Morgunblaðið - 04.05.1966, Page 31

Morgunblaðið - 04.05.1966, Page 31
Míðvl&uéla'gur 4. maí 1966 MORGUNBLAÐIÐ 31 Jórunn Kjartan Valdimar Björn Örn Sigursteinn GuSmundur I Rafn'-- —Alþingi Framh. af bls. 19 stöðunnar um að illa væri haldið á málefnum sjávarútvegsins og sagði að suður í Hafnarfirði og í útgerðarstöðum suður með sjó og víða um land væri önnur skoðun á því máli. í tíð núver- andi ríkisstjórnar hefur sjávar- aflinn tvöfaldazt. Hann var 593 þús. smálestir 1960 en 1.196 þús. smálestir 1965. Útflutningsverð- mæti sjávarafurða 1960—1964 hefur aukizt úr 2650 milljónum í 4384 millj. Án “*! dugnaðar sjó- manna og út- gerðarmanna hefði þetta ekki gerzt, en þeir vita líka vel að | án þeirrar | stefnubreyting- |ar sem upp var • tekin 1960 hefðu hinar stórkostlegu framfarir í sjávarútvegi ekki átt sér stað. Stefna ríkisstjórnarinnar hefur gert kleyft að gefa innflutning fiskiskipa frjálsan. Fiskiskipa- stóllinn hefur aukizt um rúm 33% 1960—1965 eða um 20 þús. smálestir. Afkastageta frystihús- anna hefur aukizt 1961—1965 úr 1927 lestum í 2603 lestir miðað við 16 klst. vinnu eða um 25%. Bræðsluafköst síldarverksmiðja hafa aukizt úr 70.840 í 120.250 mál á sólarhring. Þróarrými síld arverksmiðja hefur aukizt úr 444.000 málum í 700.000 mál. Þá gerði ræðumaður að um- talsefni m.a. ávinning Hafnfirð- inga af álbræðslunni og sagði: Hafnfirðingar eignast fullkomna höfn, sem greidd verður af rekstri álbræðslunnar. Þeir fá tæpar 12 milljónir króna að með altali á ári í auknar tekjur til bæjarsjóðs. 5 millj. í lóða- og gatnagerðargjöld. Atvinnumögu- leikar byggðanna suður með sjó stórvaxa. Að lokum sagði ræðumaður: Sjálfstæðisflokkurinn hefur ætíð gert sér grein fyrir því að æska þessa lands er fær um að taka þátt í uppbyggingarstarfinu. — Þess vegna hefur Sjálfstæðisflokk urinn ávallt falið ungum mönn- um og konum frumkvæði og for- ustustörf á vettvangi opinberra mál og því trausti hefur ekki verið brugðizt. í þeim kosning- um sem í hönd fara setur æskan svip sinn á þann baráttuhóp, sem er í fylkingarbrjósti fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Jóhann Hafstein, dómsmála- ráðherra gerði að umtalsefni stjórnarandstæð- inga, sem ann- ars vegar héldu því fram, að at- vinnuvegirnir eins og landbún aðurinn væru að leggjast í rúst en hinsvegar að alls staðar biðu framtakssamir menn með stór- áform í atvinnu- lífinu, sem fengju ekki komið þeim i framkvæmd vegna að- málflutnmg Framboðslisti Sjálfstæöisfl. í Borgarnesi H É R birtist listi Sjálfstæðis- flokksins við sveitarstjórnarkosn ingarnar í Borgarnesi 22. maí næstkomandi: 1. Jórunn Bachmann, frú. 2. Kjartan Gunnarsson, apótekari. 3. Valdimar Ásmundsson, bifreiðaeftirlitsmaður. 4. Björn Arason, kennari. 5. Örn Símonarson, bifvélavirki. 6. Sigursteinn Þórðarson, forstjóri. 7. Guðmundur I. Waage, trésmiður. 8. Rafn Sigurðsson, verkamaður. 9. Steinn Ingimundarson, bifreiðastjóri. 10. Ragnar Jónsson, bifvélavirki. 11. Helgi Ormsson, rafvirkjameistari. 12. Baldur Bjamason, bifreiðastjóri. 13. Símon Teitsson, járnsmíðameistari. 14. Ásgeir Pétursson, sýslumaður. Frambjóðandi flokksins við sýslunefndarkosningarnar er Þor kell Magnússon, fulltrúi. gerða ríkisstjórnarinnar. Lítið samræmi væri í þeim málflutn- ingi. Stjórnarandstæðingar halda því fram, sagði ráðherrann, að viðreisnin sé rokin út í veður og vind. Hann vitnaði síðan í stefnuyfirlýsingu Ólafs Thors fyrir 7 árum og benti á að í samræmi við hana hafa al- mannatryggingar hækkað veru- lega, lánsfé til íbúðabygginga verið aukið mikið, lánasjóðum atvinnuveganna verið komið á traustan grundvöll, skattakerf- ið verður endurskoðað og tekju- skattur afnumin af almennum launatekjum ásamt fjölmörgum frekari endurbótum á sviði skattamála. Stjórnarandstæðing- ar halda því fram að heitstreng- ingum um að ráða niðurlögum verðbólgunnar hafi verið gleymt. Hlustendur hafa heyrt harma- kvein stjórnarandstæðinga um lánsfjárkreppu ríkisstjórnarinn- ar, fordæmingu. á bindingu spari fjár o.fl. En skyldi það ekki hafa haft nokkur áhrif. á verðbólgu- vöxtinn eða kannski dregið úr honum að lagt hefur verið til hliðar nokkur hluti þeirrar sex- földunar sparifjár þjóðarinnar, sem orðið hefur í tíð viðreisnar- stjórnarinnar? Og mundi það vera til meins að hafa lagt til hliðar meira en 2000 milljónir króna í gjaldeyrsinnistæðum er- lendis. Margir óttuðust um gengi krón unnar um áramótin 1963—1964. Menn tala nú ekki meira um það. Fátt hefur átt meiri þátt í því að svo er en júnísamkomu- lagið frá 1964, þegar forsætisráð- herra og öðrum fulltrúa ríkis- stjórnarinnar tókst að sætta saman sjónarmið atvinnurek- enda og launþega. Þá vék ráðherrann að mál- efnum útvegsins og sagði: Á fimm ára tímabili 1954 — 1958 voru keyptir til landsins sem svarar 80 hundrað smálesta bát- ar. Á næsta fimm ára timabili 1959—1963 sem svarar 240 hundr að smálesta bátar. 1964 fiskiskip samtals 8 þús. smálestir en það samsvarar 400 hundrað smálesta bátum á fimm árum. Svo held- ur Eysteinn Jónsson því fram að ríkisstjórnin reyni að hindra bátakaup. Stálskipasmíði er hafin með myndarbrag. Flugflot in hefur tvöfaldast. Síldarverk- smiður byggðar fyrir 200-300 millj. kr. á þremur árum og stórfelldar byggingarfram- kvæmdir fyrirhugaðar í sumar. SSldarflutningaskip hafa verið keypt og ráðgert að kaupa fleiri. Síldarleitar- og hafrannsóknar- skip er í smíðum og útboð til- búið í byggingu nýs varðskips. Nýtízkulegt sementsflutninga- skip er komið til landsins. Stór- iðja með byggingu álbræðslu í Straumsvík er að verða að veruleika. Ný tæknikunnátta flyzt inn í landið og verður afl- gjafi nýrrar almennrar iðn- þróunar. Ólafur Jóhannesson (F) sagði í upphafi ræðu sinnar að í fyrsta samningsuppkast íslendinga um álverksmiðjuna hefðu engin ákv. verið um lögþvingaðan gerðardóm. Þess vegna hefði ekki ver- ið ástæða til þess fyrir sig að gera athuga- semd við það, þegar honum var sýnt það. Saga gerðardómsákvæðanna bendir til þess að illa hafi ver- ið á málum haldið af íslendinga hálfu. Ég hef fordæmt gerðar- dómsákvæði samninganna enda eru þau einstæð. Aðeins hefur verið bent á eitt fordæmi fyir þeim en það er í samningi 'Ghana um álverksmiðju. Þá vék ræðumaður að dýr- tíðinni og sagði að hún væri höfuðvandamál, sem við væri að etja, Gegn henni verður að snú- ast og ég efast um að það verði gert nema allir taki höndum saman um það. Það held ég að þjóðin skilji og það held ég að hún vilji. En það verður ekki gert undir forustu núverandi ríkisstjórnar. Gylfi Þ. Gíslason menntamála- ráðherra sagði að sú gagnrýni sem komið hefði fram á innflutn- vörutegunda er kallaður væri ó- þarfi væri ef til vill réttlætanleg ur ef innflutn- ingur nauðsynja vara væri tak- markaður o g gjaldeyrir væri ekki fyrir hendi til þess að greiða vöruna með. En nú væru tímar gjaldeyrisleysis og innflutningsleyfa liðinn og það bæri vott um stöðnun þeirra er ekki hefðu gert sér grein fyrir þessari grundvallar- breytingu. Ráðherra vék síðan að þeim atriðum er hann sagði að Al- þýðuflokkurinn legði nú megin áherzlu á. Bæri þar fyrst að nefna heilshugar samstarf milli stéttarsamtaka og ríkisvaldsins um stöðvun verðbólgunnar. Rík- isstjórnin hefði á undanförnum árum sýnt vilja sinn í 'þessum málum og hefði tekizt nánara samstarf við stéttasamtök um lausn kaupgjaldsmála. Þá legði Alþýðuflokkurinn áherzlu á að róttækar breytingar yrðu gerð- ar í landbúnaðarmálum þjóðar- innar. Útflutningsuppbætur á landbúnaðarafurðir hefðu nú á tiltölulega stuttum tima tífald- azt, og væri nú mjólkurafurðir fluttar út fyrir fjórða hluta framleiðslukostnaðar, en sauð- fjárafurðir fyrir nærri helming kostnaðar. Útlit væri á vaxandi þörf útflutningsuppbóta og að þær mundu verða um 500 millj. kr. árið 1970. Þetta mundi þýða það að tekjur bænda af þess- um útflutningsafurðum mundu rýrna. í þessum málum stefni því í óefni í senn fyrir bændur og þjóðarheildina. Þá sagði ráð- herra að Aiþýðuflokkurinn legði áherzlu á að komið yrði á fót öflugum lifeyrissjóði er lands- menn allir gætu átt aðild að, og einnig væri lögð áherzla á’ að tollar yrðu lækkaðir, en jafn- framt yrði iðnaðinum hjálpað til Þess að samlagast breyttum aðstæðum og samkeppni t. d. með hagræðingarlánum. Ráðherra sftgði að undanfarin ár hefðu verið byltingarár í ís- lenzku þjóðlífi. Rétt væri að ár- ferði hefði verið gott; en það hefði samt ekki dugað til, ef stjórn landsjns' hefði mótast að afturhaldi og þröngsýni. Lúðvík Jósepsson (K) sagði að á tímum vinstri stjórnarinn- ar hefði verið hafizt handa um kaup stálfiskiskipa þeirra sem Sjálfstæðismenn hefðu tekið á móti þeim á þann veg að leggja til að þau yrðu send til veiða við Af ríkustrendur þar sem ekki væri rekstrar- grundvölur fyr- ir þeim hér. Þá vék hann að stefnu ríkisstj órnarinnar í land- búnaðarmálum og spurði hver hún væri. Alþýðuflokkurinn vill breyta stefnunni. Sjálfstæðis- flokkurinn viðhalda henni. Hver er stefnan? Þá vitnaði ræðumað ur í orð forsætisráðherra á Al- þingi um álsamningana og for- ustugrein Mbl. fyrir nokkru um samþykkt þeirra og sagði að ljóst væri að báðir þessir for- ustumenn Sjálfstæðisflokksins, forsætisráðherra og stjórnmála- riststjóri Mbl. teldu greinilegt að margt ætti að fylgja eftir ál- bræðslunni í Straumsvík. Þeir ætla að gjörbreyta íslenzku þjóð félagi. Kosningar eru á næsta leyti og íhaldið á að taka út sinn dóm fyrir dýrtíðarstefnuna. Seltjarnarnes Sjálfstæðisflokkurinn hefur opnað kosningaskrifstofu fyrir Seltjarnarnes að Melabraut 56. Skrifstofan er opin alla daga frá kl. 18 — 22. Sími skrifstofunnar er 2-43-78. Stuðningsfólk Sjálfstæðis- flokksins er beðið að hafa sam- band við skrifstofuna. Kópavogur Sjálfstæðiskvennafélagið Edda heldur basar sunnud. 8. maí n. k., kl. 3 s.d. í Sjálfstæðishúsinu Kópavogi. Þeir, sem vilja styrkja basarinn, hafi samband við Guðrúnu Gísladóttur, Álf- hólsv. 43, Kópav., sími: 40167 og Sigríði Gísladóttur, Kópavogs- braut 45, Kópav., sími: 41286. Sjónvarpað á rás 10 RIKISÚTVARPIÐ hefur ákveð- ið, i samráði við Póst- og síma- málastjórnina, að fyrirhuguðu tiðnisviði endanlegs sjónvarps- sendis í Reykjavík verði breytt frá rás 11 (mynd 217,25, hljóð 222.7 megarið/sek.) yfir á rás 10 (mynd 210.25, hljóð 215,75 mega- rið/sek.). Breyting þessi er ákveðin m.a. vegna þess, að erfiðleikar hafa komið fram við breytingu á sum um gerðum tækja, sem byggð eru fyrir ameriska sjónvarpskerfið. Eftir þessa tíðnibreytingu á ekki að þurfa að breyta rásvelj- ara þessara tækja, en breytinga er þó eftir sem áður þörf vegna annars mismunar á evrópska og ameríska kerfinu. Útsendingar stillimyndar á rás 11 verður haldið áfram þar til endanlegur sendir hefur verið settur upp. (Frá Sjónvarpsdeild). íng einstakra

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.