Morgunblaðið - 13.04.1966, Qupperneq 5
MiSvikudagur 13. apríl 1966
MORGUNBLAÐIÐ
5
ÚR
ÖLLUM
ÁTTUM
Ferðazt á Langjökli. EiríksjökuU í baksýn.
Páskaferð á Langjökul
Ef litið er á íslandskortið
sést á augabragði hvar muni
vera öruggasta skíðalandið í
nánd við Reykjavík. Hvítur
aflangur flekkur, sem á stend
ur Langjökull, dregur strax
athyglina. Tvennt skortir þó
til að >ar sé almennt gósen-
land skíðafólks, jafnvel í snjó
léttustu vetrum. Bílaslóð vant
ar frá Þingvöllum upp undir
jökulinn og uppi á snjóbreið-
unni er ekki hægt að byggja
skíðakofa á fastri undirstöðu.
Þetta gerir þeim þó ekkert
til, sem ferðast á snjóbílum
og setja upp góð tjöld á jökl-
inum, þar sem þeim býður
við að horfa, eins og 14 manna
hópur gerði um þessa páska.
Þá er unaðslegt að láta snjó-
bílana draga sig yfir víðáttu-
mikið hjarnið og fjallasýn er
fögur til allra átta.
Lagt var upp í býtið á skír-
dag með tvo snjóbíla Gunnars
Guðmundssonar aftan á drátt
arvagni 10 manns í jeppum á
eftir og í kjölfarið komu fjór-
ir ungir piltar með sinn snjó-
bíl á vörubíl. Bkið var til
Þingvalla og inn á Hofmanna-
flöt, þar sem snjóbílarnir voru
teknir niður, enda þá orðinn
nægur snjór, til að þeir kæm-
ust leiðar sinnar. Leiðin lá
austan í Skjaldbreið, vestan
við Hlöðufell og inn með
Lambahlíðum, nöfn sem allir
þekkja úr ljóði Jónasar Hall-
grímssonar. Hlöðufell er raun
ar tilkomumeira en Skjald-
breið, líkist mest Herðubreið
í formi og hefði eiginlega átt
að skipta um nöfn á þessum
tveimur fjöllum. Upp á Lang-
jökul er farið hjá svonefndum
Klakki, tindi sem stendur
upp úr jökulröndinni að sunn
an. Á kortinu er hann inni
á jöklinum, en mun rji vera
orðinn laus frá, þar sem jökul
röndin hefur hörfað svo mjög
þarna.
Þess sjást reyndar víðar
merki. Og eru komnir
sprunguhausar og klettar upp
úr inni á jöklinum, sem ekki
einu sinni hafa fengið nafn
ennþá. T.d. tveir milli Þursa-
borgar og Fjallkirkju, sem er
stór og fallegur klettur er
sést af Kili. Þursaborg er
hrikalegur klettatindur í
miðjum jökli með djúpri geil
í kringum áveðurs og falleg-
um íormum. Við Þursaborg
slá jöklafarar um þessa páska
niður tjöldum sínum, góðum
tvöföldum j|öklatjöldum með
túðulokum, svo ekki píski inn
í skafrenningi, eins og nú var.
Tjöldin eru flest fagurrauð
svo þau sjáist langt til í þoku
og snjókomu með þunnu fóðri,
svo einangrun fáist. En slík
tjöld hafa þann ókost að lit-
ir breytast. T.d. er loginn á
eldspýtu fagurgrænn og and-
litin á fólkinu taka á sig
draugalega bleikan lit, og
varalitur sést ekki, kvenfólk-
inu til hrellings.
En hlý eru slík tjöld. Nóg
er við að vera á jökli, þó
veður sé ekki sem ákjósan-
legast, gjarna þokur eða
skafrenningur. Á föstudaginm
langa er Þursaborgin skoðuð
og hin furðulega geil, sem
vindar gnauða um og grafa
kringum klettinn.
Mun hún vera 50-100 m
djúp. Magnús Jóhannsson tek
Framhald á bls. 25
Tjaldbúðin undir Þursaborg, sem stendur upp 'úr miðjum jöklinum.
Jöklafarar fá sér hressingu.
Kópavogsbúar
Stúlka óskast strax til starfa við símavörzlu
á skiptiboiði.
Málning hf
TIL SÖLU
35 Aligæsir
Seljast annað hvort í einum hóp eða nokkrar
saman. — Upplýsingar í símum 35478 eða 11568.
Sendiferðabílf IJ. S. Ford
1959 til sölu og sýnis við Slökkvistöð Reykjavíkur.
Tilboð sendist Reykjavíkurdeild R.K.Í., pósthólf 872.
Starf í vörugeymslu
Viljum ráða mann til starfa í vörugeymslu okkar.
Mjólkurfélag Reykjavíkuv
Laugavegi 164.
Góðor
termingagjaiir
Vinidsængur, verð frá kr. 559.
Teppasvefnpokar
Svefnpokar, venjulegir.
Tjöld — Bakpokar
Ferðagasprímusar
Utivistartöskur, verð frá kr.
695.
Sjónaukar
V eiðistangasett
Ljósmyndavéiar frá kr. 95.
Verzlið þar sem úrvalið er.
Laugavegi 13.
Skrif stof ustú I ka
Heildsölufyrirtæki í miðbænum óskar að ráða nú
þegar stúlku til vélritunar og annarra almennra
skrifstofustarfa. Upplýsingar á skrifstofu félagsin*
í Tjarnargötu 14.
Félag íslenzkra stórkaupmanna.
Afgreiðslupiltur
lipur og ábyggilegur, óskast nú þegar.
Geysir hf
Upplýsingar á skrifstofunni.
Skrifstofustúlka
Iðnfyrirtæki í Reykjavík óskar að ráða skrifstofu-
stúlku nú þegar eða um næstu mánaðamót. Um-
sóknir ásamt upplýsingum um aldur og menntun
sendist afgr. Mbl. fyrir laugardaginn 16. þ. m.,
merktar: „Skrifstofustúlka — 9032“.