Morgunblaðið - 24.04.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.04.1966, Blaðsíða 17
! Sunnudgaur 24. apríl 196f MORGUNBLAÐIÐ 17 Ferð forseta r Islands f Á sunnudaginn var kom for- seti Islands, herra Ásgeir Ás- geirsson, aftur til landsins eftir heimsókn sína til ísraels. Öllum fregnum ber saman um, að sú heimsókn hafi tekizt með ágæt- rim. Ekki er að því að spyrja að forsetinn kemur ætíð virðulega fram, og fáir eða engir Islend- ingar eru betur að sér í sögu Gyðingaþjóðarinnar að fornu og nýju. Það var þess vegna mik- ið happ, að forsetinn skyldi geta látið verða úr þessari heimsókn enda var honum tekið svo vel sem bezt mátti verða. ísraels- menn vita að þeir þurfa á vel- vild sem allra flestra að halda. Sjálfir hafa þeir sýnt íslending- um óeigingjarna vináttu. 1 landhelgismálinu fóru hagsmun- ir ríkjanna ekki saman, en fáir gerðu sér þá jafn títt um, að rétt- ur okkar yrði ekki fyrir borð borinn. íslendingar geta einnig mikið lært af ísraelsmönnum. en ekki veldur sá er varir, þó ver fari. Ég segi þetta af því, að við, að því er einkaleyfin snert- ir, erum brennt barn; við höf- um stórskaðað okkur á einok- unareldinum, og við ættum því nú að hafa vit á að forðast þann eld. Ég lít svo á, að öll einokun hafi dauða í sér fólginn. Öll einokun heftir einhverja eðlilega blóðrás, einhverjar framfarir í lífi þjóðanna, og því eigum vxð nú að rísa á móti ritsímasamn- ingnum við Stóra norræna, því hann getur orðið að helsi og hlekk á hálsi þjóðarinnar. Það stendur að vísu í samningunum, að við getum orðið meðeigend- ur að sæsímanum a.ð tuttugu ár- um liðnum, en að eins ef félag- ið skaðast af honum og vill ekki eiga hann áfram.“ „Þjóðin á móti Miklabraut. REYKJAVÍKURBRÉF Hvergi á byggðu bóli er meira um verklegar framkvæmdir. Á fyrstu árum sjálfstæðis síns lifði þjóð þeirra að mestu á útflutn- ingi appelsína. Þó að hann væri aldrei jafn mikill hlutfallslega og fiskútflutningur okkar, sann- færðust Xsraelsmenn skjótt um, að alltof áhættusamt væri að eiga svo mikið undir einum at- vinnuvegi, og hafa þess vegna lagt megin kapp á að koma upp sem flestum atvinnugreinum, þ. á.m. ekki sízt stóriðju og annarri hagnýtingu auðlinda landsins. Brynjólfur kom- inn heim Þá kom Hrýnjólfur Jóhannes- son, leikari, einnig heim úr Vest- urför sinni um síðustu helgi. Ferð Brynjólfs var að sjálfsögðu annars eðlis en hin opinbera heimsókn forseta íslands og fylgdarliðs hans til ísraels. Allir eru þessir ferðalangar boðnir innilega velkomnir heim, eftir að hafa lokið heillaríkum ferðalög- unt. Brynjólfur ferðaðist eink- um um íslendingabyggðir vestan hafs og lætur eins og aðrir, er þær hafa heimsótt, mjög af mót- tökunum. Víst er, að fáir vel- komnari gestir hafa heimsótt þær byggðir, svo frábær lista- xnaður sem Brynjólfur Jóhann- esson er. Svo sem aðrir, er séð hafa af eigin raun, hreifst Brynj- ólfur af þjóðrækni og íslenzku- óhuga frænda okkar vestra. Svo fáir óg dreifðir sem þeir eru, þá er ekki furða þó að íslenzku- kunnátta þar fari rénandi. Hitt er með ólíkindum, og raunar dásamlegt, hversu lengi sú þekk- ing hefur haldist. Nú orðið er þó meira um það vert, að fjöl- margir þeirra, sem lítt eða ekki kunna íslenzku, vilja þó halda ættartengslum við það fólk, sem á íslandi býr. Fyrir Brynjólf hlýtur það að hafa verið ógleym- anlegt að koma í fyrsta skipti vestur um haf, sjá stærð og margbreytileik þess mikla meg- inlands og eiga kost á að sækja leik! I ts, sem óvíða eða hvergi í heimi eru nú betri en í New York. Vel séðir gestir frá Grimsby 1 sömu f lugvél og forseti ís- lands kom sendinefnd frá Grims- by í opinbera heimsókn til Reykjavíkurbotgar. Eins og frú Auður Auðuns, forseti borgar- stjórnar, gat um í ræðu til heið- Laugard. 23. apríl urs hinum brezku gestum, þá er þegar í Heimskringlu getið um Grimsbæ; talað er um Norð- urbraland og sagt: Herjuðu Danir ok Norðmenn optliga þang at, síðan er vald landsins hafði undan þeim gengið. Mörg heiti landsins eru þau gefin á nrræna tungu, Grimsbær og Hauksfljót ok mörgur önnur“. Á seinni ár- um hafa íslendingar og Grimsby menn lengst af átt vinsamleg skipti þó að upp á slettist í þorskastríðinu. Vonandi hefst þvílíkur ófriður ekki aftur, og sannarlega hafa íslendingar margs góðs að minnast af sam- skiptuim sínum við Grimsby- menn. íslenzkir togarar hafa löngum selt þar afla sinn. All- margir íslendingar hafa ílengzt þar í borg, og er þeirra kunn- astur Þórarinn Olgeirsson, skip- stjóri, hinn mesti aflamaður, ræðismaður Islands um langa hríð við ágætan orðstír og holl- ráður umboðsmaður íslenzkra togaraeigenda meðan erfiðleik- ar í samskiftum voru mestir. íslendingar eiga enn mikið und- ir markaði í Grimsby og góðri samvinnu við framámenn þar. Þess má einnig minnast, sem Matthías Bjarnason, alþingis- maður, drap á í ræðu á Alþingi, að það var ekki fyrr en íslenzk- ir útflytjendur komust í sam- band við fyrirtæki eitt í Grims- by, að sæmilega staðföst sala tókst á hraðfrystum fiski frá íslandi. ^Grimsbylýðuriim* Þegar hugleidd eru samskipti okkar og Grimsbymanna, þá er lærdómsríkt, að löngu áður en þorskastríðið hófst, þá var nafn- ið „Grimsbylýður“ viðhaft af fýilmörgum hér á landi til hinn- ar mestu óvirðingar, ekki um sjálfa þá, sem í Grimsby bjuggu, heldur um íslenzka togaraútgerð- armenn og sjómenn. Má raunar nærri geta, hvernig íslenzkum almenningi vár ætlað að hugsa til þeirra ógæfusömu manna, sem áttu heirna í Grimsby, úr því þeir, sem öðru hvoru hófðu við þá viðskipti og þangað komu starfs síns vegna, voru skýrðir skammarheitinu Grimsbylýður. Þetta skaimmaryrði, sem Fram- sóknarmenn báru áratugum sam- an í munni sér, var einungis eitt merki þeirrar vantrúar, eða rétt- ara sagt þess fjandskapar, sem Framsóknarmenn á uppgangsár- um sínum báru til íslenzks sjáv- arútvegs. Þá var megininntak málflutnings þeirra að reyna að telja mönnum trú um, að is- lenzku þjóðinni og íslenzku þjóðerni stafaði vís voði af ís- lenzkum sjávarútvegi. Nú kepp- ast Framsóknarmenn við að lofa þann atvinnuveg. Engin ástæða er til að bera brigður á, að þeir mæli af heilum hug, al- veg eins og þeir hömuðust á móti honum af innilegri sann- færingu meðan máttur þeirra sjálfra var mestur. Framsóknar- menn eru átakanlega háðir þeim mannlega breyskleika að vera vitrir eftir á, en skilja ekki tím- ans kall, þegar ákvörðunarinn- ar er þörf. 22. apríl 1931 Einmitt þessa dagana eru rétt 35 ár frá því að í Tímanum birtist hinn 22. april 1931, grein þar sem spurt var: Hvað er í húfi fyrir bændur landsins? í grein- inni sjálfri var talað um „sam- særi gegn sveitunum“, sem sam- einaðir „fjendaflokkar Fram- sóknar“ þ.e. Sjálfstæðismenn og Alþýðuflokkur, hafi komið sér saman um. Fyrsta atriðið í þessu ljóta samsæri var fjölgun þing- manna fyrir Reykjavík. Annað meginatriði „samsærisins“ var það, að ríkissjóður skyldi verða látinn taka á sig 7 milljón króna ábyrgð fyrir Reykjavík til Sogs- virkjunarinnar. Enn önnur sam- særisatriði, voru talin, en þessi voru hin fyrstu og verstu. Þá segir: Rísi bændur landsins ekki gegn tilræði samsærismann- anna nú við næstu kosningar og hnekki því rækilega, mun þeim ekki gefast tækifæri til þess síð- ar.“ Nú þykjast Framsóknar- menn hafa verið mikilr frum- kvöðlar að virkjun Sogsins, þó að þeir í fyrstu teldu ráðagerð- irnar um hana „samsæri gegn bændum“ og féllust einungis á virkjunarframkvæmdirnar sem þátt í stjórnarsamningi Alþýðu- flokks og Framsóknar eftir kosn- ingarnar 1934. „Einliver sá dekksti dagur“ Hinn 12. ágúst 1905 voru í sambandi við afgr. fjárl. greidd atkv. um, hvort fallist skyldi á ritsímasamninginn við Stórá- Norræna sem svo var kallað. Tveimur dögum síðar hélt einn málsnjallasti maður, sem þá sat á Aliþingi ræðu, þar sem hann sagði m.a. svo: „Ég lít svo á, sem 12. ágúst 1905 muni verða talinn allmikill merkisdagur í sögu hinnar ís- lenzku þjóðar.------, því með honum hefst á nýjan leik nýr kafli í einokunarsögu íslendinga. -----— einkaleyfi það og ein- okun sú, sem ritsímasamningur- inn innifelur, er eflaust sam- þykkt í góðum tilgangi..“ „- með ritsímasamninginn, ég er viss um, að hann er gerður í góðu skyni, jeg held, að hann verði ekki til að glæða sjálfstæði vort. Það hefur rétt verið sagt, og ekki að orsakalausu, að árið 1262 hafi verið eitt hið mesta óhappaár í sögu vorri, því þá glötuðum við sjálfstæði voru og frelsi. En það er annað ártal, sem í mínum augum er engu bjartara, það er 20. apríl 1602; það er eimhver sá dekksti dagur, sem íslending- ar eiga í sinni sögu. Margir munu vita, hvað þá skeði, það voru liðug 300 ár í vor, síðan það varð, en þann dag var dönsk- um verzlunarmönnum í fyrsta skipti gefið svokallað „privilegi- um“. Það er einkaleyfi yfir ís- lenzkri verzlun.“ „Þjóð o" landi og öllum atvinnuveg- um til niðurdrepsw Síðan gerir ræðumaður grein fyrir, að einokunin hafi fyrst einungis átt að standa í tólf ár, en *úr því hafi spunnizt „ramm- asta verzlunareinokun, sem spennti íslenzku þjóðina hel- greipum sínum í 186 ár, og við súpum enn þá seyðið af ógæfu þeirri sem af því hlauzt. Það þarf ekki að lýsa því, hve miklu miskunnarleysi og harðýðgi var beitt við íslenzku þjóðina á þeim tímum því síður eitrun þeirri, sem læsti sig um allan þjóðar- líkamann út frá einokunarmein- inu. Einokunin ól upp óráð- vendni, heigulskap og ósjálfstæði, þjóðinni og landinu og öllum at- vinnuvegum þess varð hún til niðurdreps. Þegar við nú hfif- um þetta fyrir augum, og vér hugsum um sögu vora, mun fleirum fara eins og mér, ég hef ekki getað að mér gert, að mér iðulega hefur dottið óöld bessi í hug, þegar ég hef lesið rit- símasamninginn“. Enn segir ræðumaður: „Samningurinn við Stóra-nor- ræna á nú að gilda, ekkt i 12, heldur 20 ár, og eftir þau 20 ár mun sjálfsagt svo fara, að hann verði endurnýjaður og eng inn, sem hér er inni, er víst svo fróður eða framsýnn, að hann geti sagt, hvað úr honum spinnzt samningnumu Þá segir þingmaðurinn: „Við eigum sjálfir að gjðra sem mest við getum, en við eig- um ekki að láta okkur sæma, að lifa á annarra náð.... Við eigum sjálfir að brjóta okkur braut frelsis og sjálfstæðis. Það hefur verið margsýnt,. .. að við getum einnig tekið þetta mál svo, að við verðum húsbændur á okkar heimili. Þessi leið liggur upp á við til framfara og sjálf- stæðis, öll önnur leið niður ... “ „x... hallast ég algjörlega að þeirri breytingartillögu ... að við eigum að fresta málinu. Ég er sannfærður um, að það er skynsamlegasti og viturlegasti vegurinn og sá vegur sem þjóð- in vill. . . Ég veit raunar, að sum ir segja, að það sé ekki rétt hermt, að þjóðin sé á móti honum .. . Þetta getur verið. En þá er til gföggur vegur til þess að komast fyrir sannleikann í þessu efni, sá vegur, að leysa nú þingið upp, og stofna til nýrra kosninga á þessum grund- velli. Fyrir þá, sem vilja vita vilja þjóðarinnar, er eðlilegast að fresta málinu og gjöra þetta, en ef menn eru hræddir við, hvað þjóðin muni segja, þá er eðlilegt, að þeir vilji ekki fresta málinu.“ „Ógnir og blóðs- úthellingar64 Loks segir þingmaðurinn: „Vitaskuld getur þingið um stundarsakir drifið áfram mál í trássi við þjóðina, en þegar þingmannsumboðinu er lokið, gengur þingmaðurinn fyrir dóm- stól kjósenda sinna, og þá stend- ur hann eða fellur. Ég er nú hræddur um, að ef þetta mál verður drifið í gegn á þinginu, verði dómur þjóðarinnar ekki að vilja þeirra, sem það gjöra. Það er ekki viturlegt að knýja málið áfram með afli á móti vilja þjóðarinnar. Ég er sann- færður um, að margt illt sprett- ur af því. Það getur komið sá dagur, að þm. þeir, sem eru. máli þessu fylgjandi, sjái og reyni, að jafnvel ekki íslenzka þjóðin læt- ur að sér hæða. Það er alltítt í sögunni, en næsta alvarlegt þeg ar þjóðirnar sjálfar setjast á rökstóla og dæma þá, sem hafa setið þeim á hálsi; af því hafa risið ógnir og blóðsúthellingar. Ég geri nú ráð fyrir, að hér fari allt friðsamlega, en ég ef- ast ekki um, að einnig þessi litla þjóð getur kveðið upp sinn' dóm yfir þeim, sem ekki vilja láta að vilja hennar." Þessi ræða var sannarlega flutt af mælskukrafti o.g mun meiri þunga en langlokur þær, sem r|ú hafa verið þuldar á móti álsamningnum. í henni koma fram í stuttu máli öll meg- inrökin, sem nú eru færð á móti þeim samningi. En getur nokkur sagt, að eitt einaita af þeim at- riðum sem fram voru færð á móti símanum 1905, hafi reynzt rétt?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.