang-
að til annáð kemur á daginn, að
við höfum að mestu fengið upp-
lýsingar okkar og vitneskju úr
sömu átt — nefnilega vestan um
haf. Meginvitneskju mína hef ég
úr bandarískum blöðum og tíma-
ritum. Svo er það náttúrlega
spurning um smekk og persónu-
leg lífsviðhorf, hvaða upplýsing-
ar eru teknar gildar eða taldar
þungvægastar, þegar leggja skal
mat á víðburðina. Staksteina-
höfundur segir án þess að blikna,
að ég hafi látið blekkjast, en ég
spyr á móti, hver hafi leitt hann
í allan sannleikann um Víetnam-
stríðið. Voru það kannski John-
son, Rusk og MacNamara? Er
ekki hugsanlegt, að þeirra túlkun
á staðreyndunum kunni að vera
svolítíð vilhöll? Þeir eiga þó
beina aðild að átökunum og bera
meginábyrgð á því sem gerzt hef-
ur í Víetnam síðustu misserin.
Margt hefur komið mér á óvart
síðustu dagana í sambandi við
þetta mál, og þá ekki sízt við-
brögð ýmissa mætra manna við
ummælum mínum. Þeir telja þau
ganga goðgá næst. Þetta er þeim
mun furðulegra sem flestir þess
ara manna voru eindregnir and-
stæðingar Goldwaters fyrir síð-
ustu forsetakosningar í Banda-
ríkjunum og töldu hann ábyrgðar
lausan ævintýramann og hættu-
legan stríðsæsingamann. Nú
hefur þáð gerzt, að Johnson
Bandaríkjaforseti sneri við blað
inu fyrir tæpu ári og tók óhikað
upp þá stefnu Goldwaters sem
hann hafði fordæmt fyrir kosn-
ingar, og þá bregður skyndilega
svo við, að ýmsir hörðustu and-
stæ'ðingar Goldwaters á íslandi
eru orðnir jafnharðskeyttir for-
mælendur hinnar nýju stefnu
Johnsons. Það tók þá ekki nema
tæpt ár að átta sig á hlutunum,
og hefði ég ekki að óreyndu trú-
að, að bandaríska áró'ðursvélin
hérlendis væri svo stórtæk og
hraðvirk sem raun ber vitni. Ég
fæ ekki séð að neitt það hafi
gerzt í Víetnam 1 byrjun síðasta
árs, sem réttlætti stefnubreytingu
Bandaríkjastjórnar í febrú,ar, og
mér virðist það satt að segja í-
skyggilegt tímanna tákn, ef það
eitt á að vera trygging fyrir réttri
stefnu, að bandarísk stjórnarvöld
hafi lagt nafn sitt við hana. Er
ekki óþarft fyrir okkur fslend-
inga, sem búum a.m.k. að nafn-
inu til ennþá í Evrópu, að gerast
amerískari en sjálfir Bandaríkja
menn? Bandaríska þjóðin er klof
in í afstöðu sinni til Víetnam-
stríðsins, eins og kunnugt er, og
margir fremstu sérfræðingar
Bandaríkjanna um alþjóðamál
eru á öndverðum meiði við John-
son og utanríkisstefnu hans.
í annan stað kemur það mér
óneitanlega spanskt fyrir sjónir
áð íslenzk dagblöð skuli sjá á-
stæðu til að ganga fram fyrir
6kjöldu og verja herna’ðarbrölt
stórvelda í fjarlægum heimsálf-
um. Þeir, sem halda því fram, að
hernaður Bandaríkjanna í Víet-
nam þjóni hagsmunum vestræns
lýðræðis eða baráttunni við
Jcommúnismann, vaða að mínu
viti í villu og svima, af þeirri ein
földu ástæðu að þeir gera sér
harla óljósa grein fyrir söguleg-
og félagslegum undirrót-
um átakanna, sem eiga sér stað
í Asíu, og virðast eiga enn erfið-
ara með að setja sér fyrir sjónir
framtíðarþróunina þar eystra.
Það er að vísu jafnan einfaldast
og fyrirhafnarminnst að skoða
hlutina út frá því sjónarmiði að
einu litirnir í litrófinu séu svart
og hvítt, en slíkur flótti frá flókn
um staðreyndum lífsins og stjórn
málanna getur orðið afdrifarík-
ur.
Það er mikill si'ður að afsaka
atferli Bandaríkjamanna í Víet-
nam með skírskotun til annarra
átaka, en slíkur samanburður er
villandi að því leyti sem engar
tvær þjóðir eða aðstaéður og
engin tvö stríð eru sams konar.
Staksteinahöfundur telúr ekki
vera neinn eðlismun á átökun-
um í Vietnam, Kóreu og Berlín.
Þessu leyfi ég mér að andmæla.
Átökin um Berlín voru og eru
allt annars eðlis en það sem
gerzt hefur í Víetnam. Þar er
ekki um neinn samanburð að
ræða. í Kóreu var um að ræða
árás eins ríkis á annað, Norður-
Kóreu á Suður-Kóeru, og þar
brauzt út styrjöld tveggja ríkja,
sem Sameinuðu þjóðirnar áttu
a’ðild að og bundu loks enda á
eftir langt og tilgangslaust blóð-
bað. Það brauzt ú,t borgara-
styrjöld í Suður-Víetnam eftir að
valdhafinn þar, Ngo Dinh Diem,
hafði neitað að fallast á þa'ð
ákvæði Genfarsáttmálans frá
1954, að fram færu allsherjar-
kosningar 1956 með það fyrir
augum að sameina Víetnam undir
eina stjórn. Díem vann sigur á
ýmsum einkaherjum og kom á
fót öflugri stjórn í Suður-Víet-
nam, en lagði jafnframt hyrning-
arsteininn að borgarastyrjöld-
inni með því að hann bældi
niður alla andstöðu með harðri
hendi, kom upp pólitiskum fanga
búðum, skipulagði ruddalega
leynilögreglu og efndi til skrípa-
kosninga. Afleiðingin varð sú að
fjölskylda Díems og klíkan
kringum hana varð æ ein-
angráðri frá þjóðinni, sem sner-
ist gegn innlendri harðstjórn og
erlendri íhlutun. Allt fram til
febrúarloka 1965 gekk Banda-
ríkjastjórn út frá þeirri forsendu
að ófriðurinn í Suður-Víetnam
væri borgarastyrj öld, sem væri
örvuð og hlyti aðstoð erlendis
frá, en væri ekki beinlínis af
erlendum völdum. En þá gerðist
það áð Bandaríkjastjórn gaf út
hvítbók, þar sem borgarastyrjöld
inni í Suður-Víetnam var með
einhliða yfirlýsingu breytt í ófrið
vegna „erlendrar árásar“, „árás-
ar að norðan“. Um þessa útgáfu
segir Hans J. Morgenthau,
prófessor við Chicago-háskóla
og um langt skeið einn helzti
rá'ðgjafi utanríkisráðuneytis og
hermálaráðuneytis Bandaríkj-
anna: „Undir venjulegum kring-
umstæðum byggist utanríkis- og
hernaðarstefna á upplýsingum,
þ. e. hlutlægu mati á staðreynd-
um — en hér er öllu snúið við:
ný stefna hefur verið tekin upp,
og upplýsingaþjónustan verður
svo að útvega stáðreyndirnar til
að réttlæta hana.“ (Sjá fróðlega
grein Morgenthaus um Víetnam-
stríðið í Lesbók Morgunblaðsins
6. júní 1965).
Árásir Bandaríkjamanna á
Norður-V íetnam breyttu eðli
styrj aldarinnar og voru hættu-
legt skref í þá átt að færa út
kvíar strfðsins og bjóða heim
hættunni á stórstyrjöld í Asíu.
Það er alkunna, að eftir að
Díem var steypt af stóli með
þöglu samþykki Bandaríkjastjórn
ar hefur hver klíkan tekið við
af annarri, en fylgið meðal þjóð-
arinnar fari'ð síþverrandi, þannig
að kunnugir telja um 80% Suð-
ur-Víetnama vera í andstöðu við
Saígon-stjórnina og Bandaríkja-
menn. Nú er svo komið að
Bandaríkin hafa hátt í 200.000
manna her, gráan fyrir járnum,
Víetnam, og þó verður þeim
lítið sem ekkert ágengt. Sú að-
stóð sem Bandaríkin hafa veitt
Saígon-stjórninni er talin vera
um hundraðfalt meiri en aðstoð-
in sem Norður-Víetnam hefur
veitt Víetcong-skæruliðum. Dett-
ur nokkrum heilvita manni í
hug, að hinn fjölmenni og öflugi
her Bandaríkjanna ásamt inn-
lendu herliði og gífurlegri fjár-
hags- og tæknihjálp hefði ekki
ráði'ð niðurlögum Víetcongs, eF
stuðningur meirihluta íbúanna í
Víetnam væri fyrir hendi?
Skæruliðar kommúnista á
Malaja-skaga, í Thaílandi,
Burma óg á Filippseyjum voru
yfirbugaðir af því að þeir höfðu
ekki fengið þjóðina á sitt band.
Margir málsmetandi Bandaríkja
menn, bæði þingmenn og stjórn-
málasérfræ'ðingar, hafa bent á,
að Víetnam-stríðið þjóni fyrst og
fremst hagsmunum Kínverja,
sem eru erfðafjendur Víetnama.
Meðal þeirra eru Walter Lipp-
mann, Hans Morgenthau og nú
síðast repúblikaninn George D.
Aiken, sem nýlega fór ásamt
nefnd öldungadeildarþingmanna
til Suðaustur-Asíu. Hinn kunni
blaðamaður James Reston hefur
fyrir nokkru komizt svo áð orði,
að Bandaríkjamenn kynnu að
geta unnið styrjöldina í Víetnam
með ærnum tilkostnaði og mann-
fórnum, en hins vegar mundu
þeir tapa friðnum, þar eð and-
stæðingar þeirra mundu strax
taka völdin eftir að fri'ður kæm-
ist á.
Það er hið algera tilgangsleysi
stríðsins í Víetnam sem hlýtur
að ofbjóða öllum heilbrigðum
mönnum, hvað sem líður sko'ð-
unum þeirra sem álíta réttlætan-
legt að fórna mannslífum fyrir
„réttan málstað". Að slátra
hálfri milljón manna, eins og
þegar hefur að sögn verið gert
í Víetnam, fremur en viður-
kenna þá „skömm", að leikurinn
Framhald á bls. 25.
Tækninni
. og DEUTZ ryður brautina með hagkvæmustu nýjungunum!
Nýju DEUTZ-dráttarv élarnar hafa glæsilegt og stíl-
fullkomnasta búnað
markaðnum.
Ur sjö
stærðarflokkum
getið þér valið
réttu vélina fyrir yður.
Vitið jbér, að
Nýju loftkældu DEUTZ-hreyflarnir eru orðnir lágværir og
gangþýðir, og hafa nú þægilegra ganghljóð en flestir vatns-
kældir dráttarvélahreyflar.
Tveggja strokka loftkældu DEUTZ-hreyflarnir (í D 30) fá
nú áslægan kæliloftsblásara, sem aðeins stærri hreyflar
hafa haft hingað til.
Allir stærðarflokkar DEUTZ-dráttarvélanna fá samhæfða
vélarhluti, sem auðvelda viðhald og varahlutaþjónustu.
DEUTZ-dráttarvélarnar fást nú í 7 stærðarflokkum, frá 25
til 85 hestöflum að stærð, sem tryggja hentugustu stærð
fyrir bú yðar og aðstæður.
NÝJUNC
Þá nýjung í þjónustu við viðskiptamenn
sína ætlar HAMAR h/f að taka upp, að allir
kaupendur nýrra DEUTZ-dráttarvéla 1966 fái vélar sínar eftir-
litnar og stilltar einu sinni endurgjaldslaust innari árs frá af-
hendingardegi.
Biðjið oss um að annast lánsumsókn fyrir yður hjá Stofnlána-
deildinni og sendið oss lánsgögn fyrir 15. janúar nk.
Hlutafélagið HAMAR
Tryggvagötu, sími 22123.