Morgunblaðið - 24.04.1966, Síða 31

Morgunblaðið - 24.04.1966, Síða 31
Sunnudgaur 24. apríl 196Í MORGUNBLAÐJD 31 Castro ber af sér blak 1 Havana, 20. apríl, NTB, AP. FIDEL CASTRO, forsætisráö- herra Kúbu, sagrði í sjónvarps- ræðu á mánudagskvöld að ef Bandaríkin g-erðu innrás á Kúbu, yrðu engir fangar teknir Kommunisii«..< tókst að bjóða fram f Garðahreppi Makar. meðmœlendur! Frétt Mbl. í gær um að komm únistar byðu ekki fram í Garða- hxeppi reyndist ekki rétt. Listi þeirra barst á síðustu stundu u.þ.b. er framboðsfrestur var( að renna út á miðnætti. Hafði þeim tekizt á elleftu stund með mikl- Um erfiðismunum að fá 10 menn til þess að taka sæti á lisanum. Meðmælendur skulu vera 10-20 og voru þeir 12 með lista komm- únista, flestir makar frambjóð- endanna!! * Avarp til Grindvík- inga GÓÐIR Grindvíkingar, eins og ykkur er kunnugt niisstu hjón- in Þórir Stefánsson og Elín Árna dóttir að Lundi hús sitt og inn- bú í bruna að kvöldi mánudags- ins 18. apríl sl. Húsið var að vísu eitthvað v&tryggt, en inn- búið ekki. Hafa þau hjónin ásamt börnum sínum tveim því orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni. Þess vegna er hér með skorað á alla þá, sem vilja leggja þess- ari nauðstöddu fjölskyldu lið, að koma framlögum sínum til skrifstofu Grindavíkurhrepps, sem opin er kl. 9—18 alla virka daga. Gjöfunum verður veitt við taka til 1. júní n.k. Kvenfélag Grindavíkur. Lionsklúbbur Grindavíkur. — Jens-Otfo Krag Framhald af bls. 1 Namara, Christian Herter og fleiri ráðamenn. Þetta er önnur heimsókn Krags til Bandaríkjanna á tveimur ár- um, hann fór vestur í fyrra til viðræðna við Johnson Banda- ríkjaforseta og mun ræða við hann aftur á miðvikudag að lok- innifjögurra daga ferð til Colo- rado og Nebraska. Krag ræddi einnig Víetnam- málið á fundinum og sagði að Danir væru eins og reyndar margir aðrir bandamenn Banda- ríkjanna, „mjög áhyggjufulir“ vegna þróunar mála þar. „Ég lagði fast að U Thant, aðalritara SÞ, að gera eitthvað í málinu, bera fram raunhæfar tillögur ég ætla mér ekki þá dul að segja fyrir um hvað eigi að gera, en eitthvað verður að gera í mál- inu“, sagði Krag. Þá kvað Krag Víetnam-styrjöld ina einnig skyggja á „viðræður Austurs og Vesturs“ sem hafnar hefðu verið og gefið góða von um bætta sambúð og sagði að Kosygin, forsætisráðherra Sovét- ríkjanna, sem Krag sótti heim í fyrra, væri sama sinnis. „Við megum einskis láta ófreistað til þess að bæta sambúð Austurs og Vesturs", ságði Krag. í þeirri styrjöld og engin misk- únn sýnd. Ræðu þessa flutti Castro af því tilefni aö liðin eru fimm ár síðan gerð var hin misheppnaða innrás á eyjuna, er kúbanskir útlagar gengu þar á land við Svínaflóa. „Við munum meðhöndla sjóræningja og glæpamenn sem sjóræningja Húsvíkingar gefa til Skál-. .22 og glæpamenn“ sagði Castro. Þá vísaði Castro einnig á bug sögusögnum um að komið hefði upp misklíð með ráðamönnum á Kúibu og jafnvel verið gert sam særi gegn honum. Sagði hann það tóman uppspuna. Loks ræddi Castro efnahags- mál lands síns og lét vel yfir, sagði að vist væri matvara sköimmtuð en þá fengju líka allir nægju sína en ekki aðeins hinir ríku. Sagði Castro Kúbu vera mikið þróunarland og for- dæmi öðrum löndum í róm- önsku Ameríku. Skdk DANSKI stórmeistarinn Bent Larsen hefur nú nýlega bætt við fyrri afrek sin. Hann sigraði Rússann E. Geller í keppni um hvor ætti að verða varamaður í næsta áskorendamót, eða með öðrum orðum, hver skipaði 3ja sætið í síðasta áskorendamóti. Þessi árangur Larsens gengur næst frammistöðu Reshewskys í Zurich 1953. en þá varð Reshew sky í 2.—4. sæti á áskorenda- mótinu. Hér fylgir fyrsta skákin úr einvíginu. Hvítt: B. Larsen. - Svart: E. Geller. Sikileyjarvöm. 1. e4, c5. 2. Rf3, d6. 3. Rc3, Rf6. 4. e5, dxe5. 5. Rxe5, Rbd7. 6. Rc4, e6. 7. b3, Be7. 8. Bb2, 0-0. 9. Df3, Hb8. 10. a4, b6. 11. Bb3, Bd7. 12. Dh3, a6. 13. 0-0, Bc6. 14. Hfel, He8 (?) 15. Re5, Rxe5. 16. Hxe5, g6. 17. Bxa6, Dxd2. 18. He2, Df4. 19. Bb5!, Bxb6. 20. Rxb5, Rg4. 21. Hael, Hed8? 22. f3, Bf6. 23. Dxg4, Dxg4. 24. fxg4, Bxb2. 25. c3!, Bxc3. 26. Rxc3, Hdd4. 27. g5, Hbd8. 28. He2e3, Hb4. 29. Re4, Kg7. 30. Hfl, c4. 31. bxc4, Hxc4. 32. Rc3, Hd7. 33. g3, h6. 34. Hff4, Hc5. 35. gxh6f, Kxh6. 36. Hfb4, Hdc7. 37. Re4, He5. 38. Rf2, Hclf. 39. Kg2, Ha5. 40. Hf3, Hc7. 41. Rg4t, Kg7. 42. Rf6 (?) (42. Re3 og c4!). 42. —Hc2f. 43. Kh3, Ha8. 44. Hh4, g5. 45. Rh5f, Kf8. 46. Hhb4, Ke7(?) (46. —f5!). 47. Hxb6!, f5. 48. Hb7f, Kd6'. 49. Hd3t, Kc6. 50. Hdd7!, g4t. 51. Kh4, Hxh2. 52. Kg5, Hxa4. 53. Rf4, He4. 54. Hdc7f, Kd6. 55. Hc3, Hhd2. 56. Hb6f, Kd7. 57. Rh5, He2. 58. Rf6t Kd8. 59. Kg6, gefið. I. R. Jóh. Frá Iðnskólanum á Sauðárkróki Iðnskólanum á Sauðárkróki var sagt upp í 20asta skipti hinn hinn 6. apríl s.l. Nemendur voru 32 i tveim bekkjum. Þar af 18 í öðrum bekk, en 14 brautskráðust. Kennarar voru 7 auk skóla- stjórans. Skólaslit fóru fram að þessu sinni við hátíðlega athöfn þar, sem viðstaddir voru fjöl- margir af eldri nemendum skól- ans. Tildrög að stofnun hans voru þau að tveir eða fleiri ungir menn vildu læra iðn á Sauðár- króki, en gátu það ekki fullkom- lega nema iðnskóli væri starf- andi á staðnum. Séra Helgi heit- inn Konráðsson ásamt nokkrum iðnaðarm/önnum gerðu hugmynd ina um iðnskóla að veruleika í ársbyrjun 1947. Á þessu 20 ára tímabili befur skólinn útskrifað á annað hundr að iðnnema, sem starfa nú sem iðnaðarmenn víðs vegar um landið. Fyrsti skólastjóri var séra Helgi heitinn Konráðsson og gegndi hann því hlutverki í 4 ár. Friðrik Margeirsson magist- er var skólastjóri í 13 ár og nú- verandi skólastjóri, Jóhann Guð- jónsson múrarameistari hefur annast starfið í 3 ár. Kennarar hafa verið margir sumir aðeins eitt tímabil, aðrir lengur og einn kennarinn allan tímann, og er það Árni Þorbjörnsson lög- fræðingur. \ Erlendur Hansen rafvirki, skýrði frá fyrir hönd fyrstu nemenda skólans að þeir ætluðu að gefa skólanum málverk af fyrsta skólastjóra hans séra Helga Konráðssyni. Talsmaður 10 ára nemenda Stefán Petersen ljósmyndari, lagði fram kr. 5.500.00, sem vera skyldi stofn að tæknibókasafni skólans. # Skólastjórinn þakkaði hinar virðulegu gjafir og skýrði jafn- framt frá þeirri vitneskju sinni að lóð undir væntanlegar bygg- ingar Iðnfræðsluskóla í Norður- landskjördæmi vestra yrði ákveð inn staður í samráði við skipu- lagsyfirvöld ríkisins, en mikill og almennur áhugi er fyrir að sá skóli verði á Sauðárkróki. — Jón. Mnlcom Frager kemur í maí BANDARÍSKI píanóleikarinn Malcolm Frager er væntanlegur hingað í byrjun maí og mun hann halda eina tónleika í Þjóð leikhúsinu þann 9. mai 20:30. Frager mun einnig leika á ísa- firði. Hingað kemur Frager frá Evrópu, en þar hefur hann ver- ið í hljópileikaferð. Fyrir skömmu skeði sá merkisatburð- ur í Hollandi, að Frager og Asihkenazy léku þar tvo píanó- konserta á sömu tónleikunum. Frager stjórnaði hljómsveitinni í konserti þeim er Asihkenazy lék og sá síðarneifndi stjórnaði síðan hljómsveitinni í konserti þeim er hinn fyrrnefndi lék. Tónleikar þessir vöktu mikla at hygli sem vænta mátti. ; Björgunarskip Tryggingar- ; ; félagana, Goðinn, siglir inn I í Reykjavíkurhöfn. Skipið ■ ; sigldi ekkert yfir páskana, þar ; I sem skipshöfnin lá öll í in- j ; flúensunni, eo fór siðan út í ; I þriðja í páskum, og hafði að- j ■ stoðað á sumardaginn fyrsta ; ; tíu skip, þar af átta með ! köfun, en dregið t\tö skip til ; hafnar. Fjórðungsglímti- mót Sunnlend- ingafjórðungs FJÓRÐUNGSGLfMUMÓT Sunn lendingafjórðungs verður háð í Samkomuhúsinu að Garðaholti laugardaginn 30. apríl og hefst kl. 4 eftir hádegi. Er þetta í fyrsta sinn sem fjórðungsglimumót Sunnlend- ingafjórðungs er haldið. Verðu.r keppt um glæsilegt glímuhorn sem Mjólkurbú Flóamanna hef- ur gefið til þessarar keppni. Auk þess verða • þrenn önnur verð- laun. Ungmennasamiband Kjalarnes þings sér um keppnina að þessu sinni. Þátttökutilkynningar ber- ist fyrir 28. apríl næstkomandi, til Sigurðar Geirdal form. Umf. Breiðabliks í Kópavogi eða for- manns Ungmennasambands Kjal arnesþings Ulfars Ármannsson- ar. I Það óhapp varð sl. föstudag, er steypubill var að flytja steinsteypu að Lsbiminum hf., inni, svo hún hafði nærri olt- að bakki brast undan bifreið- ið. Rann steinsteypan út úr bifreiðinni, en ekki varð neitt annað tjón. Fró Fulltrúaráði Sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík STARFANDI eru á vegum Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík eftirtaldar hverfaskrifstofur i borginni. Skrif- stofurnar eru opnar milli kl. 2—10 e. h. alla virka daga nema laugardaga milli kl. 9—4. VESTUR- og MIÐBÆJARHVERFI Hafnarstræti 19 Sími: 22719 NES- OG MELAHVERFI Tómasarhaga 31 Simi: 24376 AUSTUR- OG NORÐURMÝRARHVERFI || Bergþórugötu 23 Sími: 22673 - HLÍÐA- OG HOLTAHVERFI Mjölnisholti 12 Sími: 22674 LAUGARNESHVERFI Laugarnesvegi 114 Simi: 38517 LANGHOLTS-, VOGA- OG HEIMAHVERFI Sunnuvegi 27 Sími: 38519 SMÁÍBÚÐA-, BÚSTA® A- OG HÁALEITISHVERFI Starmýri 2 Sinti: 38518

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.