Morgunblaðið - 04.05.1966, Síða 21

Morgunblaðið - 04.05.1966, Síða 21
Miðvlkuðagur 4. maí 1966 MORGU HBLAÐIÐ 21 Þjóðleikhúsið: Ferðin til skugg- anna grœnu eftir Finn Methling Loftbólur eftir Birgi Engilberts Leikstjóri: Benedikt Árnason ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ frumsýndi í Lindarbæ síðastliðinn sunnudag tvo einþáttunga, „Ferðina til skugganna grænu“ eftir danska leikskáldið Finn Methling og „Loftbólur" eftir ungan pilt, Birgi Engilberts. „Ferðin til skugganna grænu“ er afar sérkennilegt mónódrama, einfált og einfaldað (stíliserað) að formi og texta. Leikrit þetta ér snoturlega skrifað og tals- vert skáldlegt á köflum. Styrk- ur þess felst ekki í leikbrögðum eða fyndni, heldur er það ein- læg saga af hversdagslegu lífi konu frá því fyrir fæðingu og til dauða. Skáldið gerir það að stefi sínu, að stórviðburðir einka lífsins séu aðeins endurtekning sögunnar óg er trur því stefi með því að setja látlausa mynd sina í fábrotinn ramma. Engin stílbrögð eða þakklátar setningar eru í verkinu til að hjálpa leikandanum. Hætturnar eru hins vegar margar; sú stærst, að of sterkur tilfinninga- 'leikur leiði til væminna áhrifa. Leikrit þetta er aðeins hægt að setja á svið með fullþroska leik- konu í hlutverkinu eina. Það gerir ekki kröfu til stjörnuleiks í venjulegum skilningi, heldur þeirrar tækni og þess öryggis, sem venjulega aðeins „stjörnur“ hafa yfir að ráða. í leikstjórn krefst verkið einnig næmi og hárnákvæms smekks til að draga línuna á réttum stað, því að væmnin er alltaf á næstu grös- um. Benedikt Árnason dró línuna á réttum stað. Samvinna hans og Herdísar Þorvaldsdóttur tókst með ágætum. Er þetta heldur ekki í fyrsta sinn, sem Herdís vinnur leiksigur undir stjórn Benedikts (t.d. í hlutverkum Maggýjanna í „Eftir Syndafall- ið“ og „Táningaást." Leikstjórn Benedikts einkenn- lst af næmum skilningi á verk- efninu, listrænum og fagmanns- legum vinnubrögðum og síðast en ekki sízt þekkingu á hæfi- leikum leikkonunnar. Ef þessir eiginleikar búa í höfðinu og lim- irnir dansa eftir því, verður út- koman harla góð. Varð sú reyndin, að sýning þessi var — Fyrirspurnir Framhald af bls. 12 ítarf má vitaskuld auka og efla, og það er ánægjulegt að heyra jafn reyndan skólamann og Helga Þorláksson staðfesta það hugboð, sem kom fram í svari mínu hér fyrr á fundinum, að J>að væri ekki rétt að segja að æska Reykjavíkur væri á neinn hátt óreglusamari heldur en áð- ur, heldur miklu frekar að hér væri að vaxa upp sífellt betri og þróttmeiri æska. Einn þáttur til þess að svo megi verða, er að foúa henni þau skilyrði í hin- um einstöku hverfum borgarinn- ar, að hún uni sér þar í leik og •tarfi, og ég vonast til þess að tfundur sem þessi megi verða til þess að við byggjum hér á þess- um slóðum, og í ykkar hverfum, fallegt hverfi borgarbúum til heilla og hamingju og í þeirri von vonast ég til að við eigum samleið að gera Reykjavík sí- fellt að betri og fallegri borg. Fundarstjóri, Ágúst Geirsson, •leit síðan fundi og þakkaði fundarmönnum komuna. með því sniði, sem vænta á af Þjóðleikhúsi. Herdís Þorvaldsdóttir lék hlut- verk sitt á hinn örugga hátt þess, sem tæknin er ekki lengur fjöt- ur um fót, heldur eðlilegt og son), sveinninn (Bessi Bjarna- son) og lærlingurinn (Gísli Al- freðsson) eru að mála ósýnileg- an vegg og eiga við þessa iðju sína mjög fjölskrúðugar sam- ræður. Ægir þar saman brodd- lausri fyndni, broddfyndni, þjóð- félagsádeilu, heimspólitiskri á- deilu, rómantík, andkristni og bollaleggingum um tilgang mann lífsins. Mörg tilsvörin eru of fjar stæðukennd til að vekja hlátur eða umhugsun, en Birgir tengir þau samræðunum á þann hátt, að þau fá að drukkna smám sa«n- an í málöldum þremenninganna. Margir leikritahöfundar nota fjarstæðukennd orð eða setning- ar í ýmsum tilgangi, en oft verða áhrifin misheppnuð, vegna þess að þeir annaðhvort reyna ekki eða tekst ekki að fella þau þann- ig inn í, að þau rjúfi sem minnst eðlilegt samhengi textans. Það er óneitanlega mikill stuðn ingur ungum og óþekktum höf- undi, að fá verk sitt flutt af svo Gísli Alfreðsson, Bessi Bjarnason og Gunnar Eyjólfsson í „Loftbólum“. ósjálfrátt hjálpargagn. Enginn verður afburðaleikari, nema hann hafi náð þessu marki, en hins vegar verða ekki allir af- burðaleikarar, sem því ná. Tækn- in ein er ekki leiklist, en engin leiklist verður til án tækni. Það er ekki einungis hæfileik- ar og tækni Herdísar Þorvalds- dóttur, sem auðvelda henni að gera þessu vandasama hlutverki ágæt skil, heldur og hið dæma- fáa aldursleysi hennar, sem gert hefur hana öllum íslenzkum leik- konum liðtækari í hlutverk langt utan eðlilegs aldursramma henn- ar. Henni tekst vel að bregða upp barnslegum, gelgjulegum og síðast mæðulegum svip. Þess- ar sveiflur eru þó ekki mjög sterkar frá höfundarins hálfu, en kunnáttusamlega brúaðar, og held ég, að Benedikt hafi valið rétta leið er hann heldur tilþrif- um innan nokkuð þröngra tak- marka. Heildarsvipur sýningar- innar verður þannig einfaldari og í fullu samræmi við textann. Hins vegar skortir nokkuð á hlýju hjá Herdísi, sem gefið hefði leik hennar meiri fyllingu, án þess að auka á tilfinninga- semina, sem auðsjáanlega ber að varast. Þýðing Ragnheiðar Steingríms dóttur er á góðu íslenzku máli, en á stöku stað nokkuð hátíð- leg. Leikmyndina gerði Lárus Ingólfsson í anda verksins og sýn ingarinnar, einfalda og smekk- lega, nákvæmlega til sín brúks, — engu ofaukið. Síðari einþáttungurinn var nýtt íslenzkt leikrit, „Loftbólur" eftir 19 ára gamlan leiktjalda- málara við Þjóðleikhúsið, Birgi Engilberts. Leikþáttur þessi er mjög nýstárlegur og vakti á frum sýningunni mikla kátínu hjá flestum og dálitla hneykslun hjá nokkrum af elztu kynslóðinni. Óvenjuleg hugmyndaauðgi og meinleg fyndni þessa unga manns, sem komu öllum á óvart, gera sýningu þessa bráðskemmti- lega, þótt um ýmislegt megi deila í sambandi við verkið. Meistarinn (Gunnar Eyjólfs- ágætum krö'ftum. Gerðu leikar- arnir allir hlutverkum sínum góð skil. Gunnar Eyjólfsson skóp mjög skemmtilega persónu, Bessi Bjarnason var bráðfyndinn, sér- kennilega unnin tilsvör Gísla Alfreðssonar og fas hans voru með ágætum. Leikstjórinn, Bene- dikt Árnason, hefur aukið breidd Herdis Þorvaldsdóttir í „Ferðinni til skugganna grænu“. skuli vera gerð gangskör að þvi að umskrifa og bæta ný leikrit, áður en þau eru tekin til æfinga í Þjóðleikhúsinu. Á þetta ekki aðeins við um „Loftbólur", þótt það leikrit sé gott dæmi, vegna þess hve efniviður þess er skemmtilegur og vel hefði mátt stokka hann upp og lagfæra á margan hátt. Sú virðingarverða starfsemi Þjóðleikhússins, að taka nýstárleg verk til frum- flutnings í Lindarbæ, nær alls ekki fullum tilgangi, nema reynt sé að hafa hönd í bagga með höfundi og hjálpa honum við mótun verksins. Jafnvel heims- frægir höfundar breyta leikrit- um sínum að meira eða minna leyti, fyrst í samráði við leik- stjórann, sem á að setja það á svið, og áfram eftir að æfingar eru hafnar. Algengt er, að unnið sé sleitulaust að því að sníða agnúa af verkum fram undir frumsýningu eða jafnvel lengur. Lýsingu við flutning beggja leikritanna hefur Kristinn Daní- elsson, ljósameistari, gert. Er hún talsvert margbrotin og á einkum mjög stóran þátt í fyrri sýning- unni. Lýsingin var prýðilega heppnuð. Leikmynd við „Loftbólur'* gerði höfundurinn sjálfur. Var þar allt, sem við þurfti, en meira útheimti hún ekki. - Örnólfur Árnason. leikritsins með því að hafa per- sónurhar sem ólíkastar. Þó er svo um „Loftbólur", að þegar líða fer á leikinn, tekur að bera mjög á endurtekningum og hlutfall sýningarinnar er öf- ugt, þar sem mestu af púðrinu er eytt í upphafi og stígandi vantar. Er einkennilegt, að ekki — Skólauppsögn Framhald af bls. 16 Þ. Árnason, gaf sérstök bókar- verðlau fyrir beztan námsárang- ur í þýzku í II. bekk. Þau verð- laun hlaut Ragnheiður Valtýs- dóttir. Samkvæmt skýrslu skólastjóra voru skráðir nemendur við upp- haf skólaárs 520, piltar 268, stúlk ur 252. Er þá talið með námskeið fyrir gagnfræðinga, enda er það fullkominn skóli i heilan vetur. Starfað var í 20 bekkjardeildum. Við skólann störfuðu 33 kennar- arar alls, þar af 15 fastráðnir. Að endingu ávarpaði skóla- stjóri hina brautskráðu nemend- ur með ræðu og árnaði þeim heilla. Viðstaddir þessa skólauppsögn voru m.a. allmargir fulltrúar eldri árganga, er hátíðlega héldu brautskráningarafmæli sín. Tóku ýmsir þeirra til máls að lokinni ræðu skólastjóra. Jón ívarsson, framkvæmdastjóri hafði orð fyr- ir þeim nemendum, sem braut- skráðust fyrir 50 árum. Bar hann saman nýja og gamla tímann og benti á ýmislegt sem áunnizt hefði. Þakkaði hann skólanum og kennurum hans fyrir gott veganesti. Afhenti hann skóla- stjóra peninga upphæð frá þeim félögum sem varið skýldi til hagsbóta fyrir skólann. Sveinn Björnsson, fram- kvæmdastjóri, talaði fyrir hönd 30 ára nemenda. Rifjaði hann upp á skemmtilegan hátt gamlar minningar, árnaði skólanum heiila og færði honum peninga- upphæð að gjöf frá þeim félög- um. Hannes Þorsteinsson, stórkaup- maður, hafði orð fyrir 25 ára nemendum. Flutti hann sitt mál bæði í bundnu máli og ótoundnu. Færði hann skólanum að gjöf frá 2ð ára nemendum fagurt lista verk, skúlptúr, eftir einn úr þeirra hópi, Jóhann Eyfells, myndtoöggvara. Afhjúpaði lista- maðurinn sjálfur myndina. Af hálfu 10 ára nemenda tal aði Hörður Sigurgestsson við- skiptafræðingur. Færðu þeir fé- lagar að gjöf diktafón tæki. Skólastjóri þakkaði að lokum í nafni skólans, fyrir vinarhug og fagrar gjafir. Ldgmorksverð n faræðslusíld ókveðið Á FUNDI Verðlagsráðs sjávarút vegsins þann 30. apríl sl. varð samkomulag um eftirfarandi lág marksverð á síld í bræðslu á Norður- og Austursvæði. Tímabilið 1. júní til 9. júní ’66: Hvert mál (150 lítrar) kr. 163,00 eða pr. kg................ kr. 1,15 Tímabilið 1 .júní til 9. júní ’66: Hvert mál (150 lítrar) kr. 190,00 eða pr. kg................ kr. 1,34 Verðin eru miðuð við, að síldin sé komin í löndunartæki verk- smiðjanna eða hleðslutæki sér- stakra síldarflutningaskipa. Heimilt er að greiða kr. 30,00 lægra pr. mál fyrir síld, sem tek- in er úr veiðiskipi í flutningskip úti á rúmsjó (utan hafna), enda sé síldin mæld við móttöku í flutningaskip. / (Fréttatilkynning). n ý k o m i ð . A. Einarsson & Funk hf. Byggingavöruverzlun Höfðatúni 2, Reykjavík — Sími 13982. N

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.