Morgunblaðið - 13.04.1966, Page 30
30
MORGUNBLADIÐ
Miðvikudagur 13. apríl 1966
Norðurlandam'ótið í körfuknattleik:
Þriðja sætið vannst eftir sigur í framlengd-
um leik við Dani
Kolbeinn Píílsson kom mest á
ovart og bjargaði sigrlnum
Herlev — Köbenhavn, 11. apríl 1966.
ÞÁ ER Polar Cup 1966 lolkið með sigri Finna eins og við var búizt.
Svíar urðu númer tvö, og ísland númer þrjú eftir æsispennandi
baráttu við Dani í framlengdum leik. Danir sigruðu síðan Norð-
menn og sluppu þannig við neðsta sætið, sem Norðmennirnir skip-
uðu, en það er reyndar ekki nema eölilegt, því þessir leikir hér í
Polar Cup voru fyrstu landsleikir Norðmanna.
inn létt og skemmtilega leikinn
af beggja hálfu og líktist í mörgu
æfingaleik milli tveggja félags-
liða heldur en landsleik og lauk
honum með stórum sigri Finna
92:47. Var þá lokið þátttöku ís-
lands í mótinu og verður að
telja að frammistaða íslenzka
liðsins hafi verið til sóma, tveir
sigrar, gegn Dönum og Norð-
mönnum og tvö töp gegn Finn-
um og Svíum, eftir góða baráttu
liðsins í Svíaleiknum. Eru þessi
úrslit fyllilega í samræmi við
þær vonir sem við höfðum fyrir
keppnina og sýnir okkur að við
stöndum nokkuð jafnfætis Dön-
um í körfuknattleik, en eigum
enn góðan spöl í að ná Svíum og
Finnum, en hjá þeim þjóðum
báðum eru mjög vel skiplögð
samtök um þróun körfuboltans
og þarf ekki að því að spyrja að
án slíkrar uppbyggingar þurfum
við ekki að hugsa um að sækja
sigra gegn þessum þjóðum, en
við ræðum þau mál nánar hér
á íþróttasíðunni þegar sagt verð-
ur frá formannaráðstefnu körfu
knattleikssambandanna á Norð-
urlöndum, sem haldin var hér í
Herlev s.l. laugardag.
Gangur þeirra leikja í mótinu
sem ísland lék verður nú rakinn
hér, en aðrir leikir ekki raktir
nákvæmlega, en úrslit þeirra
sýnd, og um næstu helgi mun
birt hér á síðunni statistik um
mótið og verða þá ýmsir þættir
úr ferðinni sjálfri ræddir.
Islamd—IMoregur
íslenzka liðið stóð sig vel i
sínum leikjum og sigraði Norð
menn í fyrsta leik mótsins með
yfirburðum 74—39, eftir fremur
slæma byrjun. Seinna sama dag,
föstudaginn langa lék liðið móti
Svíum og átti góðan leik var um
tíma títill munur á liðunum en
undir lokin náðu Svíarnir góð-
um spretti einkum tveir stærstu
menn þeirra Hanson og Aibert-
son, hvor 2.03 metrar á hæð, og
átti íslenzka vörnin ekkert svar
gegn þessum risum og afleiðing-
in var fremur stórt tap.
Var þetta sannarlega föstu-
dagurinn langi hjá íslenzka
liðinu, sá lengsti sem liðs-
menn þess hafa nokkru sinni
átt í körfuknattleik, því fyrir
utan leikina tvo var höfð létt
æfing um morguninn til þess
að venjast aðstæðunum. Dag-
inn eftir, á laugardag, var svo
klukkan 5.30 sá leikur sem
mest reið á í ferðinni, baráttu
leikurinn um 3. sætið, leikur-
inn gegn gestgjöfunum hér,
erfðafjendum vorum Dönum.
Síðast þegar liðin mættust í
Helsingfors 1964, urðu úrslit-
in þau að ísland vann með
einu stigi, sem skorað var
nokkrum sekúndum fyrir
leikslok. Leikurinn á laugar-
dag var nær því endurtekning
á leiknum í Finnlandi nema
að þessu sinni varð að fram-
lengja í fimm mínútur til þess
að ná úrslitum, því eftir
venjulegan leiktíma stóð
60—60. f framlengingunni
höfðu Danir forystuna þegar
r
I
Landsleikur við Frakka
handknattleik á morgun
SÍÐASTI landsleikur fslend-
inga í handknattleik á þessum
vetri verður leikinn annað
kvöld í fþróttahöllinni. Mót-
herjar eru Frakkar en lands-
lið þeirra hefur þegar tryggt
sér rétt til keppni í úrslita-
orustu heimsmeistarakeppn-
innar — og taki ísland sæti
Túnis í þeirri keppni, sem
hugsanlegt er að sögn þá hitt-
ast þessi lið aftur í lokaor-
ustunni, því Frakkar eru í
riðli með Tékkum, Dönum og
T-únis (eða íslandi).
Leikurinn hefst annað
kvöld kl. 8,30 síðd. Enginn
forleikur verður en Lúðra-
sveit Reykjavíkur leikur fyrir
leikinn og í hléi.
Frakkarnir voru væntan-
legir í nótt (aðfaranótt mið-
vikudags), heimsækja franska
sendiherrann á morgun, sitja
boð menntamálaráðherra eftir
leikinn og halda utan á föstu-
dag.
íslenzka landsliðið hefur
verið valið og eru gerðar á
því þrjár breytingar frá leikn-
um við Dani. Hjalti Einars-
son markvörður er lótinn
víkja ásamt Karli Jóhanns-
syni og Auðuni Óskarssyni.
Liðið er þannig:
Þorsteinn Björnsson og Jón
Br. Ólafsson í markinu, Birg-
ir Björnsson, sem nú leikur
sinn 25. landsleik og er 4. ísl.
leikmaðurinn sem nær þeim
áfanga, Geir Hallsteinsson,
Gunnlaugur Hjálmarsson, fyr
irliði, Hermann Gunnarsson,
Hörður Kristinsson, Ingólfur
Óskarsson, Sigurður Einars-
son, Stefán Jónsson og Stefán
Sandholt.
Jón Breiðfjörð Ólafsson er
nýliði, Stefán Jónsson hefur
leikið einn leik. >eir tveir
ásamt Birgi taka stöður þeirra
er látnir eru víkja.
Franska liðið er gott lið.
Tvívegis hafa Islendingar leik
ið við Frakka, fyrst í HM 1961
og unnum við þá 20:13 en síð-
an í París 1963 og unnu þá
Frakkar með 23:14. Frakkar
hafa náð athyglisverðum ár-
angri í vetur, léku m.a. við
Pólverja í Póllandi og töpuðu
þar aðeins með 3 marka mun
23:26.
Dómari í leiknum verður
Svíinn Lennart Larsson.
u.þ.b. 30 sekúndur voru eftir
67:66, en íslenzka liðið nær
boltanum og Kolbeinn fær tvö
vítaköst þegar brotið er á hon
um í skottilraun. Sýndi hann
mikla yfirvegun og tauga-
styrk og skoraði úr báðum
skotunum og vann leikinn
fyrir ísland 68—67. Skall þar
sannarlega hurð nærri hæl-
um, og hefði verið mjög sárt
að tapa þessum leik, og er vel
hægt að hugsa sér að Dönum
sárni því pressan hafði talað
nokkuð um að nú ætti að
vinna ísland og ná 3. sæti, og
var þetta eini leikurinn í mót
inu sem var sjónvarpað.
Á sunnudagsmorgun var síð-
asti leikur íslenzka liðsins, gegn
Finnum. Var ekki gengið til hans
með neinar sigurvonir í brjósti
því Finnar eru okkur stórum
betri í þessari íþrótt. Var leikur-
74-39
Eftir setningarathöfn, þar sem
þjóðsöngvum allra þjóðanna var
misþyrmt allhressilega, af
danskri skátahljómsveit, hófst
fyrsti leikur mótsins og fyrsti
landsleikur Norðmanna. íslenzka
liðinu tókst ekki alitof vel upp
í byrjun og náðu Norðmenn for-
ystu og héldu henni um tíma, en
íslendingarnir áttuðu sig von
bráðar á aðstæðum og hristu af
sér slenið og taka frumkvæðið
í sínar hendur og í hléi var stað-
an 39—22. Síðari hálfleikur var
létt og vel leikinn af íslenzka
liðinu og var heldur slegið af til
þess að eiga eitthvað eftir í leik-
inn gegn Svíum síðar um dag-
inn. Stöðugt dró sundur með lið
unum og var greinilegt að Norð-
mennirnir Voru óvanir harðri
keppni og skorti á samspil og
samvinnu í liðinu hjá þeim.
Reyndar er landslið þeirra byggt
upp af tveimur félagsliðum aðal-
lega, OSI og Bærum, og eru þau
tvö langsterkustu liðin í Noregi.
Kom þessi félagaskipting greini-
lega í Ijós leik Norðmanna og
Dana, en þá lét þjálfari Norð-
mannanna félagsliðin leika til
skiptis, þ. e. skipti algerlega um
lið með stuttu millibili og gafst
bara vel, því í hálfleik höfðu
Danir ekki nema tveggja stiga
forystu, þótt þeir í síðari hálf-
leik næðu sér á strik og ynnu
örugglega. En víkjum aftur að
leiknum ísland Noregur. Loka-
tölur leiksins urðu 74—39 og áttu
þeir Þorsteinn, Kolbeinn og
Einar Matth. beztan leik hjá ís-
landi og skoraði Þorsteinn 16 stig
en Einar og Kolbeinn 15 stig
hvor. Hjá Norðmönnunum eru
margir efnilegir ungir piltar, en
einna skemmtilegastur er Fred-
rik Clausen, nítján ára snaggara-
legur nóungi með skemmtilega
knattmeðferð og gott auga fyrir
spili. Dómarar í leiknum voru
Jantunen frá Finnlandi og Bert-
ram frá Danmörku og dæmdu
þeir vel, en íslenzka liðið var
nokkuð gjarnt á að taka skref
en túlkun í Evrópu er ekki sú
sama og við eigum að venjast.
Háði þetta liðinu nokkuð eink-
um í tveimur fyrstu leikjunum.
Svíþjóð—ísland
85-62
Eins og leiknum um morgun-
inn var íslenzka liðið seint í
gang, reyndar eins og einhver
taugaspenna sé í liðinu fyrstu
minúturnar í þýðingarmiklum
leikjum. Svíar ná undirtökunum
í leiknum og hafa- í hálfleik
tryggt sér gott forskot 43:29. ís-
lenzka liðið átti þó langt frá því
slæman dag, það barðist geysi-
vel og átti góðar sóknarlotur,
eini vandi þess var að stöðva
risana tvo Albertson og Hanson,
2.03 metra á hæð, en þeir eru
langbeztu leikmenn Svíanna og
er mjög erfitt að varna þeim að
skora því bóðir hafa þeir mikinn
stökkkraft og góða burði þannig
að fátt stenzt fyrir þeim. Reynd-
ar er Albertsson þekktur há-
stökkvari og hefur stokkið 2.11,
og sagðist hann oft hafa mætt
Ólafsyni frá íslandi í keppni.
Þessir tveir leikmenn skoruðu
samtals 64 stig af 85 stigum sem
liðið skoraði í heild, Albertsson
38 og Hanson 26, og sýnir það
bezt hve mikils virði þeir eru
fyrir lið sitt, og eru þá ótalin
þau fráköst sem þeir taka. í síð-
ari hálfleik átti íslenzka liðið
mjög góðan kafla og komst um
tíma í ellefu stiga mun, en eins
og áður var sagt sviptu Svíarnir
tveir okkur öllum sigurvonum
með góðum endaspretti. íslenzka
liðið átti í heild góðan leik og
hefur sjaldan barizt eins vel og
nú. Leikaðferðir þær sem æfðar
voru fyrir þessa ferð tókust vel
og fer liðinu stöðugt fram við að
útfæra leikaðferðir í hörðum
leik gegn sér betri liðum og er
það stórt framfaraskref því góð
leikaðferð getur unnið bug á liði
einstaklingshyggjunnar eins og
t. d. sænska liðinu. Flest stig
skoruðu fyrir ísland Einar
Matth. 20 og Þorsteinn 17. Hjá
Svíum voru þeir tveir áður- ■
nefndu beztir en bakvörðurinn
Gröndlund átti einnig góðan
leik. Dómarar voru Dan Christ- ,
ensen frá Danmörku og Jantun-
en og dæmdu þeir mjög vel eink-
um þó Daninn.
Ísland-Danmórk
68-67
Frá fyrstu mínútu var þessi
leikur hnífjafn og spennandi.
Liðin skiptust á að skora og var
eins og hvorugt liðanna gæti náð
afgerandi forystu, þrátt fyrir
ítrekaðar tilraunir og geysilega
baráttu. Ekki bætti það stöðu