Morgunblaðið - 19.02.1966, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.02.1966, Blaðsíða 11
Laugardagur 19. fetvrftsr 1968 MORGUNBLAÐID 11 — Grein Önundar Framhald af bls. 8. gjöid séu innheimt í formi 6- beinna skatta, þ.e. að opinber gjöld séu innifalin í verði á vör- um og seldri þjónustu. Þannig nam söluskattur á árinu 1965 um það bil 1000 milljónum króna og innflutningstollar um 1500 millj. ikróna en beinn tekjuskattur hins vegar um 400 milljónum króna. Augljóst er að beint samband er á milli hinna beinu tekju- skatta, þar með talin útsvör, og óbeinu skattanna þegar rætt er um heildarþunga opinberra gjalda í landinu. Það er enn- fremur augljóst að eftir því sem óbein gjöld eru hækkuð, er nauð- synlegt að lækka beinu gjöldin þannig að gjaldþegnunum sé gef- ið eitthvert svigrúm. Þungi opinberra gjalda nú Eðlilegt er að að því sé spurt hver sé heildarþungi opinberra gjalda nú eða hverjar byrðar ein- etaklingarnir verða að bera vegna þeirrar þjónustu, sem hið opin- bera lætur í té, þ.e. bæði ríki og bæjar- og sveitarfélög. Ríkisútgjöldin á árinu 1965 Jiámu væntanlega tæpum 4 milljörðum króna og ef þeim er jafnað á íbúatölu landsins, tæpa 200.000 manns, kemur út að ríkis- gjöldin á hvern einstakling þjóð- félagsins nema nú um kr. 20.000.- 00 á ári. Samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkur fyrir árið 1966, sem nú nýlega hefur verið samþykkt, nema heildargjöld hjá Reykja- vikurborg á þessu ári um kr. 842.000.000.00 eða um kr. 10.000,- 00 á hvert mannsbarn, sem bú- eett er í borginni. Ef gert er ráð fyrir að svipuð fjárhæð falli til í öðrum bæjar- og sveitarfélögum landsins, kem- ur þannig út að heildarþungi opinberra gjalda á einstakling nema nú um kr. 30.000.00 á ári. Þegar ennfremur er tekið tillit til þess að nokkur hluti þjóðfé- íagsþegnanna er að jafnaði skatt- frjáls sökum þess að nettótekjur þeirra eru innan þeirra tak- xnarka, sem skattfrjálsar eru sam kvæmt persónufrádrætti, er ef- Oaust ekki óeðlilegt að líta svo á «ð undir skattgreiðslu þessari standi að jafnaði 5 manna fjöl- skyldur og nemur þá skattþungi á hverja 5 manna fjölskyldu í landinu um kr. 150.000.00 á ári. Það er augljóst að slíkur skatt- þungi opinberra gjalda hlýtur að teijast allt að því óviðráðanlegur og mikð liggur við að þeir aðilar, sem fjaila um opinbera fjársýslu, geri sér grein fyrir hvert horfir í þessum efnum. Heilindi ! skattheimtu Það er nú mikið rætt um nauð- syn heiðarlegra skattgreiðslna af hendi skattborgaranna og að mik ið hafi brostið á um að rétt hafi verið talið fram á undanförnum érum. Þegar um þetta er rætt er að jafnaði aðeins litið á þessi mál frá annarri hliðinni, þ.e. hinum meintu skattsvikum. Hins er ekki getið að forsenda fyrir heið- arlegum skattgreiðslum eru heið- arleg skattalög og skattheimtu- framkvæmd. Þess er skammt að minnast að eftir stríðið og í fjölda ára voru tekin um 90.9% af skattskyldum tekjum félaga umfram kr. 200.- 000.00 í bein opinber gjöld, þ.e. 68% í stríðsgróðaskatt og 22% í tekjuskatt, til ríkisins, að við- bættu 1% í byggingarsjóðsgjaldi. Hér á ofan var svo tekið veltu- útsvar til bæjarfélaga og sveitar- félaga eftir „efnum og ástæðum" ©g þannig einatt tekið meira en 100% tekna til opinberra þarfa. Heilindin í slíkri skattheimtu eru vandfundin. Hvora á að láta í fangabúðirnir, þá sem vitandi vits kröfðust meira en allra tekn- anna í opinber gjöld, eða hina, sem gerðu það eina óumflýjan- lega? Ég ætla ekki að mæla undan- drætti frá skatti bót, en það er forsénda allrar skattheimtu að hún sé framkvæmd af heilindum og að hún ekki aðeins samræm- ist þvi, sem er tölulega fram- kvæmanlegt, heldur og að hún sé innan þeirra takmarka, sem samræmast réttlætisvitund skatt borgaarns. Á þetta hefur mikið brostið á undanförnum árum þó nokkuð hafi færzt til réttara horfs á tímum núverandi ríkis- stjórnar. Nýjar skattreglur nauðsynlegar Hér að framan hefur verið gerð grein fyrir því að af tekjum yfir kr. 174.000.00 heldur skatt- þegn aðeins eftir kr. 43.00 af hverjum kr. 100.00 eða með öðr- um orðum, að fyrir hverjar kr. 100.00, sem hann fær til eigin ráð stöfunar af tekjum sínum, he'fur hann þegar greitt kr. 132.50 í bein opinber gjöld. Þegar ennfremur er tekið tillit til þess að óbein gjöld taka a.m.k. 30% af þessu ráðstöfunarfé hans, getur þessi skattheimta ekki lengur talist réttlætanleg og sam- ræmist ekki réttlætistilfinningu manna um heiðarlega skatt- heimtu. , Rætt hefur verið um það að fella beri niður með öllu tekju- skatt en sú leið á vafalaust langt í land, m.a. af þeirri ástæðu að tekjur skattborgaranna eru í raun sanngjarnasti grundvöllur um álagningu opinberra gjalda þeirra og um gjaldþol þeirra. Óhjákvæmilegt sýnist hinsvegar að breyta þeim reglum, sem nú gilda um álagningu opinberra gjalda á tekjur, og þeirri skoðun vex því ört fylgi að afnema beri með öllu stighækkun á opinber- um gjöldum af tekjum skattþegn- anna. í stað núverandi reglna mætti hugsa sér að tekinn væri upp nýr tekjuskattur, sem byggð- ur væri á neðangreindum megin- reglum: 1. Lagður yrði á einn tekjuskatt- ur, sem skipt væri á milli ríkis og sveitarfélaga. Grund- völlur skattsins væri nettó- tekjur manna að frádregnum hæfilegum lífeyri (persónufrá drætti), sem breytilegar væru frá ári til árs samkvæmt skattvísitölu, svo sem nú er ákveðið í lögum. Skatti þess- um yrði skipt milli ríkis og bæjar- og sveitarfélaga eftir sérstökum lögbundnum regl- um, t.d. í þeim hlutföllum, sem nú gilda milli tekjuskatts og tekjuútsvars í Reykjavík. 2. Hinn nýi tekjuskattur yrði ó- frádráttarhæfur til álagningar á næsta ári og hætt yrði þeirri fásinnu að hafa hluta gjald- anna frádráttarhæfan eins og nú tíðkast um útsvör. 3. Upphæð tekjuskattsins yrði ákveðinn hundraðshluti af nettótekjum einstaklings að frádregnum persónufrádrætti. Eðlilegt mætti teljast að skatt urinn næmi um 40% og ekki yfir 43% þannig að einstakl- ingar sem reka atvinnufyrir- tæki í eigin nafni og fyrir eig- in áhættu, sætu við sama borð og félög að því er skatt- greiðslu varðar. Jafnframt yrðu felldar niður allar sér- reglur um sérstaka frádrætti af tekjum, sem nú eru í gildi. 4. Skattur þessi yrði innheimtur beint, þ.e. honum yrði haldið eftir af launagreiðendum við útborgun launa og myndi sú framkvæmd tiltölulega einfalt mál eftir að búið væri að af- nema hina stighækkandi skatt stiga. Með reglum þessum mundi fást grundvöllur fyrir skattheimtu, sem samræmdist réttlætisvitund skattborgaranna og vænta mætti þess að undandráttur á framtöl- um mundi falla niður, enda sjálf- sagt að því yrði fylgt eftir af hálfu skattyfirvalda að ekki yrði undan dregið í þeim tilfellum þar sem ekki er um beinar launa- greiðslur að ræða og skattinum haldið eftir beint af launagreið- endum við útborgun launa. Tekjur ríkis og sveitarsjóða Nú er eðlilegt að vakni sú spurning, ef skera á þannig niður tekjuskatt af tekjum einstakl- inga, hvernig eigi að afla aukinna tekna til ríkissjóðs og annarra opinberra sjóða af tekjum borg- aranna? Þessu er auðsvarað: Þeirra á ekki að afla. Á undanförnum árum hefur sú stefna einatt verið ríkjandi við samningu fjárhagsáætlunar bæði fyrir ríki og bæjarfélög, að hin- ar einstöku stofnanir eða stjórn- valdsgreinar eru látnar leggja fram einskonar óskalista um það fé, sem þeir þurfi að hafa undir höndum á næsta reikningsári. Slíkir óskalistar einstakra hliðar- greina stjórnvaldanna eru siðan lagðir saman og útkoman er fjár- hagsáætlun næsta árs. Teknanna til að mæta slíkum fjárhagsáætl- unum er síðan aflað með góðu eða illu af tekjum skattþegnanna. Það er augljóst að þessi gerð fjárhagsáætlana getur aðeins staðizt svo lengi sem gjaldþol skattþegnanna stendur undir hin- um auknu álögum. Það er því nauðsynlegt að fjársýslunarmenn ríkisins og bæjarfélaga geri sér ljósa grein fyrir því að lengra verður ekki haldið og að fjárhags áætlanir verði að byggjast á því sjónarmiði einu að menn sníði sér stakk eftir vextL Takmörkun „óeðlilegrar“ eignasöfnunar Nú er vitað að aflageta manna Önundur Ásgeirsson. er mjög mismunandi. Sumir eru sniðugir og snjallir fjáraflamenn og afla sér hárra tekna en öðrum er ósýnt um eigin fjármál. Það kann því að vera að þótt 40—43% heildartekjuskattur hljóti al- mennt séu að teljast hámarks- skattur af tekjum, geti einstaka menn, sem eru góðir fjárafla- menn, aflað sér verulegra eigna. En tilgangurinn með sanngjarnri skattamálastefnu er einmitt sá að nýta fjáraflagetu slíkra einstakl- inga. Þeim mun meiri tekna, sem einstaklingurinn getur aflað sér, þeim mun meiri skatt greiðir hann og þeim mun meira gagn gerir hann samborgurum sínum og þjóðfélaginu í heild. En þjóðfélagið hefur önnur ráð til þess að takmarka „óeðlilega" eignasöfnun og þá fyrst og fremst í sambandi við reglur um erfða- fjárskatt. Kæmi mjög til athugun ar að hafa erfðafjárskatt stig- hækkandi, ekki aðeins eftir erfð- um þannig að útarfar borguðu hærri skatt en nákomnir erfingj- ar, heldur einnig eftir erfðafjár- hæð erfingja. í þessu sambandi e rrétt að taka fram, að erfðafjár- skatt á að sjálfsögðu að leggja á einstaka erfðafjárhluta en ekki dánarbú í heild sinni. Ennfremur að sanngjarnt gæti talizt, ef um einn tekjuskatt er að ræða, að erfðafjárskatti yrði einnig skipt á milli ríkissjóðs og bæjarfélaga í sömu hlutföllum og giltu um skiptingu tekjuskatts. Eignarskattur og eignarútsvör Af fyrstu kr. 100.000.00 ................... enginn eignarskattur Af næstu kr. 500.000.00 ................... greiðast 5 pro mille Af næstu kr. 500.000,00 ................... greiðast 9 pro mille Af skuldlausri eign yfir kr. 1.100.000.00 .... greiðast 12 pro mille Um eignarútsvar gilda eftirfarandi reglur: Af kr. 40.000.00 til kr. 70.000.00 greiðast Af kr. 70.000.00 til kr. 100.000.00 greiðast Af kr. 100.000.00 til kr. 150.000.00 greiðast Af kr. 150.000.00 til kr. 200.000.00 greiðast Af kr. 200.000.00 til kr. 250.000.00 greiðast 5 pro mille 6 pro mille 7 pro mille 8 pro mille 9 pro mille Af eign yfir kr. 250.000.000 .....greiðast 10 pro mille Um tekjur af eignum einstakl- inga gildir sú regla að þær eru lagðar við aðrar tekjur einstakl- ingsins áður en skattgjaldstekjur eru fundnar og skattur reiknað- ur. Eignarskattur og eignarútsvar er því í raun aðeins viðauki við tekjuskatt og tekjuútsvar, sam- kvæmt núverandi framkvæmd, enda þótt þessi gjöid séu frá- dráttarhæf á móti tekjum á næsta skattári. Um eignarskatt,; gilda nú eftirfarandi reglur: Hér er í öllum tilfellum átt við hreinar, skuldlausar eignir. Bæði eignarskattar og eignar- útsvör eru stighækkandi og sam- anlögð upphæð þeirra er þannig 2.2% af skattgjaldseign í hæstu skattflokkunum. Augljóst er að stighækkun eignarskatts og eignarútsvars á mjög vafasaman rétt á sér og er í rauninni mesta fásinna. Ekkert samband er milli mats eignanna og þeirra tekna, sem þær gefa af sér. Þannig getur lítil eign gefið af sér verulegar tekjur og stór eign gefið af sér litlar tekjur, og er því hið opinbera mat á þess- um eignum enginn mælikvarði á þær tekjur, sem eignirnar gefa af sér, og því ósanngjarnt að miða skattskyldu við þetta mat. Um matið sjálft er það að segja að það er mjög úrelt og mun mat á fasteignum í Reykjavík nema um það bil 7-—8% af brunabóta- mati eða kostnaðarverði eigna. Má því segja að framkvæmd við álagningu þessara gjalda er mjög á reiki. Hinn raunverulegi skattgrund- völlur í sambandi við eignir er að sjálfsögðu þær tekjur, sem eignirnar gefa af sér. Samkvæmt núverandi framkvæmd eru tekj- ur einstaklinga af eignum þeirra lagðar ofan á aðrar tekjur áður en tekjuskattur eða tekjuútsvar er reiknað, og þar metð eru eign- ir þeirra skattlagðar með öðrum tekjum. Virðist sú skattheimta vera fullnægjandi og ekki ástæða til að taka þessa aukaskatta af eignum, enda augljóslega um tví- sköttun að ræða af tekjum þeim, sem eignirnar gefa af sér, að því er eignarskatt og eignarútsvar varðar. B. ÓEÐLILEGUR AÐBÚN- AÐUR EIGENDA HLUTA- FJÁR í HLUTAFÉLÖGUM Því hefur iðuglega verið hald- ið fram í dagblöðum á undan- förnum mánuðum að breytingar þæh, sem gerðar hafa verið á skattalöggjöfinni að undanförnu, séu þannig að hagkvæmt sé að reka stór hlutafélög með fjölda hluthafa. Það er að visu rétt að það mundi þykja hagstætt frá sjónar- miði hlutafélaganna að fá lagt fram hlutafé samkvæmt reglum, sem um það eru settar í núver- andi lögum um tekjuskatt og eignarskatt, en samkvæmt 17. gr. þeirra laga er heimilt að greiða 10% arð af hlutafé og draga frá tekjum. Á hitt verður einnig að líta, hvort hagstætt sé fyrir hlut- hafann að leggja fram fé sitt og binda í hlutafélögum með þeim skilmálum, sem um það gilda, og tel ég að víðs fjarri sé að þannig sé um hnútana búið að þetta telj- ist hagsætt. Skal þetta því rakið hér nánar: Tekið skal hér það dæmi að einstaklingur leggi fram kr. 100.- 000.00 sem hlutafé í hlutafélagi. Tekjur hans af hlutafjárframlagi þessu, eða hinn árlegi arður, nemur samkvæmt 17 gr. tekju- skattslaganna 10% eða kr. 10.- 000.00 og, ef gengið er út frá því að hluthafinn sé í hæsta tekju- skala, þ.e. hafi tekjur yfir kr. 174.000.00 og greiði hæsta eignar- skatt og eignarútsvar, sem telja verður eðlilegt um sdíkan hlut- hafa, verða opinber gjöld, sem lögð eru á arð hans, svo sem hér segir: Hluthafi heldur þannig eftir kr. 2.100.00 af kr. 10.000.00 tekj- um sínum, allt annað hefur farið í opinber gjöld. Arðbæri hlutafjárframlags hlut hafans nemur þannig 2.1% á ári, sem hlýtur að teljast harla lítið þegar tillit er tekið til þess að sparifjáreigendur hafa nú 9% skattfrjálsa vexti af innlögum sín um í sparisjóðsreikninga, sem bundnir eru aðeins til árstima. Því er stundum haldið fram að bæta megi hluthafa upp þessa litlu arðgreiðslu með því að greiða hærri arð af hlutafé. Skal því tekið það dæmi að hlutafé- lagið greiddi tvöfaldan ofan- greindan arð, þ.e. greiddi 20% arð miðað við hlutafé. Hluthafi mundi þá greiða sama tekjuút- svar og sama tekjuskatt, þ.e. kr. 5.700.00 af síðari kr. 10.000.00, en hinsvegar ekki greiða neinn eign arskatt og ekkert eignarútsvar til viðbótar. Með þessu móti kæmist hluthafinn upp í það að halda eftir af hlutafé sínu 6.4% af fram lögðu fé sínu. Hinsvegar mundu hin siðari 10%, sem hlutafélagið greiddi í arð, verða skattskyld hjá hiuta- félaginu sjálfu og félagið því greiða ca. 43% af þeirri arð- greiðslu í opinber gjöld. Nemur þannig skattgreiðsla hluthafans og hlutafélagsins nákvæmlega sömu upphæð og viðbótararð- greiðslan nemur. Þess er ekki að vænta að hægt sé að byggja upp stór hlutafélög á þessum grundvelli og óhjá- kvæmilegt hlýtur að teljast að þessar reglur verði endurskoðað- ar. Takmörkunin um að greiddur arður megi aðeins nema 10% af hlutafé, svo sem ákveðið er í 17. gr. tekjuskattslaganna, er í fyllsta máta óeðlileg. í fyrsta lagi vegna þess að arðurinn er skatt- lagður hjá hluthafanum og í öðru lagi frá því sjónarmiði að slík takmörkun hlýtur að verka mjög ákveðið í þá átt að hvetja til þess að hluthöfum sé greiddur arður án þess að hann sé talinn fram, þ.e. að hvetja til skattsvika. Ef um einhverjar takmarkanir ætti að vera að ræða, væri eðlilegra að slíkar takmarkanir væru mið- aðar við ákveðinn hundraðshluta af nettótekjum félags, þannig að hluthafar gætu vænzt þess að fá verulegan arð af hlutafé sínu á þeim tímum þegar félagið skilar góðum hagnaði, þó þeir hinsveg- ar verði að hlita því að fá engan arð þegar ekki er um neinn hagn- að að ræða. , —★ — Eg hef talið nauðsynlegt að vekja athygli á ofanrituðu mál- efni, því svo virðist sem mörgum sé algjörlega ókunnugt um þá galla, sem að ofan eru gerðir að umtalsefng eða a.m.k. láta þeir sem svo sé. Ég vil einnig taka fram að þetta er ekki.ritað til áfellis þeim mönnum, sem nú hafa með hönd- um opinbera fjármálastjórn, og ég tel að í tíma núverandi ríkis- stjórnar hafi verulega á unnizt í bættu skipulagi þessara mála. Það væri nær að segja að einmitt vegna þess að þegar hefur allvel verið gert, mætti e.t.v. vænta þess að unnt verði að bæta einn- ig um að því er ofangreind atriði varðar, og er vafasamt að nokkr- um sé betur til þess treystandi en núverandi fjármálaráðherra c.3 hafa forgöngu í því efni. Tekjuskattur 27% af kr. 10.000.00 ......... Tekjuútsvar 30% af kr. 10.000.00 .......... Eignarskattur 12 pro mille af kr. 100.000.00 . Eignarútsvar 10% pro mille af kr. 100.000.00 7 kr. 2.700.00 kr. 3.000.00 kr. 1.200.00 kr. 1.000.00 Kr. 7.900.00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.