Morgunblaðið - 13.04.1966, Page 8
8
MORCUHBLADID
Miðvikudagur 13. aprxl 1966
14 mál rædd á þingfundum í gær
Gylfi Þ. Gíslason menntamála-
málaráðherra maelti fvrir tveim-
ur frumvörpum í neðri deild í
gær. Voru það frumvörpin um
Stýrimannaskólann í Reykjavík
og um útvarpsrekstur ríkisins.
Eru þau bæði komin frá efri
deild. Var báðum frumvörpunum
vísað til 2. umræðu og mennta-
málanefndar.
Umferðarlög
Jóhann Hafstein dómsmálaráð-
herra mælti fyrir frumvarpinu
um breytingu á umferðarlögun-
um. Einnig það frumvarp hefur
hlotið afgreiðslu efri deildar.
Ráðherra gat þess að í nóv. 1963
hefði þáverandi dómsmálaráð-
herra skipað nefnd til rannsókna
á umferðarslysum. Þessi nefnd
hefði verið boðuð til fundar í
haust og hefði þá komið fram, að
hún væri ekki tilbúin að skila
áliti. Hefði nefndin, samkvæmt
sinni ósk, þó lagt fram bráða-
birgðaálit og væru tillögur þær
er fram kæmu í frumvarpinu
byggðar á því. Með frumvarpinu
hefði verið lagt til að gefin yrðu
út tvenns konar ökuskírteini,
annað væri til bráðabirgða og
gilti í eitt ár, en siðan kæmi
til fullnaðarskírteini er gilti í
fimm ár. Að tillögu dómsmála-
ráðuneytisins hefði síðan alls-
herjarnefnd efri deildar breytt
þessum ákvæðum þannig, að
fullnaðarskírteini yrði látið
gilda í 10 ár, fram að 60 ára
aldri, en í 5 ár eftir það.
Frumvarpinu var að lokinni
ræðu ráðherra vísað til 2. um-
ræðu og allsherjarnefndar.
Tollskrá
Magnús Jónsson fjármálaráð-
herra mælti fyrir því frumvarpi
í neðri deild, en það hefur hlot-
ið afgreiðslu efri deildar. Rakti
ráðherra efni frumvarpsins, sem
miðar að því að tollar á húsum
og húshlutum verði lækkaðir, og
gerðar verði nokkrar breytingar
til samræmingar á núgildandi
tollskrá. Var frumvarpinu síðan
vísað til 2. umræðu og fjárhags-
nefndar.
Hægri handar umferð
Frumvarpið um hægri handar
umferð kom til 3. umræðu í neðri
deild í gær. Tók þá dómsmála-
ráðherra, Jóhann Hafstein, til
máls og sagði að í 12. grein frum
varpsins væri gert ráð fyrir því,
að skattur sá er leggja ætti á
bifreiðir til að standa straum af
breytingum, yrði lagður á í
fyrsta sinn á þessu ári . Hins
vegar hefði tollstjóri upplýst að
þessu yrði tæplega við komið nú,
þar sem bifreiðaskattur væri
fallinn í gjalddaga og hefði marg
ir lokið við að greiða hann. Þar
sem ekki væri hægt að inn-
heimta skattinn í ár, kæmi tvennt
til álita. Að jafna honum niður
á þrjú næstu ár, eða innheimta
hann á árunum 1967—1970. —
Lagði ráðherra til, að málinu
yrði aftur skotið til allsherjar-
nefndar og hún kannaði hvað
gera skyldi. Var umræðu síðan
frestað og málinu vísað aftur
til nefndarinnar.
Framkvæmdasjóður fslands
Jónas G. Rafnar mælti fyrir
meirihluta áliti fjárhagsnefndar,
sem leggur til að frumvarpið
verði samþykkt. Einnig mælti
| Jónas fyrir breytingu er nefnd-
in leggur til að gerð verði við
frumvarpið þess efnis að ef
Framkvæmdasjóður telur nauð-
syn bera til að veita lánsfé til
þarfa, sem ekki falla undir starfs
svið neins fjárfestingalánasjóðs,
þá skuli honum heimilt að lána
það öðrum lánastofnunum, er
annist endurlán. Sagði fram-
sögumaður, að með þessum við-
auka væri komið í veg fyrir, að
atvinnugreinar, sem fengið
hefðu fyrirgreiðslu í Fram-
kvæmdabankanum, yrðu afskipt-
ar eftir þá skipulagsbreytingu
sem frumvarpið gerði ráð fyrir.
Væri þar átt við þann atvinnu-
rekstur, sem hefði ekki beinan
aðgang að lánum úr starfandi
fjárfestingalánasjóðum. Að lok-
inni ræðu framsögumanns var
umræðu um málið frestað, þar
sem minnihluti nefndarinnar var
ekki tilbúinn með álit sitt.
Vélstjóranám
Axel Jónsson mælti fyrir áliti
menntamálanefndar neðri deild-
ar í málinu. Gat hann þess, að
er um málið hefði verið fjallað
í efri deild hefðu verið gerðar
á þvi nokkrar breytingar. Þá
hefði verið leitað umsagnar um
frumvarpið frá nokkrum aðilum,
sem allir hefðu mælt með sam-
þykki þess. Axel sagði, að meg-
imtilgangur frumvarps þessa
væri að skapa grundvöll að hag-
felldara vélstjóramenntun og
gera mönnum auðveldara að afla
sér hennar með það að markmiði,
að vélstjórastéttin gæti í fram-
tíðinni leyst ört vaxandi verk-
efni, er að kölluðu. Meginbreyt-
ingar frumvarpsins væru þrjár.
í fyrsta lagi væri gert ráð fyrir
að Vélskóli íslands skuli verða
eini skólinn, er veiti vélstjóra-
menntun. í öðru lagi væri gert
ráð fyrir að skipta náminu nið-
ur í fjögur afmörkuð námsstig,
sem hvert um sig veitti sérstök
atvinnuréttindi og í þriðja lagi
yrði inntökuskilyrði skólans
rýmkuð og slitin yrðu tengsl
milli járniðnaðar og vélstjóra-
náms. Frumvarpsgreinarnar voru
síðan samþykktar og málinu vís-
að til 3. umræðu.
Lánasjóður sveitafélaga
Guðlaugur Gíslason mælti fyr-
ir áliti heilbrigðis- og félagsmála
nefndar neðri deildar um það
mál, en nefndin varð sammála
um að mæla með samþykkt þess.
Sagði Guðlaugur, að í fýrra hefði
verið lagt fram frumvarp um
sama efni, en það hefði ekki hlot
ið afgreiðslu þá. Nú væru tvær
breytingar gerðar á frumvarp-
inu. í frumvarpinu er lagt var
fram í fyrra hefði framlag ríkis-
sjóðs til sjóðsins verið ákveðin
upphæð, en nú væri gert ráð
fyrir að árlegt framlag ríkissjóðs
skyldi vera samkvæmt ákvörð-
un í fjárlögum. Þá væri einnig
nú gert ráð fyrir að stjórn sjóðs-
ins skyldi vera skipuð 5 mönn-
um í stað 7, sem frumvarpið
gerði ráð fyrir í fyrra. Að lok-
inni ræðu Guðlaugs var málinu
vísað til 3. umræðu.
Einnig komu til umræðu í
neðri deild frumvarpið um áfeng
islög og frumvarp um sölu varp-
hólma og selllátra fyrir Ljótunn
arstaðalandi. í umræðu um fyrr-
nefnda málið tóku þátt í þeir
Einar Olgeirsson og Sigurvin
íbúð óskast
Vil taka á leigu góða 3ja herb. íbúð.
Þorvarður Elíasson, viðskiptafræðiugur.
Sími heima 14826, sími í vinnu 21776.
Einarsson, en rnnræðu var síðan
frestað.
í efri deild voru þrjú mál á
dagskrá og voru öll tekin til
umræðu. Eggert G. Þorsteinsson
sjávarútvegsmálaráðherra mælti
fyrir stjórnarfrumvarpinu um
smíði síldarleitarskips. Var þvi
máli síðan vísað ti 12. umræðu
og sjávarútvegsnefndar. Frum-
varpið um skógrækt kom til 3.
umræðu og var afgreitt sem lög
frá Alþingi.
Sveinn Guðmundsson mælti
síðan fyrir áliti meirihluta iðn-
aðarnefndar um stjórnarfrum-
varpið um Iðnlánasjóð. Hefur
það frumvarp hlotið gfgreiðslu
neðri deildar. Framsögumaður
sagði nefndina sammála um að
mæla með samþykkt frumvarps-
ins, en einstakir nefndarmenn
áskildu sér rétt til að flytja breyt
iingartillögu. Helgi Bergs mælti
fyrir breytmgartillögu er hann
flytur og fjallar um að framlag
rikissjóðs til sjóðsins verði auk-
ið. Var sú tillaga felld við t-
kvæðagreiðslu og frumvarpinu
síðan vísað til 3. umræðu.
Ný mál
í gær var lagt fram nefndar-
álit frá allsherjarnefnd um til-
lögu til þingsályktunar um 18
ára kosningaaldur. Mælir nefnd-
in með samþykki tillögunnar
með þeim breytingum, að hún
orðist svo:
Alþingi ályktar, að gerð skuli
athugun á þvi, hvort ekki sé
tímabært og æskilegt að lækka
kosningaaldur og að jafnframt
verði endurskoðaðar aðrar ald-
urstakmarkanir laga á réttind-
um unga fólksins. Athugun þessa
skal gera sjö manna nefnd, kos-
in af Alþingi. Nefndin kýs sér
sjálf formann. Nefndin skal skila
áliti svo snemma, að unnt verði
að leggja niðurstöður hennar fyr
ir reglulegt Alþingi 1966.
Hafnarfjörður
TIL SÖLUj
2]a herb. íbúð
í sambýlishúsi
Bílskur fylgir
Skip og fasteignir
Austurstræti 12. Simi 21735
Eftir lokun sími 36329.
Hafnarfjörður
TIL SÖLU M.A.:
4ra herb. miðhæð í steinhúsi.
Bílskúrsréttur. Útb. kr. 600
þús.
6 herb. efri hæð í steinhúsi.
Teppi á stofum. Bílskúr í
kjallara. Útb. milljón.
3ja herb. jarðhæð í miðbæn-
um. Útb. 300 þús. Laus 14.
maí.
Einbýlishús í Vesturbænum.
Stærð um 90 ferm.
4 herbergi á hæð. Eitt herb.
í kjallara. Möguleiki á að
innrétta tvö herb. í risi.
Útb. 650 þúsund.
4ra herb. miðhæð í Garða-
hreppi. Teppi á stofum. Bíl-
skúrsréttur. Útb. 450 þús.
Guðjón Steingrímsson, hrl.
Lmnetsstíg 3 — Hafnarfirði.
Sími 50960.
Kvöldsími sölumanns 51066.
Til sölu
2ja herb. 65 ferm. íbúð á 1.
hæð við Kaplaskjólsveg.
íbúðin er með vönduðum
innréttingum og góðum
teppurn.
2ja herb. íbúð á 1. hæð I nýju
húsi við Bergstaðastræti.
1 ibúðina vantar aðeins eld-
húsiimréttingu og klæða-
skáp. Öll sameign fullfrá-
gengin, sérhitaveita.
2ja herb. íbúð á 1. hæð í stein
húsi við Baldursgötu. Mjög
góð hitaveita.
3ja herb. góð íbúð í háhýsi
við Ljóeheima.
3ja herb. íbúð á 1. hæð við
öldugötu.
2ja og 3ja herb. nýstandsettar
Ibúðir á ýmsum stöðum í
toænum. Útborgun um 2-300
þúsund.
IBÚÐIR OG HÚS
I SMÍÐUM:
Einbýlishúsið Aratún, 130 fm.
Húsið er rúmlega tilbúið
undir tréverk.
Einbýlishús við Hrauntungu
selst fokhelt og múrhúðað
að utan.
Raðhús við Bræðratungu selst
tilbúið undir tréverk. Hag-
stætt verð.
5 herb. skemmtilegar íbúðir
við Framnesveg seljast til-
toúnar undir tréverk, sér-
hitaveita. Aðeins tvær íbúð-
ir eftir.
2ja—6 herb. íbúðir í smíðum
við Hraunbæ. íbúðirnar
seljast tilbúnar undir tré-
verk. — Athugið að sumar
4ra—6 herb. íbúðirnar eru
sérstaklega skemmtilegar
endaíbúðir og eru á annarri
og þriðju hæð. — Teikning-
ar og uppl. um ibúðirnar
eru fyrirliggjandi á skrif-
stofunnL
Fasteignasala
Sigurftar Pálssonar
byggingameistara og
Cunnars Jónssonar
lögmanns.
Kambsvegi 32.
Símar 34472 og 38414.
TIL SÖLLs
Tvær fimm
herb. fok-
heldar íbúðir
á 1. hæð viðl
Hraunbæ
Skip og fasteignir
Austurstræti 12
Sími 21735, eftir lokun 36329.
SÖLU
2 herb. ibúð
ásamt I herb.
í kjallara
við Rauðarárstig
Ólafut*
t»oi*grftr«*sori
W/BBTARÉTTAm-ÖGMA*>U(t
Fasteigna- og verðbrétaviðskifti_
Austurstraöti 14. Sími 21785
að íbúðuim af öllum stærð-
um. Einnig að hæðum og
einlbýlishúsum. 1 mörgum
tilfellum mjög jjjóðar út-
borganir.
2ja herb. lítil íbúð í vestur-
borginni. Útb. kr. 200 þús.,
sem má skipta.
3ja herb. góð kjallaraíbúð í
vesturborgmni.
3ja herb. íbúð í viðbyggmgu
við Bergstaðastræti. Nýleg-
ar innréttingar, allt sér.
Útb. kr. 375 þús.
4ra herb. nýleg íbúð, rétt við
Goðahúsin í vesturborginni.
Suðursvalir, sérhitaveita.
Einbýlishús 110 ferm. við
Breiðholtsveg með 4ra herb.
íbúð vel byggt og nýmálað.
Stór bílskúr, stór lóð.
L veðréttur laus. Góð kjör.
ÁiMENNA
FASTEIGMASAUH
UNDj^GATAa^SlMMima
Til sölu
4ra herb. hæð í nýlegu stein-
húsi í Ytri-Njarðvík. Æski-
leg skipti á íbúð í Rvik eða
Kópavogi.
5 herb. hæð í Hlíðunum.
190 ferm. uppsteypt einibýlis-
hús í Kópavogi, bílskúr.
KVQLPjíMI 40647
Hverfisgötu 18.
Sími 14160 — 14150
77/ sölu:
Endaíbúð á 1. hæð við Klepps
veg, 106 ferm., í smíðum,
tvöfalt gler í gluggum og
öll sameign fullfrágengin.
Stór sameign í kjallara.
2ja herb. íbúð nýstandsett við
Hverfisgötu í steinhúsi,
svalir í suður, fallegt útsýni.
Útb. 350—400 þús.. Laus
strax.
3ja herb. góð kjallaraíbúð við
Karfavog, hitaveita, góðar
geymslur. Útb. 400—450
þúsund. Góð lán á eftir-
stöðvunum.
4ra herb. góð risíbúð við Háa-
gerði.
3ja herb. kjallaraíbúð við
Rauðarárstíg. Útb. 350—400
þús.
4ra herb. íbúð á 2. hæð, 95
ferm., við Njörvasund, —
teppalögð, vel frá .gengin.
Útb. 450—500 þúsund.
4ra herb. íbúð í Hafnctrfirði
á 2. hæð, 105 ferm., í ný-
hyggðu húsi, allt sér.
Ný 140 ferm. glæsileg hæð við
Lindarbraut, allt sér.
Mjög gott einbýlishús við
Heiðargerði, bílskúr, stór
lóð.
GÍSLI G ÍSLEIFSSON
hæstaréttarlögmaður.
JÓN L. BJARNASON
fasteignaviðskipti