Morgunblaðið - 04.05.1966, Síða 2
2
MORC U N BLAÐIÐ
Miðvikudagur 4. maí 1966
Sfáifstæðisflokksins
á HelEissandi
Framboðslisti Sjálfstæðisflokks
ins á Hellissandi fyrir hrepps-
nefndarkosningar er skipaður
eftirtbidum mönnum:
1. Bragi Ólafsson, varðstjóri.
2. Halldór Benediktsson, bif-
reiðastjóri.
3. Sigurður Kristjánsson,
skipstjóri.
4. Jónas Sigurðsson, múrari.
5. Björn Emiisson, loftskeyta-
maður.
6. Guðjón Ormsson, rafvirkja-
meistari.
7. Markús Þórðarson, skip-
stjóri.
HafiTiarfjörður
VORBOÐINN, félag Sjálfstæðis-
kvenna í Hafnarfirði, heldur
fund á morgun, fimmtudag, kl.
8.30.
Á fundinum talar frú Helga
Guðmundsdóttir, Þorgeir Ibsen
skóiastjóri, Elín Jósepsdóttir, Sól
veig Eyjólfsdóttir og Sigurveig
Guðmundsdóttir. — Fundarstjóri
verður frú Jakobína Mathiesen,
formaður Vorboðans. — Sjálf-
stæðiskonur fjölmennið!
8. Lárentzíus Dagbjartsson,
verksmiðjustjóri. ,
9. Almar Jónsson, matsveinn.
10. Sveinbjörn Benediktsson,
símstöðvarstjóri.
Til sýslunefndar:
1. Rögnvaldur Óláfsson, fram-
kvæmdastjóri.
2. Jóhanna Vigfússon, húsfrú.
Harður árekef-
ur í náft
HARÐUR árekstur varð á milli
Volkswagen bifreiðar og sendi-
bifreiðar skömmu eftir miðnætti
í nótt á mólum Skothússvegs og
og Suðurgötu. Rákust bílarnir
saman með þeim afleiðingum, að
sendibifreiðin skall á steyptan
garðvegg en afturendinn kast-
aðist út á götuna, þannig að
„framstuðarinn“ nam við garð
vegginn. Enginn slasaðist í á-
rekstrinum, en báðir bílarnir
stórskemmdust og -sendibifreiðin
öllu meira.
Skotið yfir landa-
mæri Cambodia
Saigon, 3. maí — NTB.
BANDARÍSKUR talsmaður í
Saigon grendi frá því í dag, að
sl. laugardag hefði það gerzt í
fyrsta sinn, að bandarískir her-
menn hefðu skotið á landssvæði,
sem tilheyri Cambodia. Gerðist
þetta um 112 km. NV af Saigon,
við landamæri Cambodia og S-
Vietnam, sem eru þar mörkuð
af 250 m. breiðri á.
Skotið var á bandaríska her-
menn frá Cambodiabökkum ár-
innar, og gaf þá yfirtnaður
bandarísku hersveitarinnar skip
un um að svara skothríðinni.
Sagði talsmaðurinn í Saigon í
dag, að bandarískir foringjar
þyrftu ekki að fá sértakt leyfi
frá Saigon til þess að stigu slíkt
skref. Yfirmenn allra banda-
rískra hersveita í S-Viatnim
hefðu vald til þess að gera allar
þær ráðstafanir, sem þeir telja
nauðsynlegar öryggi hermanna
sinna.
Talsmaðurinn upplýsti, að
svæði það, sem um ræðir, sé
óbyggt.
— Brezkir
Framhald af bls 1
starfsliði í /ýmsum þjónustu-*
greinum, svo sem bankastarf-
semi, tryggingastarfsemi,
byggingariðnaði, í hópi
skemmtikrafta og rakara, svo
eitthvað sé nefnt. Á þennan hátt
laðaðist vinnuaflið fremur að
öðrum iðnaði, sem meira máli
skipti. Á þannig að auka út-
flutningsframleiðsluna.
Er Callagan greindi frá því,
að 10% innflutningstollurinn
væri orðinn stjórnmálaleg byrði
innan EFTA, og yrði hann því
afnuminn í nóvember, fögnuðu
þingmenn tíðindunum með
miklu lófataki,
Callagan sagði, að frumvarp-
ið gerði ráð fyrir 661 milljón
punda tekjuafgangi á fjárhags-
árinu og þannig gæti Bretand
hafizt handa um að greiða
gjöldin til Alþjóða gjaldeyris-
sjóðsins fyrr en ráð hafði ver-
ið fyrir gert. Bretar eiga að
greiða sjóðnum og Sviss aftur
900 millj. punda á árunum
1967-1970. Fé þetta var lánað
Aronzeftirliking af þessari mynd prýðir legstein Vilhjálms S tefánssonar. Myndin var tekin
þriðja heimsskautaleiðangri Vil hjálms, á árunum 1913—18.
Steinn frá
heimsskautinu
— prýðir leiði Vilhjálms Steíánssonar
HÉR á landi er nú staddur
prófessor Joim J. Teal írá Alaska
háskóla þeirra erinda að kynna
íslendingum sauðniautarækt (sjá
frétt á baksíðu). Prófessor Teal
var um árabil góður kunningi
Vilhjálms Stefánssionar, íslenzka
landkönnuðarins heimkunna. —
Fróiessorinn er forseti Institute
of Northem Agricultural Re-
search, og var Vilhjálmur Stef-
ánsson meðlimur þeirrar stofn-
unar, og störfuðu þeir prófessor
Teal saman að ýmsum viðfangs-
efnum.
í samtali, sem fréttamaður M'bl.
átti við Teal í gær. kom m. a.
fram að haim beitti sér fyrir því,
að steinn var fluttur norðan úr
heimsskautaóbyggðum Kanada,
þar sem Vilhjálmur vann sín
mestu afrek og gerði síðustu
landafundina í Vesturheimi, til
Hanover og settur þar á leiði
Vilhjálms.
„Kona mín og ég áttum hug-
myndina að þessu“, sagði
prófessor Teal aðspurður. „Við
fengum síðan ýmsia vini okkar
til aðstoðar. Steininn fengum við
á Ellef Ringneseyju, og létum
síðan fljúga með hann til Hanov-
er, þar sem honum var komið
fyrir á leiði Vilhjálms. Á stein-
inum er bronzmynd, eftirlíking
af mynd af Vilhjálmi, þar sem
hann er að draga sel, en þá
mynd munu margir kannast við.
Hún birtist upphaflega í bók
hans, The Friendly Arctic —
Heimsskautslöndin unaðslegu".
af þessum aðilum 1964 og 1965
til þess að styðja sterlingspund-
ið og létta á hinum óhagstæða
greiðslujöfnuði Bretlands.
Telpa fyrir bál
SÍÐDEGIS í gær varð lítil
stúlka fyrir bifreið fyrir frarnan
Slippverzlunina í Mýrargötu.
Telpan, sem er 8 ára gömul,
gekk fram fyrir bifreið, sem
var kyrrstæð og mun hún ekki
hafa gáð að umferð er hún hélt
út á götuna og lenti á bifreið,
sem þá kom aðvífandi. Hún
missti meðvitund er hún kast-
aðist frá bifreiðinni í götuna,
en við rannsókn á Slysavarð-
stofunni virtist hún óbrotin.
Eirákur Hreinn
borgarbóka-
vöröur
BORGARRÁÐ samþykkti á
fundi sínum s.l. föstudag að
mæla með því að Eiríkur Hreinn
Finnbogason, cand. mag. verði
ráðinn í starf borgarbókavarð-
ar. Starfið hafði verið auglýst
laust og þrír sótt um það.
AUGLÝST hefur verið laust
til umsóknar héraðslæknisem-
bættið í Húsavíkurhéraði og er
umsóknarfrestur til 4. júní, en
embættið veitist frá 5. júlí
Tollstjórinn í Reykjavík aug-
lýsir lausar stöður yfirtollvarð-
ar við tollgæzluna í Reykjavík,
stöðu deildarstjóra og nokkrar
tollvarðarstöður,
Kaupmannahöfn, 3. maí:
í DAG var farin fyrsta ferðin
á hinni nýju Færeyjaleið
Flugfélags íslands. Voru
margir farþegar í fyrstu ferð
inni. Þessi mynd var tekin á
Kastrupflugvelli í dag, og
sýnir hún, frá vinstri: Peter
Mohr Dam, þingmann, J. F.
Öregaard, lögþingsmann, Ole
Jacobsen, fulltrúa ríkisum-
boðsmannsins og Jens Paul
Ellendersen, fulltrúa Lands-
stjórnar Færeyja. - Rytgaard.
— Peking
Framhald af bls. 1
anna mundi koma að helmingi
meiri notum 'ef Kínverjar
reyndu ekki að tefja hana.
í yfirlýsingu Kinverja frá 1
dag segir orðrétt:
„Malinovsky er lygari. Kína
hefur aldrei hindrað flutninga á
varningi til aðstoðar við Viet-
nam.“
Þá er upplýst að til áramóta
1965 hafi Kína flutt 43,000 lest-
ir af sovézkum hergögnum til
Ho Chi Min.
Þá segir í yfirlýsingu kín-
verska utanríkisráðuneytisins að
„hin svonefnda aðstoð Sovét-
ríkjanna við Vietnam væri
svindl“ og hinn raunverulegi til-
gangur Sovétríkjanna væri sá,
að vinna gegn Kína, Vietnam og
öllum þjóðum, sem vinni fyrir
byltinguna.
„Það sem Sovétríkin sækjast
eftir eru heimsyfirráð fyrir til-
stilli sovézk-amerískrar sam-
vinnu“, segir í yfirlýsingu Kín-
verja.
. / * j#■ ■■/' \ <■ *■ .
Sauðburður er nú víðast hvar rétt að hefjast, og nú fer skemmti-
legur tími í hönd hjá bændum og búandliði. Myndin hér að ofan
sýnir nokkurra klukkustunda gamalt lamb sjúga móður sina. —.
Eigandi ærinnar er Bótólfur Sveinsson i Breiðholti við Langholts-
veginn gamla. (Ljósm.: Sv. Þorm.)