Morgunblaðið - 13.04.1966, Page 17
/ MiSvIkuðagur 13. apríl 1966
MORGU NBLAÐIÐ
17
Sagan af Signý og Hag
baröi kvikmynduð hér
1 SUMAR verður tekin hér á
landi norræn stórmynd, sem
hyggð er á sögunni um Hagbarð
o.g Signý. Hér á landi var af
þessu tilefni staddur hinn kunni
danski leikstjóri Gabriel Axel,
en hann mun stjórna tökunni, en
aðstoðarleikstjóri verður Bene-
dikt Árnason leikari.
Á fundi með fréttamönnum sl.
mánudag skýrðu Gabriel Axel
og Benedkt frá helztu atriðum í
samibandi við myndatökuna.
Áætlað er að kvikmyndun
hefjist 13. júlí n.k. og standi í
6 vikur, ef veður og aðrar að-
stæður hamla ekki. Leikarar
verða alls 15, þar af 3-1 íslenzk-
ir en aðrir leikarar verða nörsk-
ir danskir og sænskir, nema Hag-
barður, en Rússi mun verða feng
inn til að fara með hlutverk
hans, þar eð ekki hefur tekizt að
finna norrænan leikara í það
hlutverk. í>á verða 20 statistar
sem allir verða íslenzkir og að
lokum 30 gráir íslenzkir gæð-
ingar. Allar útimyndirnar verða
teknar hér á landi, en inniatriði
í kvikmyndaveri Bonniers í
Stokkhólmi. Það eru kvikmynda
félögin ASA film studio í Dan-
mörku, Bonniers í Stokkhólmi
og Edda film á íslandi sem
standa að kvikmyndatökunni.
Gaforiel Axel er mjög kunnur
leikstjóri, og hefur m.a. stjórnað
töku tíu kvikmynda og 40 sjón-
varpsþátta. M. t.d. nefna Para-
dísareyjuna sem hér var sýnd
fyrir tveim árum við miklar
vinsældir, svo og „Paradís fyrir
tvo“ o. m. fl.
Gabriel sagði að landslagið
hér væri sérlega vel fallið til
þessarar kvikmyndatöku, en
áherzla verður lögð á að litir
allir verði veikir og sem eðli-
legastir, en myndin á að vera
Framhald á bls. 31.
Við guðsþjónustustu í kirkju heilags Jóhannesar í Róm á skírdag þvoði Páll páfi VI. fætur 12
drengja til minningar um það, er Kristur þvoði fætur lærisveina sinna kvöldið áður en hann var
krossfestur.
Páskaboðskapur páfa:
Heimurinn þarfnast vizku
250.000 manns hlýddu á boðskap Páfa — þúsundir pílagríma
í Jerusalem — unglingar trufluðu kirkjufrið í Moskvu
- SÞ
Framhald af bls. 1.
ið að skipið ætti að fara með
farm sinn, 15 þúsund tonn af
olíu. Þegar skipið var stöðvað,
viðurkenndi skipstjórinn að ætl-
unin hafi verið að sígla til Beira.
Var því send um borð í olíuskip-
ið sveit sjóliða frá Berwiek, og
mætti hún engri mótspyrnu. Síð-
an var skipinu snúið við og siglt
suður á bóginn.
í gær tilkynntu grísk yfirvöld
að olíuflutningaskipið Ioanna V.,
sem liggur í Beira, hefði verið
strikað út af skipaskrám þar í
landi vegna komunnar til Moz-
ambiaue. En þegar skipið lagði
að bryggju í Beira, var Panama-
fáninn dreginn að hún, segja um
boðsmenn skipsins að ræðismað-
ur Panama í Beira hafi fallizt á
að skipið yrði skráð þar. Hafn-
arsvæðið í nánd við olíuskipið
hefur verið afgirt og hafður um
það öflugur lögregluvörður, en
engum fréttamönnum eða ljós-
myndurum heimilaður aðgangur.
Haft er eftir ábyrgum heimild-
um að verið sé að undirbúa lönd
un úr skipinu, enda liggur það
nú rétt við olíuleiðsluna til Rhód
esíu. Bent er á að olíuleiðslan sé
tíu tommu rör, en löndunardæla
skipsins sex tommur, og hafi
verið að útvega í dag tengil á
leiðslurnar frá Jóhannesarborg í
Suður-Afríku. Ekki hefur þetta
þó fengizt staðfest.
Talsmenn eigenda olíuskipsins
segja hins vegar að farið hafi
verið fram á heimild til að setja
á land hluta farmsins vegna
þess hve innsigling til Beira sé
grunn. Skipið komist ekki út frá
höfninni með fulllfermi eins og
nú stendur á straumi, og verði
jafnvel að bíða þar til í septem-
ber eftir stórstreymi.
Skipstjóraskipti?
Skipstjórinn, sem sigldi Io-
anne V. til Beira, Geiorge Vard-
inoyannis, lét af skipstjórn í gær,
mánudag, og hélt burt frá Beira
flugleiðis. í dag var skýrt frá
því að hann væri kominn til
Lourenco Narques í Mozam-
bique. Þar ræddi hann við frétta-
menn og kvaðst eiga frí frá störf-
um meðan skipið væri í höfn.
En í Beira var sagt að nýr skip-
stjóri hefði tekið við stjórn skips
ins. Heitir sá Gregorio Dimop-
poulos, og sé fregnin rétt er hann
þriðji skipstjórinn á Ioanna V. í
þessari sögulegu ferð.
Bróðir Vardinoyannis skip-
stjóra, Nicholas Vardinoyannis,
er umboðsmaður skipaútgerðar-
innar í Aþenu. Sagði hann í
blaðaviðtali þar í dag að næsta
skref eigenda væri þannig undir-
foúið, að Bretar gætu ekki aftrað
því að olían kæmist til Rhódesíu.
Ekki vildi hann skýra mál sitt
nánar, en, kvaðst njóta fulls
stuðnings Panamastjórnar, sem
hafi bent á að öllum skipum,
er sigla undir fána Panama, væri
heimilt að koma til Beira og
leggja farm sinn þar á land. —
Hann sagði að bann Sameinuðu
þjóðanna næði eingöngu til flutn
inga á olíu til Rhódesíu. Það
væri ekki hans mál. Skipið mætti
landa olíunni í Beira ,sem væri
á portúgölsku yfirráðasvæði, án
þess að með því væri hafnbann-
ið rofið.
í Durban
í dag kom olíuflutningaskipið
Manuela til Durban í Suður-
Afríku. Liggur skipið þar á ytri
höfninni, og er lítið vitað hvað
um það verður. Haft er eftir um-
boðsmanni skipsins þar að olían
verði sett á land í Durban og
komið þar fyrir í geymslu þar
til unnt reynist að flytja hana
til Rhódesíu. Vafasamt er þó að
takist að koma olíunni frá Dur-
ban eftir venjulegum leiðum til
Rhódesíu, því til þess þyrfti
heimild ríkisstjórnarinnar. Og
kunnugir telja að Verwoerd for-
sætisráðherra hafi í hyggju að
draga úr olíusölu til Rhódesíu
eftir samþykkt Öryggisráðsins.
Sama sinnis eru brezk yfirvöld,
sem telja að Verwoerd muni ekki
ganga í berhögg við samtök Sam
einuðu þjóðanna í þessu máli.
Hafnarstjórinn í Durban, C. A.
E. Deakin, sagði í dag að ef um-
boðsmenn Manuela óskuðu þess,
væri ekkert því til fyrirstöðu að
skipið leggðist að bryggju og
setti farm sinn á land í Durban.
Fengi skipið þar sömu af-
greiðslu og önnur olíuflutninga-
skip.
London, 12. apríl, NTB—AP.
• KRISTNIR menn um heim
allan héldu hátíðlega Páska með
guðsþjónustum og messusöng að
venju. Á Péturstorginu í Róm
hlýddu 250.000 manns páska-
boðskap og messusöng Páls púfa
VI. I Jerúsalem voru 25.000
manns við páskaguðsþjónustuna
við hina helgu gröf — og í
Moskvu gerðu þúsundir unglinga
aðsúg að kirkjugestum, er
hlýddu miðnæturmessu Alexis
patriarka í grísk kaþólsku Yelok
hovsky dómkirkjunni á Páska-
dagskvöld.
Páskahald og messusöngur i
Rómaborg náði hámarki á Páska
daginn sjálfan, er Páll páfi VI
flutti mannkyninu boðskap sinn.
Þar brýndi hann fyrir mönnun-
um að ganga brautir friðar og
mannkærleika. Hann sagði, að
þjóðir heims stæðu á vogarskál
stríðs og friðar. Annars vegar
væri leiðin fram á við og mögu-
leikarnir á nýjum og betri, rétt-
látari og friðsamlegri heimi,
hinsvegar leiðin aftur á bak, til
hinna gömlu sjónarmiða, er
byggðust á vopnabraki og
skammsýnum stjórnmálastefn-
um. Varaði páfi þjóðir heims við
pólitískum refskákum, einræðis-
stefnum, kynþáttastefnum, öfga-
fengnum þjóðernisstefnum og
stéttabaráttu, sem aðeins myndu
leiða til sundrungar og ófriðar.
Sagði páfi, að ófriðarhættan (
heiminum og skortur á samvinnu
þjóðanna vörpuðu skugga á
gleðiboðskap páskadagsins. Heim
urinn þarfnast vizku og upp-
fræðslu siðferðisstyrks og vonar,
sem aðeins trúin á Krist getur
veitt“, sagði Páll páfL
X-'
f kirkjum Jerúsalem tóku tug-
þúsundir manna þátt í messu-
söng. í hinni aldagömlu kirkju
við hina helgu gröf voru saman-
komnir um 25.000 manns, þar á
meðal þúsundir pílagríma hvað-
anæva að úr heiminum. Lög-
regla átti fullt í fangi með að
halda mannfjöldanum í skefjum,
einkum á laugardagskvöld, er
pílagrímar þyrptust æpandi inn
í kirkjuna til þess að verða sem
fyrstir til þess að kveikja á kert-
um sínum við hinn heilaga eld.
★ ★ ★
f Sovétríkjunum var víða
mikil kirkjusókn um páskana.
Aðalathöfnin í Moskvu fór fram
í grísk kaþólsku kirkjunni Yleok
hovsky, þar sem Alexei patriarki
Rússa söng miðnæturmessu, er
tók fjórar klukkustundir. Kirkj-
an var þéttsetin og höfðu kirkju-
gestir beðið lengi úti fyrir kirkj-
unni, áður en athöfnin hófst, til
þess að tryggja sér sæti. Sérstök
stúka var fyrir útlendinga og
sátu þar fjölmargir starfsmenn
erlendra sendiráða í borginni.
Hámark guðsþjónustunnar var
skrúðganga umhverfis kirkjuna,
sem er táknræn athöfn fyrir leit-
ina að hinum krossfesta kristi.
Fyrir göngunni fór patriarkinn,
lágvaxinn maður, 87 ára að aldri
og síðan prestar og djúknar og
aðrir kirkjunnar menn og báru
allir logandi kyndla og kerti.
Meðan á guðsþjónustunni
stóð höfðu u. þ. b. 5000 ung-
menni safnazt saman úti fyrir
kirkjunni og höfðu uppi mikla
háreysti sem stundum yfirgnæfði
messusönginn inni fyrir. Há-
marki náðu lætin meðan á skrúð
göngunni stóð. Voru þá sungin
dægurlög með gitarspili og síð-
hærðir unglingar dönsuðu og
hoppuðu eftir slætti kirkju-
klukknanna. Eftir að göngunni
lauk tvístraði lögregla hópnum.
Slík háreysti hefur oft verið
á páskum í Moskvu úti fyrir
kirkjum krisinni, en var með
allra mesta móti nú. Hafa yfir-
leitt staðið fyrir þeim unglingar,
en í skólum landsins er sérstök
áherzla lögð á að innræta nem-
endum trúleysi.
f Póllandi var um PáskahátW-
ina minnzt þess, að þúsund ár
eru liðin frá kristnitöku þar í
landi. Milljónir manna . sóttu
guðsþjónustur víðsvegar um
landið.
í Berlín var mikið um ferða-
lög milli Vestur- og Austurhluta
borgarinnar. Um 300.000 V-
Berlínarbúar heimsóttu ættingja
og vini í austurhluta borgarinn-
ar.
írar héldu hátíðlega Páska og
minntust þess jafnframt, að hálf
öld er liðin frá uppreisninni og
hinni blóðugu baráttu, er leiddi
til sjálfstæðis landsins.
Á Trafalgartorgi í London
komu 20.000 manns saman til
þess að mótmæla smíði og notk-
un kjarnorkuvopna.
‘10