Morgunblaðið - 13.04.1966, Síða 22

Morgunblaðið - 13.04.1966, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 13. apríl 196 Skíðalandsirtótið á ísafirði: Sigffiröingar fengu fimm meistara, en ísfirðingar fylgdu fast á eftir með f jóra wm y" ■' -» m - - - - SKflÐAMÓT tslands 1966, 31. í röðinni var sett á ísa- firði mánudagskvöldið 4. apríl á Silfurtorgi. Lúðrasveit ísafjarð ar lék fyrst nokkur lög, en síðan setti Björgvin Sighvatsson, vara- forseti bæjarstjómar mótið með stuttu ávarpi. Að því loknu var gengið undir fánum í kirkju og hlýtt messu Sigurðar Kristjáns- son, prófasts. Á þriðjudag hófst svo sjálft mótið með keppni í í 10 km ;J >ngu 17-19 ára. Á mið- vikudag var keppt í stökki, og göngu karla eldri en 20 ára, og norrænni tvíkeppni, og á fimmtu dag var keppt í stórsvigi karla og 10 km boðgöngu, en aftur á móti var stórsvigi kvenna, sem ennfremur átti að fara fram þenn an dag, frestað fram á páska- dag. Á föstudaginn langa var ekki keppt, heldur var þá hald- inn fundur Skíðasambands is- lands. En á laugardag var hófst keppni aftur, og þá keppt í svigi karla og kvenna, og á sunnu- dag, sem var sáðasti keppnis- dagurinn var keppt í 30 km göngu og sveitarsvigi. Síðar um daginn fór svo fram verðlauna- afhending og mótsslit í sameigin- legu hófi keppenda og starfs- manna, sem bæjarstjórn ísafjarð ar hélt í Góðtemplarahúsinn. Það voru Siglfirðingar sem hlutu flesta islandsmeistaratitl- ana eða fimm talsins, tsfirðingar fengu fjóra, Akureyringar tvo og Ólafsfirðingar einn. Mikill viðbúnaður. Mikill viðbúnaður var að hálfu ísfirðinga fyrir þetta mót, og einskis til sparað að það færi sem bezt fram, enda var mótið liður í afmælishátið ísfirðinga vegna 100 ára afmælis kaup- staðarins. Hvert einasta kvöld meðan keppnin stóð yfir var eitthvað til skemmtunar fyrir að komumenn og borgarbúa í sam- komuhúsum borgarinnar, og höfðu ýmsir kunnir skemmti- kraftar verið fengnir að frá höf- uðborginni til þess að sjá um skemmtiatriði, og á auglýsinga- spjöldum samkomuhúsanna, sem víða hafði verið komið fyrir í búðargluggum, mátti sjá nöfn eins og hinn landskunna, ómar Ragnarsson, gamanvísnarfingvar- ann, þjóðlagasöngvarana Jónas og Heimi, Rondotríóið frá Reykja vík, auk þess sem bæjarbúar ■Z. /' ~ ‘jt, P ,* * .-r-t ' ■ • . v íM.c' hiðlögðu líka sitt af mörkum, tvær danshljómsveitir, leikklúbb, er flutti gamanleik o. fl. o. fl. Og ómögulegt er að segja að ísfirðingar hafi þurft að kvarta undan því að ekki hafi verið vel sótt á skíðamótið. Hvert ein- asta laust herbergi í bænum var nú upptekið, og oft kostaði það mikil íheilabrot fyrir þá, sem sáu um mótið, að finna leiðir til þess að koma síðbúnustu gest unum fyrir á einhvern hátt. Fólk frá nálægum fjörðum streymdi til Isafjarðar til þess að njóta páskavikunnar þar, og fjölmarg- ir komu annars staðar frá. T.d. mun Flugfélag slands hafa flutt á fimmta hundrað manns frá Reykjavík og Akureyri til ísa- fjarðar fyrir páskana, og um fjögur hundruð manns munu hafa komið með Esjunni til ísa- fjarðar frá Reykjavík. Og svona mætti lengi telja. Fyrsti fslandsmeistarinn 1966. En srjium okkur nú að sjálfri keppninni. Keppni í 15 km göngu hófst á Tungubóli, neðarlega í Dagverðardal, og var genginn lítill hringur á Dagverðardal, og annar stærri í Tungudal, og þessi leið genginn tvívegis. Þegar gangan hófst var slydda, en breyttist í rigningu og hvass- viðri, þegar leið á gönguna. Af þeim ffökum varð færið breyti- legt, og yfirleitt fremur slæmt. 20 keppendur voru ræstir I keppnina. Gunnar Guðmundsson frá Siglufirði leiddi gönguna lengst af, en hann hafði rás- númerið 3. En undir lokin fór Þórhallur Sveinsson einnig frá Siglufirði fram úr honum og kom í mark sem hinn öruggi sigurvegari með tímann 1.22.14, sem er ágætur árangur miðað við aðstæður. Fimm keppendur hættu keppni, og í þeirra hópi vsu- íslandsmeistarinn frá í fyrra Kristján Guðmundsson frá ísa- firði. 1. Þórhallur Sveinsson S 2. Birgir Guðlaugsson S 3. Haraldur Erlendsson S 4. Trausti Sveinsson F 5. Gunnar Guðmunds. S 6. Gunnar Pétursson í Úrslitin í 10 km göngu ára urðu sem hér segir: 1. (4) Sigurjón Erlends. S 51,30 2. (2) Skarph. Guðmunds. S 53,02 3. (1) Magnús Kristjáns. 1 1:03,13 1:22.14 1:28.06 1:28.27 1:28.30 1:28.30 1:32.27 17-19 Sigursveit Isfirðinga í sveitasviginu: T.v. Samúel Gústafsson, Kristinn Benediktsson, Sigurðsson, íslandsmeistarinn í sviginu og alpatvíkeppninni, og Hafsteinn Sigurðsson. Árni 4. (3) Jón Stefánsson í 1:12,35 Keppendur í þessari grein voru aðeins fjórir og luku þeir allir keppni. Svanberg vinnur stökkið. Á miðvikudag var haldið inn í Hauganes, en þar átti að fara fram keppni í stökki eldri en 20 ára, svo og í stökki 17-19 ára, og loks stökkkeppni, sem var liður í norrænu tvíkeppninni. Veður var ágætt þegar keppnin hófst, logn og frostlaust. Fyrstur stökk Haukur Sigurðsson frá ísa- firði og náði hann 17,5 metrum, en lengsta stökkið í fyrstu um- ferð átti Sveinn Sveinsson Siglu firði eða 24,5 metra. Og hann átti einnig lengsta sKökkið í næstu umferð ásamt Birni Þór Ólafssyni frá Ólafsfirði, íslands- meistaranum í þessari grein í fyrra. En fast á eftir þeim kom svo Svanberg Þórðarson Ólafs- firði með 27 metra rétta, en í fyrstu umferð hafði hann stokk- ið 22,5 m. Þess vegna var þriðju umferðar beðið með nokkurri eftirvæntingu, því að ljóst var að sigurinn myndi hafna hjá einhverjum þessara þriggja. Fyrstur þeirra þriggja stökk Sveinn og náði hann 24 m. rétt- um. Þá var komin nokkur gola sem háði stökkmönnunum nokk- uð. Svanberg stökk næstur. Hann náði mikilli ferð í aðrennslinu, — og það fór kliður um mann- fjöldann, sem fylgdist með stökk inu, þegar Svanberg lenti loks fast við 27 metra markið. Og litlu síðar tilkynnti þulurinn að Svanberg hefði stokkið 27 metra rétta. Síðastur þeirra stökk svo Bjöm Þór, en honum gekk ekki eins vel — náði 24 metrum rétt um En nú áttu dómararnir, þeir Sigurður Jónsson, Helgi Sveins- son og Pétur Pétursson, eftir að bera saman bækur sínar og gefa stig fyrir stökkin. Féll dómur þeirra þannig að sigurvegari og íslandsmeistari 1966 varð Svan- berg Þórðarson JErá Ólafsfirði, hlaut 221.8 stig. Annars varð ifóð fimm fyrstu manna sem hér segir: 1. (6) Svanberg Þórðarson Ó 221,8 stig. 2. (4) Sveinn Sveinsson S 220.5 stig. 3. (11) Bjöm Þór Ólafsson Ó 209.6 stig. 4. (7) Þórhallur Sveinsson S 208,0 stig. 5. (5) Birgir Guðlaugsson S 196,5 stig. í norrænu tvíkeppninni, stökki og göngu, sigraði Þórhallur Sveinsson frá Siglufirði með tals verðum yfirburðum, og varð þetta því annar íslandsmeistara- titillinn sem hann hlaut. Fimm keppendur tóku þátt í keppn- inni, og varð röð þeirra sem hér segir: 1 Þórhallur Sveinsson S 194.80 Stökk st. 240,00 Göngu st. 434.80 Samtals 2 Haraldur Erlendsson S 196,00 Stökk st. 224.46 Göngu st. 420.46 samtals 3. Birgir Guðlaugsson S 193.20 Stökk st. 225,77 Glöngu st. 418,97 Samtals 4. Sveinn Sveinsson S 223,00 Stökk st. 194.85 Göngu st 417.85 Samtals 5. Haukur Sigurðsson I 192,70 Stökk st. 118,50. Göngu st. 311.20 Samtals I sfókki og norrænni tvíkeppni 17-19 ára var aðeins einn kepp- andi, Sigurjón Erlendsson frá Siglufirði, mjög efnilegur skíða- maður. Hann hlaut samtals 446,50 stig í norrænu tvíkeppn- inni en 206,5 stig samtals í stökk inu. Stórsvigið. Á skírdag var keppt í tveim- ur greinum, stórsvigi karla og boðgöngu, ,en stórsvigi kvenna sem einnig átti að fara fram þennan dag, var frestað fram á páskadag. Veður var ágætt til keppni, logn en sólarlaust að mestu. Einar Valur Kristjáns- son lagði brautina, en hún var 2650 metrar að lengd með 58 hliðum, og var hæðarmismunur- inn 640 metrar. Er þetta með allengstu brautum sem hér hafa verið lagðar, en hún hófst efst á brún Eyjarfjalls, lá niður f Seljarlandsdal, yfir veginn upp að skíðaskála þeirra ísfirðinga, og endaði á túninu við Seljaland, Til leiks í stórsviginu voru mættir 31 keppandi, þar á meðal allflestir okkar beztu svigmanna, en nokkrir höfðu þó forfallast á síðustu stundu vegna inflúenz- unni, sem hér gengur, og má þar nefna Jóhann Vilbergsson, Guðna Sigfússon og Þorberg Ey- steinsson. Ýmsar spár voru á lofti um það hver myndi hreppa sigurinn í þessari grein, en flestir hölluðust þó að því að það myndi verða Kristinn Bene- diktsson frá ísafirði, íslands- meistarinn frá tveimur undan- förnum Skíðamótum íslands. Það var Reynir Brynjólfsson frá Akureyri, sem fór brautina fyrstur. Hann keyrði mjög vel, og komst klakklaust í mark, enda fékk hann ágætan tíma eða 2 mínútur 12,34. Næstur í braut- inni var Hafsteinn Sigurðsson ísafirði, sem margir álitu mjög sigurstranglegan í þessari grein. Hann fór brautina af öryggi, en rennsli var hins vegar ekki eins gott hjá honum og Reyni, enda fékk hann talsvert lakari tíma. Þá var komið að ívari Sigmunds syni frá Akureyri. Hann náði strax mjög góðri ferð, þræddi hvert hliðið á eftir öðru af miklu öryggi, og hlekktist hvergi á. Fékk hann tímann 2:06,61, og engum keppendana, sem síðar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.