Morgunblaðið - 05.01.1966, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.01.1966, Blaðsíða 21
%Iiðvikudagur 6. Januar 1968 MORGUNBLADIÐ 21 / Englending, íra og Skota? — Nei, hef ekki hugmynd um það. Í — Það er nefnilega þannig, að þegar Englendingur fer út úr járnbrautarlest, þá lítur hann aldrei til baka til þess að gá, hvort hann hafi ekki gleymt ein- hverju. Þegar írinn fer út úr lestinni, lítur hann til baka til þess að athuga hvort hann hafi ekki gleymt einhverju. En þegar Skotinn fer út úr lest, þá lítur hann ævinlega til baka til þess að athuga, hvort einhver annar hafi ekki gleymt einhverju. — Ekki skil ég hvað hann Nonni gerir við peningana. Hann var blankur í gær, þegar ég tal- aði við hann og svo aftur í dag. — Var hann að slá þig um lán? — Nei, ég var að slá hann. — Ungfrú, ef þú segir mér símanúmerið þitt, þá skal ég hringja einhvern tímann í þig. — Númerið mitt er í síma- skránni. — Já, en hvert er nafnið? — Það er í símaskránni líka. — Sjáið þér hvernig þér hafið eyðilagt þetta, sagði viðskiptavin urinn æfareiður við þvottahús- xnanninn. — Ég sé ekkert athugavert við þessa blúndu, svaraði sá síðar- nefndi þá. — Blúndu! Þetta var lak þegar það kom hingað. — Hvað kallarðu mann sem er heppinn í ástamálum? — Piparsvein. Dýralæknirinn skoðaði kúna meðan bóndinn tvísté órólegur í kringum hann. — Hvað ráðleggurðu mér að gera? spurði bóndinn. •— Tja, ég held að þú ættlr að skjóta hana meðan hún er ennþá á lífi. Fólk úr víðri veröld ♦ Adenauer og skjaldbökurnar Það var einn dag nú fyrir á skömmu, að Adenauer, sem verð- ur níræður nú í þessum mánuði, fór í heimsókn í dýragarð einn, og varð þar mjög hrifinn af skjaldbökunum. Hann fór þá til umsjónarmanns dýragarðsins, og spurði hann, hvort hann gæti ekki fengið að hafa nokkrar með sér heim. — Auðvitað, svaraði umsjón- armaðurinn, — mér finnst þetta vera snjöll hugmynd. En hafið þér gert yður grein fyrir því, að skjaldbökurnar geta náð 150 ára aldri? — Nú, hver skollinn, svaraði gamli maðurinn, — þá verð ég víst að hætta við þetta. Ég get ekki hætt á að verða of sam- rýndur þeim, því að ég myndi taka mér það svo nærri, þegar þær dæju. Engir betlarar í Skotlandi Mac nokkur Farlane frá Aber- deen gekk fyrir nokkru inn í bjórkrá í Englandi til þess að fá sér eina kollu. Hann hóf strax að lofa föðurland sitt. — Hérna í .London, sagði hann, — morar allt af betlurum. I Skot- landi fyrirfinnst ekki einn 'ein- asti betlari. — Nú, eigið þér þá við, að þar sé ekki fátæklinga að finna? spurði einhver. — Auðvitað eru til fátækling- ar eins og annarsstaðar, sagði Mac Farlane, — en það er bara enginn sem gefur þeim nokkurn skapaðan hlut. | Móðirin dró þá á tálar Jack Garfein, sem kvæntur er Hollywood-leikkonunni Caroll Baker, fór nýlega með sjö ára gamlan son þeirra í heimsókn í kvikmyndaverið til móður sinn- ar, þar sem verið var að kvik- mynda. Svo illa vildi þá til að móðirin var upptekin í atriði, þar sem hún kyssti mann, sem sonurinn ekki þekkti. Sá litli hnippti þá í föður sinn og sagði: — Pabbi, förum heim. Mamma dregur okkur á tálar. | Pundið ódrepandi Herra James Callaghan, brezki fjármálaráðherrann, sagði eftir- farandi í neðri deildinni fyrir nokkru: — Síðustu tólf mánuði hefur pundið orðið fyrir svo mörgum lífshættulegum áföllum, að ég er fyrir alvöru farinn að halda, að það sé ódrepandi. » Ný uppgötvun Enn einu sinni hefur Roger Vadim, franski leikstjórinn, gert mikla uppgötvun innan franska kvikmyndaheimsins. Sú útvalda heitir Tina Marquand, og er dótt- ir hins þekkta franska leikara, Jean-Pierre Aumonts, en hann og Vadim eru ágætir kunningjar. — Hinn síðarnefndi hefur sjálfur gert kvikmyndahandritið að myndinni, sem niun bera heitið: „La Curée“. JAMES BOND ~>f —>f— Eftir IAN FLEMING Á sandrifinu . . . menjar af litlum strá- kofa. — Ég fann nokkrar gamlar niðursuðu- dósir, stjóri! — Sjáðu, James — drekinn hefur verið hér. — Sjáðu hvernig andardráttur hans brennir allt? — Þreföld sporlína . . . runnar og mold samantroðin . . .hver fjárinn getur þetta verið? — Þú sagðir, að þú mundir segja mér hvað væri að gerast. Ertu einhverskonar lögreglumaður, James? — Nokkurskonar, Honey. En við skul- um skola af okkur óhreinindin í tjörn- inni áður en við tölum nánar um það. — Fögnuður bað mig að safna saman nokkrum kókoshnetum í einum grænum meðan hann sjálfur fléttaði mjótt reipi, hélt Spori áfram frásögn sinni. — Það var ekki tími til þess að krefjast nánari skýr- ingar, því að líf vinar míns Júsmós var í bráðri hættu. — Nú, svo ég gerði eins og hann sagði, enda þótt ég verði að játa, að ég taldi áhrifaríkara þessa stundina að berjast með exinni en að kasta kókoshnetum. — En þegar ég afhenti honum kókos- hneturnar, sem ég hafði safnað, áttaði ég Teiknari: J. M O R A mig á, hvert var hið snilldarlega herbragð hans. Upp úr tösku sinni ,dró hann fall- byssupúður og fyllti kókoshneturnar með því, og bandinu sem hann hafði fléttað kom hann fyrir í svolítilli holu í hnetunni, svona eins og til skrauts- SANNAR FRÁSAGNIR K— —— -K— —-)<■— Eftir VERUS „Mennonítar" kallar sértrú- arflokkur einn sig, en hann er enn við líði í Bandaríkjunum. Sértrúarflokkur þessi hagar líf- erni sínu samkvæmt bókstaf- legri túlkun á ritningunum. — Hann á rætur sínar að rekja til Mennoníta-hreyfingarinnar, sem grundvöllúð var í Zúrich í Sviss árið 1525. Þeir voru of- sóttir á 18. öld og af þeim sök- um flýðu margir þeirra land og tóku sér bólfestu í Pennsyl- vaníu, nýlendu William Penn í Nýja heiminum, sem bauð þeim upp á trúarbragðafrelsi. Margir Mennonítar eiga enn heima í Pennsylvaníu og aðrir Ferðalag í gegnum Lancaster- Þeir kjósa sína eigin biskupa, aldar. Þetta var á sinum tíma eru dreifðir um rikin víðsvegar héraðið í Pennsylvaníu, eitt hið sem þjóna alla ævi án launa. ákveðið af öldungum flokk- um Bandarikin og í Kanada, stærsta og þekktasta hérað Sumir sértrúarflokkarnir hitt- anna, senr óttuðust of mikil ut- venjulega þar sem leirkenndur þeirra, orkar á hugann eins og ast á heimilum hvers annars anaðkomandi áhrif, og átti auk jarðvegur og svört valhnotutré stökk inn i fortíðina. vegna þess, að þeim finnst kirkj þess að veru órækur vottur þess finnast — hinn óskeikuli vott- Amish-trúflokkurinn er und- ur of iburðarmiklar. Þeir klæð- hversu mjög þeir fyrirlitu ver- ur um frjosaman jarðveg. — ir strangari aga en Mennonitar. ast samkvæmt tizku miðrar 19. aldlegan munað og lesti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.