Morgunblaðið - 19.02.1966, Blaðsíða 4
f 4
MORGUNSLABBD
Laugar’dagur 19. febrúar 1966
Volkswagen 1965 og ’66.
bílaleigan
FERÐ
Uaggjald kr. 300
— pr. km kr. 3.
SÍMI 34406
SENDU M
LITL A
bílaleigan
Ingólfsstræti 11.
Volkswagen 1200 og 1300.
Sími 14970
BIFREIÐALEIGAN
VAKUR
Sundlaugav. 12.
Daggjald kr. 300,00
og kr. 3,00 pr. km.
Sími 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
Gellur og kinnar
Erum kaupendur að gellum,
kinnum og öðru fiskmeti.
Fiskmiðstöðin hf. Örfisey.
Sími 13560 og 17Ö57
íbúð óskast
Óska eftir að leigja 2—3 herb.
íbúð í Reykjavík. Fyrirfram-
greiðsla. Upplýsingar í síma
1 59 41.
Helgi Hafliðason
arkitekt.
Húsbyggj-
endur
Tek að mér alls konar pípu-
lagnir,- svo sem miðstöðvar-
lagnir, vatnslagnir. Uppsetn-
irigu hreinlætistækja. Við-
gerðir.
Axel Mdgnússon
pípulagningameistarL
Selfossi. Sími 277.
Höfum flutt verzlun vora og
verkstæði að
LÁGMÚLA 9
Símar:
38820 (Kl. 9—17)
38821 (Verzlunin)
38822 (Verkstæðið)
38823 (Skrifstofan)
Bræðurnir Ormssonhf.
Vesturgötu 3, Lágmúla 9.
Sími 38820.
■& Hrossið tók
í taumana
Þegar ég las fréttina um
nýja reiðskólann, sem sagt var
frá í blöðunum nú í vikunnL
minntist ég sögunnar, sem
kunningi minn í blaðamennsk-
unni sagði mér ekki alls fyrir
löngu. Hann er nefnilega mik-
ill hestamaður og fer oft i út-
reiðatúra — þó með misjöfnum
árangri.
Á dögunum fór hann í einn
slíkan — og sagði ekki sínar
farir sléttar:
„Heldurðu ekki að bykkjan
hafi sett mig af ba'ki — og þar
sem ég lá á jörðinni í allri
minni lengd og var að staulast
á fætur — gerði hún sér lítið
fyrir og danglaði í mig með
öðrum afturfætinum.
Ég forðaði mér auðvitað, því
að ég gat átt von á framihalds-
aðgerðum skepnunnar gegn
mér — sem þó varð ekki. En
vitanlega var ég í miklu upp-
námi, og til þess að róa taug-
arnar greip ég til pelans, sem
maður ber i belti við tækifæri
sem þesisi. Þetta er forláta silf-
urpeli, erfðagripur, sem marg-
an manninn hefur hresst.
En hvað haldið þið, Hrossið
hafði hæft pelann, þegar það
sló mig — og ekki nóg með
það, heldur klesst stútinn á
pelanum svo duglega, að ég
náði tappanum ekki úr hon-
um. I>á féll mér allur ketill í
éld — og í útreiðartúr fer ég
ekki á naestunni“.
Eitthvað á þessa leið hljóð-
aði frásagan. Við komuimst að
þeirri niðurstöðu, að þetta
hefði verið mjög bindindissinn-
aður hestur — og hann hefði
leikið knapann hálfu ver, ef sá
síðarnefndi hefði verið með
bjór á pelanum.
„Sem betur fer var þetta bara
áfengi", sagði knapinn — „ég
hefði ekki sloppið lifandi, ef
ég hefði verið með bjc'
■fc Hestamennska
og áfengi
Annars er ég þeirrar skoð
unar, að það fari aldrei vel
saman að sitja hest og að hafa
vín uim hönd — svo að ekki
sé minnst á bjórinn, sem ýms-
ir telja hálfu verri.
Það er dapurlegt að sjá mjög
ölvaða menn á hesbbaki — og
oft er þá illa farið með ble6S-
aðar skepnurnar. Það mun al-
gengt ,að áfengislögg fylgi
hestamennskunni — og þarf
neyzla þess ekki endanlega að
keyra úr hófi, þótt slákt gerist
allt of oft. Þessvegna er það í
frásögur færandþ þegar hest-
arnir gæta knapa sinna á jafn
eftirminnilegan hátt og að
framan sagði.
■Ár Gróska í leiklistar-
lífinu
Aldrei hefur meiri
gróska verið í leiklistarlífi borg
arinnar. Þeir, sem vilja fylgj-
ast með öllu, sem gerist í þeim
efnum — og ekki vilja sleppa
neinni sýningu, þurfa að halda
vel á spöðunum til þess að sjá
allt, sem hér er sett á svið.
Ef við líturn á auglýsingar
leikihúisanna ihér í blaðinu í
gær, sjáum við, að þar auglýsir
Þjóðleikhúsið þrjú leikrit og
þar að auki tvo einþáttunga,
sem sýndir eru saman. Leik-
félagið er með fjögur leikrit af
venjulegri lengd og auk þess
er það að hefja sýningar á
þremur einþáttungum, sem
verða vafalaust vel sóttar.
Leikfélag Kópavogs sýnir
líka um þessar mundir — og
Grima er ennfremur komin af
stað.
'fc Nýr þáttur
Ástæða er til þess að hvetja
fólk til þess að sjá „Mutter
Courage“ áður en það verður
um seinan, því sennilegt er, að
sýningum á þeim leik fari að
fækka. Járnhausinn var aug-
lýstur í síðasta sinn í gær-
kveldi, en aðsóknin að honum
hefur verið mjög mikil.
Sýningar einþáttunga eru ný
mæli í Reykjavik. Þeir hafa
a.m.k. ekki verið neinn telj-
andi þáttur í leiklistarlífinu
þar til fyrir skömmu. ítölsku
einþáttungarnir, sem Leikfélag
ið sýndi í fyrra — og færðu
Gísla Halldórssyni Silfurlamp-
ann — ‘hafa að nokkru leyti
markað timamót hvað þetta
varðar. Hér eftir geta leikhús-
in gert sér vonir um að hipir
almennu leikhúsgestir líti ein-
þáttungana ekki sem eins kon-
ar „aukamyndir“ eins og áður
var.
Lifandi áhugi
Hin mikla gróska í leik-
liistarlífi höfuðborgarinnar er
mjög ánægjuleg og ber þess
viissulega vott, að hér ríkir
allt annað en deyfð og drungi.
Hin mikla aðsókn að hljóm-
leikum sinfóníulhljómsveitar-
innar er annað dæmi um þann
lifandi áhuga, sem fólk sýnir
á sígildri list — og er þetta
mikil hvatning okkar fáimenna
hópi listamanna. Ýmsir halda
því fram, að almenningur hafi
ekki lengur áhuga á neinu
öðru en dægurflugum og að
svala skemmtanafikn sinni á
sem lágkúrulegastan hátt. Slík-
ar fullyrðingar eiga greinilega
ekki við rök að styðjast.
Börn á dag-
heimilum
Hér er stutt bréf frá hús-
móður:
„Velvakandi góður!
Enda þótt ég sé ekki stud.
jur. á ég það sameiginlegt með
ungri námskonu, sem skrifaði
þér nýlega, að vera kölluð
ÚTIG ANGSFRE Y J A, en það
gerði bréfritari einn, sem þú
léðir rúm í dálkum þínum sl.
sunnudag.
Hann segLst vera með is-
lenzkt nýyrði (heimatilhúið
líklega) yfir konur, sem ekki
eiga skilið að titla sig hús-
freyjur, vegna þess, að þær
leggja á sig meiri vinnu and-
lega eða líkamlega, en aðrar
giftar konur. Annars er orðið
„útigangsmaður" til í orðabók
Menningarsjóðs og merkir
flakkari eða umrenningur, og
hlýtur að þýða það sama fyrir
korvur. Umrenningar og flakk-
arar erum við því að dómi
bréfritara.
Ég er löngu orðin leið á
hinni síendurteknu yfirlýsingu
hinna „sönnu“ húsmæðra:
Maðurinn minn vill ekki að
ég vinni úti. Orð, sem þær
skjóta sér á bak við, af því þær
nenna ekki sjálfar að leggja
neitt á sig, og raunverulega öf-
unda okkur hinar fyrir að hafa
framtak til iþess.
Ef kona hugsar óaðfinnan-
lega um sitt heimili og kemur
börnum sínum á dagheimili
ncykkra tíma á virkum dögum,
get ég ekki séð að það verði
nokkrum til skaða þó bún
vinni úti einihvem tíma, þvert
á móti: börnin hafa áreiðanlega
mjög gott af að vera á dag-
heimilinu. Þar er meira gert
fyrir þau, þau læra meira og
þroskast meira heldur en ef
þau eru alltaf með mömmu
sinnL hverau góð móðir sem
hún kann að vera — loonan er
hamingjusamari að koma út á
zneðal fóiks, og síðast en ekki
sízt, aflar hún tekna, til að búa
betur í haginn fyrir fjölskyld-
una alla.
Og að lokum: Þjóðfélagið
kallar á okkur til starfa, mennt
aðar konur og ómenntaðar, og
það situr sízt á þeim, sem ekki
sinna því ikallL að nefna okk-
ur umrenninga og flakkara.
Húsfreyja“.
■^- Fegrunarlyfið
Og hér er lokis bréf frá
annarri húsmóður:
„í Velvakanda þann 16. þ.m.
skrifaði „Húsmóðir“ um hið
fræga bjórmál. Vegna orða
hennar, vildi ég gjarna segja
þetta:
Frúin talar um, að fegrunar-
starfið byrji í manninium sjálf-
um, og er ég henni sammála
1 þvi, en ég teL að til þess að
maðurinn geti fegrað sjálfan
sig og umlhverfi sitt, verði hann
að kunna að velja og hafna.
Það dýrmætasta sem maður-
inn á er frjáls • hugsun, og því á
þá að eyðileggja aðalsmerki
mahnsins og banna, banna,
barina.
Til þess að geta forðast hætt-
una þarf að þekkja hana. Mað-
urinn á ekki að vera skynlaus
skepna og flýja óvininn, heldur
horfast óhikað í augu við hann,
sigra hann og gera sér undir-
gefinn, eða koma, sjá og sigra.
Veit ég það, Sveinki, að mörg
heimili hrópa á hjálp vegna
áfengisins, en einnig eiga marg
ar fjölskyldur um sárt að
binda vegna slysa af völdum
bíla. En heldur enginn hlustar
á iþær og bannar umferð bála
þó þeir séu hættulegir í með-
ferð óaðgætinna. Þar er reynt
að þroska „bílamenningu.“
Hvernig getur áfengið rifið
niður, og hvað rífur það niður?
Það rífur niður þá, sem bera
ok þekkingarskortsins um hála
sér, en hóflega drukkið vín
gleður mannsins hjarta, og
gleði hjartans byggir upp. Jafn
vel matur og óáfengir drykkir
geta verið skaðlegir í otfnotk-
un.
Ef við viljum fagurt um-
hverfi, skulum við ekki banna,
heldur kenna þá dyggð að
hugsa frjálst og umtfram allt
að velja og hafna sjálf, án þess
að bönn eða höft komi tiL
Kennum heldur bvernig mað
urinn getur sigrað áfengið með
siðferðislegri uppbyggingu árv
bannlaga. Kennum hvernig
koma á fram gagnvart áfeng-
inu, kennum hina mismunandi
eiginleika þess, áfengismagn,
um tegundir, hvernig á að
geyrna og dreypa á hinum ýmsu
guðaveigum, í stuttu málL
kennum allt er að áfengi lýt-
ur, og höfum framvegis það að
meginstefnu okkar, að þekking
er spor í áttina að hinu fagra
og fullkomna, en vanþekking
leiðir í blekkingu og hræðslu,
sem samræmist ekki eðli
mannsins.
Önnur húsmóðir.**
Borgarnes
Húseign til sölu í Borgarnesi. Hæð og kjallari. Á
hæðinni eru 5 herbergi, eldhús og W.C. í kjallara
eru 3 herbergi, eldhús og bað. Selst saman eða sitt
í hvoru lagi. Upplýsingar í síma 72 36 í Borgarnesi
og simi 11319 og 15022 í Reykjavík.
Gaboon - Spónaplötur
Beyki Gaboon 16 — 19 og 22 mm
Birki Gabonn 16 — 19 og 22 mm
Spónaplötur 12 — 16 — 18 og 20 mm
fyrirliggjandi.
Hjálmar Þorsteinsson og co ht
Klapparstíg 28 — Sími 11956.
V I Ð EIGUM
Kjarvals-málverk
Heimsækið okkur er þér komið til Kaupmanna-
liafnar.
Kunsthandel, Sólvgade 14.