Morgunblaðið - 04.05.1966, Page 28

Morgunblaðið - 04.05.1966, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 4. maí 19G6 SUZANNE EBEL: ELTINGALEIKUR Mér datt í hug, að Rod mundi ekki þola þetta öllu lengur. Hann mundi koma fxam undan tjaldinu á óheppilegri stund, og á skökkum forsendum. Rochei væri vopnaður og gæti notað mig fyrir skjöld. Ég gekk út að glugganum. — I>ér eruð í vafasamri aðstöðu, hr. Rochel......sqgði ég og var hin rólegasta. — Hvernig þá það? sagði Rochel, og var hinn öruggasti og í bezta skapi. Hann skríkti. Ég sneri baki að glugganum og Rochel færði sig nær til þess að sjá svipinn á andlitinu á mér. Morgunsólin skein björt inn um gluggann. Nú sneri Rochel baki í tjaldið, sem huldi Rod. En Rochel var enn of nærri til þess að öruggt mætti telja. — Þér hafið hitt okkur þrisv- ar, sagði ég, — og alltaf hefur okkur veitt betur. — Þér gleymið, að þér eruð á mínu valdi. — John Firth var á yðar valdi íyrir ekki svo löngu. Ég skyldi ekki vera of öruggur enn, væri ég í yðar sporum. Hafið þér aldrei heyrt stríðstrumburnar í Afríku? Þær fara að drynja. En hættan hefst ekki fyrr en um leið og þær hætta. Rochel skildi ekki orð af því sem ég var að segja. Hann leit á mig eins og bjáni. — Svona lætur í þeim, sagði ég og tók að berja í rúðuna. — Einn — tveir — þrír — einn — tveir — þrír sagði hnúinn á mér á glerinu. — Hlustið! sagði ég. — Finnið þér það ekki? Vin- ir mínir eru að koma. Þeir eru að koma! Ég herti barsmíðina og hávað- inn færðist í aukana. Tjaldið bak við Rochel gliðnaði í sund- ur og Rod læddist að glugga- bekknum. Mér tókst að haida eftirtekt Rochels. Ég varð að öskra, til þess að skera upp úr hávaðanum, sem ég gerði. — Þeir eru að koma — nú koma þeir! Ég stanzaði. Það varð þögn. Rochel starði á mig. En þá rauf Rod þögnina: — Upp með hendurnar, Roc- hel! 12. kafli. Þetta var skrítin sjón. Rochel snarsneri sér við og bókstaflega slagaði. Hann náfölnaði og sem snöggvast hélt ég að hann ætiaði að Mða út af. En svo lyfti hann hægt hægra handlegg og benti með þumal og litla fingri á Rod. Ég starði á hann með hryll- ingi og forvitni. — Nei, nei, ég er ekki djöf- ullinn, sagði Rod, og ég hló. Aldrei datt mér í hug, að ég ætti eftir að sjá þetta merki gefið í alvöru. Upp með hendurn ar! endurtók hann og orðin komu eins og svipusmellur.— Leitaðu í vösunum hans, Virgi- nia, ef lxann skyldi vera með byssu. Ég leitaði á Roohel, sem hafði nú jafnað sig ofurMtið, en starði eim á Rod, og svo þuklaði ég betur á vösum hans og fann loks litla skammbyssu. — Þessa vil ég fá. Hún er hlaðin. — Fáðu mér hana. — Ég rétti honum hana með nokkurri tregðu. Þessi byssa var varla annað en leikfang. Rod tók úr henni skotin og stakk henni í vasa sinn. — Jæja, setjizt þér nú niður hr. Rochel. — Ég ætla að standa. — Setjist þér. Rochel leit á Rod eins og til að mæla hann, en eftir andar- tak sveiflaði hann hendi hátíð lega og settist við borðið, Rod tók byssuna sína og nokkur skot upp úr bakpoka og lagði hana á legúbekkinn. Svo settist hann við borðið, andspænis Rochel. Hvað kemur nú, hugsaði ég með óþreyju. Hvers vegna höldum við ekki áfram með þetta? Ég vildi, að kafbátsmennirnir færu að ganga á land, og taka húsið með áhlaupi, og ljúka þessari viðureign. Ég var alveg upp- gefin, en jafnframt himinlifandi — hálfhrædd en spennt. En Rod sat bara kyrr andspæn is Rochel, sem leit ekki undan og lét sér hvergi bregða. — Svo að þér eruð þá ekki annað en einhvers konar dipió- matískur heildsölu-melludólgur, eða hvað? sagði Rod og röddin lýsti áhuga. — Ég held, að þegar þetta er til lykta leitt, muni ég drepa yður. Rochel ókyrrðist í sætinu. — En það væri bara tilgangslaust, sagði hann og hækkaði ofúrlítið röddina. — Þér getið ekki farið að drepa mig með köldu blóði. Öll þessi vandræði eru 'jálfum yður að kenna. Þér fóruð að iblanda yður í okkar málefni. Og þér getið varla láð okkur þó að við reyndum að gæta hagsmuna okkar. Hann talaði hátíðlega og röddin var móðguð, en hinsveg- ar var eins og hann vildi gjarn- an ræða málið. Rod sagði rólega. — Þessari stofnun ykkar hérna er nú lok- ið. M.I.5 hefur náð { öll skjöl- in ykkar.......og þeir handsama líka þennan ágæta Monsieur Philippe. Firth er sloppinn frá ykkur, en hvað er um Prudence Caxton? — Ég veit ekkert um hana. — O, látið þér ekki svona! Ég horfði á þá eins og töfruð. Það var eins og þeir hefðu setzt niður að kappræðum. Kappræð- ur þó, þó! Og á stað þar sem allt var fullt af vopnum og bardagi uppá líf og dauða yfirvofandi! — Þið hafið gaman af að drepa fólk. Hvernig drápuð þið hana Prudence Caxton? Pínduð þið hana áður en hún dó? Gerð- uð þið hana brjálaða........eða er hún kannski lifandi og brjál- uð, einhversstaðar? Svarið þér mér, eða ég drep yður á stund- inni! Rod spennti upp skamm- byssu, en snögglega sagði Roch- el: — Ég held, að það sé að líða yifir mig. Og hann fór eitthvað að fitla í vestisvasa sínum. Áður en Rod gat hindrað það, hafði hann dregið upp ofurlítið glas, líkast því, sem lyktarsölt voru áður geymd í, og dregið úr þvf tappann. Snöggvast datt mér 1 hug eitur. En Rochel drakk það ekki, heldur fikraði hann því til og frá undir nefinu á sér. Rod horfði á hann með hálflokuðum augum. Allt í einu reiddi Rochel upp höndina og þeytti innihaldi glassins beint framan í Rod. □---------------------------n 37 n---------------------------n Ég sá Rod hnipra sig niður og Rochel stökkva á fætur og þjóta að rifflinum, sem Rod hafði skil ið eftir upp við vegginn. Rod þaut á hann og fleygði honum á gólfið, en ég greip riffilinn og hélt honum fyrir framan mig. Rod komst fyrr á fætur en Rochel og stökk á bakið á hon- um og sló hann fast undir kverk ina með handarjaðrinum. Roch- el lá grafkyrr. — Þetta var óvarlega gert af mér, sagði Rod. — Hvað gerði hann? sagði ég og náði varla andanum. Þetta gekk svo fljótt fyrir sig. — Hann fleygði lyktarsalti framan í mig. Ammóníaki. En það er skrítið, að ég finn enga lykt af því, en það brennir eins og fjandinn sjálfur. Það var hárauður blettur á kinninni á honum, þar sem dropi af vökvanum hafði snert hörund ið, og Rod neri blettinn með fingrinum og þefaði af honum. Hann snerti varlega vökvann með tungubroddinum og gretti sig. — Þetta er sýra. En ég var að horfa á gólfá- breiðuna, þar sem glasið hafði dottið niður. Þar var stórt bruna gat. — Þetta er vitríól. Rochel hafði raknað við og var nú að skrlða á fjórum fót- um áleiðis til dyranna. Rod sló hann niður aftur, en Rochel æpti upp yfir sig og stökk á fæt- ur og hljóp í kring um borðið og Rod á eftir honum. Þetta hefði getað verið skrípaleikur, ef ekki hefði verið brunagatið á ábreiðunni og rauði bletturinn á kinninni á Rod. Rochel þaut fram að dyrunum. En Rod varð fyrri til. Hann náði í lykilinn og aflæsti, um leið og hann öskraði: — Við skulum berjast. Rochel sneri sér snöggt við og sparkaði í magann á Rod, svo að hann lá. Nú skreið Rochel ofan á hann og neytti þunga síns, eins og hann mátti. Mennirnir voru þarna í einni áflogabendu. Ég var dauðhrædd og vissi ekki hvað ég gerði. Ég hafði riffilinn. Hvernig gat ég notað hann? Þeir voru þarna samanflæktir, eins og einn mað- ur. Ég þorði ekki að skjóta. En þegar þeir kútveltust þarna, stynjandi, heyrði ég fóta- tak úti fyrir og flýtti mér að keyra stól, sem þarna var, undir hurðarlásinn, rétt í því bili sem einhver kastaði sér á hurðina utan frá. Hurðin stóðst þetta, rétt í bili. Ég greip merkjabyssuna, stakk rauðmerktu skoti í hana og hljóp út að glugganum. Hann vildi ekki opnast. Ég mölvaði rúðuna með skeftinu á byssunni og skaut svo út í loftið. Kúlan þaut á loft og sprakk og rauðar stjörnur sáust á lofti. Það var strax svarað utan af sjónum. Kafbáturinn kom alveg upp, rétt fyrir framan glugg- ann, eins og sæskrímsli, sem kemur upp á yfirborðið. Vatnið streymdi af honum, svo opnuð- ust lúgur og menn stóðu uppi á þilfarinu. Ég hlóð byssuna aft- ur. Rod kunni einhver judotök og notaði þau nú, og tókst von bráð ar að láta þunga skrokkinn á Rochel taka eitt meiri háttar heljarstökk og síðan lenti hann kylliflatur á gólfinu, fyrir aftan hann. Þá heyrðist hvinur og síðan brak og brestir, og ég starði út um gluggann og æpti: — Þeir hafa skotið niður Vatnsturninn! og hann sprakk um leið og mik- il vatnsgusa steig í loft upp. Ég hafði heyrt mörg óp og ösk ur úti fyrir, en eftir að skotið kom frá kafbátnum, varð dauða þögn. Þá kallaði einhver á Rochel. Hann ætlaði að fara að svara og brölta á fætur, ataður í blóði með hárið hangandi niður yfir andlitið og blóðuga bletti á kinn unum, þegar Rod gaf honum dómadags högg undir hökuna. Þá hneig hann niður við vegg- inn og lá grafkyrr. — Guði sé lof! sagði ég og var skjálfrödduð. Þetta hafði verið ógurlegt högg hjá Rod. Og and- litið á honum var eitthvað svo ikrítið að ég ætlaði varla að þekkja það. Það var grátt og augun hálflokuð. Hann hljóp eitt skref til mín, greip mig og dró mig að veggn- um rétt við dyrnar. — Vertu til'búin með riffilinn! Þá kom bylmingshögg í eina plötima í hurðinni, en í sama bili dundi skothríð frá bryggj- unni hinumegin á eynni. Rod tók handsprengju upp r bakpokanum og dró út pinnann. Efsti hlutinn á hurðinni brotn aði nú fyrir höggunum utan frá, en í sama bili, sem hurðin klofn aði, kastaði Rod sprengjunni á mennina, sem úti fyrir voru. Við lágum kylliflöt þessar sekúnd- ur — sem voru eins og eilífð — þangað til sprengingin varð. Hún var ekki nema sex fet frá okkur, en um leið og hún sprakk hljóp Rod á fætur, opnaði brotnu hurðina, dró mig með sér og hleypti af nokkrum skotum út í loftið, áður en við stukkum út í rjúkandi róstirnar við stiga gatið. Meðan við vorum að haupa niður aðalstigann, heyrðist enn skot frá kafbátnum, og yfir hús- ið, svo heyrðist margraddað ösk ur, og við þutum út yfir leifarn- ar af útihurðinni, og hrúgu aí glerbrotum. Úti í snjónum voru Steve og nokkrir menn með honum að umkringja fangana. Þetta var skrítinn hópur. Þarna voru menn í sjómannapeysum, menn í svörtum borgarafötum. menn í einkennisbúningi. Steve kom þjótandi til okkar og skolleita hárið stóð í allar áttir. Hann leit á mig, en með eng- um ánægjusvip. — Ertu í lagi? var allt sem hann gat sagt. — Já mér Mður prýðilega. Ég brosti kjánalega. — Mmm! Hann leit á Rod, svo á mig aft- ur en sneri svo aftur til mann- anna sem voru að reyna að botna eitthvað í þessum fanga- hóp, sem var af mörgum þjóðern um, spænska fangavörðinn minn, nokkra menn frá Kyle, stóra skipstjórann og marga aðra, sem ég kannaðist ekkert við. Rod sagði ekkert. Hann fór úr þykku peysunni sinni og dró hana yfir höfuðið á mér — og hún var hlý. Svo sagði hann bara: — t>ár «r Alllaf V*1* ADVOKAT VlMH AIt . SMÁV Advokat vindill: Þessi vindill er þægilega oddmjór; þó hann hafi öll bragðeinkenni góðs vindils, er hann ekki of sterkur. Lengd: 112 mm. Advokat smávindili: Gæðin hafa gert Advokat einn útbreiddasta smá- vindil Danmerkur. Lengd: 95 mm. SKANDINAVISK TOBAKSKOMPAGNI Leverandor til Det kongelige danske Hof

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.