Morgunblaðið - 19.02.1966, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 19. febrúar 19
Theódór Siemsen kaup-
maður — Minningarorð
1 dag er til hinztu hvíldar hor- ]
inn Theódór Siemsen kaup-
maður. Hverfur þar sjónum
gamalgróinn og góðkunnur Reyk ‘
víkingur. — Hann átti til reyk-
vískra ætta að telja: Móðir hans
var Þórunn ctóttir Árna land-
fógeta Thorsteinsson, sonar
Bjarna stiptamtmanns að Stapa,
sem títt var nefndur ,,blindi amt-
maðurinn“. En Árni landfógeti
var svo sem kunnugt er einn
meðal þeirra, sem lagði gjörva
hönd á að hiaða grunnsteinana
að höfuðborg okkar, ýta úr vör
hugmyndum um skólahald og
sjúkrahús og prýða borgina trjá-
lundum og fögrum blómum.
Soffía kona Árna var hinsvegar
komin af þeim reykvískum, sem
áttu þátt í að færa verzlun höfuð-
staðarins í tízkulegra form í ís-
lenzkum höndum.
En fleiri rætur standa að
hverjum stofni. Faðir Theódórs,
Franz Eduart Siemsen, sýslu-
maður í Gullbringu- og Kjósar-
sýslu, var að vísu að öðrum þætti
úr Reykjavík, þar eð móðir hans,
Sigríður dóttir Þorsteins pólitís
Bjarnasonar, var barnfæddur
Reykvíkingur, en hins vegar var
faðir hans, Eduvard Siemsen,
kaupmaður og konsúll, Slésvík-
ingur eða Holtseti, kominn af
kaupmönnum og kapteinum, sem
hingað leituðu og tóku sér ból-
festu á síðustu öld.
Theódór Siemsen fæddist í
Hafnarfirði 7. dag nóvembermán-
eðar árið 1890, f jórða bam sýslu-
mannshjónanna Þórunnar og
Franz Siemsen.
Sex ára fluttist hann með for-
eldrum sínum til Reykjavíkur
laust fyrir aldamót. Hann ólst
upp og lifði sína bernskudaga í
hjarta Reykjavíkur, því að fyrst
grunduðu foreldrar hans sitt
heimili við Vesturgötu og síðar
var flutt í Melsteðshús í Mið-
bænum og að lokum í Þingholt-
in, að Ingólfsstræti 5, þar sem
foreldrar hans bjuggu lengst af
og nú stendur stórhýsi Haraldar
Árnasonar.
Afi minn, Franz, embættislaus
og auralítill kominn til Reykja-
vikur, setti synina tvo snemma
til vinnu. Theódór varð sendili
í Duus-búð. Sú búð H.P. Ðuus
stóð þá, þar sem nú er Geysis-
verzlun. En deildirnar hjá Duus
voru svo sem kunnugt er fleiri
og ein meðal annarra í Bryggju-
húsinu, þar sem heildverzlun
„Nathan & Olsen" er nú tU húsa.
Theódór Siemsen forframaðist
fljótt hjá Duus, varð skjótlega
afgreiðslumaður og stóð „fyrir
innan disk“, en það átti hann
eftir að gera í hálfa öld. — Duus-
verzlun hafði góðan varning á
boðstólnum og fékk Theódór þar
sína fyrstu vöruþekkingu. —
Samtimis sótti hann kvöldnám-
skeið í Verzlunarskólanum og
lærði þar smálegt í bókhaldi og
fleiru. — í tómstudum iðkaði
hann útiveru, var einn af svo-
nefndum skátahreyfingarinnar
hér á landi og kappsamur áhuga-
xnaður í knattspymufélaginu
„Fram“, þegar það tók til starfa.
Theódór vann á fjórða ár hjá
Duus-verzlun, en þá vidi hann
fara í framhaldsnám, því að
varzlun var þá með svipuðum
hætti og iðnnám nú, hver full-
gildur verzlunarþjónn skyldi
hafa lokið fjögurra ára verzlun-
arnámi. Árni bróðir hans hafði
áður haldið til Þýzkalands og
marga ættingja átti Theódór þar
í landi, svo að þangað stefndi
hugur eðlilega til framhaldsnáms.
Varð og úr, að hann fór til Slés-
vikur. En áður en varði skall
heimssstyrjöldin fyrri á, og hús-
bóndi hans var.kvaddur til her-
skyldu, og var honum þá falin
stjórn verzlunra hans. Því starfi
gegndi hann i ein tvö ár, en þá
flutti hann til Lúbeck, gömlu
Hansa-borgarinnar, sem bróðir
hans bjó i. Gerðist Theódór þar
sölumaður og víðsreisti um Þýzka-
land og Norðurlönd flest. Ásamt
atvinnu sinni gegndi Theódór á
ófriðarárunum fynri og þegn- j
skaparvinnu hjá Rauða krossi
Þýzkalands. Var það verkefni
deildar þeirrar, er hann stýrði,
að taka á móti sjúkralestum, sem
heim fluttu særða hermenn af
vígvöllum og koma þeim til síns
heima eða á sjúkrahús. Þetta var
erfitt og dapurlegt starf, sem ég
held að hafi markað hans við-
kvæmu skapgerð allvaranlega.
Að stríðinu loknu tók hann sig
upp og hélt heim til íslands árið
1919. Réðst hann þá í Liverpool-
verzlun, sem Magnús Kjaran,
mágur hans, átti þá að hluta. —
Sagt hefur Theódór, að það hafi
þá tekið sig tvö ár að jafna sig
eftir stríðssultinn.
En ekki vildi hann ílengjast á
íslandi að svo komnu og fór aft-
ur til Þýzkalands og að þessu
sinni til Lúbeck. Og enn gekk
hann til verzlunarstarfa.
Árið 1929 festi hann ráð sitt og
kvongaðist Weru konu sinni,
dóttur Gustave Scheteligs verk-
fræðings, sem skyldur var þeim
hinum norsku Scheteligum, sem
sumum íslendingum eru kunnir.
Eignuðust þau hjón tvö böm,
Gustav Magnús, stýrimann, og
Hildu Lis, sem bæði eru gift og
búsett hér í borg.
Árið 1929 sigldi hann svo til ís
lands ásamt konu sinni og þá
alfarinn heim. Föður mínum
hafði þá verið falin framkvæmda
stjóm undirbúningsnefndar Ál-
þingishátíðarinnar, og tók mágur
hans Theódór við stjórn verzlun-
ar hans. Veitti Theódór „Liver-
pool“ forstöðu um 10 ára skeið,
unz verzlunin var seld. Sjálfur
stofnsetti hann svo eigin verzlun,
er hann rak fram á síðastliðið
haust.
Theódór er að minnsta kosti
eldri Reykvíkingum svo kunnur
að óþarft er að lýsa honum með
mörgum orðum.
Hann var talinn fríður maður,
lipurmenni var hann mikið, glað-
lyndur og að eðlisfari óáreitinn.
Hann kunni vel til sinna starfa
og var sérlega vandaður og sam-
vizkusamur maður. Hann varð
aldrei auðugur á fjármuni, en
sparsamur þó og nýtinn, og kunni
þá list að skapa sér jafnan fallegt
umhverfi, hvort heldur var heima
fyrir eða á vinnustað, enda naut
hann á báðum vettvöngum stuðn-
ings sérlega vænnar og sam-
hentrar eiginkonu. Víst var hann
líka þess vegna öðrum fremur
heimiliskær maður. Hann var
kaupmaður af lífi og sál í beztá
skilningi, því að hann hafði
ánægju af að handleika og selja
góðar og vandaðar vörur. Hans
var ekki að standa í stórræðum,
og verður trúlega ekki talinn til
þeirra, sem setja svip á samtíð
sína, en hann var engu að síður
góður, reykvískur borgari, nýtur
þegn lítils þjóðfélags, sem skip-
aði svikalaust sinn sess og skilaði
dagsverki drjúgu, þótt ekki verði
skráðar langar sögur af.
Okkur skyldfólki sínu var hann
elskulegur og ljúfur frændi, og
við eigum öll um hann aðeins
kærar minningar. Því eru þær
asmúðarkveðjur, er ég vil nú
flytja Weru ekkju hans, börrnun
og tengdabörnum fyrir hönd
frændliðsins sagðar af einlægum
hug. Theódór Siemsen biðjum við
öll blessunar og geymum um
hann minningar hlýjar.
Birgir Kjaran.
Kðpavogsbúar
og nágrenni
Við viljum vekja athygli yðar á eftírfarandi!
Höfum ávallt mjög fjölbreytt úrval af málningu
og allskonar málningarvörum. — Einnig mun yður
veitt sérstök þjónusta af fagmönnum á noktun
málningar og málmngarvörum og einnig munum
við blanda Iitum fyrir yður eftir óskum.
□----------------□
Eftirtaldar vörur höfum við einnig:
Mosaik á veggi og gólf. — Einnig vegg og gólf-
flísar í úrvali.
Veggfóður allskonar í úrvali, Tré, gúmmí, gólf-
dúka og hljóðeinangrunarlím.
Allskonar vei-kfæri. — Allskonar heimilisvörur,
svo sem gólfmottur og fl.
Sérstaka áherzlu viljum við leggja á mjög fjöl-
brcytt úrval af leikföngum fyrir börn og unglinga.
Gjörið svo vel og reynið viðskiptin.
Sendum heim.
Verzlunin Litaval
Álfhólsvegi 9, Kópavogi,
við hliðina á Kópavogsapóteki — Sími 41585.
Geymið auglýsinguna.
Einar Axeisson kaup-
maður — Minning
F. 14/2 1922. — D. 10/2 1966.
KVEÐJA FRÁ SYSTKINUM
Lag: Ó, þá náð að eiga Jesú.
Hjartkær bróðir, horfinn ertu,
hugljúf vakir minning þín.
Lítum við um liðna daga,
1 jós í hverju spori skín.
Allt, frá fyrstu æsku dögum
er við mömmu og pabba hjá,
undum saman, ástúð vafin,
unaðsríkt var lífið þá.
Tímar liðu. Leiðir skildu,
lífið færði bros og tár.
En þin tryggð og ástúð sanna,
ætíð söm var daga og ár.
Gæði þín í gleði og þrautum,
góðum bróður lýsa bezt.
Þess skal minnst, hvað þú varst
okkur,
þegar reyndi á drengskap mest.
Hér er margt að muna og
þakka,
minnast börnin okkar nú.
Einnig þess, hve allt hið bezta,
ávallt, frændi veittir þú.
Öll við færum innilega,
ástarþökk, sem fegurst skín.
Býr hjá okkur, bróðir kæri,
björt og elskuð minning þín.
Aðalfundur kvenna-
deildar Slysavarnafél.
AÐALFUNDUR' kvennadeildar
Siysavamafélagsins í Reyhjavík
var haldinn mámudaginn 7. febr-
úar 1966.
Stjórnin var öll endurkosin.
Hana skipa:
Formaður: Gróa Fétursdóttir.
Gjaldkeri: Hlíf Helgadóttix.
Ritari: Eygló Gísladóttir.
Meðstjórnendur: Ingibjörg Pét-
ursdóttir, Guðrún Magnúsdóttir,
Guðrún Ólafsdóttir, Steinunn
Guðmundsdóttir, Sigríður Ein-
arsdóttir og Þórhildur Ólafsdótt-
ir.
Emdurskoðendur: Elín Guðna-
dóttir og Óla-fía Áradóttir.
Tillag deildarinar á þessu ári
til S.V.F.Í. eru kr. 536.912.52,
sem er % hlutar af ágóða deild-
arinnar.
Sarmþykkt var á fumdinum að
gefa kr. 30.000.00 til Björgunar-
sveitar Ingólfs til kaupa á sjú’kra
börum í sjúkrabifreið er S.V.F.Í.
og S.V.D. Ingólfis í Reykjavdk
hafa fest kaup á.
Kvennadeild S.V.F.Í. í Reykja
vík, vill við þetta tækifæri
þakka hjartanlega öllum þeim,
er veitt hafa deildinni stuðning
á liðnu ári.
Á aðalfundi deildarinnar
mætti forseti S.V.F.Í., Gunnar
Friðriksson og ræddi um nýaf-
staðna umferðarráðstefnu er
haldin var í Reykjavík 22. og 23.
janúar sl. Urðu allmiklar um-
ræður um slysavarnir í umferð
og starf félagsins í þeiim málum,
og var í lok fundarins samþylkkt
eftirfarandi tillaga:
Aðalfundur kvennadeildar
S.V.F.Í. í Reykjavík lýsir stuðn-
ingi sínum við þá stefnu stjómar
S.V.F.Í. að gerast ekki aðili á
þessu stigi málsins, að þeirn sam
tökum, er Tryggingarfélögin
hafa beitt sér fyrir að stofnuð
yrðu.
Fundurinn fagnar af heilum
hug þeim áhuga, sem fram hefur
komið um auknar slysavarnir I
umferðarmálum og fagnar þeim
aðilum er ganga vilja til sam-
starfs við S.V.F.Í. í þessu mikla
baráttumáli félagsins um ára
raðir.
Fundurinn telur eðlilegast, að
mál þetta verði tekið fyrir á 13.
landsiþingi S.V.F.Í. á vori kom-
anda, og þá tekin endanleg af-
staða til þess.
Nýlega banst kvennadeildinni
í Reykjavik kr. 10.000.00 að
gjöf frá Georg Jónassyni, ættuð-
um frá Isafirði. Gjöfin er til
minningar um foreldra hans
Hildi Sigurðardóttur og Jónas
Sigurðsson og þrjá bræður hans
er dóu ungir.
Fyrir þessa góðu gjöf, þakkar
deildin innilega.
537.4 tonna nfli
c Hornnfirði
Hornafirði, 17. ’ febrúar.
FIMM bátar stunda nú línu-
veiðar frá Hornafirði. í janúar-
mánuði voru aðeins farnar 37
sjóferðir og var heildaraflinn
247.4 tonn.
Fyrrihluta febrúar hafa bát-
arnir farið 35 sjóferðir og er
afli þeirra á þeim tíma 289.9
tonn.
Alls hafa bátarnir farið frá
áramótum í 72 sjóferðir og aflað
537.4 tonn.
Aflahæsti báturinn er Hvann-
ey með 135.1 tonn í 16 sjóferð-
um, Gissur hvíti með 122.5 tonn
í 17 sjóferðum og Sigurfari með
111 ° ♦nnn í 16 sjóferðum.
3-4 herbergja íbúð
með eða án húsgagna óskast í 1 ár fyrir erlendan
sérfræðing frá júní — júlí 1966 til hausts 1967.
Tilboð merkt: „Sérfræðingur óskast send til af-
greiðslu Morgunblaðsins fyrir 20. janúar n.k.