Morgunblaðið - 13.04.1966, Side 28
/
28 MORGUNBLAÐIÐ 1 Miðvikudagur 13. apríl 1966
SUZANNE EBEL:
ELTINGALEIKUR
— Nokkuð sem ég get hjálpað þér, mamma?
— Ég vil nú helzt berjast í
björtu, sagði hann þegar þöfuð-
ið á einum dólgi Rochels stakkst
út um gluggann á bílnum en
hvarf samstundis aftur.
— Þeir geta niú ekki skotið
okkur fyrr en við komum á eitt-
hvert óbyggt svæði.
Sumar borgirnar, sem við ók-
um gegn um, voru þegar teknar
að rumska. Verkamenn fóru út
í myrkrið á hjólunum sínum.
Hópur frá kolanámu skrölti heim
leiðis og andgufan rauk frá þeim
í kuldanum.
Við Rod sátum í hálfgerðu
hnipri í bílnum, með byssurnar á
hnjánum.
Ég laut fram og kveikti á út-
varpinu í bílnum. Nú voru klukk
an sex-fréttirnar. Við hrukkum
við, þegar nafn Prudence Caxton
var nefnt, aftur og aftur. Það
hafði verið „eitthvað í sambandi
við byssu“ á fundinum í gær-
kvöldi, sagði þulurinn — hún
hafði niú ekki orðið fyrir skot-
inu, en einn maður hafði verið
tekinn fastur til nánari rann-
sóknar.
— Þeir eru farnir að flýta sér,
sagði Rod.
Ég hallaði mér aftur i sæt-
inu og fór að íhuga nóttina, sem
liðin var. Það var Monsieur
Philippe, sem ég var aðallega að
hugsa um. Rochel var að vísu
andstyggilegur, en þannig menn
hafði ég rekizt á fyrr. En hinn
maðurinn var tegund, sem ég
kannaðist ekki við. Ég mundi
eftir lýsingu Rods á þessum skín
andi demanti á fingrinum, og
þessari hægu og rólegu rödd.
Hvað skyldi hann hugsa um
okkur Rod — svona bjána og við
vaninga með pipar og góða ásetn
inga að vopni? Líklega hugsaði
hann alls ekki um okkur. Við
værum bara tveir skrokkar, sem
hægt væri að setja í vélina hans,
sagði Rod.
Hann fann, að ég skalf og
sagði: — Þér er kalt. Fáðu þér
sopa af konjaki. Þetta verður
löng ferð hjá okkur.
Sólin var tekin að gera vart
við sig upp yfir dökkleitar hæð-
irnar. Daimlerinn ók áfram, og
við á eftir í hæfilegri fjarlægð
Þetta var meiri skrípaleikurinn.
— Hversvegna hafast þeir
ekki eitthvað að? sagði ég loks-
ins. — Ég er að búast við, að
þeir skjóti á okkur. Þeir vita
‘þó, að þetta erum við á eftir
þeim.
□-----------------------------□
23
□—*—--------------------------□
— Þarna er ástæðan til þess,
að þeir geta ekkert gert. Tod
gerði bendingu með höfðinu í átt
ina að kapellu úr timbri, þaðan
sem ljós skinu út í myrkrið. —
Og svo hann......og hann......
og hann benti á tvo menn, sem
flýttu sér framhjá. — Og auðvit
að þessa .... og hann benti á
lögreglustöð við veginn. — En
Iþegar við komum upp í Hálönd-
in, getur orðið öðru máli að
gegna.
Það birti, en samt fanst mér
ekkert bjartara en áður. Himinn
inn var þungbúinn og mér fannst
hann vera snjólegur. Hæðirnar,
sem urðu æ brattari, voru huldar
þoku, Og vegurinn hélt áfram,
upp í móti og niður í móti, yfir
öldótt landslag Láglandanna. Bíll
inn á undan okkur ók það, sem
hann komst og virtist eiga það
eitt áhugamál og losna við okk-
ur. En við vorum hraðskreiðari
og einbeittari og höfðum ásett
okkur að missa aldrei sjónar á
Daimlernum.
Nú fór að verða vart við ofur
lftinn snjó á rúðunum hjá okk-
ur. Þar sem ég sat við hliðina
á Rod og hallaði mér upp að hon
um, fannst mér þetta ferðalag
okkar vera orðið hálfgerð mar-
tröð, og við værum að færast
meir og meir í áttina til einhvers
sem ég hafði fundið á mér vik-
um saman, eða alveg frá þeim
degi, er við komum saman að
kofanum í Bosham. f fyrstunni
hafði þetta verið eins og ofur-
lítill spenningur, tilfinning um,
að „eitthvað myndi ske“, sem
losaði mig við tilbreytingarleysið
í daglegu starfi mínu, sem mér
var svo mjög tekið að leiðast. En
svo hafði það orðið að hlutverki
— að málefni að berjast fyrir.
En nú var það skuggalegt og
framundan einhver óhugnaður,
sem ekki var hægt að lýsa, og lá
í leyni fyrir okkur.
Nú tók landslagið að breytast,
þorpin urðu strjálli og alltaf var
á fótinn, og þokan og snjókom-
an fór vaxandi.
— Sjáðu til, sagði Rod. —
Þarna er vatn. Við ókum framhjá
stöðuvatni, sem var stálblátt á
litinn, en á bakka þess var lítill
steinkastali, dimmur og veðurbar
inn.
Við ókum hratt gegnum Glen-
coe-skarðið, þar sem fjallatind-
arnir voru þegar orðnir hvítir,
en landslagið gróðurlaust og al-
sett stórum klöppum. Lengst í
fjarska sáum við silfurlitt strik,
og eftir kortinu átti það að vera
Loch Leven. Mikið gat þetta allt
verið eyðilegt. Og draugalegt,
hugsaði ég og hrollur fór um
mig.
— Mér heyrðist þú segja, að
þeir mundu skjóta á okkur, þeg-
ar við værum komin í nógu mikl
ar ðbyggðir. Þú sagðir, að þeir
hefðu látið okkur í friði, ein-
ungis vegna þess, að við vorum
í mannabyggðum. En hvað er þá
þetta hérna? Við gætum eins vel
verið á tunglinu, sagði ég önug.
Rod setti up eitthvert sjálfs-
ánægjuibros. ■— Það er bílaferja
yfir vatnið. Ég hef farið á henni
sjálfur. Vinir okkar hafa vist
komið sér niður á því, að það
væri betra að sleppa frá okkur
en að fara að skjóta á okkur.
Og iþeir þurfa fjandans mikið að
flýta sér. Þeir ætla að taka ferj-
una og sjá til þess, að hiún flytji
ekki okkur.
— Hvernig ertu svona stað-
kunnugur hérna? spurði ég og
hætti að hugsa um eltingaleikinn
en varð forvitin í staðinn.
— Ég var í sumarfríi á Hálönd
unum í fyrra.
— Hver var með þér?
— Þú meinar það ekki?
Hann glotti. — Við ættum held
ur að krækja kring um vatnið.
Það er nokkrum mílum lengra,
en það er hins vegar staut við
að koma bíinum upp á ferjuna
og það getur tafið þá talsvert.
Við verðum ekki svo mjög langt
á eftir þeim. Það skal að minnsta
kosti ekki verða mér að kenna.
Hann herti á bílnum og við ókum
á sjötíu niður eftir brekkunni og
ókum svo bratta braut uppi i
hæðinni, sem lá að vatninu. Hún
var mjó og hlykkjótt, en ekki sér
iega óslétt, og enda þótt farið
vœri að snjóa, var færðin ekki
sem verst. — Við erum heppin,
að það skuli ekki vera farið að
frjósa, sagði Rod. — En það get-
ur orðið á hverri stundu. Hann
benti á snæfokið. Stundum var
eins og við værum að aka beint
á fjallshlíðina. En svo kom lang-
ur, beinn kafli meðfram vatninu
og Rod ók á áttatiu áleiðis tii
Fort 'William.
Félag óháðra borgara
Hafnarfirði
heldur félagsfund í Góðtemplarahúsinu, Hafnar-
firði, fimmtudaginn 14. apríl kl. 8,30 e.h.
FUNDAREFNI:
1. Inntaka nýrra félaga.
2. Tillaga uppstillinganefndar um framboðs-
lista félagsins í bæjarstjórnarkosningunum.
3. Rætt um kosningaundirbúning.
Fundurinn er fyrir félagsmenn og þá, sem gerast
vilja félagar.
STJÓRNIN.
/ FERMINGA R VEIZLUNA
SMURT BRAUÐ
BRAU-ÐTERTUR
SNITTUR
FJÖLBREYTT ALEGG
MUNIÐ AÐ PANTA TIMANLEGA
Til sölu
Rambler Classic árg. 1964
einn glæsilegasti bíllinn á markaðnum í dag.
Skipti koma til greina.
Bílosola Guðmundar
Bergþórugötu 3.
íbúð til leigu
Tilboð er greini fjölskyldustærð, atvinnu og verð,
óskast í íbúð, tvö svefnherbergi og stofa 3,60x8,30,
eldhús og bað, á jarðhæð í Austurbænum. — Tilboð
sendist afgr. Mbl., merkt: „íbúð — 8804“.
Lagermaður —
Bílstjóri
Duglegur og reglusamur maður óskast nú þegar
til lagerstarfa og að aka vörubíl, nauðsynlegt að við
komandi sé vanur að vinna npeð gaffallyftara.
Upplýsingar á skrifstofunni, Hallveigarstíg 10.
Hannes Þorsteinsson heildv.
— Stelpa.
Til sölu
íbúð við Tómasarhaga. — Fjögur herbergi og eld-
hús. — Sér hiti. — Nánari upplýsingar gefur:
MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA
Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar,
Guðmundar Péturssonar
Aðalstrgeti 6. — Simar 1-2002, 1-3202 og 1-3602.
Stúlka
Rösk stúlka óskast í bókaverzlun. Góð enskukunn-
átta nauðsynleg. — Umsóknir er tilgreini aldur,
menntun og fyrri störf sendist í pósthólf 124.
Orðsending til félags-
manna í Félagi
ísl. bifreiðaeigenda
Þar sem bifreiðaskoðun fer nú í hönd víða um
land, vill félagið benda á að samkvæmt hinum nýju
ljósastillingaleiðbeiningum bifreiðaeftirlits ríkisins,
frá 1. febrúar 1966 fær enginn bifreið fullnægjandi
skoðun án þess að hafa ljósastiilingarvottorð. — Til
þess að forða félagsmönnum frá mikilli bið þegar
skoðun er hafin viljum við hvetja menn til að koma
sem fyrst með bifreiðir sínar til stillingar.
Á eftirtöldum stöðum fá félagsmenn afslátt af föstu
1 jósasti llingarverði:
Ljósastillingastöð F. í. B., Langholtsvegi 171.
Bifreiðaverkstæði Kaupfél. Árnesinga, Selfossi.
Bifreiðaverkstæðinu Vísi, Akranesi.
BHaverkstæði Einars og Sigurðar, Njarðvík.
(Fleiri verkstæði auglýst síðar).
Félag ísl. bifreiðaeigenda.