Morgunblaðið - 24.04.1966, Síða 19
Sunnudgaur 24. apríl 1966
MORCU NBLAÐIÐ
19
Erlend tíði ndi © Erlend tíði ndi
Leonid Brezjnev í ræðustól á 23. flokksþingi sovézka kommún
istaflokksins. — Að baki hans, í fyrstu röð, sjást: (f.v.) Sjele
pin þá Poljanskij og Sverjnik. Að baki þeim Gromyko, utanrík-
isráðherra og Malinovskij, var narmálaráðherra.
. 23. ÞING kommúnistaflokks
: Sovétríkjanna er nýafstaðið. Á
i þinginu var ákveðið að fjölga
meðlimum miðstjórnarinnar úr
j 175 í 195. Fjöldi þeirra, sem
síðar koma til greina, við kjör
i í miðstjórnina, óx úr 155 í 165.
! Af þeim 175, sem í miðstjórn-
inni höfðu setið, voru 141 end-
urkjörnir. Allmargir stjórnar-
meðlimir höfðu látizt frá því,
að síðasti fundur var haldinn
svo að þeir eru innan við 30,
sem víkja urðu, vegna fráhvarfs
ins frá „Krúsjéff-ismanum".
Sá meðlimur miðstjórnarinn-
ar, sem þekktastur er þeirra,
sem ekki voru endurkjörnir, er,
eins og að líkum lætur, Nikita
Krúsjéff, fyrrverandi forsætis-
ráðherra. Fjölmargir nánustu
samstarfsmanna hans urðu einn
ig að víkja. Nefna má tengda-
son hans, Aleksei Adzjubei, og
fyrrverandi aðalritstjóra „Prav
da“, Pavel Satjukov.
Það er athyglisvert, að fyrr-
verandi formaður þeirrar deild
ar miðstjórnarinnar, sem fæst
við „hugsjónafræðileg“ vanda-
mál, Leonid Iljitov, er ekki með
al þeirra, sem síðar kemur til
greina að verði kjörnir í mið-
stjórnina.
Þá þykir mörgum það ekki
boða gott, að ritstjóri „Novyj
Mirs“, Aleksander Tvardorskij,
hlaut sömu örlög.
Meðal þeirra, sem ekki voru
endurkjörnir í miðstjórnina,
eru einnig ritari miðstjórnar-
innar, Nurutdin Muhitdonov,
sem látinn var víkja 1961, og
hefur, frá því 1962, gegnt em-
bætti formanns neyzlusamtaka
miðráðs Sovétríkjanna.
Það, sem hvað mesta athygli
vakti þó, var endurkjör Klim-
entij Vorosjilovs, marskálks,
sem nú er 85 ára. Hann var for-
seti Sovétríkjanna á árunum
1953 til 1960. Á 22. flokksþing-
inu réðst Krúsjeff harkalega
gegn honum, og bar á hann,
að hann hefði verið öflugur
stuðningsmaður klíku Molo-
tovs, Malenkovs og Kagano-
TÍMARITIÐ Birtingur, 1,—3.
hefti 12. árs 1966, er komið út
fjölbreytt að efni. Það hefst á
langri grein eftir Kára Marðar-
son (Peter Carleton), bandarísk-
an menntamann um Ljósvíking-
inn, skáldsöguna og skáldið. Jón
Óskar skrifar ritdóma um „Borg-
arlíf“, „Svarta messu“ og „Org-
elsmiðjuna". Auk þess á hann
þar greinina „Lausavísur og þjóð
legur metnaður“. Einar Bragi
skrifar greinina „Af skornum
skammti" og Thor Vilhjálmsson
j^3yrpu“, en þær fjalla báðar um
menningarmál og annað sem
efst er á baugi í þjóðlífinu.
Ljóðaþýðingar eru margar í
heftinu. Einar Bragi hefur þýtt
þrjá sænska sígaunasöngva, sjö
pólsk ijóð (eftir Zbiginiew Her-
bert, Tadiusz Rózewicz og Bob-
dan Drozdowski) og tíu smáljóð
—Utan úr heimi
Framhald af bls. 16
framan af, en fráhverfur hon
um síðar og árið 1939 sá hann
eér þann kost vænstan að
halda upp í svei't og settist að
í smálbæ í Harzfjöllum. En
hann var samur við sig fram
eftir ævi. Árið 1941 skrifaði
hann Lowell Thomas, sem
skráð hafði ævisögu hans og
•agði: „Skip mitt stendur
enn ferðbúið í Stettin og bíð-
ur nýrra aevintýra.“
Lúokner lézt eins og áður
sagði, í fyrri viku 85 ára gam
»11, í Málmey í Svíþjóð.
vitjs. Krúsjeff sagði þá, að
Vorosjilov bæri ábyrgð á
„fjöldakúgun“, og hefði gerzt
sekur um niðurrifsstarfsemi.
Sú virðing, sem Brezjnev
sýnir nú Vorosjilov kann að
tákna, að hann hafði verið þor-
inn röngum sökum af Krúsjéff.
Hins vegar má einnig vera, að'
Brezjnev sé að koma til móts
við gamla bolsévikka, og mar-
skálka. Þó getur varla verið um
að ræða afturhvarf til Stalín-
ismans, þar eð Molotov, Malen-
kov, Kaganaovitj og Bulganin
hafa enn ekki verið „endur-
reistir".
í hópi þeirra, er nú hafa tek-
ið sæti í miðstjórninni, eru:
Nýkjörinn formaður skipu-
lagsnefndar flokksins (Gos-
plan), Nikolaj Bajbakov, vara-
forsætisráðherra, sem fyrrum
átti sæti í miðstjórninni, en féll
í ónáð 1958, og var þá sendur
til Krasnodar.
Mihail Zimjanin, sem nú hef
ur tekið við aðalritstjórn „Pra-
vda“. Hann sat í miðstjórninni
á árunum 1952 til 1956, en þá
var hann gerður að sendiherra
í Norður-Vietnam.
Vladimir Stepakov, sem tekið
hefur við aðalritstjórn „Izvest-
ia“. Hann er sérfræðingur í á-
róðri, og hefur hann verið með
limur endurskoðunarnefndar
miðstjóriiarinnar.
Vladimir Matskevitj, er sat í
miðstjórninni frá 1956, og þar
til 22. flokksfundurinn var hald
inn 1961. Hann var ekki endur-
kjörinn þá. Matskevitj er nú
landbúnaðarráðherra, en því em
bætti gegndi hann áður (1955—
1960). Krúsjéff vék honum frá.
Vladimir Semitjastnyi, for-
maður öryggisnefndar mið-
stjórnarinnar, sem tók við af
Sjelepin í nóvember 1961, er
hann lét af stjórn öryggislög-
reglunnar. Semitjastnyi var í
hópi þeirra, sem til greina
komu nú, er kosið var í mið-
stjórnina, og var kjörinn.
V araf orsætisráðherrarnir
tveir, Nikolaj Tihonov og Vladi
eftir sænsk-finnska skáldið Gunn
ar Björling. Magnús Á. Árnason
þýddi ljóðið „Ákall“ eftir Alan
Moray Williams. Jón úr Vör
þýddi fimm kínversk ljóð (eftir
Liu Yu-hsi, Ohang Ohi, Lin
Tsung-Ynan og óþekkt skáld).
Thor Vilhjálmsson þýddi ljóð
eftir Zbigniew Herbert, Tékkann
Miroslav Holub og Svíann Gör-
an Sonnevi („Um stríðið í Víet-
nam“). Sigurður A. Magnússon
þýddi tvö ljóð eftir griska skáld-
ið Nikos Gatsos og birtir um
hann stutta grein. Jóhann Hjálm-
arsson þýddi fjögur ljóð eftir
Börje Sandelin, sem tvívegis hef
ur gist ísland, og tvö prósaljóð
eftir Zbigniew Herbert.
Loks er löng myndskreytt
grein um „Seiðleikhúsið í Opole“
eftir Eugenio Barba í þýðingu
Baldurs Óskarssonar og önnur
löng grein um Bertolt Brecht
eftir Thor Vilhjálmsson. í ritinu
mir Kirillin, voru einnig kjörn-
ir nú.
Ráðherra sá, sem fer með
málefni þungaiðnaðar, orku-
framleiðslu og flutningatækja-
smíði, Vladimir Zjigalin, var nú
á ný kjörinn í miðstjórnina. —
Sömuleiðis Sergej Zverev, sem
fer með málefni hergagnaiðn-
aðarins.
Nöfn miðstjórnarmeðlimanna
nýju hafa birzt í „Pravda“, í
stafrófsröð, en er Brezjnev las
þau upp á flokksþinginu, var
röðin öðru vísi, og nöfnunum
raðað í fjóra flokka:
1. Brezjnev, Kosygin, Podgor
nyi og Suslov.
eru einnig birtir kaflar úr full-
veldisræðu Sigurðar Líndals
undir fyrirsögninni „Endurreisn
íslenzkrar sjálfsvirðingar“.
Athuga byggingui
, j
nys sjomanna- j
heimilis í Rvík l
m
m
■
Einkaskeyti til MbL ■
Þórshöfn, 22. apríl.
STJORN færeyska sjó-:
mannaheimilisins í Reykja- j
vík hefur fengið tilkynningu;
um það frá borgarstjórninni,!
að gamla heimilið við Skúla-;
götu verði að flytja burtu I
vegna gatnagerðar. •
Stjórn sjómannaheimilisins.
kannar nú möguleika á því,:
að fá lóð fyrir nýtt heimili, j
en endanlegar ákvarðanir um;
byggingu þess hafa ekki ver-j
ið teknar. — Arge.;
2. Voronov, Kirilenko og
Sjelepin.
3. Mazurov, Poljanski og
Sjelest.
4. Pelsje.
Talið er, að þeir fjórir, sem
fyrst eru taldir, Brezjnev, að-
alritari, Kosygin, forsætisráð-
herra, Podgornyi, forseti og Sus
lov, ritari miðstjórnar, séu eins
konar „innri stjórn“. Af því
leiðir, að Sjelepin virðist standa
fjær þeim, sem með æðstu
völd fara, en margir hafa tal-
ið.
Hins vegar leikur ekki á því
neinn vafi, að Sjelepin hefur
gert tilraun til þess að hrifsa
völdin í eigin hendur, en Brezj-
nev gekk með sigur af hólmi í
þeirri baráttu. Sennilega þó
ekki vegna þess, að Brezjnev
hafi notið víðtæks fylgis stjórn
málamanna, heldur vegna þess,
að Sjelepin á sér marga mót-
stöðumenn.
Þá er það einnig athyglisvert,
að Aleksander Sjelepin, eftir
því sem fundarmenn segja, tók
aldrei til máls á flokksþinginu.
Hér er greinilega ekki um til-
viljun að ræða.
í „Pravda“ er einnig getið
um framkvæmdanefnd flokks-
ins, og „Izvestia" hefur einnig
um hana fjallað. Þótt nöfnum
væri þar ráðað í stafrófsröð,
voru þau lesin upp í annarri
röð af Brezjnev, á flokksþing-
inu. Hér birtast nöfn nefndar-
manna í þeirri röð, sem Brezj-
nev las þau, (röðin eftir rúss-
neska starfrófinu í svigum):
Demitjev (2), Grisjin (1),
Mziavmadze (5), Rasjidov (6),
Ustinov (7), Sterbitsij (8), Kun
ajev (3), Masjerov (4).
Þessi upptalning sýnir, að
Demitjev, miðstjórnarritari, er
jafnframt er formaður „hug-
sjónafræðilegrar“ deildar mið-
stjórnarinnar, er nr. 1, og stend
ur framar Grisjin.
Edward Crankshaw, sem að
staðaldri ritar um sovézk mál-
efni í brezka blaðið „Observer“,
segir um valdabaráttu Brezj-
nevs og Sjelepins, að þeir hafi
loks orðið ásáttir um að opin-
bera ekki togstreituna, þótt þá
hefði þegar um hana spurzt, en
starfa heldur saman. Opinber
barátta myndi skaða þá menn,
sem nýlega hefðu tekið æðstu
völd í sínar hendur.
Baráttan stóð um sjálf völd-
in, ekki atriði hugmyndafræði
legs eðlis. Sagt er, að Kosygin
hafi ekki viljað neinn þátt í
henni taka, og eftirfarandi orð
eru eftir honum höfð:
„Það skiptir mig litlu máli,
hver verður aðalritari, svo fram
arlega sem hann fer ekki að
hafa óeðlileg afskipti af mínu
starfi, efnahagsmálaskipulagn-
ingunni".
Áður hefur komið fram, að
Kosygin hafi hótað því að segja
af sér. Þá mun Sjelepin hafa lát
ið undan, endanlega.
Því eru þeir f jórir menn, sem
nú ráða mestu: Brezjnev, Kosy
gin, Podgoriiyi og Suslov. —
Margir telja, að Suslov sé sá,
sem næstæðstur sé að völdum,
þótt embætti hans gefi það ekki
til kynna.
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík o. fl. fer
nauðungaruppboð fram hjá Stálvinnslunni h.f. Súð
arvogi 54, Reykjavík, mánudaginn 25. apríl 1966
kl. 3,30 síðdegis og verður þar selt: 2 stórir renni
bekkir, fræsivél og rennibekkur (Sath Bend).
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Kjötiðnaður
Karlmaður óskast til starfa í kjötvinnslu, helzt
kjötiðnaðarmaður eða maður vanur slíkum störfum.
Nánari upplýsingar í skrifstofunni.
Kaupfélag Suðurnesja
N auðungaruppboð
Eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík fer nauð-
ungaruppboð fram hjá Gólfteppagerðinni h.f., Skúla
götu 51, hér í borg, þriðjudaginn 26. apríl 1966,
kl. 1,30 síðdegis og verður þar seldur vefstóll.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
N auðungaruppboð
Eftir kröfi* Gjaldheimtunnar í Reykjavík fer nauð-
ungaruppboð fram hjá Steinhúðun h.f. Sogahlíð,
Sogavegi, hér í borg, mánudaginn 25. apríl 1966,
kl. 2 síðdegis og verður þar seld hrærivél fyrir
Colarcrit.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Borgarfógetaenibættið í Reykjavík.
Birtingur 1 .-3. hefti 1966