Morgunblaðið - 04.05.1966, Page 12

Morgunblaðið - 04.05.1966, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 4. maí 1966 Fyrirspurnir og svör á f undi borgarstjóra með íbúum Langholts-, Voga- og Heimahverfis HÉR fer á eftir lokakafli fyrir- spurna, sem fram voru bornar við borgarstjóra á fundi með í- búum Langhoits-, Voga- og Heimahverfis sl. föstudag. Birgir Indriðason: Hvað er áformað að gert verði við svæði vestan við Kleppsspít- alann, sem verið hefur leiksvæði fyrir börn undanfarin ár? Borgarstjóri: í framtíðarskipulaginu er gert ráð fyrir því að Kleppsspítalinn hverfi þegar fram líða stundir, en þar sem hann er nú verði á- fram opið svæði, þar sem unnt 6é að komast niður að strönd- inni og njóta náttúrufegurðar sundanna. Þess vegna verður eitthvert leiksvæði þarna áfram, en vandamálið verður hins veg- ar, að Elliðaárvogurinn verður mikil umferðargata, og þess vegna ekki óhætt að börn fari þar yfir, fyrr en búið er að gera gang undir umferðaræðina á græna svæðið. Guðmundur Guðni Guðmundsson: Hvað verður gert til að auka öryggi borgaranna í umferðinni og um leið að koma í veg fyrir glötun -verðmæta, svo sem öku- tækja og annarra hluta sem eru í hættu fyrir mistökum og virð- ingaleysi ýmissa manna. Tel borgarana yfirleitt áhyggjufulla út áf umferðarmálunum. Borgarstjóri: Það er óhætt að segja í sam- bandi við þessa athugasemd, að mikið starf hefur farið í það að reyna að koma umferðarmálun- um í sem öruggast horf. í þeim efnum hefur sérstök umferðar- deilcb verið stofnuð við embætti borgarverkfræðings, og henni fengnir auknir starfskraftar, en á grundvelli samstarfs lögregl- unnar og þessarar umferðardeild ar eru gerðar úrbætur víða um bæinn, samkv. þeim tölum sem fást. af skýrslum um slys ár hin- um ýmsu stöðum. Ásamt með kennslu í skólum og áróðri í út- varpi hefur þetta þegar gefið nokkurn árangur. En betur má ef duga skal og dugar ekki minna en samtaka átak allra borgarbúa í þessum efnum. Jóhann Ólafsson: Þann 25. febrúar var útrunn- inn frestur til umsóknar á bygg- ingarlóðum í landi borgarinnar. Hvenær má vænta svars við um- sóknunum? Borgarstjóri: Svars má ekki vænta fyrr en I júnímánuði. Umsóknir sem bárust voru mun fleiri en búizt var við. Borgarráð hefur sett ákveðnar reglur, eins og t.d. varð andi búsetu í bænum, menn verða að vera búsettir fimm ár í 'bænum, ekki hafa fengið lóð fyrir einbýlishúsi, raðhúsi eða tvíibýlishúsi síðustu 10 árin, og ekki aðild að lóð fjölbýlishúss síðustu fimm árin, ef þeir eiga að koma til greina við úthlutun þessara lóða, sem nú verður út- hlutað í júnímánuði. Ennfrem- ur þarf að flokka umsóknirnar eftir fjölskyldustærð og aðstæð- um. Manntalsskrifstofan þarf þar að koma til aðstoðar starfsfólki við könnunina, en það starfs- fólk hefur verið bundið við kjör- skrárgerð fyrir væntanlegar borgarstjórnarkosningar. Úthlut- un fer því miður ekki fram fyrr «n í júnímánuði. Friðrik Þórðarson: Hvenær má vænta endanlegs skipulags á lóðum við háhýsin í Sólheimunum? Borgarstjóri: Skipulag er nú til varðandi nágrenni háhýsanna, þar sem reisa á barnaheimilin, dagheim- ilið og leikskólann, sem ég gat um í frumræðu minni* í stað tveggja háhýsa til viðbótar, eins og átti að vera samkv. uppruna- legu skipulagi, eða eins og á tímabili var ráðgert að byggja þar 16 raðhús. Þess vegna geta húseigendur þar fengið allar upplýsingar hjá borgarverkfræð ingi varðandi uppmælingar og skipulag nú í sumar. 2. Er fyrirhugað að fleiri há- hýsi eða önnur stórhýsi verði byggð á þessu svæði? Borgarstjóri: Nei. 3. Er gert ráð fyrir að bygg- ing bílskúra, sem fyrirhugaðir voru -við háhýsin þegar lóðun- um var úthlutað, verði heimil- uð? Borgarstjóri: Nei, vegna þess að bílskúr- arnir taka of mikið pláss, og bílarnir of margir sem tilheyra íbúðunum á þessu svæði. Það er reynsla okkar á tiltölulega stuttu tímabili, að bílafjöldinn hefur aukizt svo mjög, að þar sem að- eins voru áður bílar tilheyrandi einstaka íbúðum, eru nú jafnvel margir bílar tilheyrandi hverri íibúð. Þess vegna verður að fara sparlega með bílastæðin sem eru fyrir hendi, og í mesta lagi verð- ur því leyfð bygging svokall- aðra bílaskýla. Páll Guðmundssoil: Hefur nokkuð verið hugsað fyrir leiksvæði fyrir Sundin og nærliggjandi götur? Eftir að byggingaframkvæmdir hófust á Kleppstúni hafa krakkar á þessu svæði ekkert athafnasvæði fýr- ir sig nema götuna. Borgarstjóri: Það er einmitt gert ráð fyrir því, að leiksvæði aukist hérna megin við Elliðaárvoginn ná- lægt Sundunum í stað opinna svæða, er hverfa í sambandi við þá uppbyggingu, sem fram mun fara á athafnasvæði nýju hafn- arinnar. Ragnar Magnússon: Hvenær er áætlað að göturn- ar austan Langholtsvegar verði malbikaðar? Borgarstjóri: Væntanlega á næsta ári. Einar M. Jóhannsson: Hvers vegna telur borgar- stjórn sig geta veitt íbúum ein- býlishúsa, tví- og þríbýlishúsa lóðir undir bílskúra, en á sama tíma neitað íbúum fjölbýlishúsa að byggja bílskúra á úthlutuðum lóðum sínum? Borgarstjóri: Svarið er fólgið . þeirri skýr- ingu, sem ég gaf áðan við spurn- ingu um, hvort bílskúrar yrðu leyfðir við háhýsin. í þessu skipu lagi hefur ekki verið gert ráð fyrir bílskúrslóð fyrir hverri í- búð í fjöibýlishúsum, á sama hátt og skipulagið hefur gert ráð fyr- ir bílskúrslóð fyrir hverja íbúð í minni húsum, og þó eru þar undantekningar á vegna þess að í tvíbýlishúsum, sem sum eru þrí- eða fjórbýlishús, eru ein- göngu tvær bílskúrslóðir. Fjöldi og fjölgun bifreiðanna gerir það að verkum, að við verðum að setja skorður við bílskúrsbygg- ingu fjölbýlishúsanna. Okkur þykir það leitt, en það er nauð- synlegt til þess að fullnægja bif- reiðastæðakröfum sem flestra íbúa slíkra húsa. Geirlaug Stefánsdóttir: Er ekki hægt að fá svæði.fyr- ir skautasvell við Langholts- skóla, sem jafnframt væri notað fyrir körfubolta og tennis að sumrinu og til afnota fyrir börn og unglinga? Svo vantar okkur bókasöfn sem næst skólanum. Það er svo langt að sækja Sól- heimabókasafnið. Borgarstjóri: Ég get nú ekki gefið von um bókasafn, sem sé öllu nær Lang- holtsskóla en Sólheimabókasafn- ið, en hins vegar er ætlunin að koma upp skautasvelli í Laugar- dalnum, og þar verða fleiri í- þróttaleikvellir, 6 talsins, og op- in svæði fyrir íbúa þessa hverf- is. Þar er búið að stækka skrúð- garðinn mjög mikið, og auka við grasgarðinn, þar sem eru þrjú þúsund plöntur til sýnis fyrir þá sem unna gax-ðrækt og gróðri. * Einar Jóhannsson: Ástæðan fyrir þessari fyrir- spurn er sú, að ég bý í háhýs- inu Sólheimar 23, sem var byggt eftir skipulagi samþykktu í maí- mánuði, ef ég man rétt 1957. Sam kvæmt þessu skipulagi var gert ráð fyrir 42 eða 43 íbúðum, á- samt þó nokkrum bílstæðum, sem áttu að tilheyra þessu húsi. Við höfum margoft rætt við Að- alstein Richter og aðra aðila hjá borgarstjórn varðandi heildar- skipulagið á lóðinni, sem tak- markast af Langholtsvegi, Skeið arvogi og Sólheimum. Og mér er ekki grunlaust um að sumar þær breytingar, sem fram hafa komið, einkum á þessu síðasta blaði, sem núna liggur endanlega fyrir, séu frá okkar rótum runn- ar, en á skipulagi frá 1957 er beinlínis ætlast til, að þar séu byggðir bílskúrar. Nú spyr ég: 1. Hvenær telur borgarstjórn sig bundna af samþykktum sín- um, og hvenær ekki? 2. Er hægt að breyta sam- þykkt? Ég tek t.d. sjálfan mig sem dæmi. Ég kaupi íbúð árið 1961, og mér er sagt að það eigi að verða þarna rúmir 40 bíl- skúrar, og það verði dregið um þá. Ég kaupi íbúðina fyrst og fremst vegna þess, að þarna er einhver von um að fá bílskúr með, þar sem ég vissi fyrirfram, að t.d. við Álfheimana var ákveð ið að ekki yrðu bílskúrar. Nú tel ég mig hafa verið svikinn, og ég vil fá að vita hvenær borgar- stjórn telur sig skuldbundna af skipulagi, sem hún er búin að samþykkja, og hvenær ekki? Borgarstjóri: Ég skal með ánægju reyna að svara þessari fyrirspurn. Ef borgarstjórn hefði talið sig skuldbundna af skipulaginu frá janúar 1957, þá hefði verið hæg- ast fyrir fulltrúa borgarstjórnar að segja við húseigendur og íbúðaeigendur, sem koma með athugasemdir við þann skipu- lagsuppdrátt: Þetta er sam- þykktur skipulagsuppdráttur, við teljum okkur skuldbundna af honum, og við viljum ekki þess vegna breyta honum. Þetta var ekki gert.Eins og Einar Jó- hannsson réttilega tók fram, tók um við tillit til óska og athuga- semda húseigendanna á svæðinu, og breyttum skipulagsuppdrætt- inum í veigamiklum atriðum í sajnrsemi við þær óskir. Það var gert í þágu allra húseigendanna á svæðinu, að leyfa ekki bíl- skúra, því við töldum ekki full- nægjandi þegar bíll tilheyrir bílar sömu íbúðinni, að dregið yrði um bílskúrsstæðin. Og bíl- skúr tekur í raun og veru tvö bifreiðastæði, þ.e.a.s. það sem fer undir bílskúrinn sjálfan, og það sem þarf til þess að aka inn í hann eða úr, eða geyma utan húss. Þess vegna er það svo, að í þessum breytingum var sumt gert til hagsbóta íbúða- eigendum á svæðinu, annað því miður einstaka þeirra til trafala, og ég vona þó að í heildinni verði þetta ánægjulegt skipulag, sem.skapi íbúunum í háhýsunum hagkvæmt og fallegt umhverfi. Helgi Þorláksson: Ég þakka borgarstjóra fyrir svör við fyrirspurnum sem ég bar fram skriflega, bið nú afsök- unar á því að þar komu fram nokkrar fyrirspurnir, sem borg- arstjóri var búinn að gefa svar við í framsöguræðu sinni, en ég hafði tekið þessa punkta saman áður en ég kom hér til fundar. En það var eitt atriði sem ég setti ekki fram í þeim, en sá það nú hér þegar ég kom á fund- inn, að það virðist vera fyrir- hugað að tengja saman Ferju- vog og Sólheima í svokallaða safnbraut. Ég vildi beina því eindregið til borgaryfirvalda að reyna að leysa þetta mál á ann- an veg, því þetta held ég stór- hættulegt þeim skóla, sem um ræðir hér, sem yrði þá á eyju. Þessi gata hlýtur að verða ör- skammt frá horni einnar skóla- byggingarinnar, sem hér er risin, og auk þess aðskilja aðalleik- vang skólans frá sjálfum skóla- húsunum. En það er sá leikvang- ur, sem börnin hljóta, hin eldri a.m.k. í öllum frímínútum að sækja verulega yfir á. Ég vona að það finnist einhver önnur lausn á þessu, þó þetta sé svona bráðabirgðaatriði, eins og það er sett fram nú. Það er sjálfsagt í svona skipulagsmálum, að þá koma oft fram ýmis atriði, sem hljóta að þurfa endurskoðunar seinna, þó í heild sé búið að ákveða skipulagið. Mig langaði svo aðeins að koma hér öðru atriði fram um leið, og þá kannski m.a. vegna fyrirspurn- ar, sem hér hefur komið fram og eirmig svari borgarstjórnar að nokkru þar um. En það er þetta um aukna óreglu æskufólks. Það eru mörg vandamál æskufólks- ins. Ég ætla að leyfa mér að efast stórlega um að óregla hafi aukizt hjá æskufólki á síðustu árum, og þykist hafa nokkurn rétt til að segja til um það. Ég hef haft náin kynni af æskufólki í röskan aldarfjórðung, og ég hygg, að það unga fólk, sem við höfum nú, t.d. á gagnfræðaskóla- aldri, að það sé miklu meiri fjöldi þess reglusamur, heldur en var t.d. hér í borg fyrir 15 árum eða þar um bil, svo ég fari ekki lengra aftur í tímann. En það þýðir ekki það, að ekki megi gera hér meira, og ég vildi því beina því fram hér til athug- unar fyrir borgaryfirvöld og aðra aðila, hvort ekki væri hægt að skipuleggja eitthvað til að hefja aukið samstarf milli heim- ila og skóla, á milli lögreglu, Æskulýðsráðs og annarra borg- aryfirvalda um viðfangsefni og vandamál unga fólksins, og þá t.d. í sambandi við framkvæmd ákvæða um útivist barna og unglinga. Það vitum við vel, sem búum svona í úthverfum, að börn eru þráfaldlega miklu lengur að leik úti eða úti við að kvöldi, heldur en þeim er hollt, og miklu lengur heldur en þekk- ist yfirleitt meðal annarra þjóða, Og það vitið þið mörg hér inni, að það er eitt af því sem vekur mesta furðu útlendinga þegar þeir koma hingað, að sjá hve börnin eru lengi að leik sinum úti, en við erum nefnilega ekki búin að átta okkur á því að við erum ekki sveitafólk lengur, við erum orðnir borgarbúar. Ég vildi beina þessari athugasemd eða ábendingu hér, hvort ekki væri eitthvað hægt að gera skipulegra til að tengja þessa aðila sam- an um sameiginleg átök til þess að hjálpa til enn betur að létta unga fólkinu lífsbaráttuna og þeim leiða, sgm sumir telja að það þjáist af og hlýtur auðvitað að fylgja auknum tómstundum, ef ekki er að gert. En svo vil ég ítreka þakkir sem fram hafa, komið hér um það frumkvæði, sem hér er haft á um að ræða við borgarbúana og þakka Geir Hallgrímssyni, borgarstjóra mjög vel fyrir framtak hans í þessu. Borgarstjóri: Ég er sammála Helga Þorláks- syni, að það er algjört neyðar- úrræði að gera Ferjuvog að svo- kallaðri safnbraut, en ástæðan var sú, að það þótti rétt að hafa þarna möguleika til þess að end- urskoða leiðakerfi strætisvagna, að geta komið einni leið þarna um, og er þá ætlunin að önn- ur bifreiðaumferð færi ekki þarna fram. En jafnvel ein stræt- isvagnaferð á hálftíma fresti væri engan veginn æskileg um skólalóð, og þess vegna verður allra ráða að beita til þess að finna aðrar leiðir, sem gætu full- nægt hverfisbúum og tryggt ör- yggi og frið fyrir skólalóðina. Ég er sammála skólastjóranum um aukið samstarf milli heimila, skóla og Æskulýðsráðs. Nokkurt og mjög vaxandi samstarf Æsku- lýðsráðs og skóla hefur átt sér stað á undanförnum árum, og m.a. hefur Æskulýðsráð mark- að þá stefnu, að tómstundastarf unglinga á skólaskyldualdri ætti að eiga sér stað innan vébanda skólanna eða í tengslum við þá og samkv. fyrirsögn og undir umsjá skólamanna. En slíkt sam- Framhald á bls. 21. j

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.