Morgunblaðið - 08.05.1966, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 08.05.1966, Qupperneq 2
2 MORGUNBLADID Sunnudagur 8. maí 1966 Séra Felix Ólafsson tekur fyrstu skóflustunguna að safnaðarheimili Grensássóknar. Til hægri á myndinni: Herra Sigurbjörn Einarsson, biskup, Magnús Gislason, formaður sóknarnefndar og séra Jón Auðuns, dómprófastur.. Framkvæmdir hafnar við byggingu safnaðarheimilis í Grensássókn íiífllA Felix Ólafsson, sóknar- prestur Grensássóknar, tók fyrstu skóflustungu að byggingu safnaðarheimilis fyrir Grensás- sókn við hátíðlega athöfn, sem fram fór á kirkjulóð sóknarinn- ar á Hvassaleitisásum kl. 14,00 í gær. Formaður sóknarnefndar, Magnús Gíslason, námsstjóri, greindi frá undirbúningi og fyrir huguðum framkvæmdum. Biskup íslands, hr. Sigurbjörn Einars- son, var viðstaddur og flutti ávarpsorð. Kirkjukórinn söng. Meðal viðstaddra var séra Jón Auðuns dómprófastur. Grensássókn, sem afmarkast af Grensásvegi að austan, Miklu- braut að norðan, Kringlumýrar- brautar að vestan og Fossvogs- dalnum að sunnan, var stofnuð í árslok 1963. Þá þegar var hafinn undirbúningur að byggingu safn aðarheimilis fyrir sóknina. Að- staða til safnaðarstarfsins hefur verið og er mjög erfið, þar sem ekkert húsnæði fyrirfinnst innan sóknarinnar til guðsiþjónustu- halds og safnaðarstarfs. í þau 2i4 ár, sem liðin eru síðan söfn- Musica Nova kynnir ný verk m. n. eftir Leif og Þorkel MUSICA NOVA heldur aðra tónleika sína á þessu starfsári í dag, sunnudag kl. 5 í Kennara- skólanum. Flutt verða verk eftir pólska tdJtskáldið Taddeusz Baird, Castiglioni, Varese, Clementi og Raphel. Auk þess verða flutt ný Kópavogur Sjálfstæðiskvennafélagið Edda heldur basar sunnud. 8. maí n.' k., kl. 3 s.d. í Sjálfstæðishúsinu Kópavogi. Þeir, sem vilja styrkja basarinn, hafi samband við Guðrúnu Gísladóttur, Álf- hólsv. 43, Kópav., simi: 40167 og Sigríði Gísladóttur, Kópavogs- braut 45, Kópav., sími: 41286. verk eftir Leif Þórarinsson cg Þorkel Sigurbjörnsson, sem frumflutt voru á tónleikum félagsins í Stokkhólmi í marz síðastliðnum. Flytjendur verða: Simon Hunt (flauta), Kristján Þ. Stephen- sen (óbó), Gunnar Egilsson (klarinett), Sigurður Markússon (fagott), Ingvar Jónasson (fiðla), Pétur Þorvaldsson (selló), ásamt píanóleikurunum Gísla Magnússyni og Þorkeli Sigurbjörnssyni, sem jafnframt stjórnar sumum verkanna. Ekkert verkanna á efnisskráni hefur verið flutt hér á landi áð- ur. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. uðurinn var stofnaður, hafa guðs þjónustur og önnur starfsemi á vegum safnaðarins farið fram í Breiðagerðisskóla, sem sé utan sóknarmarkanna. Nú standa vonir til ,að unnt muni reynazt að leysa húsnæðis- vanda safnaðarins og koma upp safnaðarheimili á þessu ári, sem fullnægt gæti húsnæðisþörf í bili. Jósef Reynis, arkitekt hefur teiknað safnaðarheimilið, en verk fræðiþjónustu hefur Stefán ólafs son, verkfræðingur, annazt. Grunnteikningar og líkan af safn aðarneimilinu hefur legið frammi á safnaðarfundi. í safnaðarheim- ilinu verður rúmgóður saloir til guðsþjónustuhalds og félagsstarf semi á vegum safnaðarins. Auk þess verður þar minni salur til fundarhalda, skrifstofa sóknar- prestsins eldhús, forstofa og fata geymslur, auk annars nauðyn- leg rýmis. Mun safnaðarheimilið væntanlega ekki hvað sízt verða æskulýðsheimili sóknarinnar og Framhald á bls. 31. Fyrsta skóflustungan tekin aö Bústaöakirkju I GÆRMORGUN kl. 7.30 var tekin fyrsta skóflustungan að byggingu Bústaðakirkju, sem rísa á á horni Bústaðavegar og Tunguvegar. Þó kalt væri og snemma morgun var fjölmenni mætt úr söfnuðinum, hátt á annað hundrað manns. Við stadd ir voru biskupinn yfir Islandi. húsameistari ríkisins, sóknar- nefnd og sóknarprestur. Athöfnin hófst með því að sr. Ólafur Skúlason las ritningar- greinar og flutti bæn. Þá ávarp- aði Guðmundur Hansson, for- maður sóknarnefndar, viðstadda. Þar næst lýsti Otto A. Michel- sen, safnaðarfulltrúi kirkjunni, og hefur verið skýrt frá tilhögun hinnar nýju byggingar í blaðinu áður. Og að svo búnu tók sókn- arpresturinn, sr. Ólafur Skúla- son, fyrstu skóflustunguna, í for- föllum Axels Sveinssonar, sem var lengi formaður safnaðar- nefndar og brautryðjandi í safn- aðarmálum frá stofnun safnaðar- ins. Að lokum flutti biskup, herra Sigurbjörn Einarsson, ávarp og óskaði söfnuðinum til hamingju með þennan áfanga. Lét hann i Ijós sérstaka ánægju yfir að sjá að svo margir skyldu koma svo snemma. Þá söng kirkjukórinn og um leið og síðustu tónar söngsins dóu út, voru vélarnar settar í gang og byrjað að grafa. Nú á að halda áfram eins lengi og hægt er, en í fyrsta áfanga er búizt ! við að ljúka við grunninn og ; ganga frá kjallaranum. Er áform I að að gera það í sumar. Við grunn Bústaðakirkju, taliið frá vinstri: Jónas Frímannsson, verkfræðingur, Davíð Kr, Jensson, byggingarmeistari, Ilelgi Hjálmarsson, arkitekt, Hörður Bjarnason, húsameistari ríkis- ins, herra Sigurbjörn Einarsson, biskup, sr. Ólafur Skúlason, Otto A. Michelsen og Guðmundur Hansson. Áskell Löve yfirmaður líffræði- deildar með 2000 stúdentum MORGUNBLAÐINU hafa borizt fregnir af glæsilegum starfsferii prófessors Áskels Löve, sem um nokkurt árabil hefur dvalizt vestur í Ameríku, fyrst í Kana- da, en nú hin síðari ár í Banda- ríkjunum. Starfar hann við há- skólann [ Boulder í Colorado- fylki. Hefur hann verið prófess- or í grasafræði við háskólann. Fyrir nokkru ákvað yfirstjórn hátSiólans að gera prófessor Ás- kel að deildarstjóra líffræði- deilar háskólans. Hún ein telur yfir 20 starfandi prófessora og við hana stunda nú nám yfir 2000 stúdentar. Fyrir fimm árum var hér haldin merkileg alþjóðleg ráð- stefna um úbbreiðslu grasa og dýra í, löndum við norðanvert Askell Love. Atlantshaf, og var ráðstefnan helguð minningu Sveins Páls- sonar. Próf. Áskell stóð fyrir þessari ráðstefnu. Að henni lok- inni gaf hann ásamt konu sinni, sem einnig er grasafræðingur, út á ensku mikið rit um ráð- stefnuna og störf hennar og birtust þar fyrirlestrar þeir er haldnir voru á ráðstefnunni. Sjálfboðaliðar Sjálfstæðisflokkinn vantar fjölda sjálfboðaliða við skriftir i dag og næstu daga. Þeir sem vilja leggja til liðs sitt hringi í síma 22719 — 17100 eða komi á kosningaskrifstofu Sjálfstæð- isflokksins Hafnarstræti 19 3. hæð. (Hús HEMCO). Akraneskirkja stækkuS og endurbætt AKRANESI, 7. maí. — Gagn- gerðar endurbætur hafa farið fram á Akraneskirkju, en hún verður 70 ára á þessu ári. Segja má að kirkjan hafi verið endur- nýjuð bæði að utan og innan, auk þess sem hún var lengd, þar sem komið var fyrir skrúðhúsi, snyrtiherbergi og geymslu. Að utan var kirkjan klædd nýju bárujárni, í stað þess sem fyrir var, gerðir upp gluggar og sett sóllitað gler í þá, turn endur- byggður með svölum, eins og upphaflega var, en svalirnar höfðu verið teknar af síðar. Turninn prýðir nú fallegur ljósa kross. Að innan var kirkjan klædd þunnum viðarplötum og máluð, smíðaðir nýir bólstraðir bekkir á söngloft. En fyrir nokkrum ár- um var sett nýtt gólf í kirkjuna og þá einnig nýir bólstraðir bekkir í aðalkirkjuna. Um svipað leiti var fengið nýtt pípuorgel. Nýr prédikunarstóll var nú smíðaður í kirkjuna. Loftræst- ingakerfi var einnig sett upp, teppi voru lögð á kór, kirkjugólf og söngloft, raflagnir allar end- urnýjaðar og lýsingu fyrirkomið eftir tillögum ljóstæknifræðings. í stað tveggja kirkjuklukkna, er nú settar þrjár klukkur, er vega um hálft tonn og hringt er með því að styðja á rafmagnshnapp. Sérbúnaður er fyrir líkhring- ingu og einnig verða klukkunar stilltar á sjálfhringingu á ákveðn um tíma. Vandaðar útidyrahurð- ir voru settar. Sérfróðir menn hafa verið til ráða og leiðbein- ingar um verk þetta. Gunnar Ingibergsson, arkitekt frá Húsa- meistara ríkisins, Aðalsteinn Guðjónsen, ljóstæknifræðingur, frú Gréta Björnsson, listamálari skreytti kirkjuna og réði litavali, ásamt Lárusi Árnasyni málara- meistara, er annaðist málningu, Verktakar voru: fyrir trésmíði Trésmiðjan Akur h.f., en Gísli Sigurðsson sá um verkstjórn, raf lagnir Sigurþór Jóhannsson, raf- virkjameistari, en Hróðmar Kjartansson sá um framkvæmd verksins. Aðeins er nú eftir að mála kirkjuna að utan og verður það gert á þessu sumri. í heild má segja að kirkjan sé hin fegursla og hefur upprunalegum stíl verið haldið. Upplýsingar þessar eru frá Karli Helgasyni, sóknarnefndar- formanni. í kvöld á að vígja kirkjuna hringt var með handafíi, voru I kl. 8.30. — Oddur. ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.