Morgunblaðið - 13.04.1966, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 13. apríl 1966
Kemisk fatahreinsun
fatapressun, blettahreinsun
Efnalaugin Pressan
Grensásvegi 50. Sími 31311.
Góð bílastæði.
Múrarar
óskast sem fyrst. Uppl. í
síma 33836.
íbúð óskast til leigu
frá 14. maí eða fyrr fjrrir
hjón með tvö börn. Til'boð
sendist tí.1 M!bl., merkt:
„íbúð — 9030“.
Til sölu
sex manna borðbúnaður,
silfurhúðaður. — Hagstætt
verð. Uppl. í síma 32775.
Tvær fullorðnar konur
sem vinna útí, óska etfir
3—5 herbergja íbúð með
þægindum. Engin börn.
Sími 24653 frá kl. 6—8.
Óska eftir vinnuherbergi
á góðum stað í bænutn.
Tiltboð sendist Mbl., merkt:
„Herbergi — 9034“.
Til sölu
ný Hardy laxastöng 12%
fet (flugustöng). Sími
23668 eftir kl. 1 daglega.
Keflavík — Nágrenni
Stúlka óskast strax til af-
greiðslustarfa, mikið frí.
Brautarnesti, Hringbr. 93B.
Sími 2210.
Trésmíði
Vinn allskonar innanhúss
trésmíði í húsum og á
verkstæði. Hef vélar á
vinnustað. Get útvegað
efni. Sanngjörn viðskipti.
Sími 16805.
Renault Gordini ’64
í mjög góðu standi til sölu.
Gott verð, ef samið er
strax. Uppl. í síma 33587.
KONA
með þrjú böm óskar eftir
ráðskonustöðu í sveit í
surnar. Uppl. i síma 12072.
RÖSKUR PILTUR
óskast til afgreiðslustarfa.
Upplýsingar í súna 30420.
Silfurtóbaksdósir,
merktar, töpuðust miðv.d.
30. marz í mið-eða austur-
bænum. Finnandi vinssaml.
láti vita í síma 14058. —
Fundarlaun.
Tek að mér vélritun
á íslenzku og ensku. Uppl.
í síma 40113.
Tapazt hefur kvenúr
á leiðinni Túng., Tryggva-
gata, miðbær. Skilist að
Túngötu 43. Fundarlaun,
Gunnsi reiðir heim
Vorið góða, grænt og hlýtt,
græðir fjör um dalinn;
allt er nú sem orðið nýtt,
ærnar, kýr og smalinn.
HANN Jónas Hallgrímsson skáld,
kunni að yrkja um allar þær
dásemdir, sem vorið ber í
skauti sínu. — Á þeim tíma voru
flest öll íslenzk börn alin upp
á sveitabæjum víðs vegar um
landið, og höfðu engin kynni
af borgar-lífinu, nema þá kann-
ske að litlu leyti. — Tilhlökkun
barnanna í sveitinni var þó svo
mikil, að þau kunnu sér engin
læti yfir fögnuði vorboðans, og
brosandi tóku þau á móti Sum-
ardeginum fyrsta, þegar ,Harpa‘,
kom með sólargeislana sína til
að bræða fönnina af fjöllunum,
og af enginu, og vorsins glaði
hörpuslátturinn, ómaði, og sól-
in stráði geislum sínum yfir haf
og hauður, og þá fór jörðin að
íklæðast sumarskrúða sínum. —
Þessi mynd sem hér birtist,
er af ungum dreng, sem á heima
í Kópavogi, og hann heitir
Gunnar Bjarnason, og er kall-
aður Gunnsi. Hann hlakkar allt-
af mjög mikið til komu vors-
ins, og strax þegar skólinn er
búinn, hefir hann farið upp í
sveit og verið á sveitabænum
Eyri í Ingólfsfirði, hjá ömmu,
og frændfólki sínu þar. Gunnsi
er mikill dýravinur, og þykir
honum vænt um öll dýr. Á
myndinni, er hann hjá hestin-
um, sem honum þykir vænt um,
og þennan dag var Gunnsi að
fara með, eins og það er kallað
í sveitinni, það var verið að
hirða heyið af túninu, og var
það bundið í sátur, og þær síð-
an settar á klakkinn, sem er á
reiðingnum, en áður var búið að
setja reiðingin á hestinn, eins og
gefur að skilja. — Svo teymdi
Gunnsi hestinn, að heyhlöðunni,
og þar var tekið ofan af hest-
inum, og heysáturnar leystar, og
heyið sett inn í hlöðuna, og þar
er það geymt til að gefa skepn-
unum það á veturna.
I. G.
X- Gengið X-
Reykjavík 6. apríl 1966.
1 Sterlíngspund _____ 120.04 120.34
1 Bandar dollar -..... 42,95 43.00
1 KanadaJollar _ 39.92 40.03
100 Danskar krónur ... 622,90 624,50
100 Norskar krónur .. 600.60 602.14
100 Sænskar krónur __ 834,65 836,80
100 Flnnsk mörk__ 1.335.20 1.338.73
100 Fr. frankar _____ 876,18 878,42
100 Belg. frankar _ 86,22 86,44
100 Svissn. frankar . 989,75 992,30
100 Gyllini ______ 1404,«0 1.87,06
100 Tékkn. krónur .... 596.40 598,00
100 V-þýzk mörk__ 1.070.56 1.073.32
100 Lirur __________ 6.88 6.90
lOOAustur. sch. ...... 166,18 166,60
100 Pesetar ...... 71,60 71,80
LÆKNAR
FJARVERANDI
Björn Guðbrandsson, læknir fjarv.
til 19. april.
Eyþór Gunnarsson fjarverandi 6-
ákveðið. StaðgengiU: Erlingur l>or-
steínsson, Stefán Ólafsson, Guð-
mundur Eyjólfsson, Viktor Gestsson
og Björn Þ. Þórðarson.
Gunnar Guðmundsson fjarv. um
ókveðinn tíma.
HaUdór Arinbjarnar fjarverandi frá
21. marz óákveðið. Staðgengill: Ragn-
ar Arinbjarnar.
Jónas Bjarnason fjv. frá 4. apríl 1
2 — 3 vikur.
Tryggvi Þorsteinsson fjv. frá 21/2
í 4—5 mánuði. Stg. Jón R. Árnason,
Aðalstræti 18.
Tómas Á. Jónasson fjarverandi 1.
apríl. Óákveðið.
• • __ *
SOFN
Ásgrímssafn, Bergstaða-
strætí 74 er opið sunnudaga,
þriðjudaga og fímmtudaga,
frá kl. 1:30—4.
Listasafn íslands er
þriðjudaga, fimmtudaga,
ardaga og sunnudaga kl. 1.30
— 4.
Listasafn Einars Jónssonar
er opið á sunnudögum og
miðvikudögum frá kl. 1:30
til 4.
Þjóðminjasafnið er opið eft-
talda daga þriðjudaga, fimmtu
daga, laugardaga og sunnu-
daga kl. 1:30—4.
Minjasafn Reykjavíkurborg
ar, Skúlatúni 2, opið daglega
írá kl. 2—4 e.h. nema mánui
l daga.
Storkurinn sagði
þá er nú blessað páskafríið
liðið, þetta langþráða frí þreytt-
um sálum og líkömum í ógnar-
hraða nútímans, þegar allt ætl-
ar niður að drepa í feyknavinnu
og dagsins önn og amstn. Von-
andi hafa menn notað það vel,
hvílt sig, farið í kirkju, gengið
sér til sáiubóta úti í nátturunni
og hugsað um fjölskyidu sína
og vini sína.
Þegar ég flaug niður í mið-
borg í gær, skein ennþá páska-
sólin, Tjörnin var alauð og fugl-
arnir kunnu sér ekki læti í
vatnsvíðáttunni, enda er nú ekki
nema mánuður þar til Krían
mætir til leiks, og þá skal nú
verða ærlegur handagangur 1
öskjunni. Klakinn er að vSsu
viða í jörðu enn og nær trúlega
langt niður, en leysingar eru
miklar, bæði á jörðunni o.; í
mannlífinu, og bráðlega tekur
vorið völdin og þá verðuc nú
gaman að lifa.
Rétt hjá Móðurástargarðinum
hitti ég mann í sólskinsskapi og
tók hann tali, því að mér hugn-
ast eiginlega alltaf betur því-
líkir menn en hinir, sem hafa
allt á hornum sér.
Storkurinn: Eitthvað hefur
þú brúnkast í páskasólinni mað-
ur minn?
Maðurinn hjá Móðurást: Já,
aldeilis, enda var ég alla frídag-
ana uppi í sveit, og gekk mik-
ið, enda kem ég alveg úthvíldur
úr þessu góða leyfi og til í tusk-
ið, eins og sagt er. Ég gekk á
.annan Páskadag skemmtilega
leið milli fjalls og fjöru, eða
nánar tiltekið hátt uppi í fjalii,
rétt neðan við himimháa kletta,
en ofan við fjallshliðina. Þarna
opið
laug-
Hversu mlkU er gæzka þín, er þfi
hefur geymt þeim, er óttast þig
(Sálm. 31,20).
í ðag er miðvikudagur 13. apríl og
er það 103. dagur ársins 1966. Eftir
lifa 262 dagar. Árdegisháflæði kl.
11:49.
Nætur-
vörður vikuna 9. apríl til 16.
apríl er í Vesturbæjarapóteki
Næturlæknir í Keflavík 7/4—
8/4 er Jón K. Jóhannsson simi
1800, 9/4—10/4 er Kjartan Ólafs-
son sími 1700 11/4 Ambjörn
Ólafsson sími 1840. 12/4 er Guð-
jón Klemenzson sími 1567 13/4
er Jón K. Jóhannsson sími 1800.
Næturlæknir í Hafnarfirði að-
faranótt 14. apríl er Eiríkur
Björnsson sími 50235.
Upplýsingar um læknaþjön-
ustu í borginnl gefnar í sim-
svara Læknafélags Reykjavíkui,
Símin er 18888.
Slysavarðstotan i Heilsnvrrnd-
arstöðinnl. — Opin allan wlir-
kringinn — simi 2-12-30.
KJpavogsapótek er opið alla
virka daga frá kl. 9:15—20. laug-
ardaga frá kl. 9:15—16, helgidagn
frá kl. 13—16.
Framvegls veröur teklð á mótl þelm,
er gefa vUJa blóð t Blóðbankann, sem
hér segir: Mánudaga, þriðjudaga,
fimmtudaga og föstudaga frá kl. 9—11
f.h. og 2—4 e.h. MIÐVIKUDAGA frá
kl. 2—8 e.h. Laugardaga fra kl. 9—11
fJt. Sérstök athygli skal vakin á uiid-
vikudögum. regna kvöldtimans.
Holtsapótek, Garðsapótek, Soga
veg 108, Laugamesapótek og
Apótek Keflavikur eru opin alla
virka daga kl. 9. — 7., nema
laugardaga frá kl. 9 — 4 og helgt
daga frá kl. 1 — 4.
Bilanasími Rafmagnsveitu Reykja-
víkur á skrifstofutíma 18222. Nætuz
og helgidagavarzla 18236.
Upplýsingaþjónusta AA samtak
anna, Hverfisg. 116, simi 16373.
Opin alla virka daga frá kL 6-7
Orð llfsins svarar 1 sima 16066.
I.O.OF. 7 = 147124*H =
I.O.O.F. 9 = 1474138(4 =
Ixl HELGAFELL 59664137 IV/V. 3
sá ég merki um fornaldarárbotn,
gríðarstóran, í 120 metra hæð,
allan hlaðin vatnsnúnu grjóti,
rauðu að ofanverðu, þar sem
næsta hraunlag hafði lagst yfir.
Enginn veit, hvert sú ógnarell-
ur hefur runnið eða hvaðan
komið, en víst er um það að
aldaraðir er síðan þetta var, og
engar sögur til um. Hrafna-
standur heitir grasivaxinn hjalli
mitt í klettunum .Þangað fór ég
og naut dýrðlegs útsýnis út yfir
allan Hvalfjörð. Fýllinn, sem á
síðari árum hefur haslað sér
hreiðurbyggð þarna í klettunum,
sýndi frábært svififlug allt í
kringum okkur, og yfirleitt býr
maður lengi að svona sjón.
Storkurinn: Ég get ekki ann-
að en samglaðst þér, maður
minn, og svona ættu fleiri að
gera. Náttúran er raunar væn-
legust, þegar öllu er á botninn
hvolft, að veita mönnum unað
og yndi, og með það var stork-
urinn floginn upp á Garðskaga-
vita, en þar í grennd er margt
skemmtilegt að skoða.
Blöð og tímarit
ÆSKAN, 3. tbl. 1966 er komið
út, afar jölbreytt að vanda,
myndum prýtt. Skemmtileg grein
er um keisaramörgæsina á
Suðurheimskautslandinu.
Sagan af Hróa hetti, Siðvenj-
ur og hjátrú, með mynd af
Eskimóa, Sagan af Sívert sterka
og litla sagan aí þrælunum
tveimur. Ævintýri Buftfaló Bill,
verðlaunagetraun, framhaldssag
an aí Davíð Copperfield, Ljóti
andarunginn eftir H.C. Andep-
sen með myndum etftir Disney,
sumarævintýri Danna eftir Hildi
Ingu, Gæfuspor. kvæði eftir Pét-
ur Sigurðsson, Harpa vinkona
mín, Handavinnuhornið, grein
um Kærleiksbandið nr. 66, og
Anna Kristín Gunnlaugsdóttir
skritfar um að vera öðrum til
fyrirmyndar. Fjöruferðin etftir
Jón afa, skipamynd, Esperantó,
mynd af The Hollies, Kvöld-
þvotturinn, grein um fiskabúr
og kvikmyndastjömur, kynning
á þríþraut Æskunnar, sméþætt-
ir atf ýmsu tagi prýða ritið með
mörgum myndum, frímerkjaþátt
ur, fræðsluþáttur um heimilis-
störf, fróðlegur kafli um Flug,
Muncbihausen barón, Spurningar
og svör, myndasögur í úrvali og
yfirleitt er Æskan svo fjöíbreytt
að etfni og skemmtileg að frá-
gangi að furðu sætir, og ber
ritstjóra sínum Grími Engil-
berts fagurt vitni. Vaíasamt er,
hvort nokkum tímann hefur
komið út skemmtilegra barna-
blað á íslandi. Æskan er 40
síður að stærð, hvert blað, mán-
aðarlega. Árgangurinn kostar
175 krónur. Utanáskriftin er
Æskan, pósthólf 14, Reykjavík.
VÍSUKORIM
Illustað á útvarpsumræður.
Hæstvirtur asninn, hann er að
ljúga,
en hlustaðu barasta vinur á mig.
Það sem ég segi er satt máttu
trúa,
svo vil ég gera hreint allt fyrir
Þig-
Ég fer nú þessa, en hinn ætlar
hina
hvorug er greiðfær, við reynum
nú samt.
Gengjum við leiðirnar grýttar
til vina,
gætum við komið að
markinu jafnt.
Verst yfir álið og kísi'l að klotfa
Hvalfjörðin, Minkinn og
rótsterkan bjór
í austrinu mætt hann nú eitthvað
ti‘1 rofa
á gerist kaldinn , vestri hann
fór.
Hlustandi.
sá NÆST bezti
Kolbeinn Sigurðsson í Seli var ákaíamaður við vinnu, enda
varð hann vel fjáður.
Hann stóð einu sinni að slætti með konu sinni, Ingigerði, sem
var þá ólétt og komin að fallL
Allt í einu segir hún:
„Nú kenni ég mín, Kolbeinn. Þú verður að fara og sækja yfir-
setukonuna".
„Sjálfsagt", segir Kolbeinn, „en heldurðu, að þú getir ekki
icroppað ögn á meðan?“