Morgunblaðið - 24.04.1966, Side 10

Morgunblaðið - 24.04.1966, Side 10
MORGU N B LAÐID Sunnudgaur 24. apríl 1966 10 ÚK BORGIIMIMI IJ iTiTTmTT BORGIIMIMI II GIWI MARGT I DEIGLUNNII UMFERDARMÁLUM ÁR frá ári eykst fjöldi bif- reiða í Reykjavík svo að hundruðum skiptir, og það hefur auðvitað í för með sér að umferð um götur borgar- innar verður stöðugt meiri. Má til gamans geta þess, að á s.l. fimm árum hefur bif- reiðafjöldinn aukizt uim 50% Guttormur Þormar. og samkvæmt skýrslum Vega gerðar ríkisins eru nú 15228 bifreiðir hér í Reykjavík, eða 195 bifreiðir á hverja þúsund íbúa. Það leiðir því af sjálfu sér, að til þess að umferðin geti gengið sem greiðast fyrir sig, °S sé sem hættuminnst fyrir íbúa borgarinnar, verð- ur að leggja óhemju vinnu í að skipuleggja umferðina á götum Reykjavíkur sem ná- kvæmast. Þetta flókna og margbrotna starf er í höndum Umferðar- nefndar Reykjavíkur, sem fer í umboði borgarráðs með um- ferðarmál, en dagleg störf að umferðarmálum eru hins veg- ar undir stjórn umferðardeild ar í skrifstofu borgarverkfræð ings. Eru því allar verklegar framkvæmdir, sem lúta að umferðarmálum, undir eftir- liti þeirrar deildar. Forstöðu- maður deildarinnar er Gutt- ormur Þormar, sem jafnframt er yfirverkfræðingur hjá gatnamálastjóra. Blaðamaður Mbl. hitti Guttorm að máli hér fyrir skömmu, og rabbaði við hann um stanfsemi um- ferðardeildarinnar, og það helzta sem er á döfinni hjá þeim. — Hvenær var umferðar- deildin stofnuð, Guttormur? — Það má segja, að þessi deild hafi verið stofnuð með samþykkt borgarstjórnar 19. desemiber 1963, en hún tók ekki til starfa fyrr en fyrir rétt rúmu ári, eða í marz 1965. Um leið var gerð ný samiþykkt um Umferðarnefnd Reykjavíkur, en hún hefur það hlutverk að vinna að bættu skipulagi umferðarmála og gera tillögur til borgaryfir valda um allt það, sem má verða til þess að tryggja greiða umferð í borginni og varna slysum. Áður voru þessi mál þannig, að framkvæmda- stjóri umferðarnefndar sá um undirbúning fyrir nefndina, en gatnadeild borgarinnar sá hins vegar um framkvæmd- irnar. — Hvert er hlutverk um- ferðardeildar í höfuðdráttum? — I samiþykkt borgarstjórn- ar segir svo um verkefni um- ferðardeildar, að hún eigi að annast allan tæknilegan undir búning þeirra framkvæmda í umferðarmálum, sem borgar- ráð, umferðarnefnd og borg- arverkfræðingur fela henni. Hún á að eiga frumkvæðið að athugun þeirra umferðarmála, sem deildin sjálf telur aðkall- andi að leyst verði, svo og að fjalla um ábendingar um til- - ' 'ú Gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Þar munu umferðarljós verða sett upp á næstun.ni, sem er þó aðeins til bráðabirgða, því að samkvæmt aðalskipulaginu verður gerð brú yfir Miklubrautina frá Kringlumýrarbrautinni. Blikkandi gangbrautarskilti, sem þetta, eru þegar komin upp á tveimur stöðum, en í sumar munu þau verða sett upp á ein- um 15 stöðum í bæmim. tekin umferðarvandamál er fram kunna að koma á fund- um umferðarnefndar eða frá öðrum aðilum og gera tillög- ur til umferðarnefndar um lausn þeirra. Þá á deildin að láta í té hvers konar aðstoð og upplýsingar við skipulagn- ingu nýrra borgarhverfa og endurskipulagningu eldri hverfa. Hún á að halda uppi stöðugri umferðarkönnun, og fylgjast með hvers konar ný- mælum í umferðarmálum, bæði innlendum og erlendum. Þá má nefna það, að deildin á að hafa með höndum rekst- ur 'bifreiðastæða og stöðu- mæla,, og ennfrem-ur að hafa eftirlit með uppsetningu og viðhaldi umferðarmerkja. Síð- ast en ekki sízt, þá á hún að halda uppi stöðugri fræðslu um umferðarmál fyrir almenn ing, einkum þó að sjá um hagnýta umferðarfræðslu 1 skólum. — Hvað myndir þú segja að væri stærsti atburðurinn í umferðarmálum þennan tíma, sem deildin hefur starfað? — Það myndi ég segja að væri tvímælalaust það, að við höfum nú fengið aðalskipulag Reykjavikur, sem sýnir aðal- umferðaræðar borgarinnar á komandi tímum og íbúðargöt- ur. í aðalskipulaginu hefur verið lögð mikil vinna í skipu lagningu umferðarinnar, og tilkoma þess gerir vinnu okk- ar talsvert auðveldari, því að nú getum við smátt og smátt fært umferðarmálin í það form, sem aðalskípulagið seg- ir til um. — En hvert hefur verið aðalstarf deildarinnar síðan hún var stofnuð? ■■■/'/'féi%Mr'&'//&'- ///'"{, Miklatorg. ljósum. U K Þar gera krossgatnamót hringtorgsins, og umferðina það fyrst í stað með umferðar- BORGIIMIMI II — Það er starfsemi sú um umferðarmál, sem gengizt hef ur verið fyrir undanfarna mánuði, en starfsemi þessi hefur verið stóraukin frá því sem var, og hefur verið ráð- inn fulltrúi við deildina til þess að annast þetta verkefni. Er þetta mikið og margþætt starf, og hefur aðallega verið fólgið í því, að efnt hefur vérið til umferðarherferðar, aukin umferðarfræðsla í skól um, sem hefur aðallega verið á vegum lögreglunnar, og loks hefur verið tekið upp nánara samband við ýmsa aðila er hafa með umferðarmál að gera, svo sem lögregluna, Slysavarnarfélag íslands og tryggingarfélögin. Þá má nefna það, að við höfum látið til okkar taka í ýmsum atriðum varðandi um- ferðarmál, látið loka götum, gert götur að einstefnuaksturs götum, bannað hægri beygjur við nokkur agtnamót, gert göt ur að aðal'brautum, sett upp stöðumæla og götuvita o.fl. — En hvað er helzt fram- undan, Guttormur? — Ég myndi segja að eitt helzta verkefnið sem biði okk ar í sarrabandi við umferðar- mál, væri aðgreining umferð- arinnar, þannig. að íbúðar- hverfin í borginni væru frið- uð fyrir óiþarfa umferð, og að henni sé beint á ákveðnar umferðargötur, en það leiðir það af sér, að gæta verður þess, að þessar aðalumferðar- götur séu sem greiðfærastar, til þess að geta tekið við um- ferðinni. Þá má einnig nefna það, að við erum með í udirbúningi, og höfum reyndar þegar pant að umferðarljós á nokkur gatnamót, svo sem við gatna- mót Miklubrautar annars veg- ar og Grensásvegs, Kringlu- mýrarbrautar og Háaleitis- brautar hins vegar, og verða þau ljós sett í samiband við umferðarljósin á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar, þannig að þar myndast svo- kölluð „græn bylgja“, þ.e.a.s. að ef ekið er eftir Miklubraut- inni á ákveðnum hraða á bif- reiðin ekki að þurfa að biða neins staðar á ljósum. Þó er rétt að taka það fram, að þessi nýju ljós á gatnamótunum við Miklubraut eru aðeins bráða- birgðaráðstöfun, því að gert Framhald á bls. 30 giimimi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.