Morgunblaðið - 13.04.1966, Blaðsíða 31
MiðvikuSagur 13. apríl 1966
MORGUNBLAÐIÐ
31
íslenzka liðsins að skotin vildu
ekki í körfuna hvað sem tautaði
og voru Kolbeinn og Gunnar
þeir einu sem voru virkilega í
essinu sínu í þessum leik. Þor-
steinn og Einar sem höfðu skor-
að flest stigin daginn áður hittu
nú illa og hafði það sín áhrif til
hins verra. Danska liðið átti
skínandi leik og gerði íslenzku
vörninni erfitt fyrir með leikað-
ferðum og góðri hittni. Ekki
bætti það heldur skapið að tíma-
vörðurinn, danskur að sjálf-
sögðu, gaf ekki merki til hálf-
leiks fyrr en sjö sekúndum eftir
að klukkan sýndi að fyrri hálf-
leik var lokið, og einmitt rétt
þegar hann loksins flautaði, var
dæmd villa á Þorstein hans
þriðja villa. Þessi mistök voru
svo augljós að allir sáu, en dóm-
ararnir neituðu að taka til baka
villudóminn og þarf ekki að taka
fram hversu mikil áhrif það hef-
ur að þegar jafn sterkur varnar-
leikmaður og Þorsteinn þarf að
draga af sér vegna hættu á að
þurfa að víkja af velli með fimm
villur. Til gamans má geta þess
að tímavörðurinn Axel Poulsen
dæmdi einnig leik milli íslands
og Danmerkur árið 1961 og rak
hvorki meira né minna en fimm
íslendinga út af á síðustu mínútu
leiksins og hreinlega vann leik-
inn fyrir Dani, en hann endaði
með 4 stiga mun fyrir þá. Okkur
hefði þótt skrambi hart að tapa
leik í annað sinn fyrir hlut-
drægni þessa danska manns. Stað
an í hálfleik var hnífjöfn 32—32
og hafði ísland náð upp forskoti
Dananna frá 26—32. Byrjun síð-
ari hálfleiks var góð hjá íslend-
ingunum og komust þeir í sjö
stiga forystu, en vörnin var veik
ari en nauðsynlegt var fyrir það
að Þorsteinn fékk dæmda á sig
villu skömmu fyrir hlé og gat
ekki beitt sér sem skyldi og sömu
leiðis Birgir, sem svo fékk sína
fimmtu villu í framlengingunni.
Einnig fékk ísland á sig stig fyrir
rugling í vörninni þegar Danir
skiptu' inn á og Fiala hjá þeim
skoraði nokkrar þýðingarmiklar
körfur. Leið nú að lokum þessa
s^ennandi og harða leiks og
sýndi það sig að taugar liðs-
manna þoldu ekki álagið og kom
það beriega í ljós þegar hvað
eftir annað mistókust vítaköst
og í allt í leiknum misnotuðu
liðin hvorki meira né minna en
22 vítaköst.
Spennan var gífurleg og á-
horfendur voru ef svo má
til orða taka snaróðir. Þeir
sem horfðu á leikinn í sjón-
varpinu sögðu okkur daginn
og spenning hefðu þeir aldrei
eftir að annan eins bardaga
séð í dönskum íþróttum. Þeg-
ar tímavörður gaf merki til
leiksloka var staðan )ifn
60-60, en ísland hafði átt
góða sóknartilraun rétt þeg-
ar tíminn var á enda en skot-
ið rúllaði á körfuhringnum og
útaf. Framlengingin bauð upp
á jafn mikla spennu og áður
og þegar u.þ.b. 30 sekúndur
voru til leiksloka var staðan
66:67 fyrir Dani og þeir höfðu
knöttinn. en fyrir óþolinmæði
þeirra glopra þeir boltanum
og ísland nær upphlaupi, Kol-
beinn er hindraður og fær
tækifæri til þess að jafna. Það
ríkir dauðaþögn í salnum, stað
an er 66:67 fyrir Danmörku
u.þ.b. 15 sekúndur eftir af
leiktíma og Kolbeinn stillir
sér upp og kastar, og hittir,
67:67:, og honum er fagnað
innilega af áhangendum ís-
lands. Aftur stillir Kolbeinn
sér upp, og skotið fer beint
í körfuna 68Í67, fyrir Island
Danir ná upphlaupi en fyrir
klaufaskap reyna þeir von-
laust skot og Kristinn nær
þýðingarmesta frákasti sem
hann hefur hingað til tekið
©g Island er sigurvegari með
einu stigi.
1 annað sinn verða Danir að
þola tap gegn Islandi með einu
stigi. Sannarlega súrt í broti
fyrir jafn stolta þjóð og Dani.
í þessum leik átti Kolbeinn stór-
glæsilegan leik bæði í sókn þar
aem hann var stigahæstur með
24 stig og einnig í vörn þar sem
hann var sífellt ógnun fyrir Dan-
ina að komast í sendingar frá
þeim og ná þannig hraðupphlaup
um. Einnig áttu Gunnar með 18
stig og Þorsteinn og Birgir mjög
góðan leik. Hjá Dönum var Arne
Petersen, Fleming Wich og
Birger Fiala með mjög góðan
leik, og reyndar einnig
Scauman. Dómarar í leiknum
voru þeir Petterson frá Svíþjóð
og Jantunen frá Finnlandi og
dæmdu þeir vel fyrir utan þessi
mistök með villuna í lok seinni
hálfleiks.
EsSand—Finnland
47-92
Eins og áður var talað um var
leikurinn létt og skemmtilega
leikinn af báðum liðum og voru
Finnarnir yfirburðamenn fyrir
okkar lið. Höfðu þeir yfir allan
leikinn og voru í alla staði betri
íslendingunum. Reyndar var
munurinn ekki nema átján stig í
hléi en reyndist það skammgóð-
ur vermir og lauk leiknum með
45 stiga mun 92—47. Beztir hjá
íslandi voru Birgir Örn og Þor-
steinn báðir með 12 stig.
Ðómarar í leiknum voru Pet-
erson og Dan Christensen.
Síðar á Sunnudeginum var
úrslitaleikurinn milli Finna og
Svía, var búizt við jöfnum leik.
og töluðu Svíarnir stórum um
að vinna Finna og treystu þar á
sína stóru tvo. En Finnar reynd-
ust algerir ofjarlar Svíanna og
með góðu samspili og harðri vörn
tættu þeir Sænska liðið í sund-
ur og eftir skamma stund var
staða Svíanna vonlaus og höfðu
Finnarnir með stöðuna 41—16 í
hálfleik, gert útaf við sigurvonir
Svía og veitt þeim góða kennsl-u
stund í því hvernig lið á að
vinna saman. Lauk þannig þessu
skemmtilega móti með sanngjörn
um sigri Finna.
Lýkur svo þessu spjalli héðan
frá Herlev en um næstu helgi
verður meira rætt um hina ýmsu
þætti mótsins og aðbúnað og dvöl
íslenzka liðsins.
Herlev-Kaupinhöfn.
EMatth.
Frá óeirðunum í Hong Kong
ueirðir í Hongkong
Hong Kong, 12. apríl.
NTB—AP.
ýý IJM átta þúsund manna lið
brezkra lögreglu- og hermanna
hefur gætt þess að halda lögum
og reglu á Kowloon svæðinu í
Hong Kong um páskahelgina
vegna óeirðanna, sem þar urðu
um miðja síðustu viku. Útgöngu
bann hefur verið um nætur og
brezki landsstjórinn, Sir David
Trench, hefur lýst yfir. að hann
muni beita þeim ráðum, er hann
telji nauðsynleg, til að kyrrð
haldizt.
ár Óeirðirnar hófust á miðviku
dag, þegar haldin var mótmæla-
fundur vegna fyrirhugaðrar 5%
hækkunar á ferjufargjöldum.
Sauð upp úr fyrr en nokkurn
varði og telja fréttamenn, að
Skipverji flýr
pólskan togara
Tókst að komast í land í Skotlandi
eftir 30 klst. hrakninga
SÁ ATBURÐUR gerðist um kl.
5 á sunnudagsmorgun, að skip-
verji á pólska togaranum Olza
flúði frá borði í litlum gúmbáti.
Togarinn var þá staddur um 7
sjómilur undan ströndum Skot-
lands. Veður var mjög slæmt á
þessum slóðum.
Skipverjinn heitir Jakob
Sienkiewicz og er 20 ára að
aldri. Reyndi hann að róa að
landi, en gúmbátinn rak undan
veðrinu 25 mílur til hafs.
Togarinn gerði skozkum yfir-
völdum aðvart um atburðinn og
var björgunarbátur sendur til
að leita að skipverjanum, en
hann fannst ekki.
Eftir nær 30 tíma hrakninga
tókst Sienkiewicz að komast upp
að ströndinni, en þar hvolfdi
bátnum. Tókst honum að synda
Morð
Framhald af bls 1
fyrir starfsmann sinn og síðan
sjálfan sig. Og í Suður-Svíþjóð
skaut bóndi nokkur móður sína
og sjálfan sig á eftir.
Þessir hörmulegu atburðir
hafa vakið mikla athygli og um-
ræður í Svíþjóð. Varpa margir
fram þeirri spurningu, hvort
taugaspenna og sálrænir erfið-
leikar nútíma þjóðfélags séu slík
ir, að haft geti svo skelfilegar
afleiðingar.
í land. Gekk hann upp að vegi,
sem þar er og stöðvaði vöruflutn
ingabíl. Ökumaðurinn flutti Pól-
verjann til bæjarins Embo í
Sutherlandsskíri, og lögreglan
þar tók hann í sína vörzlu. Var
hann svo fluttur til Aberdeen.
Búizt var við, að skipverjinn
óskaði eftir hæli i Bretlandi, en
togarinn fór inn á Mory-fjörð til
að bíða eftir ákvörðun berzkra
yfirvalda um, hvað gert skuli
við Sienkiewicz.
— Kvikmynduð
Framhald af bls. 17
ótímabundin og allir búningar
íburðarlausir. Búninga teiknar
hinn kunni Lundgren, en hann
hefur m.a. teiknað alla búninga
við kvikmyndir Ingimars Berg-
man. Gabriel hefur sjálfur samið
handritið, en danska skáldið
Frank Jæger hluta af textanum.
Kvikmyndunin fer fram bæði
norðanlands og sunnan og verða
þar miklar orustur.
Kostnaður við myndina er
áætlaður um 12 til 15 millj. ísl.
kr., en hún verður tekin í
cinemascope og litum.
þarna hafi brotizt út almenn
óánægja með síhækkandi verð-
lag á nauðsynjum. A fimmtudags
kvöldið logaði svæðið í óeirðum
og notaði lögreglan um þúsund
táragassprengjur til þess að koma
á kyrrð. Fólk streymdi í stór-
hópum um göturnar, velti bif-
reiðum og kveikti í þeim, rændi
og rupplaði í verzlunum, braut
rúður í gistihúsum og kveikti í
hfbýlum. Er talið að valdið hafi
verið tjóni, er nemur hundruð
milljóna Hong kong-dollara.
Fréttir frá Hong.kong herma,
að þar sé nú allt með kyrrum
kjörum, en ólga sé undir niðri.
Unglingar hafa verið staðnir að
því að leynast uppi á húsiþökum
og grýta brezka borgara. Hand-
tökur hafa verið tíðar.
Jafntefli í
1. skákinni
EINVÍGIÐ um heimsmeistara
titilinn í skák hófst þann 11.
apríl í Moskva. Spassky dró
hvíta liðið í fyrstu skákinni. t
Petrosjan beitti Carro-Kann
vörn. f þrítugasta leik lék
Petrosjan ekki bezta leiknum
og í 37. leik sömdu keppendur
jafntefli.
Tefldar verða 24 skákir og
þarf Spassky að ná 12%
vinning til þess að hafa sigul-,
en Petrosjan nægja 12 vinn-1
ingar sem núverandi heims- (
meistari. Yfirdómari í ein-
víginu er O’Kelly, en Dr. M. j
Filip er aðstoðarmaður hans. *
Önnur skákin verður tefld|
13. apríl.
Ferming
Ferming í Háteigskirkju
2. páskadag, 11. april.
Séra Arngrímur Jónsson.
Piltar:
Aron Björnsson, Háaleitisbr. 28.
Axel Erlendur Sigurðsson,
Lönguhlíð 21.
Geir Þórólfsson, Bólstaðarhlíð 29.
Guðjón Sigþór Jensson, Stiga-
hlíð 22.
Ingvar Ólafsson, Blönduhlíð 4.
ísleifur Hólm Guðmundsson, Háa
leitisbraut 123.
Jón Viðar Ágústsson, Skúla-
götu 78.
Karl Gunnarsson, Bólstaðarhlíð
60.
Lárus Þórarinn Björnsson Blön-
dal, Miklubraut 52.
Níels Viðar Hjaltason, Háaleitis-
braut 26.
Ólafur Friðrik Magnússon,
Skaftahlíð 22.
Páll Pálsson, Lönguhlíð 29.
Sigfús Blöndahl Cassata, Flóka-
götu 45.
Sigurður Jónsson, Mávahlíð 2.
Steinar Harðarson, Stórholti 45.
Stúlkur:
Fanney Guðjónsdóttir, Háaleitis-
braut 151.
Guðlaug Sveinsdóttir, Háaleitis-
braut 101.
Guðmunda Alda Ingólfsdóttir,
Stórholti 29.
Hafdís Óskarsdóttir, Flókagötu
58.
Lilly Valgerður Oddsdóttir,
Flókagötu 54.
Sigríður Lóa Jónsdóttir, Skafta-
hlíð 3.
Steinunn Guðbjörg Kristins-
dóttir, Hátúni 8.
Þóra Elín Guðjónsdóttir, Hamra-
hlíð 23.
(Þessi fermingarlisti átti að
birtast í blaðinu á skírdag, en
féll þá niður. Biður blaðið af-
sökunar á því).
Boðið inn í bíl
- veskinu stolið
MAÐUR kærði yfir því til rann-
sóknarlögreglunnar á föstudag-
inn langa, að nóttina áður hafi
veski hans verið stolið.
Málsatvik eru þau, að maður-
inn kvaðst hafa verið að ganga
kl. 5:30 um nóttina frá Lauga-
vegi niður Höfðatún. Er hann
var kominn á móts við Miðtún
kom bíll á eftir honum og voru
í honum 5 menn.
Bíllinn stanzaði og einn mann-
anna kom út og vildi fiá vegfar-
anda inn í bílinn og settist hann
í framsætið. Við hiið ökumans
sat maður með rautt alskegg, en
fyrir aftan hann nokkuð stór
maður.
Nú var ekið inn Miðtún, en
er bíllinn nálgaðist Nóatún var
hann stöðvaður og mennirnir
báðu vegfarandann að fara út.
Á þessum stutta spotta hafði sá
stóri í aftursætinu hallað sér
fram og lagt hendur yfir axlir
vegtfaranda. Er hann var kom-
inn út úr bílnum og hann horf-
inn úr augsýn tók hann eftir
því, að veski has var horfið, en
það var í innri jakkavasa. f
þvi áttu að vera 1625 krónuc »g
ávísanahefti.
Vegfarandinn telur, að bítt-
inn hatfi verið af gerðinni Mer-
cedes Benz, bláleitur.
Skorað er á mennina í bílnum
að gefa sig fram við rannsókn-
arlögregluna hið fyrsta.