Morgunblaðið - 04.05.1966, Side 4
4
MORGU NBLAÐIÐ
Miðvíkudagur 4. maí 1966
BÍ LALEIG AN
FERÐ
SÍMI 34406
SENDUM
LITLA
bílnleigan
Ingólfsstræti 11.
Volkswagen 1200 og 1300.
S,M' 3-tt-BO
m/UFIÐ/fí
Volkswagen 1965 og ’66.
W—BlLALEIGAN
rALUR
4M
RAUÐARÁRSTÍG 31
SÍMI 22022
BIFREIÐALEIGAtt
VECFERÐ
Grettisgötu 10.
Simi 14113.
Rauða myllan
Smurt brauð, heilar og hálfar
sneiðar.
Opið frá kl. 8—23,30.
Sími 13628
Rlkisfryggð
skuldabréf
40 þúsund kr. ríkistryggð
skuldabréf til 4 ára óskast til
kaups. Til'boð sendist afgr.
blaðsins merkt: „Ríkistryggð
skuldabréf — 9197“.
BOSCH
Þurrkumótorar
/
Brœðurnir Ormsson
Lágmúla 9. — Sími 38820.
Magnús Thorlacius
bæstaréttarlögmaður.
Málflutningsskriístofa.
Aðalstræti 9. — Simi 1-1875.
Læstar dyr
Kona í Álfheimunum skrif
ar:
„Kæri Velvakandi!
Kvörtun hef ég fram að bera,
sem ég vona að j>ú birtir. Veit
ég af eigin reynslu að fleiri en
ég eru óánægðir.
Þannig er mál með vexti, að
einu sinni á dag tek ég strætis-
vagn frá Kalkofnsvegi og inn
í Álfheima. Alltaf er þetta á
svipuðum tíma, eða milli kl. 3
og 4 á daginn.
Nú hafa þeir vagnstjórar, sem
frá Kalkofnsvegi aka, haft
þann sið í allt vor (sennilega
frá því í marz) að þjóta út úr
vögnunum um leið og þeir
koma á torgið og læsa þeim á
eftir sér, þannig að enginn get-
ur farið inn í eða út úr vagni
á meðan hann stendur bílstjóra
laus á stæðinu. Sjálfir fara
vagnstjórarnir inn í skýli sitt
eða kaffistofu. Þarna má fólk
svo standa fyrir utan vagnana
og bíða, konur með börn á
handlegg, gamalmenni, og hver
sem er. Fólki er auðvitað frjálst
að fara inn í biðskýlið og bíða
þar, ef veður er ekki gott. En
margur hefur gengið þetta fram
og aftur milli skýlis og vagna
vegna þess, að ekki sést til vagn
anna allra úr skýlinu. Það kom
fyrir hér einn rigningardaginn
að ég beið inni í skýlinu, en
fjöldi fólks stóð fyrir utan vagn
inn og beið. Þá gerðist það, að
bílstjóri úr öðrum vagni misk-
unnaði sig yfir hópinn og
hleypti honum inn. Ég brá við
og fór út og hugðist komast inn
líka, en hann var þá rétt búinn
að læsa aftur þegar ég náði til
vagnsins. Ég spurði: „Er nú bú-
ið að læsa aftur?“ „Já“, sagði
hann, „það er ekki hægt að
standa í því að vera alltaf að
opna og loka“. Með það fór
hann. Ég var hlaðin pinklum og
pjönkum og gekk því aftur inn
í skýlið. Á síðustu stundu áður
en vaginn átti að fara, kom svo
bílstjórinn þjótandi út, opnaði
vagninn og hleypti þeim hópi
inn, sem þá var farinn að bíða.
Látum það vera, þó þeir þurfi
að fá sér kaffisopa á timabilinu
milli kl. 3 og 4, en þá verður
einn maður að vera á torginu
til að opna vagnana fyrir þá,
sem bíða. Þarna var maður
snemma í vor, sem hafði þetta
verkefni, en hann er nú horfinn.
Ekki virðist þetta fyrirkomulag
vera eingöngu á milli kl. 3 og
4, því frétt hefi ég af því á
öðrum tímum líka. En fróðlegt
væri að heyra hvort þetta er
eina „torgið“ sem hefur þennan
sið. Óviðunandi þjónusta er
þetta, hver svo sem fundið hef-
ur hana upp.
Ein úr Álfheimum".
★ Bjórinn
Þótt bjórinn sé úr sögunni (í
bili a.m.k.) halda menn áfram
að skrifa um hann — og hér
er eitt bréf — framhald skrifa,
sem áður hafa birzt hér í dálk-
unum um drykkinn og inn-
fædda í Afríku:
„Velvakandi góður.
í dálkum, þinum á sumar-
daginn fyrsta sendi hr. Viggó
Oddsson mér óvinsamlega
kveðju sunnan úr Afríku sök-
um þess að ég leiðrétti firrur
hans um áfengisvandamálið í
Danmörku með því að birta
greinarkorn úr danska vikubl.
Hjemmet, þar sem nokkuð öðr-
um augum var litið á þetta
vandamál en Viggó leit það
sunnan úr Afríku.
Það er langt frá því að um
nokkrar skammir hafi verið að
ræða frá minni hendi. Ég vildi
aðeins að sannleikurinn kæmi
í ljós, úr því að þetta mái bar
á góma og ég hafði tök á því
að leiða hann í ljós. En í þess-
ari kveðju hagræðir Viggó
sannleikanum svo, að ég finn
mig enn knúðan til að gera
smá leiðréttingu, með þínu
góða leyfi.
Viggó segir nú: „Ó. M. telur
það vera ofstæki að ég skuli
gagnrýna hans samtök í Mbl.
2. febr. og skýra m.a. frá því,
að ég hafi ekki séð drukkið
fólk í „hvítu Afríku“ þau miss-
iri, sem ég hafi dvalizt þar“.
Þarna segir Viggó aðeins hálf-
an sannleikann. Ég bar engar
brigður á að Viggó hafi ekki
séð drukkið fólk í „hvítu
Afríku“, minntist ekki á það
einu orði. Hvernig ætti ég líka
að dæma um það hér uppi á
íslandi hvað hann sér í hvítu
eða svörtu Afríku. Hitt er rétt
að ég nefndi ummæli hans um
bindindismenn og störf þeirra
augljóst ofstæki, en þau voru
þessi m.a.: „íslenzkir bindind-
ismenn telja að bjór sé það
versta sem yfir Íslendinga get-
ur dunið. Er þessi þjóð víst
vaniþróaðri í þessum efnum en
milljónir villimanna saman-
lagt að þeirra dómi“. Og enn-
fremur. „Ég vil ekki gera lítið
úr starfsemi bindindisfélaga
einkum á meðan mál geðsjúkl-
inga eru í ólestri, því að bind-
indishreyfingin er staður, sem
taugaspennt fólk getur fengið
útrás andlegra tjáninga-----.“
„Þeir gera sínar fundarsamþ.
til almennings, en enginn
tekur mark á þeim og svo virð-
ist sem þeir ætlist sjálfir til
þess------“. í svari til siðvæð-
ingarmanns segir Viggó nú:
„Sami maður reynir að þvo
hendur bindindismanna af að
bera ábyrgð á smygli á áfengi,
leynivínsölu og sennilega líka
ölvun við akstur — —“. Hvað
er hægt að kalla slík ummæli
annað en ofstæki? Hvað finnst
ykkur?"
■Jt Kjötbúðir —
kjörbúðir
„Nú segist Viggó hafa sagt
2/2: „Bjór er mikilvægur þátt-
ur í lífi fólks hér; í Salisbury
sem ca. 90 þús. hvítir menn
byggja, er bruggaður 5%
bjór um 36 þús. tylftir á dag.
Svertingjarnir drekka sumt, en
þeir hafa sérstaka bjórverk-
smiðju, sem framleiðir ódýrari
bjór á hyrnum" Upphaf máls-
greinar er rétt hermt, en síðari
hlutinn var svo hinn 2/2.:
„Svertingjarnir drekka sumt
en þeir ha.fa sérstaka bjór-
verksmiðju, sem framleiðir
ódýrari bjór handa þeim á
hyrnum". „Eru svertingjarnir
flestir á steinaldarstigi, en
nokkrir hafa þróast upp í að
vera þingmenn". Þarna slepp-
ir Viggó sem sagt úr setning-
unni tveimur orðum, er hafa
mikilvæga þýðingu. Af þessu
orðalagi varð ekki annað ráð-
ið en að þessar 36 þús. tylftir,
sem gera 43200 flöskur á dag,
séu fyrir hvíta fólkið og svo
þessar fáu hræður, sem hafa
þróast tfl. þingmennsku. Ef við
áætlum þá 1000 og deilum
91000 í 432000 verða það 4.75
fl. á mann á dag, eða tæpar
fimm fl. eins og ég orðaði það.
Eftir þessum upplýsingum
Viggós varð að álíta áð hinn
verksmiðju framleiddi bjór á
hyrnum „handa þeim“, þ.e.
vanþróuðu svertingjunum.
Nú segir Viggó: „— að hvítir
og svartir í Salisbury eru rúm
300 þús. svo að útreikningur
Ó.M. raskast úr 5 fl. í ca. 1
flösku á dag“. Samkvæmt þesisu
er Viggó nú búinn að leggja
hyrnuverksmiðjuna niður, eða
lætur alla íbúa Salisbury kaupa
dýra bjórinn. 300.000 í 4320.000
verður 1 flaska á dag samkv.
þessum nýja skilningi. Þetta
kalla ég að hagræða sannleik-
anum eftir því, er henta þykir.
Ég hafði enga ástæðu til að
segja að bjór og vín væri selt
í kjötbúðum í stað kjörbúðum
eins og Viggó upplýsti. Getur
hann snúið pexi sínu að prent-
aranum þessvegna, að frá minni
hendi stóð greinilega kjörbúð-
um. Þessi tvö leiðinlega líku
orð vilja oft ruglast í meðför-
um, enda fannst mér þetta „svo
auðvirðileg prentvilla að ég
nennti ekki að leiðrétta hana“.
'Jc Ölkæra konan
Viggó segir: „Ó. M. vitnar
einnig í dönsk blöð sem jafnvel
einhver læknir skrifar í um öl-
kæra konu sem hann þekkir“.
Ég sagði: „Greinin heitir á
dönsku „Kvindelig alkoholisme
— et nyt problem" og fjallar
mest um aukna áfengisneyzlu
og drykkjusýki kvenna“ — —.
„— en nú er talið að tíundi
hver drykkjusjúklingur sé
kona, þ.á.m. fjölmargar hús-
mæður“.
Hvað á að kalla svona með-
ferð á sannleikanum?
Ég hef hingað til haft gam-
an af að lesa greinar Viggós
um sitt af hverju frá Rodesíu
og tekið þær trúanlegar, þar
til hann hætti sér inná þá
braut að benda á hið himneska
ástand áfengismálanna á Dan-
mörku, sýnilega alls ófróður
um það mál. En hér eftir hlýt
ég að efa sannleiksgildi skrifa
hans.
Ekki nenni ég að elta frek-
ar ólar við Viggó, enda er
þessu bjórmáli nú lokið hér
ajn.k. að sinni, á virðulegan
hátt fyrir Alþingi íslendinga.
Ó. M.“
E ftirlitsmaður
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins óskar eftir að ráða
starfsmann, til að hafa eftirlit með notkun rotvarn-
arefna í síldarverksmiðjum. Nauðsynlegt er að um-
sækjandi hafi þekkingu á efnafræði og næringa-
fræði. Háskólapróf æskilegt.
Skriflegar umsóknir með upplýsingum um mennt
un og fyrri störf sendist Rannsóknastofnun fisk-
iðnaðarins, Skúlagötu 4, Reykjavik, fyrir 9. maí n.k.
Ennfremur óskar stofnunin eftir að ráða aðstoðar-
mann við ofangreint starf.
Laun samkvæmt hinu almenna launakerfi ríkis-
ins.
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins.
Bílstjóri
Ungur reglusamur maður óskar eftir atvinnu við út-
keyrslu. Hefur mjög góða reynslu á minni bil í borg-
inni. Annað getur komið til greina. Tilboð sendist
til Morgunblaðsins fyrir 6. maí merkt: „Reglusemi
— 9200“.
Kona eða karlmaður
óskast til bókhaldsstarfa hjá stóru fyrirtæki. Tilboð
sendist afgr. blaðsins merkt: „Strax — 9196“.