Morgunblaðið - 04.05.1966, Síða 25

Morgunblaðið - 04.05.1966, Síða 25
Miðvikudagur 4. maí 1966 MORCU NBLAÐIÐ SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM KVIKMYNDIR hún. „Hún á engan rétt á þér“. Hardy Kruger, og Patricia Gozzi í hlutverkum sínum. Sunnudagur með Cybéie Frönsk mynd. I Framleiðandi: Romain Pines 1 Leikstjóri og höfundur kvik- myndahandrits: Sarge Borugu- ignon. Aðalleikendur: Hardy Kruger Patricia Gozzi Nicole Courcel Ég hygg að myna þessi eigi eftir að vekja mikið umtal og vangaveltur um sálfræðileg mál efni manna á meðal. Hún fjallar um óvenjulegt efni á óvenjuleg- an hátt. Hún gefur svigrúm fyrir margs konar tilgátur og skýring arúrkosti, er sérstaklega vel leik in, og sviðstækni er frábær, enda varð leikstjórinn, Serge Bourgu- ignon, heimsfrægur á samri etundu, er mynd þessi var fyrst sýnd. Svo vikið sé nokkuð að efni myndarinnar, þá fjallar hún mest um samskipti fyrrverandi flugmanns, sem tekið hafði þátt í loftárásum með hersveitum Frakka í Indó-Kína, annars veg- ar, og 12 ára stúlku, sem foreldr- ar höfðu yfirgefið og komið fyr- ir á klaustursskóla, hins vegar. Flugmaðurinn, Pierre, (Hardy Kruger) hafði hrapað til jarðar í einni árárarflugferð sinni og orðið lítilli stúlku að bana í leiðinni Perre sleppur lifandi, en hefur að mestu misst minnið. Hann þjáist af óljósri sektar- kennd. Þannig þolir hann ekki að heýra barnsgrát. Sem sagt, geð- bilaðan mundum við víst kalla hann á íslenzku. Það er grátur Cybéle litlu (Patricia Gozzi), sem beinir at- hygli Pierres sterkast að henni í fyrstu. Hann segir, að hún megi ekki gráta og réttir henni brot úr stjörnu, sem hann segir, að hafi hrapað niður af himnum. Er ekki að orðlengja það, að flug- maðurinn og litla stúlkan verða beztu vinir og fara saman í göngu ferðir út í náttúruna, þegar þau koma því við. Pierre býr með hjúkrunar- konu einni, sem reynist honum mjög vel. Sýnir honum þolin mæði og tilhliðrunarsemi í veik- indum hans og elskar hann heitt. Hún vonar, að hann fái minnið aftur. Þegar myndin hefst, byggja þau sér enn sína kossa- heima á góðum stundum. En svo kemur Cýbéle inn í líf hans. Kannske var þar endur- borið hið grátandi barn, sem hann varð að bana í styrjöldinni. Og var það ekki dásamlegt að geta gefið því brot úr stjörnu himinhvelfingar í stað eyðandi elds? — Alla vega mátti hún ekki gráta. „Við giftum okkur, þegar ég er orðin 18 ára“ segir — 80 ára Framhald af bls. 8 Æskunnar, sem keypt mun á flestum heimilum þjóðarinnar, þar sem börn og unglingar alast upp, og fjölþætt og sívaxandi starf íslenzka ungtemplara (í. U. T.). Hinn árlegi kynningar- og fjár ðflunardagur Ungtemplararegl- unnar verður næstkomandi sunnudag, 8. maí. Þá verða eins og venjulega seld merki og bókin Vorblómið til ágóða fyrir starf- seinina. Það eru einlæg tilmæli for- vígismanna þessa félagsskapar, »ð sem allra flestir landsmenn taki vel á móti sölúbörnum okk- er, þegar þau bjóða ódýr merki ©g athyglisverða bók á sunnu- daginn kemur. (Frá Unglinga- reglu góðtemplara). ATHUGIÐ Þegar miðað er við útbreiðslu. er langtum ódýrara að auglýsa í MorgunbLaðinu en öðrum blöðum. Og þau halda áfram að leika ser saman niður við tjörn öllum stundum. Nágrannarnir kölluðu hann bláskegg, og gönguferðir hans með hinni ungu klausturskóla- stúlku vekja meinfýsið umtal. Ruglaður maður á gönguferðum með barni. Var það hættulaust? Þegar ástkona Pierres, hjúkr- unarkonan, fréttir af hinum ný- stofnaða kunningsskap hans, verð ur henni í fyrstu um og ó, en nokkrar njósnaferðir sannfæra hana um, að samband hans við telpuna sé í alla staði eðlilegt. En þó var enn sitthvað óskýrt. Hann var t.d. nálega hættur að kyssa hana. — Sameiginlegur vin ur þeirra segir henni, að þessi kynni unnusta hennar og barns ins kunni að hafa heppileg áhrif á heilsu hans. Kannske fær hann minnið aftur og verður eðlilegur á ný.? Og unnustan bíður í góðri von. . . Samband þeirra Pierres og Cybéle er burðarás myndarinnar. Cybéle á að vera 12 ára gömul. Framkoma hennar, hugsanafer- Fyrir u.þ.b. tug ára fóru vís- indamenn í leiðangur til mið- héraða Ástralíu, en þeir höfðu fregnað að þar lifðu ættbálkar, sem væru ónæmir fyrir kulda að vissu marki. Þeir rannsök- ill og látæði bendir þó óneitan- lega til þess, að hún sé yngri. Varla meira en 9 ára. En aldurs ákvörðun skiptir ekki öllu máli í því sambandi. Hitt er mikil- vægara, að Patricia Gozzi sýnir svo frábæran leik í hlutverki litlu stúlkunnar, að með mikl- um ólíkindum sýnist, að barn skuli geta náð slíku valdi á erf- iðum skapgerðarleik. Hlýtur mikill frami að bíða þessarar ungu leikkonu, ef hæfileikar hennar nýtast svo sem efni standa til. Leikur Hardy Krugers er einnig frábær, í erfiðu hlut- verki, og kemur það manni að vísu minna á óvart. Það má með sanni segja, að þessi tvö höfuðhlutverk séu erfið. Tengsl flugmannsins og ungu stúlkunnar eru þess eðlis, að þau eru á ýmsan hátt vandskýrð. Upphaflega virðist afstaða hans til hennar mótast af því ,að hann finni í henni barnið, sem hann sá deyja fyrir hans eigin til- verknað í Indó-Kína. Tiltfinning ar ungu stúlkunnar eru í fyrstu sprottnar af einmanakennd, eftir að vandamenn hennar hafa yfir- að með svo ungum stúlkum. Og ekki orkar það tvímælis, að hún gefið hana. Við nánari kynni verða tilfinningatengslin flókn- ari og persónulegri. Hjá tólf ára stúlku gætu þau vel verið að nokkru leyti af kynferðilegum toga spunnin, en sagt er, að al- uðu nokkra hinna innfæddu af Areyonga-kynbálknum, um 250 km. vestur af Alice Springs í Mið-Ástralíu og það kom brátt í ljós, að orðrómurinn var sann ur. Hinir innfæddu, þeir, sem tilraunir voru gerðar á, voru fyrst vegnir og mældir og vöruástarhvatir geti jafnvel vakn er afbrýðissöm út í unnustu Pierres, hvernig sem menn vilja flokka þá afbrýðissemi. Pierre finnur með ungu stúlk unni heim, sem er notalega ólík ur þeim heimi, sem „normalir“ menn hafa gert sér. Hér er minn isleysi hans og veikindi ekki til umræðu. Hér er hann fullgildur aðili í saklausum hugljúfum leik. Bros telpunnar tekur að bræða þann jökul sektarkenndar, sem þrúgað hafði sálarlíf hans, síðan hann sá bamið gráta sig í hel 1 styrjöldinni. Hér er hann ekki hálfknúinn til ástaratlota, sem hann er næstum búinn að gleyma þykkt húðarinnar mæld, en síð- an voru þeir látnir leggjast til svefns við 0° hita. Og meðan vísindamennirnir skulfu af kulda sofnuðu hinir innfæddu nær strax og hrutu mikinn. — Samtímis var útöndunarlofti þeirra safnað með þvi að iáta mannganginum í og hefur ekki gizka mikinn áhuga á eins og stendur. Kröfulaus ást barnsins er honum meir að skapL Hins brosandi barns, sem er persónu- gerfingur þess heims, þar sem flugvélar fara ekki lengur eyð- andi um byggðir manna, heldur sitja þeir saman xúður við tjörn í friði og kyrlátri gleði. Kvikmynd þessi hefur hlotið margs konar verðlaun og viður- kenningu, þar á meðal hin frægu Oscarsverðlaun. 1964 var húa dæmd bezta erlenda kvikmyndin sem sýnd var í Bandaríkjunum það ár. Hún er nú sýnd með ís- lenzkum texta. þá sofa með höfuðið í glerkassa, en sérstök leiðsla var tengd mælitækjum. En hvorki við and ardrátt þeirra eða aðra líkam- lega starfsemi gátu menn fund- ið neitt óeðlilegt. Hæfni þeirra til að þola kuldann er enn ó- leyst gáta. JAMES BOND of- Eftir IAN FLEMING James Bond ®Y IAN FLEMING I SRAWING BY JOHN McLUSKY Eg mátti engan tíma missa. Ég hélt þeg- ar til Tyrklands til undurfagurrar stúlku, sem nefndist Tatiana. JÚMBÖ Bond er farinn frá Lundúnum. Þú veizt hvað þú átt að gera? — Já, félagi. Einn af mönnum Kerims tók á móti mér á Yesilkov-flugvelli. Eg sá ekki matU inn, sem fylgdi okkur eftir á vespu. / — Ég veit ekkert, sagði kyndarinn. — Ég veit bara að Álfur kom í gærkvöldi og bauð mér eina flösku af rommi í til- efni þess að þetta var síðasta kvöldið sem þeir dvöldu hér um borð, og svo sagðist hann líka eiga afmæli í dag og vildi halda upp á það. Loks sofnaði ég út frá öllu og man ekkert fyrr en það var stígið ofan á hendina á mér í morgun. En þetta gat var þarna ekki í loftinu síðast þegar ég man eftir mér, svo að Álfur og félagar hans hljóta að hafa gert það um nóttina. — Heyrðu, sagði Júmbó við Spora, er það ekki einmitt þarna, þar sem peninga- skápurinn með fjársjóðnum er? — Jú, jú, svaraði Spori, en þú getur verið alveg óhræddur ... — Óhræddur, hrópaði Júmbó, — nei, ekki aldeilis. Það er alveg eins vist að það sé allt horfið úr peninga- skápnum. Og Júmbó þaut af stað að klefanum, og bað þess að ekki hefði verið snert við fjársjóðnum þeirra. En það var aldrei að vita hvað Álfi hefði tekizt að framkvæma. KVIKSJA -X- Fróðleiksmolar til gagns og gamons MENN, SEM FINNA EKKI TIL KULDA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.