Morgunblaðið - 13.04.1966, Síða 23
Miðvikudagur 13. apríl 1966
MORGUNBLAÐIÐ
23
Mikill fjöldi fólks sótti skíðavikuna, sem tókst mjög vel
komu tókst að ná betri tíma.
Meira að segja Kristinn Bene-
diktsson, sem lór brautina án
þess að hlekkjast á fékk sjö
sekúndum lakari tíma, og hafn-
aði í fimmta sæti.
Röð sex fyrstu manna varð
sem hér segir:
1. fvar Sigmundsson A. 2:06,61
2. Reynir Brynjólfsson A. 2:12,34
3. Björn Olsen S. 2:13,25
4. Árni Sigurðsson í. 2:13,34
5. Kristinn Benediktss. í. 2:13,73
6. Hafsteinn Sigurðsson í. 2:21,49
' Þar sem maður stóð í hlíð
Eyrarfjalls og fylgdist með stór-
sviginu, mátti einnig sjá göngu-
mennina í tíu kílómetra boðgöng
unni, sem fór fram um sama
leyti, arka hvern kílómeterinn á
eftir öðrum frá Seljalandi, þar
sem rásmarkið var, og inn eftir
í Tungudal. Þar var keppnin
fyrst og fremst milli A-sveitar
Siglfirðinga og Fljótamanna.
Skarphéðinn Guðmundsson gekk
fyrstur fyrir Siglfirðinga en Guð
mundur Sveinsson fyrstur fyrir
Fljótamenn og Sigurður Sigurðs-
son fyrir ísfirðinga. Var lítili
munur á þessum þremur göngu-
mönnum, en Guðmundur reynd-
ist sterkastur undir lokin, og
kom fyrstur að marki, en sára-
lítill munur var á Skarphéðni,
sem kom annar, og á Sigurði. En
úr þessu fóru yfirburðir Sigl-
firðinga að koma betur í ljós,
Birgi Guðlaugssyni tókst að ná
forystunni úr höndum Fljóta-
manna, og Þórhallur Sveinsson
bætti enn við hana. Og að lok-
um kórónaði Gunnar Guðmunds-
son sigurinn með því að fá bezta
tímann í göngunni, eða 31 mín.
51 sek., og varð samanlagður tími
sveitarinnar 2.14.25. Aðrir urðu
Fljótamenn með 2:17.57 og þriðju
ísfirðingar A-sveit með 2:19.37.
Heimamenn hljóta fyrsta
meistara sinn
Á föstudaginn var ekki keppt,
eins og áður segir, heldur kom
Skíðaþing saman, og mun síðar
verða skýrt frá því í blaðinu. En
á laugardag var komið að þeirri
grein, sem beðið var með hvað
mestri eftirvæntingu, nefnilega
Sigríður Júlíusdóttir, Sigiu-
firði, í stórsviginu. en þar
hafnaði hún í þriðja sæti.
svigi karla. Það fór fram í Eyrar
fjalli nokkru ofan við skíðaskál-
ann. Var brautin 650 m löng með
64 hliðum, en hæðarmismunur-
inn 165 m. Veður var mjög gott
þegar keppnin hófst sól og logn,
og fylgdist mikill mannfjöldi
með keppninni í góða veðrinu.
ísfirðingar höfðu beðið svigs-
ins með mikilli eftirvæntingu,
því að miklir möguleikar voru á
því að þeir fengju þar fyrsta
íslandsmeistara sinn fyrst þeir
höfðu orðið af honum bæði í 15
km göngunni og í stórsviginu.
Stærstu vonir ísfirðinga voru
þeir Kristinn Benediktsson, ís-
landsmeístarinn 1965, Árni Sig-
urðsson og Hafsteinn Sigurðsson,
en skæðustu keppinautarnir voru
þeir Jóhann Vilbergsson, sem
hafði nú náð sér eftir inflúens-
una og Björn Olsen, báðir frá
Siglufirði, Svanberg Þórðarson
frá Ólafsfirði og þeir Reynir
Brynjólfsson og ívar Sigmunds-
son frá Akureyri.
Keppendur í sviginu voru 31,
og það var Árni Sigurðsson sem
fór brautina fyrstur. Hann fór
hana af miklu öryggi, og fékk
var keppnin mjög hörð og jöfn.
sex fyrstu manna varð þessi:
7) Kristján R. Guðmunds-
son í. 1:37,18 c
2. (13) Guðmundur Sveinsson F.
1:38,59
3. ( 4) Trausti Sveinsson F.
1:39,00
4. (15) Þórhallur Sxeinsson S.
1:41,04
5. (17) Gunnar Guðmundsson S.
1:41,49
6. (16) Haukur Sigurðsson í.
1:41,55
Um kvöldið hélt svo bæjar-
stjórn ísafjarðar kaffisamsæti
fyrir keppendur og starfsmenn
mótsins, og þar afhenti Einar
Ingvason, mótstjóri, sigurvegur-
unum verðlaunin, og farastjórn-
um flokkanna gripi til minning-
ar um mótið. Margar ræður
voru fluttar við þetta tækifæri,
m. a. þökkuðu fararstjórar flokk
anna ísfirðingum fyrir frábærar
móttökur og færðu skíðaráði ísa-
fjarðar gjafir. Að lokum þakk-
aði forseti bæjarstjórnar kepp-
endunum fyrir komuna, og sleit
mótinu. Lauk þar með Skíðamóti
íslands 1966, sem var í alla staði
Séð úr brekkunni þar sem svigið fór fram niður að hinum glæsilega skíðaskála þeirra ísfirðinga. | vel heppnað og ánægjulegt, og
kaupstaðnum til mikils sóma.
tímann 51,81. Næstu þrír kepp-
endur fengu allir lakari tíma, en
Björn Olsen, sem hafði rásnúm-
erið 4, náði hins vegar tímanum
51.68 og tók forystuna. Kristinn
Benediktsson var næstur í braut
inni. Hann fór hana af geysilegu
öruggi, og sýndi mikla yfirburði,
enda fékk hann lang bezta tím-
ann til þessa eða 50.00. Næstu
menn fengu allir lakari tíma, en
Hafsteinn Sigurðsson, sem hafði
rásnúmerið 9, náði næst bezta
tímanum eða 51.62, en þeir Jó-
hann Vilbergsson, Svanberg og
fvar, sem þóttu hvað líklegastir
til þess að skáka ísfirðingunum
þremur, duttu allir fremur illa,
og fengu talsvert lakari tíma.
Það virtist því sem það væri að-
eins Björn Olsen, sem gæti úr
þessu komið í veg fyrir ísfirzkan
sigur, en hann var eins og áður
segir með þriðja bezta tímann.
f síðari ferðinni fékk Árni
Sigurðsson tímann 53.80, en þeir
þrír næstu fengu allir nokkru
lakari tíma. Og þá var komið
að Birni Olsen. Hann fór braut-
ina af miklu öryggi og keyrði
mjög vel, og nú biðu allir með
miklum spenningi að heyra hver
tími hans hafði orðið. En hann
kom aldrei. Einhver mistök
höfðu orðið við tímatökuna, og
Björn varð að gjöra svb vel að
klífa aftur á brattann, og fara
þriðju ferðina. Björn fór hana
af mjög miklu öryggi að því er
manni virtist, og tíminn kom —
53.54. Þar með var Björn orðinn
fyrstur.
En það olli þó ísfirðingum ekki
svo miklum kvíða, því að bæði
Kristinn og Hafsteinn áttu eftir
að fara síðari ferðina. Kristinn
var á undan í röðinni, næstur á
eftir Birni Olsen. Hann fór
greitt framan af og af miklu
öryggi þræddi hann hvert hliðið
á eftir öðru. En — þegar hann er
kominn í miðja brekkuna missti
hann jafnvægið, datt illa, og
missti nokkrar dýrmætar sek-
úndur. Hann reis þó á fætur
aftur og hélt keppninni áfram,
en timinn var 60.35. Þar með var
sú von úti hjá ísfirðingum, en
þeir hugguðu sig við það að Haf-
steinn átti síðari ferðina eftir.
Hafsteinn hefur líka gert sér
grein fyrir því til hvers var
ætlazt af honum, því að hann
fór mjög geist af stað — og
kannski fullgeist — því að hann
datt tvívegis, og fékk talsvert
lakari tíma en Kristinn eða 65.60.
Þar með var allt útlit fyrir að
Björn Olsen yrði sigurvegarinn í
sviginu. En svo var þó ekki —
brautarverðirnir áttu eftir að
bera saman bækur sínar, og þá
kom í ljós að Björn hafði sleppt
einu eða tveimur hliðum. Hann
var því dæmdur úr leik, og Árna
Sigurðssyni dæmdur sigurinn.
Röð sex fyrstu manna varð
sem hér segir:
1. ( 1) Árni Sigurðsson í.
1. ferð 2. ferð Samt.
51,81 53,80 105,61
2. 2 ) Reynir Brynjólfsson A.
52,37 55,34 107,71
3. ( 3) Ágúst Stefánsson S.
53.56 55,04 108,60
4. ( 6) Kristinn Benediksson I.
50,00 60,35 110,35
5. (11) Svanberg Þórðarson Ó.
56,88 55,16 112,04
6. ( 7) Magnús Ingólfsson A.
54,61 57,51 112,12
Þegar úrslit voru orðin kunn í
sviginu, lá það ljóst fyrir hver
hafði orðið sigurvegari í alpa-
tvíkeppni karla (svig og stór-
svig) en það var Árni Sigurðs-
son, hann hafði hlotið fyrsta sæti
í sviginu og fjórða sæti í stór-
sviginu.
Röð sex fyrstu manna í alpa-
tvíkeppni varð þessi:
1. Árni Sigurðsson f.
Stórsvig Svig Samt.
32,96 00,00 32,96
2. Reynit Brynjólfsson A.
26.16 10,70 36,86
3. Kristinn Benediktsson í.
34,66 23,26 57,92
4. Svanberg Þórðarson Ó.
79,46 31,28 110,74
5. Hafsteinn Sigurðsson í.
69.56 54,94 124,5(0
6. Ágúst Stefánsson S.
116,10 15,10 131,20
Þennan dag fór ennfremur
fram keppni í svigi kvenna.
Keppendur voru sjö talsins, og
luku þær allar keppni. Hinn
öruggi sigurvegari varð Árdís
Þórðardóttir frá Siglufirði, og
sjást yfirburðir hennar bezt á
því að hún var tæpum 8 sekúnd-
um á undan stöllu sinni, Sigríði
Júlíusdóttur sem varð önnur.
Annars urðu úrslitin sem hér
segir:
1. ( 3) Árdís Þórðardóttir S.
1. ferð 2. ferð Samt.
45,26 44,90 90,16
2. ( 9) Sigríður Júlíusdóttir S.
49,31 48,23 97,54
3. ( 6) Jóna E. Jónsdóttir í.
52,51 52,27 104,78
4. ( 5) Hrafnhildur Helgad. R.
53,43 52,88 106,31
5. ( 4) Guðrún Sigurlaugsd. A.
58,76 54,92 113,68
6. (10) Karólína Guðmundsd. A.
58,86 59,72 118,58
7. ( 2) Marta B. Guðmundsd. R.
52,06 71,57 123,63
Sigurdagur fyrir ísafjörð
Páskadagurinn varð síðasti
keppnisdagurinn og var þá keppt
I sveitasvigi, stórsvigi kvenna og
30 km göngu. Það varð strax í
upphafi ljóst að baráttan um
sigurinn í sveitasviginu myndi
verða milli sveitar ísafjarðar,
sem tefldi fram þeim Árna Sig-
urðssyni, Hafsteini Sigurðssyni,
Samúel Gústafssyni, og Kristni
Benediktssyni, og sveitar Siglu
fjarðar, sem tefldi fram þeim Jó-
hanni Vilbergssyni, Ágústi Stef-
ánssyni, Sigurbirni Jóhannssyni
og Birni Olsen. Eftir fyrri um-
ferðina höfðu Siglfirðingar for-
ystuna með samt. 213.07 stigum,
en ísfirðingar voru alveg á hæl-
unum á þeim með 219,99. En í
síðari umferð sleppti einn sigl-
firzku keppendanna hliði, svo að
sveitin var dæmd úr leik, en fs-
firðingar ‘hlutu sigurinn, fengu
samtals 446,71 sek. Aðrir urðu
Reykvíkingar með 521,58 sek.,
þriðju Akureyringar með 530,78
sek. Sveit Ólafsfjarðar hætti
keppni.
í stórsvigi kvenna sigraði
Karólína Guðmundsdóttir nokk-
uð óvart, því að f-lestir höfðu
búizt við sigri Árdísar í þessari
grein. En bæði hún og Sigríður
Júlíusdóttir, sem einnig er frá
Siglufirði, urðu fyrir því óhappi
að detta - á nákvæmlega sama
stað, en höfnuðu þrátt fyrir það
í öðru og þriðja sæti. Annars
urðu úrslitin sem hér segir:
1. ( 8) Karólína Guðmundsd. A.
70,71
2. ( 4) Árdís Þórðard. S. 72,13
3. (10) Sigríður Júlíusd. S. 75,00
4. ( 1) Marta B. Guðmundsd. R.
76,41
1 5. ( 3) Jón E. Jónsdóttir í. 77,65
6. ( 6) Guðrún Sigurlaugsd. A.
86,76
f alpatvíkeppni kvenna var
röð stúlknanna þessi:
1. Árdís Þórðardóttir S.
Svig Stórsvig Samt.
00,00 11,20 11,20
2. Sigríður Júlíusdóttir S.
42,90 32,72 75,62
3. Jóna E. Jónsdóttir S.
78,46 51,58 129,94
4. Karólína Guðmundsdóttir A.
137,30 00,00 137,30
5. Guðrún Sigurlaugsdóttir A.
117,40 73,16 190,56
6. Marta B. Guðmundsdóttir R.
156.80 42,91 199,71
7. Hrafnhildur Helgadóttir R.
85,25 13246, 217,71
Siðasta greinin sem keppt var
í, var 30 km ganga. í henni voru
16 keppendur og luku allir nema
einn keppni. Sigurvegari varð
Kristján R. Guðmundsson frá
ísafirði, og hefndi hann nú fyrir
ófarirnar í 15 km göngu, er hann
varð að hættá keppni. Annars
- Utan úr heimi
Framhald af bls. 16
NÝ 5 ÁRA ÁÆTLUN
Meðal þess, sem hvað mesta
athygli vakti á flokksþinginu var
hin nýja fimm ára efnahagsáætl
un Sovétríkjanna, sem Alexei
Kosygin forsætisráðherra gerði
grein fyrir s.l. þriðjudag.
Kosygin gagnrýndi harðlega
síðustu sjö ára áætlun, án þess
að nefna á nafn upphafsmann
hennar, Nikita Krúsjeff, fyrrum
forsætisráðh. Hann sagði, að þar
hefði verið stefnt óafsakanlega
hátt og afköstin í landbúnaðinum
hefðu orðið minni vegna þess hve
stefnan var lítt hugsuð. Af þess-
um sökum er markið sétt lægra
á sumum sviðum í nýju áætlun-
inni. Sú fyrri var byggð á röng-
um útreikningum, sagði Kosygin.
Merkasta þjóðfélagsverkefni
nýju áætlunarinnar sagði Kos-
ygin vera að skapa bætt lífs-
kjör og minni mun milli sveita
og bæja. Þungaiðnaðurinn hefur
enn sérstöðu, en jafnframt verð-
ur aukin framleiðsla neyzluvarn-
ings. Ráðherrann sagði að á
flokksþinginu í október 1964,
sem hrakti Krúsjeff frá völdum,
hefði verið bundinn endi á notkun
rangra aðferða í efnahagslífinu,
og þeirra í stað horfið að grund-
vallarreglum Lenins til að móta
stefnuna í efnahagsmálunum. —
Nýja áætlunin byggist á vísind-
um Marx-Leninismans, og þeirri
reynslu, sem fengizt hefur í
Sovétríkjunum og öðrum lönd-
um kommúnismans. Höfuð til-
gangurinn verður að vera sá að
tryggja verulegan vöxt iðnaðar-
ins og auka þróun landbúnaðar-
ins. sagði Kosygin.
Varðandi varnarmálin sagði
ráðherrann að varnir Sovétríkj-
anna yrðu stöðugt fullkomnari,
og vopnasmíði færi vaxandi.
Meira fé verður að verja til land-
varna vegna styrjaldarinnar í
Vietnam og árásaraðgerða heims-
valdasinna, sagði Kosygin. En
hann bætti því við að sovézki
herinn væri búinn öllum nýjustu
vopnum.
Ráðherrann sagði að þegar
takmark síðustu sjö ára áætlun-
ar var sett, hefði ekki verið tekið
tillit til afkastagetu iðnaðarins.
Nú verður því dregið úr hinni
stórbrotnu áætlun Krúsjeffs varð
andi efnaiðnaðinn, en orkufrám-
leiðslan hinsvegar aukin um 70%
á næstu fimm árum. Kosygin gaf
í skyn að áfram yrði haldið til-
raunum tii að láta verksmiðj-
urnar skila arði. Landbúnaðar-
framleiðslan yrði aukin um 25%,
og hagnaður af landbúnaði ætti
að hækka um 25—40%
kvæmt nýju áætluninni
sam-