Morgunblaðið - 05.01.1966, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 6. lanúar 1966
Framhald af bls. 17
halda í skefjum með rammger-
um flóðgörðum, sem hækkað
hafa með hverri öld. Þarf geysi-
legt vinnuafl til þess að halda
þessum flóðgörðum í góðu lagi.
í N-Vietnam eru bæði heitar og
kaldar árstíðir, auk monsúnvinda
tímabilsins. Veturinn er bitur,
e.t.v. ekki á mælikvarða Vestur-
álfubúa, en mjög napur fyrir van
nært fólk, sem býr í lélegum
óupphituðum húsakynnum. Mér
hefur aldrei orðið eins ömurlega
kalt að vetri til eins og í Hanoi.
Vikum saman var veðrið grátt
og hráslagalegt. Þennan tíma er
auðvitað ekki hægt að rækta
neitt, sem veldur því, að 1 N-
Vietnam fá þeir aðeins eina upp-
skeru árlega. Bæjidurnir eru því
oft soltnir. En þessi hörðu líf-
skilyrði hafa alið upp í Norður-
Vietnam harða og lífsseiga ein-
staklinga.
1 S-Vietnam er lífið hins vegar
tiltöiulega auðvelt. Þar er fiskur
í ám og síkjum, nóg af hrísgrjón-
um á ökrum og banönum á trján-
um, — jarðvegurinn er frjór og
þar má fá tvær og stundum þrjár
uppskerur á ári. Og enn er þar
mikið ónotað ræktunarland, sem
þarf lítils undirbúnings við fyrir
ræktun. Fólkið er að sama skapi
‘blíðara og lingerðara en norðan
til, það þarf tiltölulega lítið fyrir
lífinu að hafa og kennir íbúum
Norður-Vietnam um ófarir
sínar“.
En þá vaknar sú spurning,
hvort skæruhernaður Viet Cong
hafi ekki upprunalega hafizt
meðal sjálfra S-Vietnambúa. Því
svarar Sanders svo:
Þeirri skoðun hefur af ýmsum
í Bandaríkjunum verið haldið á
lofti, — og án efa í góðri trú —
að Viet Cong hafi í upphafi grip-
ið til skaeruhernaðarins í S-Viet-
nam vegna einræðisstjórnar
Diems — og ekki farið að fá að-
stoð að norðan fyrr en löngu
seinna. En þetta er alls ekki rétt.
Uppreisnin var frá fyrstu tíð
ráðgerð í Hanoi. Minnumst þess,
að þegar Genfarsamþykktin var
gerð árið 1954, tóku kommúnist-
ar með sér til N-Vietnam tugþús
undir S-Vietnambúa, að mestu
karlmenn og unga drengi, sem
barizt höfðu með kommúnistum
gegn Frökkum. Tökum sem dæmi
Quang Ngai-héraðið, sem komm-
únistar höfðu á sínu valdi í tíu
ár, frá 1944 til 1954. Eftir Genfar
samþykktina varð héraðið hluti
af S-Vietnam og þá tóku komm-
únistar þaðan 40.000 manns —
af 350.000, sem þar voru búsett-
ir. Fjölmargir fóru af fúsum
vilja, en einnig margir nauðugir,
einkum kennarar og aðrir mennta
menn, sem kommúnistar töldu
sig geta haft gagn af í N-Viet-
nam.
Sanders kveðst þeirrar skoðun-
ar, að kommúnistar hafi fengið
marga unga menn í lið með sér
með því að draga upp fyrir þeim
rómantiskar myndir af skógarlífi
skæruliðanna. Hann hefur eftir
bandariskum trúboða sem lifað
hefur og starfað í frumskóginum
í Vietnam í tíu ár: „Ungir piltar
fá oft enga atvinnu og hafa ekk-
ert að gera. Þeir fara upp í fjöll-
in öðru hverju og starfa e.t.v.
3—4 daga í senn við skógarhögg
og viðarkolagerð. Það er erfitt
starf og illa launað Og þeir koma
fljótt aftur. Þá koma liðssafnar-
ar Viet Cong og segja frá ævin-
týraríku og frjálslegu lifi í frum-
skógunum en gera lítið úr þeim
hættum, sem það hefur í för með
sér. — „Við sprengjum upp brýr
öðru hverju“, segja þeir — og
piltarnir fara með þeim. Eftir
nokkra mánuði fer þeim að leið-
ast skógarlífið, — en þá eru þeir
orðnir liðsmenn Viet Cong og
þora ekki að snúa heim af ótta
við að verða drepnir. Reyni þeir
að strjúka eiga þeir yfir höfð-
um sér kúlu frá Viet Cong. Og
gefi þeir sig fram við stjórnarher
inn, geta þeir eins átt von hins
sama frá þeim fyrir að hafa
verið liðsmenn Viet Cong.
Hvað þarf til
oð sigra?
Að lokum var Sanders að þvi
spurður, hvað hann teldi til
þurfa til þess að vinna styrjöld-
ina í Vietnam og hverjar fram-
tíðarhorfur þar væru. Hann
kvað það skoðun sína, að Banda-
ríkjamenn yrðu að vera við því
búnir að það tæki langan tíma
og aukið bandarískt herlið. Senni
lega væru framundan harðir bar
dagar (þess má geta, að viðtalið
var tekið fyrir rúmum mánuði).
Ljóst væri, eins og fyrr var get-
ið, að a.m.k. 15 herdeildir frá
N-Vietnam væru nú í S-Vietnam
og ekkert lát væri sýnilegt á
íhlutun Hanoi-stjórnarinnar. —
Loftárásir á óbreytta borgara í
N-Vietnam taldi Sanders til lít-
ils gagns. íbúar landsins væru
þrjóskir og myndu veita því
meira viðnám, sem þeir væru
verr leiknir." En við verðum
samt að beita N-Vietnam hörku,
til dæmis með því að loka höfn-
inni í Haipong, eyðileggja Thai
Nguyen-iðnverið mikla og járn-
brautarlínuna til Kína. Það
verður að færa stjórninni í
Hanoi heim sanninn um, að hún
geti ekki sigrað í þessu stríði.
Við verðum að sýna þeim í
Hanoi, að við séum engin pappírs
tígrisdýr. Þeir áttu ekki von ár
því, að við sendum herlið til
S-Vietnam, en við gerðum það.
Þeir bjuggust ekki við að við
myndum gera loftárásir á Norð-
ur-Vietnam, en við gerðum það.
Og jafnvel ennþá telur stjórnin
í Hanoi, að Bandaríkjamenn
muni ekki treysta sér til að berj-
ast til úrslita í þessu stríði. Við
verðum að halda áfram að sanna
henni styrk okkar jafnframt því
þó að halda opinni leið til sam-
komulags. En við verðum að
minnast þess að sterka fólkið í
Vietnam, er það, sem býr um-
hverfis Rauðafljót í N-Vietnam.
Meðan þar er við völd stjórn,
fjandsamleg S*Vietnam — sem
hefur það markmið að ná yfir-
ráðum í S-Vietnam — má við
öllu búast. Stjómin í Hanoi kynni
af hernaðarlegum ástæðum að
fallast á að binda enda á vopna-
viðskipti — segjum í 2—3 ár.
En hvað svo? Þar með væri
henni opin leið til framhalds
síðar.
Ein hugsanleg leið til friðsam-
legrar lausnar væri sú að halda
kosningar í Norður- og Suður-
Vietnam undir eftirliti Samein-
uðu þjóðanna og komast þannig
að raun um, hvdrt þjóðirnar
vilja sameinast og undir hverra
stjórn. Júgóslavar fundu leið út
úr styrjöldinni í Grikklandi árið
1948 — að vísu við mjög frá-
brugðnar aðstæður. — En væri
hægt að sannfæra stjórn Norður-
Vietnam um, að áframhaldandi
styrjöld í Vietnam muni hafa í
för með sér algert hrun þjóðar
hennar og kynni að lokum að
leiða til algerra yfirráða Kín-
verja, gæti þjóðaratkvæða-
greiðsla eða frjálsar almennar
kosningar orðið fýsilegri lausn í
augum ráðamannanna í Hanoi.
En fyrst af öllu verðum við að
sannfæra kommúnista um, að við
verðum hvorki hraktir með
vopnavaldi frá Vietnam né undir
yfirskyni uppgerðar vöpnahlés.
* Utan úr heimi
Framhald af bls. 14.
fullkomlega ánægðir með að
athuga aðeins veðrið og reyna
svo að spá breytinguim á því.
Nú beinist álhugi stórþjóð-
anna að rannsóknum á því,
að hve mikiu leyti muni vera
unnt að hafa áhrif á það,
breyta því svo, að „rétt veður
verði á réttum tíma“. Slíkar
rannsóknir verða enn mikil-
vægari sakir þess, að maður-
inn kann að hafa haft áhrif á
veðurfarið óafvitandi með því
að hleypa út í lofbhjúp jarðar
óhe.miju magni af kolsýru, en
auik þess með því að mynda
stöðuvötn á stöðum, þar sem
áður var um auðn eina að
ræða, og loks hafa þeir ís-
kristallar, sem myndast í hó-
loiftunum við útbiástur þotu-
Jókann K.
Kristjánsson
bóndi Skógarkoti — minning
f DAG verður til moldar borin
Jóhann Kristján Kristjánsson
fyrverandi bóndi í Skógarkoti í
Þingvallasveit háaldraður. Er
þar til moldar genginn einn af
aldamótamönnunum, einn af
þeim mönnum sem settu svip á
samtíð sína, og þá sérstaklega á
það verksvið, sem að honum
sneri, sem var á sínum tíma
gæzla sauðfár haust, vetur og
vor um hið víðlenda fjalla- og
afréttaland, sem liggur alla leið
frá Hvalfjarðarbotni austur og
norður fyrir Skjaldbreið og svæð
ið milli Þingvallasveitar og Borg
arfjarðardala. Fáir munu hafa
verið honum jafn kunnugir á
þessu svæði, því það var jafn
algengt hjá honum að ferðast
um Kaldadal til efstu bæja í
Borgarfirði, sem aðrir færu bæja
milli á láglendi, þá oft að fylgja
ferðamönnum í vályndum veðr-
um og jafnan komið þeim heil-
um á leiðarenda.
Jóhann var fæddur að Grafar-
bakka í Ytrihrepp 21. maí 1879
sonur hjónanna Kristjáns Ás-
mundssonar og konu hans Grétu
Maríu Sveinbjörnsdóttur prests
á Akureyri.
Jóhann fluttist með foreldrum
sínum til Reykjavíkur og að
Kárastöðum í Þingvallasveit og
síðar að Ingunnarstöðum í
Brynjudal í Kjós. Dvaldi þar
með foreldrum sínum, þar til
að hann tók við jörðinni er fað-
ir hans andaðist 1906. Árið 1909
fluttist hann að Skógakoti í
Þingvallasveit og bjó þar, þar
til jörðin var tekin úr ábúð og
lögð til Þjóðgarðsins á Þingvöll-
um árið 1930.
Árið 1907 kvæntist hann Ólínu
Jónsdóttur bónda að Katadal á
Vatnsnesi, sem lifir mann sinn.
Þau eignuðust 5 börn er öll
ikomust til fullorðinsára. Þau
eru, Þórarinn Kristján er áður
bjó í Mjóanesi og Gjábakka síð-
ar í Reykjavík, Jón Hermann
bifreiðarstjóri er fórst af slys-
förum 1950, Pétur Júlíus fram-
kvæmdastjóra í Reykjavík, Her-
dís Unnur er dvaldi lengi hjá
foreldrum sínum og Gréta María
kona Birgis Guðjónssonar verzl-
unarmanns í Reykjavík.
Meðan Jóhann bjó í sveit hag-
aði þannig til, að aðalbústofn
hans var sauðfé, við það lagði
hann sérstaka rækt, stóð þar flest
um framar í kynbótum sauðfjár
og komst þar lengra en flestir
aðrir um hans daga, enda leit-
að til hans um kynbótafé úr
nágrannsveitum. Má til dæmis
benda á það, að á land'búnaðar-
sýningunni, sem haldin var í
Reykjavík 1947 átti hann ána
sem hlaut heiðursverðlaunin.
Eftir að hann varð að yfirgefa
sveitina fékkst hann oftast eitt-
hvað við landbúnaðarstörf og
hafði búfé jafnan undir höndum,
enda var það hans eftirlætis-
starf að umgangast skepnur og
hlynna að þeim.
Á síðari árum fékkst hann
nokkuð við uppgröft fornminja
til dæmis að Stöng í Þjórsárdal
og yfirbyggingu yfir rústirnar
þar, og hafði hann mikinn áhuga
fyrir endurheimt þeírra heim-
ilda er þar var að finna.
Á þessum árum vann hann og
að vörnum og varnargirðingum
í þágu sauðfjársjúkdómavarna,
kom sér þar vel þekking hans
og kunnugleiki á þeim slóðum
er girðingarnar voru lagðar.
Þeim sem kynntust Jóhanni
frá Skógakoti — svo var hann
jafnan nefndur verður hann jafn
an eftirminnilegur. Fas hans allt
og fram.koma var svo prúðmann-
leg en þó festuleg og ákveðin.
Glaðlyndi hans sérstakt, sem
kom öllum, sem með honum
voru í sólskins skap, þótt eitt-
hvað á móti blési enda hygg ég
að hann hafi verið bjartsýnis-
maður og ætíð trúað á sigur hins
góða.
fslenzkir bændur hafa nú misst
einn af þeim mönnum, sem
brugðu merkinu á loft á fyrsta
tug þessarar aldar, um það bil
er veðrabrigði urðu til hina
betra í íslenzku þjóðlífi og bænda
stéttin lét sinn hlut ekki eftir
liggja er sóknin var hafin. Þótt
mikið hafi áunnizt, verður allt-
af nóg eftir að vinna. Og minn-
ingar þessara merku aldamóta-
manna verður mest og bezt hald
ið á lofti með því að halda
áfram að trúa á þjóðina og
landið.
Ég þakka þér margar ánægju-
legar og fræðandi samveru-
stundir, og þín mun ég minnast
þegar rætt er um góðan dreng.
Einar Ólafsson.
hreyflla, nokikur álhrif á veður
farið.
Vísindastofnuin Bandaríkj-
anna hefir forgöngu á þessu
sviði vestra, og athuganir
hennar — og annarra aðila —
hafa leitt tiil skilnings vísinda-
manna á því, hvers vegna
hann snjóar og rignir.
Ský enu mynduð af vatns-
dropum gerðum úr sameind-
um vatns, er safnasit á smáagn
ir, sem kaillast kijarnar og
svífa í lofthjúp jarðar. Margs
konar smáagnir — rykagnir,
loftsteinaagnir utan úr geirnn
um, jafnvel saltagnir úr sjón-
um — komast upp í loftið og
verða þar að kjörnum.
Vatnssameindirnar setjast
svo utan um kjarnann, en
hætta að vaxa, þegar dropinn
er orðinn um það bil milijón-
asti hluti venjulegrar stærðar
regndropa. Myndun regn-
dropa fer aðallega fram með
tvenns konar hætti — einstak
ir dropar myndast með
nokkru miUibili og dropa-
myndunin er snögg og nær
samtímis.
Að vetrarlagi oig þá einkum
í hinum kaldari hluta heims
myndast íakrystallar aðallega
í sikýjum, sem kólna snögg-
lega, þegar þau hafa safnað
í sig miklum raka. (Þetta er
mjög óstöðugt ástand, þegar
ýmist er meiri ra.ki í loftinu,
en það getur borið undir
venjulegum kringumstæðum,
og rakadropar eru í lofti, sem
eru undir írostmarki.) Þegar
litslir kristallar taka að mynd-
ast, vaxa þeir mjög ört þegar
óstöðugur raki og smiádropar
breytast í ís. Þegar kristall-
arnir þyngjast, falla þeir gegn
um sikýið frysta rakadropana,
sem snerta þá og breyta þeim
í snjóflyksur.
En ef neðri lög í skýi eru
nógu hlý, bnáðna snjáfllyks-
urnar og verða að regndrop-
um.
Regnmyndun getur átt sér
stað með öðrum hætti einnig,
sem fyrr segir, og hefir hún í
för með sér samruna eiftir
árekstur smádropa, sem fara
gegnum ský, svo að úr verði
stærri dropar. Slíkir dropar
geta myndazt utan um stóra
kjarna eða af samruna margra
smádropa. Þegar þeir falla,
safna þeir fleiri smádropum,
unz þeir verða á stærð við
regndropa. Talið er, að regn-
myndun sé aðallega með þss-
um hætti, að minnsta kosti í
upphafi rigningar, í tempr-
aða beltinu og hitabelitinu.
í sambandi við athuganir
Bandarikjamanna í þessu efni,
hafa þeir að sjálfsögðu safnað
margvíslegum öðruirr gögnum
og upplýsingum um veðurfar-
ið og einstaka þætti þess. Til
dærriis hefir landbúnaðarráðu
neyti Bandaríkjanna orðið
þess vísara, að sé silfurjoðíði
sáldrað yfir þrumuský, dregur
iþað úr eldingamyndun.
Þá hafa vísindamenn í þjón
ustu Veðurstofu Bandaríkj-
anna og bandaríska flotans
gert ti'lraunir með að sáldra
ýmsum efnum yfir flárviðris-
ský, meðal annars „kjörnum",
sem verða upphaf skýja og
rigningar, og er talið — þótt
eklki sé það futlsannað — að
með slífcu hafi einu sinni tek-
izt að draga úr ofsa hitabelt-
isstorms. En svo erfitt er að
segja fyrir um hegðun hvirfil-
bylja ,að ekki er hægt að full-
yrða um árangur af þessu.
Þoka veldur oft töfum á
flugsamgöngum, eins og allir
vita, lokar flugvöllum jafn-
vel dögum saman, þar sem
þokur eru tíðar, en með því
að sáldra smákornum af fros-
inni kodsýru yfir þokuna er
hægt' að létta henni af flug-
völlum um stundarsakir.
Það verður ekki sagt, að á
þessu stigi málsins hafi Banda
ríkjamenn náð svo háu stigi í
viðleitni sixmi að beizla veð-
urfarið, að þeir geti t.d. kom-
ið af stað rigningu, hvar sem
er og hvenær sem er. Ef svo
væri, mundi engin hætta á
því, að New York og fleiri
stórborgir á ausfurströnd
Bandaríkjanna yrðu vatnslaus
ar, en nú blasir sú hætita við,
því að vatnsból þeirra eru
þurr að hálfu leyti eða meira.
En svo langt er þessurn rann-
sóknum og tilraunum komið,
að hægt er að draga úr úr-
komu að nokkru leyti. Hefir
þetta verið gert með því, að
sáldrað hefir verið yfir ský
efni, sem finnst í ryk, en við
það myndast veik brenni-
steinsisýra, sem stöðvar sam-
runa vætudropanna.
Vísindamenn í þjónustu fyr
irtækis eins í Massaohusetts
hafa uppgötvað tengsl milli
eldingarleiftra og snöggvax-
andi úrkomu, sem menn hafa
raunar vitað um í 200 ár. Þeir
urðu þess áskynja, að elding-
arnar hefðu af einhverjum á-
stæðum þau áhrif, að samruni
vætudropanna yrði skjótari.
Allir ábyrgir menn, sem við
þessar rannsóknir flást, neita
alveg að lofa skjótum úrræð-
um til að orsaka rigningu á
þurrkasvæðum eða breyta yf-
irleitt veðrinu að einhverju
leyti samfevæmt þörfum
mannsins. Þeir eru enn ekki
komnir lengra en það, að þeir
eru að átta sig á orsökum og
eðli veðurfars og breytinga á
því. En það litla, sem vísinda-
menn hafa fengið áorkað und
anfarið, virðist þó gefa nokk-
ur fyrinheit um, að maðurinn
geti með tímonum haft ein-
hver áhrif á veðrið, þótt þesa
sé tæpast að vænta að hann
geti orðið herra yfir því.