Morgunblaðið - 24.04.1966, Page 28

Morgunblaðið - 24.04.1966, Page 28
r 28 SUZANNE EBEL: ELTINGALEIKUR — Hafið þér nokkurn áhuga á föðurlandi yðar, frú Caxton? sagði Rod, og að því er virtist kæruleysislega. En hann sagði það nú. Hún svaraði og röddin var óþolinmóð: — Ég á ekkert föð- urland. Engin móðir á það. Ég vil vernda og verja hina ungu, hvar sem þörfin er fyrir það. Það er það, sem ég starfa að. — >ér gætuð orðið voldugt vopn með þennan hugsunarhátt yðar. — O, sei sei nei! En niú verð ég að fara að vinna, sagði hún. Hún var að vísa okkur á bug, með allri kurteisi, en þó svo að ekki varð misskilið, — Við höfum enn ekki geng- ið frá þessu, sem erindi mitt var hingað, frú Caxton, sagði Rod og iét eins og hann hefði ekki heyrt þessa konungslegu frávisun. — Getið þér komið því svo fyrir, að þér verðið aldrei ein, næstu tvo sólar- hringana? — Nei, það er ég hrædd um, að ég geti ekki, sagði hún og hleypti brúnum. — Ég er ein míns liðs í Glasgow í þetta sinn. En í kvöld fer ég í svefnvagninn. En ég gæti náttúrulega setið niðri í hótelinu, eftir að sjón- varpinu lýkur. Hún brosti ofur- lítið. — Já, það ættuð þér endilega að gera. — Eða þið gætuð máske ver- ið mér til skemmtunar? bætti hún við. Það var einmitt þetta, sem hefði má'tt vænta af Prudence Caxton. Fimm mínútum eftir að við höfðum hitt hana, vorum við ráðin sem Idfverðir hennar. — Þið megið ekki láta ykkur detta í hug, sagði hún og strauk á sér hárið, sem var slétt fyrir, — að mér mundi detta í hug að gera ykkur þetta ómak, ef þið hefðuð ekki fundið upp á því sjálf. En hinsvegar er eltki nema sanngjarnt, að þið lí/tið eftir mér, úr þvtí að þið segið, að ég þurfi þess með. Sjónvarpsútsendingin hennar D----------------------------Q 30 G---------------------------n átti að hefjást eftir hálftíma og við Rod fórum aftur í áhorfenda herbergið til þess að sjá, hvemig það færi fram, en síðan var um- talað, að við skyldum fylgja henni til gistihússins hennar. Aftur vorum við komin í þetta þrönga fiskaibúr, með öllu drasl- inu í, og þefurinn af tóbaksreyk og brennivíni lá þarna í loftinu enda komst dagsbirtan þarna aldrei inn. Ég settist niður en hallaði mér ekki aftur á bak í stólinn. — Hvíldu þig, Virginia. Okk- ar verk er þegar hálfnað, sagði Rod. — En John Firth sagði, að það væri rétt að byrja! Hversu fljótt getum við náð sambandi við M.I.5, eða hver það nú er, sem fæst við svona mál? — Næstum strax, Virginia. Vertu nú ekki svona áhyggju- full, elskan. Röddin í honum var eins og í manni, sem hefði skipzt á ein- hverjum loforðum við mig. Hún var eitthvað svo innileg. En á Ö. JOHNSON & KAABER MORGUNBLADIÐ Sunnudgaur 24. apríl 1966 þessari atundu — og einmitt af því að ég elskaði og vissi, að ég var elskuð, risu hættumar, sem við áttum í, upp eins og sjálfar reiðinomirnar. Rod, sem vissi ekkert hvemig mér var innanbrjósts sagði: — Eins og stendur er Prudence lyk ilpesóna í þeirra augum, engu síður en Firth. Við höfum hreint ekki staðið okkur illa, viðvan- ingarnir. Hann glotti til mín og ég fékk fyrir hjartað. — Nei, ekki enn sem komið er, bætti hann við og hristi höf- uðið. — Hvað er ekki enn sem kom ið er? sagði ég, sem skildi ekki neitt. — Það þýðir, að mig langar til að kyssa þig, en ég held ég verði að gá að svefnvagnalest- unum í staðinn. Hann opnaði járn brautaráætlun, sem hann hafði fengið lánaða í gistihúsinu, og tók og ræða, hvenær hinar ýmsu lestir ættu að fara. — Við verðum að hringja 'til Steve, sagði hann allt í einu. — Ég hef alltaf ætlað að minna þig á það. Við verðum að láta hann vita að við séum lifandi. —i Hann heldur, að ég sé dauð. — Hvað þú getur verið ónær- gætin! Hann kann að vera far- inn að undrast um hina fögru systur sína. — Það er þá í fyrsta sinn. — Já, en hefurðu aldrei getið þér til um, hvernig honum hlýt- ur að líða, meðan þú ert í burtu? — Nei. — Hversvegna ekki? — Góðurinn minn! Ég sem er alltaf á þessu ferðalagi, bæði fyrir skrifstofuna og annað. Hann kipraði saman augun, rétt eins og ég væri að reyna að blekkja hann, en mistækist það: — Sérðu, það er verið að kvikmynda bankarán. — Ef hann nú hringdi í skrifstof una og heim til þín og þú værir á hvorugum staðnum, yrði hann alveg frá sér af hræðslu. Er þér kannski sama um það? — Vertu ekki að leggja nein- ar gildrur fyrir tunguna í mér. — Þú ættir að hringja til hans núna og segja, að við séum á heimleið. Þetta var rödd, sem ég varð sýnilega að hlýða. Ég gretti mig og sagði: — Allt í lagi! En hitt sagði ég ekki, þarna sem ég sat í hnipri í stólnum og horfði á þessa hundleiðinlegu æfingu í salnum niðri, að mig langaði bara ekkert til að fara heim. Mig langaði ekkert til að hringja til Steve og segja hon- um, að við yrðum á svefnvagna ÍBUÐ 4ra til 5 herb. óskast til leigu. Ársfyrir- framgreiðsla. — Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „fbúð — 9060“. Nýkomið Hollenskir regnhattor HATTABÚÐ REYKJAVÍKUR Laugavegi 10. Eldri hjón óska eftir 2ja-3ja Kerb. íbúð Upplýsingar í síma 24788. Ql Rusfagrind til festingar innan á hurð. E1 E1 m m m E1 m m E1 /ggingavörur h.f. LAUGAVEGI S I IVI I 35697 lestinni. Það mundi binda enda á þetta ævintýri mitt, að verða með Rod og taka þátt í ein- hverju hættulegu, sem við viss- um bæði, að var áríðandi. Mundi ég kannski missa hvort- tveggja, þegar þessu væri lokið? Sjónvarpsþátturinn gekk slindrulaust. Prudence var enn- þá fallegri og einbeittari fyrir framan myndavélina en hún var í daglegu lífi. Þegar þættinum var lokið og spyrjandinn hafði sagt lokabrandarann, sem var ætlaður áhorfendum, fórum við úr áhorfendaherberginu og nið- ur, til þess að taka hana meS okkur. Hún var dúðuð í stóra rauða kápu og var að kveðja fólkið þarna í stöðinni. Hún brosti við öllum, áður en hún ávarpaði okkur eins og hún ætti okkur og sagði: — Jæja, þarna eruð þið. Ég var farin að undrast um ykkur. Eigum við að fara af stað? Við gengum saman út á stræt- ið. — Það var eins og að ganga á eitthvað kolsvart og þétt fyrir. — Guð minn góður, sagði Pru- dence og hló. — Mér fannst nú sæmilega skuggalegt þarna inni, en ég hafði enga hugmynd um, að......Ég er búin að vera tím unum saman í þessum upþtoku- sal. En enginn sagði mér, hvernig væri úti. — Jú, þetta er Skemmtilegt, finnst ykkur ekki? sagði Rod og leiddi okkur yfir eitthvað, sem hefði getað verið breiðgata, en hefði eins vel getað verið stór- fljót. Og svo stigum við brátt á eitthvað, sem hefði getað verið gangstétt. — Við förum ekki til Londoa í kvöld, sagði Prudence. — Ég held ekki einu sinni, að svefn- vagnalestirnar gangL Og nú skal ég segja ykkur eitt, vinir mínir: Ef einhver hefur huga á að kála mér, verður sá hinn sami að fresta því, þar sem hann myndi ekki þekkja mig á fimm skrefa færi. Við gengum áfram og sáum varla spannarlengd fram fyrir ökkur. Samt hittum við á gisti- húsið, eftir fjórar eða fimm tíb> raunr. Svo vel vildi tii, að Pru- dence, bjó í sama gistilhúsi og við, og það var okkkur mikil huggun. Mig hefði ekki langað til að fara aftur út í þessa þef- illu þoku. Þegar við höfðum þvegið okk- ur, hittum við hana aftur við kvöldverðinn. Vitanlega langaði mig til að vera ein með Rod. Mjög svo. Eíi nú var hann eins og hann átti að sér. Hann var kátur og ræð- inn, en þó hlédrægur þegar hann talaði við Prudenoe. En þrátt fyrir alla þrána í brjóstimi, fannst mér samt félagsskapur hennar ánægjulegur. Undir boeð um sagði hún okkur frá stanf- semi sinni fyrir börn, og hána mörgu skóla og munaðarleyo- ingjahæli, sem hún var að kom* á fót fyir vanhirt börn um hehn ailan, og nýjar fyrireetlanir sxn- ar á þessu sviði. Hún rttr tin* og hershöfðingi á aínum vá*- velli. Framtakasöm. Geðgóð. Stjórneöm. Ósveigjanieg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.