Morgunblaðið - 19.02.1966, Blaðsíða 5
laugarctagOT febrúar 1968
MORGU NBLAÐIÐ
5
ÚR
ÖLLUM
ÁTTUM
VIÐ Islendingar eigum þrjú
leikrit, sein óhjákvæmilega
verða færð upp aftur og aftur
vegna jþess, að þau eru sígild,
þjóðleg og eiga sér greiðan að-
gang að hjörtum íslendinga á
öllum aldri á öllum tímum.
Það er Lárus Pálsson, sem
mælir þessi spámannlegu orð,
María mey birtist í hliðinu gullna en postularnir Pétur og Páll standa andaktugir sitt hvoru
megin við það. I hlutverki Páls postula er Jón Sigurbjörnsson. (Ljósm. Sv. Þorm.)
DJÖfSI EKKIBNS SLÆH-
UR OG AF ER LÁTIB
Gullna hliðið frumsýnt i Þjóðleikhúsinu 26. janúar
ríður Þorvaldsdóttir leikur
Maríu Mey. En Valur Gíslason
leikur enn sem áður sankti
Pétur og Valdimar Helgason
föður kerlingar.
Mig langar til að taka það
fram, að hljómlist Páls ísólfs-
sonar á ekki hvað minnstan
þátt í vinsældum verksins.
Hún er mjög falleg og fellur
aðdáanlega inn 1 verkið. Að
þessu sinni er það Bodhan
Wodizko, sem stjórnar hljóm-
sveitinni Og gerir það kunn-
áttusamlega, eins og hans er
von og vísa.
— Hafa leikmyndirnar hald
izt óbreyttar frá byrjun?
— Lárus Ingólfsson hefur
annazt leikmyndagerðina frá
byrjun?
— Lárus Ingólfsson hefur
annazt leikmyndagerðina frá
byrjun og ekki gert á henni
róttækar breytingar fyrr en
nú, að sviðsmyndin í öðrum
þætti er gjörbreytt.
Og nú er tjaldið dregið hægt
fyrir, að leikslokum og Lárus
Pálsson kveður og hleypur
léttstígur upp á sviðið til
skrafs og ráðagerða við leik-
arana. — et.
þar sem hann situr í þungum
þönkumí Þjóðleikhúsinu og
fylgist með lokaþætti Gullna
hliðsins, hinu frábæra leik-
húsverki Davíðs Stefánssonar.
Lárus heldur áfram:
— Þessi þrjú leikrit eru
Gullna hliðið, Skugga-Sveinn
og íslandsklukkan. Ég hygg,
að af þessum þremur verkum
sé Gullna hliðið vinsælast. Að
minnsta kosti virðist mér ekk-
ert lát hafa orðið á vinsældum
þess, síðan við frumfluttum
það á annan í jólum 1941 hjá
Leikfélagi Reykjavíkur. Síður
en svo. Þá vorum við hróðug,
ef okkur tókst að hafa 20 sýn-
ingar á einu leikriti, en
Gullna hliðið sýndum við 66
sinnum alltaf fyrir fullu húsi.
Það var íslandsmet í þann
tima. Svo fórum við með
stykkið í leikferð til Finn-
lands árið 1948. Þá skeði dá-
lítið sniðugt, skal ég segja
þér. Finnamir sem auðvitað
kunnu ekki stakt orð í ís-
lenzku hlógu að nákvæmlega
sömu bröndurunum og fólkið
hér heima. Sem ætti einfald-
lega að sanna í eitt skipti fyr-
ir öll, að leikritið er aliþjóð-
legt. Svo skeði annað atvik
ekki síður sniðugt. Konan mín
var með okkur í þessari Finn-
landsferð 1948. Hún var vitan-
lega búin að sjá Gullna hliðið
margsinnis, og það er ekki
endalaust hægt að hlægja að
bröndurunum í því, þótt þeir
séu snjallir. En þetta kvöld
sat hún við hliðina á
Finna, sem tók það svo nærri
sér, að hún skyldi ekki veltast
um af hlátri eins og hinir leik-
húsgestir, að hann tók að sér
að skýra leikritið út fyrir
henni! Þetta var konungleg
skemmtun á allan hátt.
Þannig var það líka í Nor-
egi, 1946. Þá sýndum við það
97 sinnum við frábærar mót-
tökur í Norska leikhúsinu í
Osló. Norðmennirnir virtust
skilja hvert einasta orð og
höfðu jafn mikla ánægju af
því og íslendingar.
Síðan höfðum við 32 sýn-
ingar á því hjá L.R. 1948, en
í Þjóðleikhúsinu var það fyrst
sett á svið á annan í jólum
1951. Þá urðu sýningar alls 53.
Þegar Davíð Stefánsson varð
sextugur 21. janúar 1955 höfð-
um við hátíðasýningu á leikn-
um, og síðan aftur á 100 ára
afmæli Folketheatret í Kaup-
mannahöfn, 1957. Á leiðinni
heim frá Kaupmannahöfn
sýndum við leikritið í norska
Þjóðleikhúsinu. Loks var leik-
urinn sýndur einu sinni, þegar
konungur Svíþjóðar kom til
íslands 30. júní 1957.
— Hvað hefur þú stjómað
leiknum oft?
— Átta sinnum. Og ég hef
leikið minn kæra vin, djöfsa,
frá byrjun 1941!
— Saknarðu þess ekki, að
fá ekki að leika djöfsa í þetta
skipti?
—■ Nei. Hversvegna ætti ég
að gera það? En mér þykir
vænt um hann, blessaðan
karlinn. Ég held að hann sé
ekki eins slæmur og af er lát-
ið. En Gunnar Eyjólfsson erfir
hann í þetta sinn, eins og
hann hefur erft eftir mig
Hamlet og Pétur Gaut.
— Hafa breytingar verið
gerðar á hlutverkaskipan, að
öðru leyti?
— Já, hlutverk kerlingar
leikur í þetta sinn Guðbjörg
Þorbjarnardóttir. Rúrik Har-
aldsson leikur Jón bónda, Sig-
Kerlingin fleygir
himnaríki.
skjóðunni með sálinni hans Jóns inn í
Starfsmaöur óskast
Umferðarmiðstöðin í Reykjavík vill ráða reglu-
saman mann á aldrinum 30 til 50 ára til starfa
við búsið. Umsækjendur um starfið vitji umsóknar-
eyðublaða hjá umferðarmáladeild Pósts og síma
í Umferðarmiðstöðinni.
HÚSSTJÓRNIN.
Farfugladeild Reykjavíkur
ÁRSHÁTÍD
félagsins verður haldin í Lindarbæ föstudaginn
25. febrúar og hefst kl. 9 e.h.
Forsala aðgöngumiða á skrifstofunni 22., 23. og
24. febrúar milli kl. 8,30 og 10 e.h.
Mætið öll og hafið með ykkur gesti.
NEFNDIN.
„Öldur“
L.O. frumsýnir
Ólafsvík, 10. feþrúar.
LEIKFÉLAG Ólafsvíkur frum-
sýndi sl. laugardag sjónleikinn
Öldur eftir séra Jakob Jónsson.
Leikstjóri er Kristján Jónsson.
Var húsfylli á frumsýningunni,
og leiknum vel tekið. Síðan voru
tvær sýningar á sunnudag —
einnig fyrir fullu húsi.
Leikfélag Ólafsvíkur hélt ný-
lega upp á tíu ára afmæli sitt,
með veglegu hófi í félagsiheim-
ilinu, og bárust félaginu mörg
skeyti og gjafir í tilefni afmælis-
ins. Var hófið hið ánægjuleg-
asta og fjölsótt. — Hinrik.
Locarno, Sviss, 16. febrúar
— NTB —
Talið er, að 17 námumenn
hafi látið lífið, (þar af 14 ít-
alir) í nágrenni Locarno í
gær, er banvænt gos kom
þar fram í neðanjarðargöng-
um.
Ekki hefur enn tekizt að
uplýsa, hver er önfikp þess,
Tilkynning
Verkamannafélagið Dagsbrún vill vekja athýgli
þeirra félaga sinna, sem hófu byggingarfram-
kvæmdir eftir 31. desember 1964, á því, að þeir
geta sótt um viðbótarlán til Húsnæðismálastjórnar,
að fjárhæð kr. 75.000,00 sem samkvæmt samn-
ingum hefur verið gefið fyrirheit um til handa
efnalitlum meðlimum verklýðsfélaga.
Eyðublöð fást í skrifstofu Húsnæðismálastjórnar,
Laugavegi 24. Skal umsóknum skilað til skrifstofu
Dagsbrúnar, Lindargötu 9.
Umsóknarfrestur rennur út 1. marz næstkomandi.
Verkamannafélagið DAGSBRÚN.