Morgunblaðið - 13.04.1966, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvlkudagur 13. apríl 1966
f
S-Vietnam:
Borgarastyr jöld framundan?
Jeppa í eigu lögreglunnar í Sagan, er velt á götu í höfuð borginni. Stúdentar stóðu að
flestum skemmdarverkum þeim, sem unnin voru.
U M páskana, og reyndar
allt frá því um miðja síð-
ustu viku, hefur ákafur
órói verið í Suður-Vietnam.
Hefur víða horft til mikilla
vandræða fyrir stjórn
landsins og Ky, forsætis-
ráðherra.
Margvíslegar kröfur um
breytta stjþrnarhætti hafa
verið settar fram. Þess hef-
ur verið krafizt, að endi
verði bundinn á styrjöld
þá, sem nú hrjáir lands-
menn, gengið verði til kosn
inga í landinu og Banda-
ríkjamenn hverfi á brott.
Þær raddir, sem sett hafa
fram þessar kröfur, hafa
verið háværar, þótt eng-
inn geti sagt, hver hugur
allrar alþýðu er til ein-
stakra þeirra.
Ástandið hefur, eins og
áður segir, verið verst í
norðurhluta landsins, og
má segja, að þar hafi sums
staðar ríkt umsátursástand.
Ekki hefur þó komið til
stóralvarlegra átaka eða
bardaga, en enginn getur
sagt um það með neinni
vissu, hve lengi stjórn Ky
heldur velli.
Þar eð blöð hafa ekki komið
út um helgidagana, þykir
Mbl. rétt að rifja hér upp
stuttlega, hvað gerzt hefur
síðustu dagana í S.-Vietnam.
Fara hér á eftir stuttar frá-
sagnir, sem lýsa ástandinu
dagana 5. til 10. apríl.
>f
5. apríl
Er leið að kvöldi, tilkynnti
Ky, forsætisráðherra, að hann
hefði horfið frá þvi ráði að
beita hervaldi í Da Nang, í
norðurhluta landsins, þar sem
ríkt hefur umsáturástand. Áð-
ur ha/fði Ky sagt, að greinilegt
væri, að borgin væri í hönd-
um kommúnista, og yrði að
„frelsa“ hana með vopnavaldi.
Flaug forsætisráðherrann
aftur til höfuðborgarinnar,
Saigon, þótt hann hefði, þá
um daginn, gefið út tilskip-
an urn, að 3.300 manna her-
lið skyldi sent til Da Nang.
Vart hafði Kay þó beðizt
afsökunar á því að hafa sagt,
að Da Nang væri í höndum
kommúnista, er leiðtogar hers
ins í Hue snerust gegn hon-
um.
>f
6. apríl
Þær ráðstafanir, sem Ky,
forsætisráðherra, gerði í gær,
og hann vonaðist til að yrðu
til að draga úr deilum í norð-
urhluta landsins, hafa greini-
lega ekki borið árangur.
í dag samþykkti Ky, að
herlið það, 3.300 manns, sem
hann hafði áður sent til Da
Nang, skyldi kvatt á brott
þaðan.
Samtímis lýsti Ngyuen Van
Thieu, hershöfðingi, því yfir,
að þegar hefði verið hafizt
handa um frunldrætti að
nýrri stjórnarskrá, og yrði
reynt að hraða eftir föngum
undirbúningi almennra kosn-
inga í landinu, þótt vart yrði
hægt að efna til þeirra á
næstunni. Hélt hann því fram,
að un'dirbúningur myndi taka
allt að fimm mánuði.
Thieu gaf yfirlýsingu þessa
á fundi í Saigon, en Búddist-
ar, sem margsinns hafa látið
til sín taka í innanríkismál-
um landsins að undanförnu,
sóttu ekki fund þennan. Er
haft eftir áreiðanlegum heim-
ildum, að þeir óski nú þess
eins, að stjórnin segi af sér.
X-
7. apríl
Bandaríska stjórnin til-
kynnti í dag, að hún hefði
ákveðið að fækka í herliði
sínu í Evrópu um 15.000
menn. Er hér um að ræða sér-
þjálfað lið. Verða mennirnir
sendir til Bandaríkjanna á
næstu mánuðum.
Mun ætlunin, að hermenn
þessir aðstoði við þjálfun
hers, sem síðar kann að verða
sendur til S-Vietnam, gerist
þes þörf.
Tilkynnt var í Saigon í dag,
að leiðtogar Búddista hefðu
gefið út tilkynningu, þar sem
segir, að þeir muni hætta við
andstöðu við stjórn Ky, um
stundarsakir a.m.k. Þrátt
Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu
gengu hundruð stúdenta um
Saigon í dag, og kröfðust
þess, að núverandi ráðamenn
landsins segðu tafarlaust af
sér.
>f
9. apríl
Til alvarlegra átaka köm í
Saigpn' í gær, föstudaginn
langa. er hópar stúdenta lögðu
til atlögu við bandaríska her-
menn og herlið stjórnarinnar.
Beittu stúdentarnir skotvopn-
um, handsprengjum og öðr-
um vopnum.
Talsmenn stjórnarinnar
sögðu í dag, að éstandið
væri líkast því, að flugumenn
Viet Cong stæðu að baki
stúdentum, og sk'ipulegðu að-
gerðir þeirra.
X-
10. apríl
Enn ríkir mikil órói eftir
bardagana ,sem geisuðu í
Saigon í gær og fyrradag, er
aldrei áður hefur komið til
meiri eða hættulegri átaka í
borginni, síðan stjórn Ky, hers
höfðingja, tók við völdum.
Margir hafa særzt í átök-
unum. bæði Bandaríkjamenn
og óbreyttir borgarar.
Gráklæddir múnkar hafa
farið í fararbroddi, og nvatt
stúdentana til hryðjuverka.
>f
11. apríl
Leiðtogar Búddatrúar-
manna ventu í dag kvæði sinu
í kross, og létu að því liggja,
að blóðug borgarastyrjöld
myndi skella á landinu, segði
stjórnin ekki af sér þegar í
stað.
Samtök Búddatrúarmanna
gáfu í gær út sérstaka yfir-
lýsingu, þar sem segir, að
ekki sé lengur hægt að bera
neitt traust til stjórnar Ky.
Var þess krafizt, að bráða-
birgðaistjórn yrði látin taka
völdin, þar til hægt verður
að efna til kosninga um allt
landið.
Talsmenn Bandaríkjahers í
S-Vietnam hafa látið í ljós
ótta um, að leiðtogar Búdda-
trúarmanna. sem eru öflugir,
kunni að gera samning við
Viet Cong, og reyna þannig
að binda enda á styrjöldina.
Engin staðfesting hefur þó
fengizt á orðrómi þessum.
Hér fer á eftir stutt yfirlit
yfir ástandið í S-Vietnam,
eins og fréttamaður Associa-
ted Press, John M. Hightover,
lýsir því í frétt í gær, þriðju-
dag.
Bandarískir ráðamenn eru
heldur vondaufir um, að þeir
geti á nokkurn hátt stuðlað að
því, að fullkomin ró komizt
aftur á í S-Vietnam.
Haft er eftir áreiðanlegum
heimildum, að þeir ráðamenn
Bandaríkjahers, sem nánust
afskifti hafa af styrjöldinni í
Vietnam, séu nú margir
þeirrar skoðunar, að verði
ekki gerbreyting á innanlands
ástandinu innan skamms,
verði aðeins um tvo kosti að
ræða.
Annað hvort verði Banda
ríkjaher að taka málin í
eigin hendur, og stilla til
friðar.
eða Bandarikjastjórn
verði að kalla herlið sitt
heim frá Vietnam, og hætta
þátttöku í styrjöldinni við
skæruliða Viet Cong.
Vonir ráðamanna um, að
ástandið í S-Vietnam breyt-
ist til batnaðar, byggjast fyrst
og fremst á því, að vitað er
að leiðtogar Búddista eru í
eðli sínu andkommúnískir.
Þótt ástandið sé alvarlegt,
þá herma ráðamenn, að styrj-
öldin gegn Viet Cong beri
enn mikinn árangur. George
Batl, varautanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði þannig
í sjónvarpsræðu á páskadag,'
að ástandið sé ekki þess eðlis,
að „til neinna sérstakra ráð-
stafana þurfi að grípa, svo
lengi sem það hafi ekki áhrif
á sjálfa styrjöldina".
í þessu felst þó ekki raun-
verulega annað, þótt nokk-
urrar bjartsýni gæti í orðum
ráðherrans, en, að ástandið
megi ekki versna, svo að
neinu nemi. Óvissan er því
fyrir hendi, meðan enn geng-
ur til á þann hátt í S-Viet-
nam, sem verið hefur undan-
farnar vikur.
Studentar kveikja í mótorhjóU á ffötu í Saigon. Maðurinn, sem sézt til vinstri á mynd-
inni, heldur á logandi spýtu, er hann fleygði síðan inn um glugga skrifstofubyggingar.
>«