Morgunblaðið - 04.05.1966, Blaðsíða 1
i
I
i
i
i
I
i
tollurinn afnuminn
— k nóvember n.k. — Sérstak-
nr víimuaflsskattur á þjónustu-
(jreinar iðnaðarins
Lonðon 3. roaí — NTB.
Jairaes Callagan, fjármálaráð-
herra Bretlands, lagði í dag fram
fjárlagafrumvarp brezku stjórn-
arinnar, og er í frumvarpinu að
finna ýmislegt, sem mjóg kem
«r á óvart. Til mestra tíðinda
mun teljast, að fjármálaráðherr-
ann hoðaði að hinn mjög svo
óvinsaeli 10% tollur á innflutt-
«m iðnaðarvörum, sem gilt hef-
nr í Bretlandi í tvö ár, verður
lagður niður í nóvember. Er al-
iraenn ánaegja ríkjandi vegna
l»essa bæði innan Fríverzlunar-
svaeðisins (EFTA) og utan þess.
Flestir höfðu búizt við að
fjáriagafrumvarp Callagans yrði
með svipuðu sniði og verið hef-
ur, og boðaðir yrðu auknir
skattar og útgjöld. Þess í stað
er lagt til í frumvarpinu að
Bretar dragi úr fjárfestingu
sinni erlendis, og vinnuaflinu
verði beint inn í útflutnings-
greinar framleiðslunnar með
þar til gerðum skattareglum.
Eru reglur þessar eitt helzta
nýmæli fjárlaganna en þær gera
ráð fyrir því, að vinnuafl verði
skattlagt á þann hátt, að þjón-
ustugreinar iðnaðarins verða
sérstaklega skattlagðar ef þær
hafa of marga menn í þjónustu
sinni. Á þennan hátt telur Call-
agan að hæigt verði að fækka
Framh. á bls. 2
MTO til
London?
LONDON 3. maí — NTB: Sér-
fræðingar Atlantshafsbandalags-
ins hafa orðið sammála um að
aðalstoðvar NATO beri að flytja
til* London gerist þess þörf að
flytja þær frá París, segir blað-
ið London Times í dag.
Undanfarna mánuði hefur verið unnið kappsamlega að gerð
jarðgangna á Stráka-vegi við Siglufjörð. Eru göngin nú orðin
nær 500 m að lengd, en verða 700 — 800 metrar. Sjá grein
frá Siglufirði á bls. 10. Ljósm. Stgr. Kr.)
Dæmdut og
hýradreginn ^
Moskvu, 3. maí — NTB:
SOVÉZKUR listgagnrýnandi
var í dag dæmdur af dómstól
í Moskvu í sex mánaða „um-
skólunarvinnu" og sektaður
sem svarar 2Ð% aí tekjum sin
um þessa sex mánuði fyrir að
hafa neitað að svara ákveðn-
um spurningum í réttarhöld-
unum gegn rithöfundunum
Sínyavsky og Daniel.
Gagnrýnandinn, Igor Nah-
umovitsj, var leiddur sem
vitni af verjandanum er rétt-
arhöldin yfir þeim Sinyavsky
og Daniel stóðu í febrúar sl.
| Hann neitaði þá að uppiýsa
hver hefði lánað honum verk
Sinyavskys tii aflestrar. Þeir
Sinyavsky og Daniel voru
dæmdir í 5 og 7 ára þrælkun
|1 arvinnu fyrir að hafa smyglað
bókum með gagnrýni á Sovét-
ríkin til útlanda.
Tryggjum uppvaxandi
örugga lífsafkomu
— með íippbyggingu nýno ntvranugrelna — sagði
Magnus Jónsson, fjórmólatáðherra í útvarps-
amræðuaum í gærhvöldi
VIÐ lok útvarpsumræðnanna
í gærkvöldi sagði síðasti ræðu
maður kvöldsins, Magnús
Jónsson, fjármálaráðherra, að tar ekki samleið með þeim
tryggja yrði uppvaxandi kyn
slóð örugga lífsafkomu. Það
vill rikisstjórnin gera með
Brezki innflutnings-
upphyggingu nýrra atvinnu-
greina. íslenzk æska, vísinda-
og tæknimenn eiga hins veg-
mönnum sem gegn slíku berj
ast, sagði fjármálaráðherra. í
ræðu hans kom ennfremur
fram að raunverulegar at-
vinnutekjur verka-, sjó- og
iðnaðarmanna hafa aukizt
um nálægt 10% frá árinu áð-
ur og ráðstöfunartekjur þess
ara stétta eftir álagningu
beinna skatta og greiðslu fjöl
skyldubóta um 12%. Þá gat
fjármálaráðherra þess einnig
að athuganir Kjararannsókna
nefndar bentu til þess, að með
alársvinnutími verkamanna í
Reykjavík hefði ekki aukizt
á árinu 1964, nokkuð hefði
dregið úr lengd vinnutímans
Peki ng:
,Ekki oröi eyöandi að tillögum Kanada'
Kínverska stjórnin kallar Mafinovsky fygara
Feking, 3. maí — NTB.
KJNVERJAR vísuðu í dag
á bug tillögum Kanada í þá
áít að reyna að koma á samn
ingaumleitunum um frið í
Vietnam. Lester Pearson,
forsætisráðherra Kanada,
greindi frá því s.l. sunnudags
kvöld, að Kanadastjórn væri
að reyna að koma á vopna-
hléi í Vietnam, og fá því
framgengt að báðir aðilar
drægju sig til baka eftir því
hversu samningum miðaði.
Talsmaður kinverska utan-
ríkisráðuneytisins lýstí í dag
tillögu Kanada sem „gamalli
amerískrj lummu, sem ekki
væri orðum að eyðandi.“
Þá lýsti kínverka stjómin í
dag Rodion Malinovsky, varnar-
málaróöherra Sovétríkjanna
lygara, vegna þess að Malin-
ovsky hefði sagt að Kinverjar
hefðu lagt steina í götu send-
inga sóvézkra birgða til N-Vit-
nam, sem þurfa að fara um kin-
verskt andssvæði.
í yfirlýsingu frá utanríkisráðu-
neytinu kinverska segir að öll
þau hergögn, sem N-Vietnam
hafi beðið uim, og Sovétríkin lát
ið í té, hafi verið send áfram
svo skjótt sem auðið var. Hins-
vegar segir í yfirlýsingunni, að
aðstoð Sovétríkjanna við N-Vi-
etnam sé sorglega lítil, og felist
hún aðallega í gömlum og slitn-
um vopnum, sem sum séu ónot-
hæf.
Er Malinosky var á ferð í
Ungverjalandi fyrir nokkru, sak
aði hann Kínverja um að tefja
fyrir aðstoð Sovétríkjanna við
N-Vietnam. Var haft eftir Mal-
inovsky, að aðstoð Sovétríkj-
Framhald á bis. 31.
Magnús Jónsson,
fjármálaráðlierra.
í fyrra og einnig á líðandi ári
jafnvel svo að gera megi ráð
fyrir að í ár verði vinnutími
verkamanna rúmlega 100
stundum styttri en árin 1963
og 1964.
Aðrir ræðumenn Sjálf-
stæðisflokksins í útvarpsum-
ræðunum í gærkvöldi voru
Ingólfur Jónsson, landbúnað-
arráðherra, Jóhann Hafstein,
dómsmálaráðherra, Pétur Sig
urðsson og Matthías Á. Mat-
hiesen.
Magnús Jónsson, fjármálaráð
herra, var síðasti ræðumaður
kvöldsins. Hann sagði að allir
viðurkenndu, að þjóðarfram-
leiðsla og þjóðartekjur hafa orð-
ið meiri og vaxið meir síðustu
þrjú árin en nokkru sinni áður
í sögu þjóðarinnar. Því er jafn-
framt ómótmælt að efnahagur
og almenn velmegun hefur aldrei
verið jafn góð. Fjármunamyndun
í skipum, vélum og tækjum hefur
verið sérstaklega mikil síðustu
árin og í fiskiskipum langmest
árið 1964, en þá nam innflutning-
ur skipa og flugvéla alls 938
millj. króna. Glögg einkenni heil
brigðrar efnahagsþróunar er og
að síðasta ár varð raunveruleg-
ur sparnaður þjóðarbúsins í fjár
munamyndun, útflutningsvöru-
birgðum og viðskiptajöfnuði
6.150 millj. eða rúm 30% af þjóð
arframleiðslu og er það með þvi
Framhald á bls. 19
flíinsKiasba,
Lubismshasi *
Leopodville 3. maí NTB.
SEX ÁR eru nú liðin síðan
allur heimurinn lærði borga-
nöfn í Kongó í sambandi við hina
miklu atburði, er urðu eftir að
landið fékk sjálfstæði. En nú
verða menn að setjast við og
læra á ný. 30. júní breytist nafn
höfuðborgarinnar Leopoldville í
Kinshasha, Elisabethville verð-
ur Lubumshasi, Stanleyville
verður Kisangani, Coquilhatville
verður Mbandaka, Banningsville
verður Bandundu og Paulis
verður Isiro.
IVfao enn hress
PEKING 3. maí — NTB: Tals-
maður kínversku stjórnarinnar
visaði í dag á bug fregnum þess
efnis að Mao Tse Tung væri
sjúkur. Sagði tasmaðurinn að
hér væri um að ,ræða illmælgi
og slúður, og bætti við að Mao
væri við góða heilsu.