Morgunblaðið - 04.05.1966, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 04.05.1966, Qupperneq 8
8 MORGU HBLAÐIÐ Miðvikudagur 4. maí 1966 Drykkjuskapur og óspektir á götum alvarlegt vandamál i Sovétríkjunum Moskvu, 25. apríl — NTB: FYRIR SKÖMMU var haldin í Moskvu ráðstefna lögreglufull- trúa og fulltrúa dómsvalds þar sem rætt var m.a. um sívaxandi drykkjuskap, göturáp og ólæti í UNGLINGAREGLA IOGT hefur nú í vor starfað samfellt 80 ár hér á landi og er elzti félagsskap- ur barna og unglinga á íslandi. Fyrsta barnastúkan, Æskan nr. 1, var stofnuð hér í Reykjavík 9. maí 1886 og síðan hver af ann- arri. Margar stúkur 'hafa starfað óslitið síðan. Alls voru 65 barna- og unlingastúkur starfandi á síð- asta ári víðs vegar um land með 7.700 félögum. Þessara merku tímamóta í sögu Unglingareglunnar verður sér- staklega minnzt í barnatíma út- varpsins sunnudaginn 8. maí og BRIDGE EINS og áður hefur verið skýrt frá eru spiluð 140 spil í hverjum leik í heimsmeistarakeppninni, sem fram fer þessa dagana í borg inni St. Vincent á Ítalíu. Er þess- um 140 spilum skipt í sjö 20 spila lotur. Er ýmist lokið við 60 eða 80 spil í leikjunum og er staðan nú þessi: Að 60 spilum loknum: ftalía — Bandaríkin 167:93 Ítalía — Thailand 254:52 Bandaríkin — Thailand 119:114 Bandaríkin — Venezuela 188:118 Holland — Thailand 170:49 Venezuela — Holland 144:113 Að 80 spilum loknum: Ítalía — Holland 191:125 Ítalía — Venezuela 212:108 Bandaríkin — Holland 298:150 Venezuela — Thailand 227:126 Keppnin hefur farið mjög vel fram og áhorfendur verið marg- ir. Sýningartjald er í notkun og hafa að sjálfsögðu leikir heima- manna verið sýndir þar. ítölsku heimsmeistararnir hafa þegar tryggt sér gott forskot í öllum leikjunum og er útlit fyr- ir að þeim takist að halda heims- meistaratitiinum og þannig sigra 1 heimsmeistarakeppninni í 8. •inn í röð. Bandaríska sveitin er nú í öðru sæti og má reikna með að hún haldi þvi. Ekki er gott að spá um hvort Holland eða Vene- zuela hljóti 3. sætið, en báðar sveitirnar hafa sýnt misjafna leiki. í gær hvíldu spilararnir sig og fóru í stutt ferðalag í nágrenni St Vincent. Sovétríkjunum en þó helzt í Rússlandi sjálfu og er ráðstefna þessi höfð til marks um áhyggj- ur yfirvalda af þessum sökum. Skýrslur sýna að 80% þeirra, sem teknir eru höndum fyrir ó- á hátíðafundi sama dag í barna- stúkunni Æskunni nr. 1 — einnig í fréttaauka með kvöldfréttum mánudaginn 9. maí. Á vegum Unglingareglunnar hafa verið unnin ómetanleg upp- eldisstörf, sem seint verða full- þökkuð. Og enn er æskulýðs- starf Reglunnar með miklum blóma. Nægir í því sambandi að nefna ágætt starf barnastúkn- anna um land allt, útgáfu hins glæsilega og vinsæla barnablaðs, Framhald á bls. 25. NIKULÁS Guðjónsson, til heim- ilis að Hæli í Gnúpverjahreppi, lézt í sjúkrahúsi Selfoss hinn 25. apríl sl. Hann var fæddur 6. ágúst 1889 á Hamri í Gaulverja- bæjarhreppi. Foreldrar h ans voru Guðjón Nikulásson og kona hans Guðbjörg Guðmundsdóttir. Nikulás var elztur 7 barna þeirra hjóna, sem náð hafa fullorðins aldri. Hann missti föður sinn 2. október 1906 og var eftir það fyrirvinna móður sinnar þar til hún lézt 9. október 1908. Eftir lát foreldranna fluttust börnin á ýmsa bæi í hreppnum. Er mér sagt, að yngstu bömin hafi þá nötið nokkurrar meðgjafar frá Nikulási oS Guðmundi bróður hans, svo kornizt væri hjá því að þau þyrftu að sækja styrk til sveitarinnar, en arfur var lítill eftir fátæka foreldra. Nikulás Guðjónsson var ókvænt ur og bamlaus. Hann hefur þó ávallt verið á heimilum, þar sem stórir hópar barna hafa verið og mun láta nærri, að 40 börn hafi í uppvexti sínum, notið ávaxt- anna af vinnudegi þessa mikla bamavinar. ósjaldan kom hann heim að kveldi lúinn eftir vel unnið dagsverk og breiddi þá blítt bros brátt yfir þreytuna á andlitinu, þegar hann sá litlu börnin koma hlaupandi á móti sér og tók þau upp í útforeiddan faðminn. Þar vildu börnin una og þar leið þeim vel. Nikulás Guðjónsson átti heima á Hamri til ársins 1916. Hann stundaði sjóróðra margar vetrar- vertíðir frá Grindavík hjá útgerð Gísla í Vík, sem gerði út tvö skip. Árið 1916 réðist hann í spektir á almannafæri og óknytti eru undir áhrifum áfengis, og lögðu sumir fulltrúar á ráðstefn- unni til að tekinn yrði upp sá háttur að sekta á stundinni hvern þann er sæist drukkinn á al- mannafærL Dagblaðið ,Pravda“, málgagn kommúnistaflokksins, segir frá ráðstefnunni í dag og tekur upp úr ræðu dómsmálaráðherra Rúss lands kvartanir hans um slælega framgöngu lögreglunnar gegn götulýð og ölvuðum nátthröfn- um. Sagði dómsmálaráðherrann, að viða létu yfirvöld undir höfuð leggjast að draga óspektarfólk fyrir dómstólana af því þeim væri óljúft að eiga þykka saka mannaskrá fyrir umdæmi sitt. Annar ræðumaður sagði að einungis þriðjungur þeirra sem færðir væru til lögreglustöðv- anna til yfirheyrslu kæmu nokkru sinni í ákærustúku og þeir sem dóma hlytu fengju oft- ast að afplána þá í þægilegum klefa og liði dável meðan þeir væru að taka út refsingu sína. Enn einn ræðumaður, lögreglu- stjóri í einu umdæmanna, bað dómara beita oftar en nú væri gert hámarksrefsingu fyrir ó- spektir á almannafæri og illindi en það er fimm ára vist í vinnu- búðum. Flestir fá ekki nema 18 mánaða dóm eða þaðan af minna, sagði ræðumaður. vinnumennsku að Hæli í Hrepp- um. Eftir það var hann í vinnu- mennsku á ýmsum bæjum, en eitt ár var hann í Nesi í Selvogi og þaðan var hann sendur á botnvörpunginn Njörð. Þar varð hann fyrir því slysi, að missa framan af fingri. Vann hann eft- ir það við sveitastörf í Hrepp- unum, en stundaði þó jafnframt sjómennsku á Botnvörpungnum Braga árin 1929—1932 að hann hætti alveg sjómennsku vegna veikinda. Fagra sveitin, faðmur fjallanna og ferska loftið fyllti jafnan hug Nikulásar og undi hann bezt hag sínum í félagsskap þeim, sem ís- lenzk náttúra á beztan að bjóða, bæði meðal manna og málleys- ingja. Hvert vor fyllti hann nýj- um þrótti og þungt var honum aldrei um spor, þegar hans mátti við til að sinna lamfofénu við sauðbuiðinn. Þá var ekki spurt um vinnutímalengdina. Hann var hugmaður mikill við hvert það starf, sem hann gekk að og hef ég það eftir húsbónda hans á Hamri, Vilhjálmi bónda Guð- mundssyni ,að hugur Nikulásar hafi sízt verið minni á að vel gengi við sláttinn, heldur en sinn eigin og virtisf hann óþrey tandi. Svo munu fleiri húsbændur hans mega mæla um 'þennan vinnu- glaða þjón. Hafi hann verið ráð- ríkur, þá var hann í senn ráð- hollur húsbændum sínum og trygglyndur. Trúmennskan var honum í blóð borin og eigin hag mat hann ekki framar hag hús- bænda sinna. Hann var hjálp- samur og greiðvikinn, og mun margur minnast þess að hafa fengið fjármuni lánaða hjá hon- um, þegar meira var gefið fyrir að geta gert greiðann en inn- heimta vextina og krefjast greiðslutryggingar. Það er trú mín og von, að launin bíði hans nú fyrir alla hans góðvild og greiðasemi, bæði við mig og mína nánustu. Nikulás Guðjónsson verður jarðsettur hinn 2. maí að Gaul- verjabæ. Þegar hann fann þrekið vera bilað og ævidaginn að kveldi kominn, bar hann fram ósk um að mega hljóta hinztu hvílu við hlið foreldra sinna í Gaulverjabæjarkirkjugarði. Kæri vinur, nú kveð ég þig að sinni og bið þér blessunar drottins með von um að voísól kærleikans megi verma þig í ríki hins eilífa sumars. Sigurgeir Halldórsson. HINN nýi sendiherra Finnlands, herra Pentti Suomela afhenti í gær forseta íslands trúnaðarbréf sitt við hátíðlega athöfn á Bessa stöðum, að viðstöddum utanrík isráðherra. — Var myndin tekin yið þá athöfn. (Frá skrifstofu forseta íslands) IJnglingareglan 80 ára Nikulás Guðjónsson — Kveðjuorð 5 herb. íbúð á 1. hæð í Hlíð- unum (hornlóð) í mjög góðu ástandi, sérhiti, sér- inngangur. 5 herb. íbúð (2 forstofu- herbergi) í Hlíðunum, sér- hitL Hægt er að innrétta litla íbúð í mjög rúmgóðu risi yfir íbúðinni. Hag- kvæm lán. 7 herb. einbýlishús í Garða- hverfi. 6 herb. raðhús í smíðum við Hraunbæ, fallegt útsýni. íbúðin verður afhent tilbúin undir tréverk í júlí. Full- frágengið að utan. 4ra herb. íbúð í smíðum við Kleppsveg,, 1. hæð í enda. Verður afhent í júlí. Mikil sameign í kjallara. Fullfrá- gengin. Einbýlishús við Baldurshaga. Tvö þúsund ferm. eignar- land. Lítil útborgun. 2ja, 3ja, 4ra og 5 herb. íbúðir víðsvegar í borginni. Höfum kaupendur að raðhúsi í Háaleitishverfi. Útborgun eiii milljón. GÍSLI G ÍSLEIFSSON hæstaréttarlögmaður. JÓN L. BJARNASON fasteignaviðskipti. Hverfisgötu 18. Til sölu 2ja herb. risíbúð, 65 fm, við Hlégerði, Kópavogi. Ný- teppalagt. Góðar innrétt. Bílskúr. Falleg lóð. Mikið útsýni. 3ja herb. rlsíbúð, 80 fm, við Melgerði, Kópav. Björt og skemmtileg íbúð. Ræktuð lóð. 3ja herb. 100 fm, góð íbúð í kjallara við Mávahlíð. 4ra herb. íbúðir víðsvegar í foorginni. 5 herb. endaíbúð við Klepps- veg. Til sölu m.a. 2ja herb. kjallaraíbúð við Efstasund. 2ja herb. risibúð við Óðins- götu. 3ja herb. íbúðarhæð við Óð- insgötu. 3ja herb. íbúð við Lindargötu. 3ja herb. íbúð við Njálsgötu. 3ja herb. íbúð við Miðtún. 3ja herb. íbúð við Hraunteig. 4ra herb. íbúð á 2. hæð við Álfheima. 4ra herb. íbúð á 2. hæð í Lækjunum. Sérhitaveita. 4ra herb. íbúð á 4. hæð í Vest urbænum. 1 herb. fylgix í risL 4ra herb. íbúð á 1. hæð við Kleppsveg. Tvöfalt gler. — Teppi. 5 herb. íbúð á 2. hæð við As- garð. Tvöfalt gler. Harð- viðarinnréttingar. Sérhita- veita. 4ra íbúða húseign við Flóka- götu. 6 herb. íbúð á 2. hæð við Goð heima. Sérhitaveita. 5 herb. íbúð á 11. hæð við Sólheima. 6 herb. íbúð á 2. hæð við Sól- heima. 5 herb. íbúð á 3. hæð við Sólvallagötu. Tvö herb. fylgja í risi. Sérhitaveita. Raðhús við Kaplaskjólsveg selst fokhelt og tilbúið til afhendingar strax. Einbýlishús við Aratún, Silfur túni, selst fokhe.lt. Einbýlishús við Lindarbraut, Seltjarnarnesi, selst fokhelt. Xkipa- & fasfeignasalan KIRKJUHVOLI Simar: 14916 oer 13849 Til sölu 2ja herb. nýleg 80 ferm. kjall- araíbúð í GarðahreppL 3ja herb. góðar kjallaraíbúðir við Drekavog 90 ferm., allt sér. við Hörpugötu björt og vel umgengin. Útborgun kr. 250 þúsund. við Barmahlíð rúmgóð með sérhitaveitu. PASTEIGNASAL AN HÚS&EIGNIR BANKASTRÆTIé Slairi 18821 — 16637 Ileimasími 40863. AIMENNA f ASTEI6NASAIAH IINPARGATA 9 SlMI 21150 Trásmiður Trésmiður óskar eftir íbúð í Reykjavík eða nágrenni. Standsetning kemur til greina. Uppl. í síma 52165. Höfum til sölu Saltfiskverkunarhús og Verbúðir í Keflavík. Við höfum verið beðnir að selja Saltfiskverkunar- hús og verbúðir í Keflavík. Hér er um mjög glæsilega eign að ræða sem er hentug til verkunar afla af 2—3 bátum. Verð og greiðsluskilmálar mjög hagkvæmt. Upplýsingar í símum 18105 — 16223 utan skrif- stofutíma 36714. FYRIRGREIÐSLUSKRIFSTOFAN, Hafnarstræti 22, Gevafotohúsinu við Lækjartorg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.