Morgunblaðið - 13.04.1966, Qupperneq 1
32 síður
y«i'",, ' ’M’ífV *'■>r-~-n ■• *■■", ,1V- ‘ ’ «m •»-'« # "■<*. > ,«•' nv“ ’ -"W''rl' '
rV;V^'VV.;:^VvV?A ^^,
"fit.........
HI 1
* AÐFARANÓTX föstudagsins j
* langa kom upp eldur í norska :
farþegaskipinu „Viking Princ- j
ess“, sem statt var á Kara- ;
biska hafinu milli Kúbu og Z
I; Haiti. Tæp 500 manns voru ;
um borð og létust tveir af I
> hjartaslagi, en aðra sakaði ■
lítt eða ekki. 106 Ítaiir af ;
: áhöfn skipsins komu til j
■ Keflavíkurfiugvallar með ;
: Loftleiðavél aðfaranótt páska- :
■ dags. Grein um eldsvoðann og j
* viðtöl við nokkra af áhöfn:
: skipsins birtist á bls. 12 í j
j blaðinu í dag. ;
Morð- og sjáifsmorðs
alda í Svíþjóð
12 manns hafa heðið bana
frá því 7. cipril s.l.
Forsetinn
kemur heim
a mónudog
Alþena, 11. apríl. Einka-
skeyti frá AP.
FORSETI Isiands. Ásgeir Ás-
geirsson, fór flugleiðis frá Aþenu
í dag til Kaupmannahafnar eftir
tveggja vikna einkaheimsókn
til Grikklands Forsetinn kom
til Aþenu sl. laugardag, eftir
ferð trl grísku evjanna og viku
dvöl á Rhodos.
Forsetinn mun dveljast nokkra
daga í Kaupmannahöfn og fljúga
síðan til Edinborgar. Til fslands
er hann væntanlegur næstkom-
andi mánudag.
Stokkhólmi, 12. apríl — NTB
S V O virðist, sem morð- ©g
sjálfsmorðsalda, fari yfir
Svíþjóð þessa dagana. Frá
því á skírdag hafa tólf manns
beðið bana með voveiflegum
hætti.
Það var við síðast í dag, þriðju
dag, að 56 ára gamall maður í
Smálöndum skaut 24 ára son
sinn til bana og sjálfan sig á eft-
ir. Annars staðar, í Uddevalia,
banaði móðir sjö ára syni sin-
um, — sló hann í höfuðið með
hamri og iagði hann siðan í bað-
Bandaríkin svara de Gaulle
Eitt ár of lítill fyrirvari til að
leggja niður herstöðvar
Washington, 12. apríl (AP).
BANDARÍSK yfirvöld tilkynntu
frönsku stjórninni í dag að her-
sveitir Frakka, sem staðsettar
eru í Vestur-býzkalandi, missi
alla aðild að sameiginlegum
kjarnorkuvörnum þar um leið og
þær gangi undan yfirstjórn At-
lantshafsbandalagsins.
Kemur þetta fram í orðsend-
ingu, sem Charles E. Bohlen.
sendiherra Bandarikjanna í
París, afhenti franska utanríkis-
ráðuneytinu. l»á segir þar að
öryggi allra aðildarrikja NATO
geti verið hætta búin ef Frakkar
standi fast við þá ákvörðun sína
að krefjast þess að bandarískar
herstöðvar í Frakklandi verði á
brott úr landinu fyrir 1. apríl
1967. Þessvegna muni Banda-
ríkjamenn ekki geta lokið brott-
flutningnum fyrir þennan til-
setta tima.
Loks benda Bandaríkjamenn /
að úrsögn Frakka úr NATO hafi
í för með sér ýms efnahagsleg
vandamái, sem nauðsynlegt sé að
Stjórnarkreppa
I Grikkfandi
Tveir ráðherrar segja af sér
Aþenu, 12. apríl (AP—NTB)
ÁGREININGUR er risinn innan
stjórnar Grikklands vegna her-
stjórnar á Kýpur, og hafa tveir
ráðherrar sagt af sér embætti.
Ríkisstjórnin hefur aðeins fjög-
urra atkvæða meirihluta á þingi,
og er talið að ágreiningurinn geti
valdið alvarlegrl stjórnarkreppu
í Grikiklandi.
Ágreiningurinn stafar af
þeirri ákvörðun Stephonos
Stephanopoulos, forsætisráð-
herra, að gríski hershöfðinginn
George Grivas skuli fara með
yfirstjórn 14 þús. giískra „sjálf-
boðaliða“ á Kýpur og einnig
stjórna 12 þúsund manna þjóð-
varðarliði, sean komið var upp á
eyjunni þegar deilurnar við
Tyrki stóðu sem hæst. Makarios
erkibiskup, forseti Kýpur, hefur
óskað eftir því að þjóðvarðarlið-
ið lúti stjórn varnarmálaráðu-
neytisins þar.
Ákvörðun forsætisráðherrans
mætti andstöðu grísku stjórnar-
innar er leiddi til þess að Elias
Tsirimokos, utanrikisráðherra og
aðstoðar forsætisráðherra, og
Micael Galinos, félagsmálaráð-
herra, bafa sagt af sér.
ræða nánar áður en endanlega
sé frá málum gengið.
Opinberir aðilar í Washington
hafa bent á að Frakkar hafi eng-
an lagalegan rétt til að segja sig
úr varnarsamvinnu NATO með
svo litlum fyrirvara, og að sú
ákvörðun þeirra að hætta samt
sem áður allri samvinnu þýddi
það að Frökkum bæri að taka
þátt í kostnaði við að flytja aðal-
stöðvar NATO til annarra landa.
Bohlen sendiherra kom sjálfur
með orðsendingu Bandaríkja-
stjórnar í franska utanríkisráðu
neytið, og afhenti hana Herve
Alphand, fyrrum sendiherra í
Washington, sem nú er ráðu-
neytisstjóri. Var fulltrúum ann-
arra NATO-ríkja jafnframt af-
hent aírit af orðsendingunni.
Bandaríkjastjórn vísar orð-
sendingunni til gildandi samn-
inga milli ríkjanna varðandi her
stöðvarnar í Frakklandi. í þeim
samningum segir m. a. að sé
óskað eftir breytingum á samn-
ingunum verði veíttur eins árs
frestur til viðræðna. Náist ekki
samkomulag á þeim tíma skal
gefa enn eins árs frest áður en
breytingarnar komi í fram-
kvæmd. Telja Bandaríkjamenn
því að ékki sé unnt fyrir Frakka
að krefjast brottflutnings her-
stöðva Bandaríkjanna fyrr en
eftir tvö ár.
Einnig er rætt um þá ákvörð-
un Frakka að taka herlið sitt
undan stjórn NATO hinn 1. júlí
í ár, og að aðalstöðvar NATO
skuli fluttar frá Frakklandi
fyrir 1. apríl næsta ár. Þessi mál
segja bandarísk yfirvöld að séu
nú í athugun hjá öðrum aðildar
ríkjum NATO.
ker fullt af köldu vatni. Hún
reyndi að svipta sjálfa sig lífi á
eftir en mistókst og kallaði á
hjálp. Konan var gift, en mað-
ur hennar að heiman við vinnu,
er þetta gerðist.
Á aðfararnótt föstudagsins
langa varð 42 ára heimilisfaðir
guðfræðingur — konu sinni og
fjórum börnum að bana og
reyndi að fremja sjálfmorð á
eftir en mistókst og kallaði þá á
lögregluna. Maðurinn hafði lengi
átt við taugaveiklun og svefn-
leysi að striða. Til athugunar er
hjá yfirvöldunum hvort mál
verði höfðað gegn guðfræðingn-
um.
Þá gerðist það um helgina, að
forstjóri bifreiðafyrirtækis eins
í Hagfors í Vármlandi skaut
Framhald á bls. 31.
Gin- og kloufn-
vciki ó Fjóni
Kaupmanna'höfn, 12. apríl
NTB
A ANNAN páskadag fannst
nýtt tilfelli af gin- og klaufa-
veiki í Danmörku. Að þessu
sinni varð veikinnar várt á
Suður-Fjóni en fyrri tilfelli,
nítján talsins, höfðu öll fund-
izt á Suður-Sjálandi.
Það var á bænum Niels-
gárden í Stenstrup skammt
frá Svendsborg, sem sýkta dýr
ið annst og var öllum bú-
peningnum 12 kúm og 150 grís
um slátrað þegar í stað. Þegar
fundið hefur verið hver
veirutegund er þarna á ferð
verður þegar hafin bólusetn-
ing í næsta nágrenni.
SÞ heimila stöðvun olíu-
flutninga til Rhodesíu
Eyrsta olíuflutningaskipinu snúið við á rúmsjó
Beira, London og New York,
12. apríl — (AP-NTB) —
ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu
þjóðanna kom saman tit auka
fundar í New York á laugar-
dagskvöld samkvæmt ósk
Breta til að ræða siglingar
grískra olíuflutningaskipa til
Mosambique með olíu til
Rhódesíu. Samþykkti ráðið
með tíu samhljóða atkvæðum
að heimila Bretum að beita
valdi til að stöðva olíuflutn-
ingana, ef með þyrfti.
Daginn eftir, á páskadag,
stöðvaði brezkt herskip gríska
olíuflutningaskipið „Manu-
ela“ við strendur Mozam-
bique, og sneri því áleiðis til
Suður-Afríku.
Gríska olíuflutningaskipið
„Ioanna V.“, sem kom til
Beira í Mozambique 5. apríl
sl„ er nú lagzt þar að bryggju
skammt frá olíuleiðslunni frá
Beira til Rhódesíu .Engri olíu
hefur þó verið skipað á land.
Bretar fóru fram á að Örygg-
isráðið yrði kvatt saman á skir-
dag, en það reyndist ekki unnt.
Óskuðu Bretar aðeins eftir heim-
ild til að beita valdi við stöðv-
un olíuskipa, en við umræður í
ráðinu reyndu fulltrúar Afríku-
ríkja, með stuðningi Sovétrikj-
anna, að breyta brezku tillög-
unni, þannig að heimilt væri einn
ig að beita valdi í þeim tilgangi
að steypa stjórn Ian Smiths f
Rhódesíu. Eftir allmiklar umræð
ur var þó þessi viðbótartillaga
feild, og brezka tillagan sam-
þykkt með tíu samhljóða atkvæð
um. Fimm ríki sátu hjá, þ.e.
Mali, Frakkland, Uruguay, Búlg-
aría og Sovétríkin.
Felur samþykkt Öryggisráðs-
ins í sér heimild til Breta að *
taka olíuflutningaskipið Ioanna
V. þegar það fer frá Beira, ef
olían úr skipinu verður sett á
land.
Manueia stöðvuð
Snemma á sunnudag stöðvaði
brezka freigátan „Berwick" svo
gríska olíuflutningaskipið Manu-
ela um 15 sjómílum fyrir suð-
austan Beira, en þangað var tal-
Framhald á bls. 17